Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 34

Morgunblaðið - 28.05.1993, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Hvítasunnukirkj an Nýtt safn- aðarheimili NÝTT safnaðarheimili við Hvíta- sunnukirkjuna á Akureyri verður vígt á hvítasunnudag kl. 14. I húsinu verður safnaðarsalur sem tekur um 130 manns í sæti og í kjall- ara verður aðstaða fyrir æskulýðs- starfsemi. Forstöðumaður safnaðar- ins, Vörður L. Traustason, mun vígja húsið, en ræðumaður verður Snorri Óskarsson, forstöðumaður Betels- safnaðarins í Vestmannaeyjum. Annan í hvítasunnu verður sam- koma kl. 20, en í henni verður skím- arathöfn. Ræðumaður verður Hafliði Kristinsson forstöðumaður Fíladelf- íusafnaðarins í Reykjavík. -----».♦ «----- Fermt í Munka- þverárkirkju Hátíðarguðsþjónusta verður í Munkaþverárkirkju í Eyjafjarð- arsveit á hvítasunnudag kl. 11. Ferming og altarisganga. ' Fermd verða: Bergur Þorri Benjamínsson, Ytri-Tjömum. Bjarni Eiríksson, Rein. Elísabet Ingunn Einarsdóttir, Austurbergi. Jón Bergur Arason, Þverá. Laufey Kristjánsdóttir, Kaupangi. Ragnar Elías Ólafsson, Tjarnagerði. Morgunblaðið/Rúnar Þór Brúðuleikur VINKONURNAR Dagný og Hafdís voru úti að leika sér í brúðuleik þegar ljósmyndari átti leið um Oddeyrargötuna á Akur- eyri. Dúkkurnar sem heita Hrönn og Haukur áttu góðu atlæti að fagna hjá þeim stöllum. Tengsl efld við atvinnulífið á Eyjafjarðarsvæðinu Háskólinn og Iðntækni- stofnun hefja samstarf FULLTRÚAR Iðntæknistofnunar og Háskólans á Akureyri skrifuðu í gær undir samstarfssamning, en starfsemi á vegum Iðntæknistofnunar á Akureyri hefst síðar í sumar í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Kristján Björn Garðarsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra hefur ver- ið ráðinn til starfa og annar starfsmaður á sviði matvælafræði verður ráðinn að stofnuninni innan skamms. íáíSsá ú Ljósmynd/ÞH Þúsund plöntur gróðursettar NEMENDUR 6. og 7. bekkjar Dalvíkurskóla gróðursettu í vikunni eitt þúsund trjáplöntur í fólkvangi Dalvíkinga. Að sögn Þórunnar Bergsdóttur skólastjóra fékk skólinn 400 plöntur úr Yrkju, en 600 keypti skólinn sjálf- ur. Ætlunin er að gera gróðursetningu sem þessa að árlegum viðburði. Skólakrakkarnir voru áhugasamir um gróðursetninguna og fengu leiðbein- ingar frá Ingu Rós Eiríksdóttur garðyrkjumanni Dalvíkurbæjar um það hvemig þau ættu að meðhöndla plönturnar. Við athöfn í húsakynnum Há- skólans við Glerárgötu á Akureyri sagðist Haraldur Bessason rektor fagna samstarfinu við stofnunina, en starfsmenn Iðntæknistofnunar á Akureyri munu að hluta til sinna kennslu við skólann. Hallgrímur Jónasson forstjóri Iðntæknistofnunar gerði grein fyr- ir starfsemi stofnunarinnar og hlutverki starfmannanna á Akur- eyri, en þeim er m.a. ætlað að efla tengsl við atvinnulífið á Eyja- fjarðarsvæðinu. Stofnunin vildi með því að hefja hér starfsemi leggja sitt af mörkum í þeirri þró- un sem þegar væri hafin að því er varðar aukið rannsóknarstarf. Aukin þekking Ásgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði að þess væri vænst að með samstarfi Iðntækni- stofnunar og Háskólans á Akur- eyri yrði aukið við þá grunnþekk- ingu sem þegar er til staðar og að það væri sín trú að það kæmi öllum til góða, stofnuninni, skólan- um og fyrirtækjum á Eyjafjarðar- svæðinu. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagðist fagna því að samstarf hefði tekist með stofnuninni og háskólanum og vænti hann þess að í kjölfarið næðist betri tenging þessara aðila við atvinnulíf í Eyja- firði. „Eg bind vonir við að nýsköp- un sem af þessu samstarfi getur leitt verði atvinnulífinu á svæðinu til góðs,“ sagði Jón Sigurðsson. Risahumar SNÆBJÖRN á Fiðlaranum veiðir risahumar upp úr fiskabúrinu. Risalmmar Fiðlarans GESTIR veitingastaðarins Fiðlarans eiga þess nú kost að snæða risahumar sem flutt- ur er inn lifandi frá Maine í Bandaríkjunum. Snæbjörn H. Kristjánsson, yfírmatreiðslumeistari, sagði að ætlunin væri að bjóða upp á risa- humarinn i sumar og fram á haust. Humarinn er geymdur í fiskabúri þar til hann er eldaður. Annað bragð Snæbjörn sagði að þessi hum- ar væri nokkuð frábrugðinn þeim sem veiðist hér við land, hann væri stinnari og bragðið væri annað. „Auðvitað rennum við blint í sjóinn með hver eftir- spurnin verður, en það kemur í ljós,“ sagði Snæbjöm. Samkomuhúsið Togað í Norður- höfum BRESKI gestaleikurinn Togað í Norðurhöfum verður sýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri dagana 1., 2. og 3. júní næst- komandi. Þetta verk var frum- sýnt haustið 1985 og hlaut þá góðar viðtökur og hefur það verið sýnt um allt England. í verkinu er sögð saga úthafs- togveiða frá Hull og Gimsby með orðum sjómannanna sjálfra, en þeir sóttu á hin fjarlægu fiskimið útaf íslandi, Grænlandi og Noregi. Sj ómannasamfélagið Ekki þarf mikla enskukunnáttu til að skilja gang verksins og njóta sögunnar sem mörkuð er harðræði og slysförum, þó ljúfar minningar séu henni tengdar. Leikarar eru ýmist sögumenn sem fræða áhorf- endur um innviði togarasjó- mennskunnar eða þeir bregða sér í hlutverk sjómannanna sjálfra og leika raunveruleg atvik. Einnig er brugðið upp mynd af lífinu í landi, eiginkonum sem biðu heima og samfélaginu sem mótaðist í sjó- mannahverfinu og kringum tog- arahöfnina í Hull. Höfundar verksins eru Rupert Creed og Jim Hawkins og byggðu þeir handrit sitt á viðtölum við á annað hundrað togarasjómenn og fjölskyldur þeirra um allt er að sjómennskunni laut. Að loknum sýningum leikhóps- ins í Samkomuhúsinu á Akureyri á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld verður sýnt á Dalvík, Húsavík og Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.