Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 48
MpKGUNBLADIÐ FÖSTUUAGy.R 2?.,.MAÍ 1993
fclk i
fréttum
MANNAMOT
Afmælisdagskrá til
heiðurs Jónasi Arnasyni
Fjöldi manns var viðstaddur af-
mælisdagskrá til heiðurs Jón-
asi Árnasyni rithöfundi og fyrrum
þingmanni í Borgarleikhúsinu sl.
miðvikudagskvöld. Valgeir Skag-
fjörð tók dagskrána saman og sá
um leikstjórn, en fjöldi listamanna
kom fram og virtust áhorfendur
skemmta sér hið besta eins og
meðfylgjandi myndir bera með sér.
Jónas á sjötugsafmæli í dag,
föstudag, og hyggst hann eyða
kvöldinu í Reykholtsskóla með vin-
um og ættingjum, en þar verður
einnig boðið upp á skemmtiatriði.
Gestir skemmtu sér vel og var
frú Vigdís Finnbogadóttir forseti
meðal þeirra sem létu í ljós
ánægju sína.
Morgunblaðið/Þorkcll
Fjöldi listamanna skemmti gestum, meðal annars tríóið Þijú á palli, en það skipa Halldór Kristinsson,
Troels Bendtsen og Edda Þórarinsdóttir. Jónas steig líka upp á sviðið og söng með þeim.
FUNDVISI
Veiðihjólið fannst
eftiraldarfjórðung
Sumarið 1967 var Norðurár-
nefndarmaðurinn Gunnar
Petersen ásamt konu sinni að veiða
í Norðurá fyrir neðan Laxfoss að
austanverðu. Undir kvöldið gerði
úrhellisrigningu. Norðurá er fræg
fyrir að vaxa með ógnarhraða og
Gunnar sá að í óefni stefndi. Hann
ákvað því að hraða sér yfír á ný.
Þau hjónin öxluðu nú sín skinn og
héldu upp fyrir foss, en á brúninni
er vað sem að öllu jöfnu er greið-
fært. Nærri laxastiganum, sem er
í miðri ánni, í rennu seni þarf að
stikla yfir, missti eiginkonan fót-
anna og féll í ána. Til að geta
bjargað henni spymti Gunnar
skafti kaststangar sinnar ofan í
árbotninn og studdi sig þannig á
meðan hann rétti konu sína við.
En við átökin brotnaði forláta
Kardinal 66-veiðihjól Gunnars af
stönginni og hvarf ofan í hyljina
fyrir neðan.
„Ég reyndi að hnýta línuna við
steypustyrktarjárn í stiganum og
kom svo daginn eftir, en línan var
þá slitin og hjólið horfíð mér endan-
lega,“ sagði Gunnar í samtali við
Morgunblaðið. Og hann bætti að
sjálfsögðu við að hann hefði ekki
átt von á að sjá hjólið sitt aftur.
Á föstudaginn langa í fyrra varð
hins vegar sá atburður sem hér
greinir frá.
Ain hreinsuð
Þá var staddur hópur stjórnar-
manna SVFR og ámefndarmanna
til þess að dytta að veiðihúsi, öðr-
um mannvirkjum og ekki síst til
að hreinsa úr ánni msl, en í miklum
flóðum veturinn áður höfðu tugir
hvítra plastheybagga skolast út í
ána og plastið var um alla á. Einn
í hópnum var Stefán Á. Magnússon
sem ásamt Ólafí Hauki Ólafssyni
fékk það hlutverk að hreinsa ána
frá Laxfossi og niður undir Myrk-
hyl. Stefán segir nú frá: „Það var
vetrarvatn í ánni, fremur lítið, blá-
tært og mjög kalt. Ólafur hafði
smíðað tvo atgeira úr steypu-
styrktarjárni og þá notuðum við
til þess að krækja ófögnuðinn upp
úr ánni.
Þegar við vorum komnir niður
undir Kaupamannapoll, á móts við
Bryggjurnar, stóð ég í mínum vöðl-
um í vatni upþ undir hendur og
var að teygja mig eftir plastdræsu
þegar ég sá glitta í eitthvað á
milli steina og gróðurs í botninum.
Ég rótaði frá þessu með atgeirnum
og krækti honum síðan í fyrirbær-
ið, sem reyndist vera mér til undr-
unar leifarnar af sænsku Kardinal-
hjóli.“
Þekkti hjólið aftur
„Ég hafði hjólið með mér upp í
hús og þar var meðal annarra
staddur Steinar Petersen, bróðir
Gunnars. Eftir að hafa hlýtt á frá-
sögn mína sagði hann einfaldlega:
„Er þá hjólið hans Gunnars loksins
fundið?" Og það fór ekki á milli
mála. Tegundin hin sama. Brotið
á festingunni á sama stað.“
Því er þessi merkilega „veiði-
saga“ skrað hér, að hinn fundvísi
Stefán Á. Magnússon var einn
aðstandenda Veiðimessunnar í
Perlunni sem haldin var fyrir
skömmu. Fyrir skömmu hóaði
hann í Gunnar upp í Perlu og af-
henti honum hjólið við athöfn.
Paul O’Keefe í Veiðimanninum,
umboðsmaður ABU, framleiðanda
Kardinal-hjólanna, notaði tækifær-
ið og færði Gunnari nýtt Kardinal-
hjól í sárabætur fyrir það gamla,
en eins og myndin ber með sér
verður það gamla tæpast hengt á
stöng framar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SAUÐBURÐUR
A vakt allan sólarhringinn
Þótt Sigurbjörn Hansson
fískverkunarmaður á
Hellissandi sé að nálgast
áttræðisaldurinn lætur
hann engan bilbug á sér
fínna. Þegar „elskurnar"
hans tóku að bera nú fyrir
skemmstu tók Sigurbjörn
sér frí frá fiskverkuninni
til að geta verið viðstaddur
sauðburðinn á Selhóli, þar
sem hann er með tíu ær.
Þegar fréttaritari rakst á
hann í fjárhúsinu höfðu sex
ær borið og var hann að
vonum ánægður með ár-
angurinn.
Veiðimenn skoða gripinn gamla, f.v. Poul O’Keefe, Gunnar Peters-
en, eigandi hjólsins, Stefán Á. Magnússon, finnandi hjólsins, og loks
Ólafur K. Ólafsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR. Fyrir aftan þá
er Jón G. Baldvinsson fyrrum formaður SVFR.
COSPER
Morgunblaðið/Alfons