Morgunblaðið - 28.05.1993, Page 47
aaiMðWWffiflmwmm
Jí
Minning
Grétar Lýðsson
Fæddur 11. mars 1964
Dáinn 28. apríl 1993
í dag minnumst við elskulegs
bróður okkar og mágs, Grétars
Lýðssonar sem lést af slysförum
nú í apríl. Við systkinin og makar
okkar komum saman eina kvöld-
stund til að tala um það sem efst
var í minningunni um Grétar. Kom
þá margt skemmtilegt upp á yfir-
borðið, en við ætlum að stikla á því
helsta.
Grétar var fæddur á Akranesi
og ólst upp við Vesturgötuna og
fjöruna. Hann var yngstur af fímm
systkinum og voru þeir bræðurnir
þrír. Léku þeir sér mikið saman og
var fjaran þeirra athafnasvæði.
Sjávarlífið hafði aðdráttarafl og
fóru þeir oft niður í Fiskiver að
fylgjast með pabba sínum vinna í
fiskaðgerðinni eða þegar síldin var
að hjálpa mömmu sinni „inni á
Kampi að troða síld í tunnu“. Á
sumrin fór hann svo í sveit til ætt-
ingjanna norður á Strandir, þ.e. í
Steinadal í Kollafirði.
Árin liðu og eftir að skyldunámi
var lokið byijaði hann að vinna hjá
Heimaskaga í fiskvinnslu og flutti
sig síðan yfir í Síldarverksmiðjuna
og var þar í nokkur ár. En hugur-
inn stefndi lengra. Hann vann í
nokkurn tíma hjá Nótastöðinni og
var boðið að læra netagerð, þar eð
hann var laghentur og fljótur að
læra, en hann þáði það ekki því að
sjórinn heillaði. Loðnuskipið Rauðs-
ey AK varð því næsti vinnustaður
hans, féll honum sjómannslífið vel
og var hann vinsæll um borð. Þegar
Rauðsey AK var seld fór hann á
Höfrung AK og var á honum þar
til síðustu loðnuvertíð lauk. Skyldi
hún verða sú síðasta. Fjölskyldan
var honum það mikilvæg, að hann
óskaði þess að eiga meiri samvistir
við hana.
Um 1980 kynntist hann Hugrúnu
Olgu Guðjónsdóttur og byijuðu þau
fljótlega að búa. Saman eignuðust
þau soninn Guðjón Þór árið 1984.
Þau slitu samvistir tveim árum
seinna. Árið 1988 stofnaði hann á
ný heimili með Kristínu Hörpu Þrá-
insdóttur, sem átti þá þriggja ára
stúlku, Guðrúnu Bryndísi. Ári
seinna fæddist þeim sonurinn Egill
Fannar. Grétar var einstaklega
barngóður og lét ekki sitt eftir
liggja til að þau öll hefðu það sem
best. Alltaf virkaði hann léttur og
hress við okkur jafnvel þótt við viss-
um að hann ætti erfitt á stundum.
Hann var farinn að tala um að fá
sér vinnu í landi, og langaði að
læra eitthvða listrænt, t.d. að
syngja. Nokkrum sinnum hafði
hann komið fram á árshátíðum og
sjómannaböllum við góðan orðstír
og talaði stundum um að hann lang-
aði í Skagaleikflokkinn. Ferðalög
og stangveiðar vor hans líf og
yndi. Oft var talað um að gaman
væri „fara eitthvað“, t.d. í sólina
á Spáni sem hann og gerði. Aldrei
stóð svo illa á hjá honum að ekki
gæti hann rétt okkur hjálparhönd.
Eins var með vinnusemina.
Eftir síðustu loðnuvertíð var
hann orðinn atvinnulaus. Greip
hann því fegins hendi þegar honum
var boðið að fara einn róður á
Sæberg AK. En þá gripu örlögin
inn í. Báturinn kom ekki aftur að
landi og Grétar ekki heldur.
Við minnumst hans með söknuði
um leið og við biðjum himnaföður-
inn að vísa honum veg á ókunnum
leiðum eilífðarinnar. Við viljum trúa
að þar bíði hans nýtt og enn betra
tilverustig. Góður Guð blessi minn-
ingu Grétars Lýðssonar.
Systkini og makar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Mig setti hljóða þegar systir mín
hringdi til mín að morgni hins 28.
apríl, og tilkynnti mér að hann
Grétar sonur sinn hefði farist með
mb. Sæbergi frá Akranesi. Ótal
hugsanir og spumingar sem erfítt
er að skilja og aldrei fást svör við
hlóðust upp og þutu í gegnum hug-
ann. Grétar var nýlega orðinn 29
ára gamall, fæddur og uppalinn á
Akranesi og yngstur af fimm systk-
inum, sonur hjónanna Vigdísar
Matthíasdóttur og Lýðs Sigmunds-
sonar.
Mig langar með þessum línum
að minnast frænda míns. Mín fýrstu
kynni af Grétari vora af honum sem
litlu barni, nokkurra mánaða
gömlu, óg héldust þau kynni nokk-
uð fram eftir aldri. En svo skildi
leiðir og varð vegalengdin lengri á
milli okkar. Grétar var gott barn
og unglingur og alltaf var stutt í
brosið þó að eitthvað bjátaði á.
Ég sá Grétar síðast fyrir nokkr-
um áram þegar ég var í heimsókn
hjá foreldrum hans. Hann kom þá
í heimsókn til þeirra og þar var
sami drengurinn á ferð og ég hafði
kynnst sem barni.
Þessi orð mín segja lítið og eru
lítils megnug á slíkri stund. Elsku
Harpa, börn, foreldrar, systkini og
aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og bið Guð að
gefa ykkur styrk í sorg ykkar og
söknuði. Blessuð sé minning þessa
góða og hugljúfa drengs sem var
okkur svo kær. Hann mun lifa
áfram í hugum okkar allra sem
elskuðum hann.
Sigríður Matthíasdóttir.
„Það syrtir að er sumir kveðja,"
segir í kvæðinu um hafið og þá, sem
laðast að því.
Það eru oft dimmir dagar hjá
þeim sem bíða á ströndinni í válynd-
um veðrum eftir þeim sem hafið
hefur heillað og hætta lífi sínu þar
við að færa björg í bú ástvinum
sínum og þjóðinni allri.
Það hafa verið dimmir dagar á
Akranesi vegna þeirra fórna, sem
sjónum hafa verið færðar á þessum
fyrstu mánuðum ársins, þar sem
þrír bátar hafa farist með fimm
mönnum.
Sem betur fer er sjaldgæft að
sama byggðarlagið verði fyrir svo
þungbærum missi á svo stuttum
tíma.
„Það syrtir að er sumir kveðja.“
Það er sár harmur kveðinn að
fjölskyldu og vinahópi Grétars
Lýðssonar, sem drukknaði ásamt
nafna sínum Sigurðssyni þegar bát-
Minning
t
Maðurinn minn,
BRYNJÓLFUR BJARKAN,
sem lést að kvöldi 17. maí, verður jarð-
sunginn frá Lágafellskirkju laugardag-
inn 29. maí 14.00.
Fyrir hönd barna minna og annarra
aettingja,
Halldóra Gunnarsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra fjöl-
mörgu, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og jarðarför
TRYGGVA HÉÐINSSONAR,
Geiteyjarströnd,
Mývatnssveit.
Megi góður Guð styrkja ykkur
og blessa.
Héðinn Sverrisson, Hulda Finnlaugsdóttir,
Erna Héðinsdóttir, Jóhannes Pétur Héðinsson,
Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson,
Finnlaugur Pétur Helgason,
Sverrir Tryggvason, Hólmfríður Pétursdóttir,
Finnlaugur Snorrason, Hermína Sigurðardóttir.
Axel Thorarensen
urinn Sæberg fórst 27. apríl síðast-
liðinn í skyndilegu áhlaupsveðri.
Grétar Lýðsson var fæddur 11.
mars 1964. Foreldrar hans eru Lýð-
ur Sigmundsson og Vigdís Matthí-
asdóttir. Grétar lætur eftir sig sam-
býliskonu, Hörpu Þráinsdóttur, tvö
börn og eitt fósturbarn.
Oft spyr maður um tilganginn
með þessu eða hinu.
Hver eru tilverunnar rök fyrir
því að ungur maður í blóma lífsins
með áætlanir og fyrirheit langs lífs
er skyndilega burt kallaður frá konu
og börnum? Svo eru aðrir sem þjást
í hárri elli og óska dauðans en
tíminn er ekki enn kominn fyrir þá.
„Það syrtir að er sumir kveðja,“
og rökin eru til fyrir því að þeir
kveðja. Við þekkjum þau bara ekki,
og það verður aldrei auðvelt að taka
þeim sem staðreynd.
Grétar Lýðsson var yngstur sinna
systkina og mér er minnisstætt
þegar ég kom fyrst á heimili for-
eldra hans, sem sonur minn hafði
þá nýlega tengst. Það var ferming-
ardagur Grétars og systir hans
hvíslaði að mér, stolt af bróður sín-
um: „Hann er yngstur og stærstur
af okkur.“ Lítil atvik geymast oft
lengi.
Grétar stundaði vinnu til sjós og
lands og þó aðallega sjós, því að
þangað stefndi hugurinn. Hann var
eftirsóttur starfsmaður sakir dugn-
aðar og góðra samskipta við þá,
sem með honum unnu. Á þannig
mönnum mæðir hiti og þungi dags-
ins.
Hann var staddur í fyrri hálfleik
lífsins og horfði glaður til þess síð-
ari, þegar kallið kom.
Góður er genginn langt um aldur
fram. „Alvaldið er kyrrlátt og starf-
semi þess örugg. Á neti himinsins
eru víðir möskvar, en ekkert slepp-
ur úr því.“ (Lao-Tse.)
Ég votta Hörpu, börnunum, for-
eldrum og fjölskyldu dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Grétars Lýðs-
sonar.
Unnur Leifsdóttir.
Fæddur 24. október 1906
Dáinn 14. maí 1993
Axel vinur okkar á Gjögri lést á
heimili sínu að morgni 14. maí síð-
astliðinn. Daginn áður fór hann á
sjó og vitjaði um netin sín og kenndi
sér ekki meins. En að morgni næsta
dags er hann kallaður í annan róð-
ur sem hann hlaut að fara í að lok-
um eins og aðrir.
Axel fæddist á Gjögri, ólst þar
upp og bjó þar allan sinn búskap.
Stundaði veiðiskap á sjó og landi
og framfleytti sér og sinni stóru
fjölskyldu með þéim hætti. Og veiði-
maður var hann fram í fingurgóma,
honum var það einfaldlega eðlislægt
að veiða sér til lífsviðurværis. Þó
var hann með búskap í smáum stíl,
átti nokkrar kindur og kú átti hann
einhvern tíma, en sagði að hann
hefði verið þeirri stundu fegnastur
þegar hún hrökk uppaf.
Axel var sérstæður persónuleiki
og eftirminnilegur þeim sem honum
kynntust, glaðsinna og kjarnyrtur
eins og hann átti kyn til. Það kom
enginn að tómum kofunum sem
átti tal við hann um menn og mál-
efni. Og mér er^núna minnisstætt
samtal sem ég átti við hann nokkr-
um dögum áður en hann lést. Þar
bar auðvitað á góma fískveiðar og
stjórnun þeirra, en þau mál voru
honum eðlilega hugleikin. Og þeir
sem stjórna þeim málum hefðu
mátt heyra þó ekki væri nema brot
af því sem Axel hafði um það að
segja.
Það var einkar skemmtilegt að
eiga samræður við Axel því að hann
var fróður og fylgdist vel með þjóð-
málum. Og þegar hann sagði frá
þá var lagt við hlustir því að fram-
sögn hans var mjög sérstæð og
skemmtileg. Með honum er horfinn
mikill fiÁðleikur um mannlíf á
Gjögri á árum áður, og í sumar
stóð til að taka upp á segulband
frásagnir Axels af mannlífí og at-
burðum frá fyrri tíð, bæði til að
varðveita sögurnar og einnig frá-
sagnarmáta Axels. En nú er það
orðið of seint. Hver kann nú að
segja frá Jóni kút eða Siggu pjökk
sem kenndi Axel að lesa, og öðruni
sérkennilegum persónum sem Axel
sagði svo skemmtilega frá. En það
var einhvern veginn þannig með
Axel að maður leiddi ekki hugann
að því að hann yrði ekki þarna
áfram, svo samofinn var hann þessu
litla samfélagi sem við búum í.
Fyrir tæpu ári missti hann kon-
una sína, Ágnesi Gísladóttur, eftir
60 ára sambúð. Saman áttu þau
níu börn og eru sjö þeirra í lífi. Son
sinn, Ölver, misstu þau fyrir ellefu
árum og var það þeim mikið áfall.
Þáttur Agnesar við að koma þessum
stóra hóp á legg var ekki lítill, og
hefur líklega ekki alltaf nægt að
vinna átta tíma vinnudag. Að sumu
leyti minnti þessi smávaxna og
hljóðláta kona mig á konuna sem
kyndir ofninn minn í ljóði Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi. En
þó að þau hefðu marga munna að
metta voru þau samt alltaf fremur
veitendur en þiggjendur. Og það
var stundum sagt bæði í gamni og
alvöra að Axel hefði haldið lífinu í
öllum Víkurum með öllum fiskinum
sem hann sendi þeim í gegnum tíð-
ina. Og þessa örlætis nutum við svo
sannarlega hér í Árnesi.
Sjómennskan var hans lífsstarf
og fáir þekktu betur miðin sem
sótt var á frá Gjögri en hann. En
nú heldur hann á önnur mið og vís-
ast verður honum vel til fanga þar
ejns og hér. Að baki eru nú Brands-
vík, Pollvík og Akurvík og aðrir
þeir staðir sem honum voru kærir
og ég heyrði hann svo oft segja
frá. Héðan úr Árnesi era þeim
Axel og Agnesi að lokum sendar
hlýjar kveðjur og þakkir fyrir sam-
veruna.
Guð blessi minningu þeirra.
Valgeir Benediktsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
PÁLS ÁSKELSSONAR.
Ása Loftsdóttir,
Erla Pálsdóttir, Ingvar Antonsson,
Guðrfður Pálsdóttir,
Anna Pálsdóttir,
Elísabet Pálsdóttir, Vilhjálmur Antonsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GESTS JÓNSSONAR,
Hróarsholti,
Flóa.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði sjúkrahússins á Selfossi
fyrir góða umönnun og hlýju honum sýnda.
Ragnheiður Gestsdóttir,
Tryggvi Gestsson,
Guðjón Gestsson,
Hólmfríður Gestsdóttir,
Haraldur Gestsson,
Kristín Gestsdóttir,
Einar Þórarinsson,
Alda Hermannsdóttir,
Rannveig Einarsdóttir,
Tómas Kristjánsson,
Jóna Sigurlásdóttir,
Gylfi Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúðar þakkir til allra, sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
PETREU JÓNSDÓTTUR.
Elsa Jónsdóttir,
Maria Jónsdóttir,
Níels Jónsson,
Jóhanna Helga Jónsdóttir,
Kristín Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hreiðar Valtýsson,
Sveinn Sæmundsson,
Hildur Sigursteinsdóttir,
Ingi Þórðarson,