Morgunblaðið - 28.05.1993, Blaðsíða 44
í: (MORGONBLÁim® ÆœTOD MSOR. WA »1OM93
C44
Minning
Grímur Eiríksson
frá Ljótshólum
Fæddur 23. april 1916
Dáinn 22. maí 1993
Kveðja frá barnabörnum
Hann afi okkar er dáinn. Eftir
langa og stranga baráttu við erfið
veikindi lést hann aðfaranótt laugar-
dagsins 22. maí sl.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að ræða málin og tók á þeim af skyn-
semi og hjartahlýju.
Hann hafði sínar skoðanir á hlut-
unum sem hann lét ákveðið í ljós á
heiðarlegan og sanngjarnan hátt.
Án efa er hann hvíldinni feginn
og þegar förinni lýkur mun verða
tekið á móti honum opnum örmum
á æðri stöðum, þar sem hann mun
vaka yfír okkur og gæta um ókomna
tíð.
Um leið og við kveðjum afa okkar
með söknuði biðjum við algóðan Guð
að blessa minningu hans og varð-
veita.
Hvíl í friði.
Grímur Fannar, Þorlákur,
Bjarki Rafn, Daði, Rúnar Orn.
Tengdafaðir minn Grímur Eiríks-
son frá Ljótshólum, Drápuhlíð 42,
lést á heimili sínu að morgni laugar-
dagsins 22. maí sl.
Grímur hafði ekki haft fulla stárfs-
orku hin seinni ár sökum heilsu-
brests og fengið vísbendingu um í
hvað stefndi á síðustu mánuðum.
Honum varð að ósk sinni er hann
kvaddi þennan heim án þess að þurfa
að íþyngja öðrum með því að dvelj-
ast langtimum á sjúkrahúsum.
Grímur Eiríksson fæddist 23. apríl
1916 í Ljótshólum í Svínadal, Austur-
Húnavatnssýslu. Foreldrar Gríms
voru hjónin Eiríkur Grímsson, f. 12.
júlí 1873, d. 7. september 1932, frá
Syðri-Reykjum í Biskupstungum og
Ingiríður Jónsdóttir, f. 15. júní 1888,
d. 23. júní 1976, frá Ljótshólum.
Eiríkur og Ingiríður eignuðust þtjá
syni og voru þeir auk Gríms: Jón-
mundur, f. 12. mars 1909, d. 25.
september 1912, og Jónmundur, f.
9. janúar 1914, fyrrverandi bóndi
Auðkúlu, nú búsettur í Asparfelli 12,
Rvík. Grímur átti einnig fóstursyst-
ur, Guðrúnu Jakobsdóttur, f. 2. októ-
ber 1921, húsfreyju að Grund í
Svínadal.
Við andlát Eiríks bónda í Ljótshól-
um 1932 tóku bræðurnir Grímur og
Jónmundur við búskapnum 16 og 18
ára gamlir ásamt Ingiríði móður
sinni. Geta má nærri að þrautseigja,
nægjusemi og dugnaður hefur í rík-
um mæli einkennt þeirra. fyrstu bú-
skaparár svo að takast mætti að
halda fjölskyldunni saman í miðri
kreppunni. Grímur kvæntist 15. júní
1947 Ástríði Siguijónsdóttur frá
Rútsstöðum í Svínadal og stunduðu
þau þúskap í Ljótshólum.
Grímur var farsæll bóndi og sinnti
ýmiss konar trúnaðarstörfum 'fyrir
sveit sína. Ástríður og Grímur eign-
uðust tvö börn sem eru: Eiríkur, f.
20. nóvember 1947, hann á þijá syni,
og Anna, f. 24. júní 1951, gift undir-
rituðum og eigum við tvo syni.
Frá því leiðir okkar Önnu, dóttur
þeirra Gríms og Ástu, lágu fyrst
saman fyrir rúmum tuttugu árum
hefur samband okkar Gríms ein-
kennst af kærleika og trausti í minn
garð. Ég ungur og óþroskaður dreng-
ur, rétt tvítugur, man alltaf hversu
Grímur átti auðvelt með að ræða við
mig sem jafningja og miðla mér af
þekkingu sinni og reynslu. Þessum
eiginleikum glataði Grímur aldrei og
var ánægjulegt að fylgjast með
hversu vel fór á með Grími og bama-
bömunum.
Skömmu eftir að Grímur og Ásta
Minning
Grétar Sigurðsson,
Akranesi — Minning
Fæddur 23. september 1961
Dáinn 27. apríl 1993
Líknargjafinn þjáðra þjóða,
þú, sem kyrrðir vind og sjó,
ættjörð vor í ystu höfum
undir þinni miskunn bjó.
Vertu með oss, vaktu hjá oss,
veittu styrk og hugar-ró.
Þegar boðinn heljar hækkar,
herra, lægðu vind og sjó.
Föðurland vort hálft er hafið,
helgað margri feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða striðið háð.
Yfír iogn og banabylgju
bjarmi skín af drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi og dauða skráð.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir pll.
Þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll.
Vertu ljós og leiðarstjama,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða
þegar lokast sundin öll.
Drottinn, þinnar ástar óður,
endurhljómi um jörð og höf.
Breiddu þína blessun yfir
blóma lífs og þögla gröf.
Vígi og skjöldur vertu þeim,
sem vinda upp hin hvítu tröf.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi um jörð og höf.
(Jón Magnússon)
Elsku Þura, Siggi, Lýður, Dísa,
Guðjón, Harpa, Bryndís, Egill, systk-
ini hins látna og aðrir ástvinir. Guð
veri með ykkur í ykkar miklu sorg.
Hrönn og Sandra.
Ég sat við eldhúsborðið, aleinn
inni á verbúð vestur á Bíldudal.
Klukkan var að verða ellefu og ef
ekki hefði verið fyrir stöðugan söng
skógarþrastanna, þá var kyrrðin al-
gjör.
Ellefufréttir voru að hefjast þegar
ég kveikti á útvarpinu. Það fyrsta
sem mér barst til eyrna var að tíu
tonna bátur með fimm manna áhöfn
frá Akranesi hefði farist kvöldið
áður. Þremur skipveijum bjargað og
leit stæði yfir að hinum tveimur.
„Hvað heitir báturinn aftur sem
Grétar er á? Nei, það getur ekki
verið, hann er örugglega stærri en
tíu tonn.“ Þetta var ég að hugsa.
En þó var í mér einhver uggur vegna
þess að mér kom enginn annar bát-
ur í huga en báturinn hans Sævars
þar sem fimm menn voru í áhöfn.
Ég byrjaði á því að hringja í
mömmu, en hún vissi ekki meira en
ég. Þá hringdi ég á Borgarspítalann
og ætlaði að ná tali af Inga, en
hann hafði þá fengið að fara heim
daginn áður.
Loks hringdi ég og náði sambandi
við hann heima hjá foreldrum hans.
Hanna systir hans svaraði og síðan
kom Ingi í símann: „Já, blessaður,"
sagði ég.þegar ég heyrði í honum.
„Heyrðu. Veist þú hvaða bátur þetta
var...?“ „Já,“ svaraði Ingi. „Þetta
voru þeir. Grétar er dáinn . .. og
Grétar bróðir einnig. Hann ætlaði
að fara þennan eina túr, það veikt-
ist einn skipveijinn." Ingi var yfir-
vegaður í símanum þrátt fyrir að
hann væri nýbúinn að missa bæði
yngsta bróður sinn og sinn besta vin.
Eg gat ekki trúað þessu. Grétar
dáinn.l
Ennþá eigum við félagarnir erfitt
með að trúa því að við munum ekki
sjá ástkæran vin okkar framar.
hættúrbú‘skáp fLjótshólumlrið 1974
fluttust þau til Reykjavíkur þar sem
Grímur starfaði lengst af sem vakt-
maður í Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg. Grímur hafði alla tíð
mikið yndi af lestri bóka og var stál-
minnugur á löngu liðna atburði.
Hann átti létt með að taka þátt í
umræðum og talaði alltaf af hrein-
skiini og_ heiðarleik um menn og
málefni. Ég vil þakka fyrir þær ófáu
ánægjustundir sem Grímur hefur
veitt mér á undanfömum árum í stof-
unni í Drápuhlíðinni, þar sem margt
var skrafað og skeggrætt. Eftirlif-
andi eiginkona Gríms er Ástríður
Siguijónsdóttir. Ásta, eins og hún
er ævinlega kölluð, var í myndarskap
sínum og dugnaði Grími mikil stoð
og stytta í þeirra lífshlaupi og votta
ég henni mína dýpstu samúð.
Runólfur Þorláksson.
Grímur var einn af þeim mönnum
sem ég taldi sannan vin minn um
langan aldur. Mig langar því til að
minnast hans með nokkmm orðum
nú þegar leiðir skiljast og hann er
fluttur á annað svið. Með því vil ég
sýna þakklæti mitt fyrir samfylgdina
sem orðin er svo löng sem minni
mitt nær.
Foreldrar Gríms voru hjónin Eirík-
ur Grímsson frá Syðri-Reykjum í
Biskupstungum og Ingiríður Jóns-
dóttir frá Ljótshólum. Ingiríður var
dóttir Guðrúnar Eysteinsdóttur frá
Orrastöðum og fyrri manns hennar
Jóns Jónssonar af skagfirskum ætt-
um. Ætt Guðrúnar er fjölmenn og
vel þekkt hér í Húnaþingi.
Grímur var fæddur í Ljótshólum,
þar sem foreldrar hans bjuggu mest
allan sinn búskap og voru jafnan
kennd við þann bæ. Grímur var
yngsta bam foreldra sinna. Elsta
bamið sem var drengur dó af slysför-
um og var að því harmur sár. Eldri
bróðir Gríms er Jónmundur, nú bú-
settur í Reykjavík. Einnig ólst þar
upp frá 8 ára aldri Guðrún Jakobs-
dóttir eiginkona mín. Var hún strax
frá upphafi tekin sem ein af fjölskyld-
unni, þar voru henni allir góðir og
hefur hún alla tíð litið á Grím og
Jónmund sem bræður sína.
Grímur ólst upp með foreldrum
sínum og vandist öllum venjulegum
bústörfum eins og algengast var.
Hann sem var farinn að sjá fram á
bjartari tíð, hafði fengið pláss á
góðum bát, var fluttur í nýtt hús-
næði og búinn að koma sér vel fyr-
ir. Við viljum hér í örfáum orðum
reyna að minnast góðs vinar og fé-
laga.
Grétar var mjög rólegur að eðlis-
fari, fámáll en athuguli. Hann var
kíminn og sá svo oft skoplegu hliðar
tilverunnar. Hann stundaði lengstum
sjómennsku og þótti góður til vinnu,
enda bæði verklaginn og verkfús.
Grétar var sérlega ratvís og er okk-
ur vinum hans minnisstæð ferðin til
Evrópu sumarið ’84. Hvar sem við
vorum og hvert sem við fórum, allt-
af treystum við því að Grétar rat-
aði, enda kom í Ijós að þá tvo daga
sem við týndum honum (hann var
falinn í faðmi danskrar blómarósar),
vorum við með öllu áttavilltir. Grétar
var lífsglaður og þó að hann þekkti
marga kunni hann best við sig í
fámennum hópi góðra vina. Hann
var ávallt kurteis og hlýr í um-
gengni og var gott að lynda við hann.
Grétar var hógvær og lítt gefínn
fyrir að flíka tilfinningum sínum.
Állir sem kynntust honum fundu þó
fljótt að þar fór drengur ríkur að
verðleikum.
Þegar reynt er að minnast góðs
drengs ber hugurinn tunguna ofur-
Heimilið var hlýlegt, þar var sam-
lyndi meðal fjölskyldunnar og einnig
meðal hennar og annras starfsfólks
á heimilinu. Þar var orðlagður þrifn-
aður og reglusemi, fastur heimilis-
bragur. Þar var gott að koma. Þar
fengu þau systkini gott veganesti.
En það haustaði snemma á því góða
heimili. Árið 1932 lést Eiríkur faðir
þeirra bræðra skyndilega á besta
aldri. Það var mikið áfall eins og
gefur að skilja. Þá var Grímur 16
ára en Jónmundur 18 ára. Eftir það
hvíldi öll umsjóri og vinna utan bæj-
ar á þeirra herðum. En þrátt fyrir
það komst allt vel af. Það er nú svo
ef vel er að gáð að það eykur ekki
alltaf mest manngildi og dugnað að
vera alinn upp við allsnægtir og eft-
irlæti. Ég sem þetta skrifa hef á
undanfömum árum lesið ævisögur
nokkurra manna sem hafa skarað
fram úr í sínu ævistarfí og ef ég
ætti að nefna eitthvað eitt sem þess-
ir menn áttu sameiginlegt, þá var
það helst það að vera aldir upp við
heldur kröpp kjör og að þurfa að sjá
fyrir sér sjálfir. Á fyrstu tugum ald-
arinnar fæddist og ólst hér upp í
sveitinni nokkuð margt fólk sem átti
eftir að lifa og starfa hér heima
mestan hluta ævinnar og urðu á
þann hátt virkir þátttakendur í því
mikla umbótastarfí sem hér hefur
liði. Margar dýrmætar minningar
koma upp í hugann sem gera það
eitt að minna okkur á hversu mikið
við höfum misst.
Við fínnum nú hversu gæfusamir
við vorum að hafa fengið að þekkja
hann og hafa frá fyrstu kynnum átt
hann að vini. Við viljum votta að-
standendum hans okkar dýpstu sam-
úð og vonum að algóður Guð hjálpi
þeim í sorgum þeirra.
Við þökkum þér, Grétar, fyrir
samveruna og allt það sem þú varst
okkur. Megi Guð blessa þig á þeim
slóðum sem þú nú fetar. Minning
þín verður okkur ætíð kær.
Þínir vinir,
Ingi og Þröstur.
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund.
Biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók
græðandi hendi að milda sorgarund.
(V.R.)
Aðfaranótt 28. apríl sl. mun mér
seint gleymast. Fréttir berast. Báts
er saknað. Báts þar sem um borð
eru sonur og mágar auk tveggja
annarra manna. Þegar líður á nótt
er Ijóst að þrír menn hafa bjargast,
en tveir vaskir sjómenn höfðu þar
mætt örlögum sínum. Nafnarnir
Grétar Sigurðsson og Grétar Lýðs-
son.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast Grétars Sigurðssonar mágs
míns. Grétar var fæddur á Akranesi
23. september 1961, yngsta barn
hjónanna Þuríðar Jónsdóttur og Sig-
urðar Árnasonar. Systkini hans eru
í aldursröð: Jón, Kristín, Árni og.
Sævar. Að lokinni skólagöngu fór
Grétar til sjós og var sjórinn starfs-
vettvangur hans æ síðan. 1 æðum
hans rann sjómannsblóð og hafa
faðir hans og bræður allir stundað
sjóinn um lengri og skemmri tíma.
Grétari er best lýst sem rólegum,
frekar dulum manni sem ekki flíkaði
tilfinningum sínum og gat virkað
feiminn á stundum. Ég kýs að minn-
ast hans eins og ég fyrst kynntist
honum sem ljóshærða litla hnokkans
sem alltaf var að frá morgni til
átt sér stað. Þá var ehginn sThfi og
vegur aðeins fram í miðjan dalinn.
Byggingar voru þá allar úr torfi,
bæði bæir og útihús. Nú hafa orðið
miklar breytingar til batnaðar, sem
hér verður ekki frekar lýst. I öllu
þessu mikla umbótastarfí var Grímur
virkur þátttakandi.
Hinn 15. júní 1947 gekk hann að
eiga Ástríði Siguijónsdóttur frá
Rútsstöðum, ágætri konu sem hefur
reynst honum traustur og góður
förunautur í gegnum lífið. Þegar
fram liðu stundir tóku þau hjónin við
allri jörðinni í Ljótshólum, en Jón-
mundur og fjölskylda hans fluttust
að Auðkúlu.
Eftir að þau Grímur og Ásta stofn-
uðu sitt eigið heimili hélst þar eftir
sem áður sami góði heimilisbragur-
inn. Þau byggðu fljótlega nýtt íbúð-
arhús og brátt bættust við ýmis
þægindi. Þá byggðu þau hús yfír
fénað og hey og juku mikið við rækt-
un. Laust eftir miðjan aldur fór Grím-
ur að verða þungur fyrir bijósti og
þoldi ekki að vera í heyjum. Fór
hann þá að leita sér léttari starfa,
fyrst hér fyrir norðan, en svo 1974
fluttust þau til Reykjavíkur og sett-
ust þar að. Gerðist hann þá vaktmað-
ur í Stjómarráðinu og gegndi því
starfí meðan heilsa leyfði.
Þau Grímur og Ásta eignuðust tvö
mannvænleg börn. Þau eru Eiríkur,
sem verið hefur starfsmaður hjá
Námsgagnastofnun, og Anna sem
vinnur hjá Fasteignum ríkisins. Hún
er gift Runólfi Þorlákssyni tækni-
manni hjá sjónvarpinu. Barnabörnin
eru orðin fimm.
Grímur var vel gerður maður,
greindur, hagmæltur og skemmtileg-
ur, sem flestum þótti gott að kynn-
ast. Hann var glöggur á hið broslega
í fari fólks, léttur í máli og glettinn,
en laus við rætni og hnútukast. Því
var hann vel liðinn meðal samferða-
manna sinna. Hann tók góðan þátt
í félagslífi og félagsmálastörfum fyr-
ir sveitarfélag sitt, en var ógjarn á
að trana sér fram. Hann var allmörg
ár í hreppsnefnd, skattanefnd og
fleiri störfum sveitarinnar.
Við hjónin sendum Ástu og börn-
um þeirra og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Þórður Þorsteinsson.
kvölds. Oft var það fjaran sem heill-
aði og gat þá stundum gleymst hvað
klukkunni leið. Tíminn skipti ekki
máli. En nú, svo skyndilega, er
stundaglasið hans Grétars tæmt. En
í minningunni stendur upp úr brosið
hans. Hann átti fallegt bros og þann-
ig vil ég minnast hans.
í annað skiptið á nokkrum vikum
erum við Skagamenn minntir á hve
óblíð náttúruöflin geta verið. Upp í
hugann koma ljóðlínumar „eins eru
skip sem aldrei landi ná“. Já, sjó-
menn af Akranesi hafa reynt það á
sl. vikum að þijú skip myndu aldrei
landi ná þar sem fímm vaskir sjó-
menn hafa látið lífið. Fjölmargir eiga
um sárt að binda og vil ég senda
aðstandendum öllum samúðarkveðj-
ur. Það er einlæg ósk mín að eins
og vetur víkur fyrir vori þá verði
gleðin yfirsterkari sorginni að lokum
þar sem fagrar minningar ylja okkur
um hjartaræturnar.
Um leið og ég kveð Grétar og
þakka honum samfylgdina, bið ég
honum guðs blessunar á strönd ei-
lífðarinnar, fullviss þess að þegar
við leggjum í okkar hinstu för þá
taki hann á móti okkur og bjóði
okkur að gista græna lundinn. Ég
vil fyrir hönd fjölskyldu Grétars
þakka alla þá umhyggju og hlýju
sem okkur hefur verið sýnd undan-
farið. Sérstakar þakkir til Félags
smábátaeigenda á Akranesi og til
sr. Björns Jónssonar sem hefur ver-
ið með okkur frá fyrstu stundu og
vakað yfir velferð okkar.
Þó sumir hafi þungar byrðar borið,
þá biðja þeir um líf, sem elska yorið.
Með þeim er gott að þakka liðnu árin,
sem þjáðust mest - en brosa gegnum tárin.
Með þeim, sem koma, gista græna lundinn,
er gott að horfa yfiur dýpstu sundin.
Eg dvel með þeim, uns duidar raddir kalla,
sem dæma mig til þess - að kveðja alla.
Þá hverf ég burt, en þangað liggur leiðin,
sem loftin blána, nóttin kyndir seiðinn.
Með ljóð í hjarta, lag á þyrstum vörum,
ég legg á brattann mikla - einn í fórum.
(D.St.)
Rún Elfa Oddsdóttir.