Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1993Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 48
MpKGUNBLADIÐ FÖSTUUAGy.R 2?.,.MAÍ 1993 fclk i fréttum MANNAMOT Afmælisdagskrá til heiðurs Jónasi Arnasyni Fjöldi manns var viðstaddur af- mælisdagskrá til heiðurs Jón- asi Árnasyni rithöfundi og fyrrum þingmanni í Borgarleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld. Valgeir Skag- fjörð tók dagskrána saman og sá um leikstjórn, en fjöldi listamanna kom fram og virtust áhorfendur skemmta sér hið besta eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Jónas á sjötugsafmæli í dag, föstudag, og hyggst hann eyða kvöldinu í Reykholtsskóla með vin- um og ættingjum, en þar verður einnig boðið upp á skemmtiatriði. Gestir skemmtu sér vel og var frú Vigdís Finnbogadóttir forseti meðal þeirra sem létu í ljós ánægju sína. Morgunblaðið/Þorkcll Fjöldi listamanna skemmti gestum, meðal annars tríóið Þijú á palli, en það skipa Halldór Kristinsson, Troels Bendtsen og Edda Þórarinsdóttir. Jónas steig líka upp á sviðið og söng með þeim. FUNDVISI Veiðihjólið fannst eftiraldarfjórðung Sumarið 1967 var Norðurár- nefndarmaðurinn Gunnar Petersen ásamt konu sinni að veiða í Norðurá fyrir neðan Laxfoss að austanverðu. Undir kvöldið gerði úrhellisrigningu. Norðurá er fræg fyrir að vaxa með ógnarhraða og Gunnar sá að í óefni stefndi. Hann ákvað því að hraða sér yfír á ný. Þau hjónin öxluðu nú sín skinn og héldu upp fyrir foss, en á brúninni er vað sem að öllu jöfnu er greið- fært. Nærri laxastiganum, sem er í miðri ánni, í rennu seni þarf að stikla yfir, missti eiginkonan fót- anna og féll í ána. Til að geta bjargað henni spymti Gunnar skafti kaststangar sinnar ofan í árbotninn og studdi sig þannig á meðan hann rétti konu sína við. En við átökin brotnaði forláta Kardinal 66-veiðihjól Gunnars af stönginni og hvarf ofan í hyljina fyrir neðan. „Ég reyndi að hnýta línuna við steypustyrktarjárn í stiganum og kom svo daginn eftir, en línan var þá slitin og hjólið horfíð mér endan- lega,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Og hann bætti að sjálfsögðu við að hann hefði ekki átt von á að sjá hjólið sitt aftur. Á föstudaginn langa í fyrra varð hins vegar sá atburður sem hér greinir frá. Ain hreinsuð Þá var staddur hópur stjórnar- manna SVFR og ámefndarmanna til þess að dytta að veiðihúsi, öðr- um mannvirkjum og ekki síst til að hreinsa úr ánni msl, en í miklum flóðum veturinn áður höfðu tugir hvítra plastheybagga skolast út í ána og plastið var um alla á. Einn í hópnum var Stefán Á. Magnússon sem ásamt Ólafí Hauki Ólafssyni fékk það hlutverk að hreinsa ána frá Laxfossi og niður undir Myrk- hyl. Stefán segir nú frá: „Það var vetrarvatn í ánni, fremur lítið, blá- tært og mjög kalt. Ólafur hafði smíðað tvo atgeira úr steypu- styrktarjárni og þá notuðum við til þess að krækja ófögnuðinn upp úr ánni. Þegar við vorum komnir niður undir Kaupamannapoll, á móts við Bryggjurnar, stóð ég í mínum vöðl- um í vatni upþ undir hendur og var að teygja mig eftir plastdræsu þegar ég sá glitta í eitthvað á milli steina og gróðurs í botninum. Ég rótaði frá þessu með atgeirnum og krækti honum síðan í fyrirbær- ið, sem reyndist vera mér til undr- unar leifarnar af sænsku Kardinal- hjóli.“ Þekkti hjólið aftur „Ég hafði hjólið með mér upp í hús og þar var meðal annarra staddur Steinar Petersen, bróðir Gunnars. Eftir að hafa hlýtt á frá- sögn mína sagði hann einfaldlega: „Er þá hjólið hans Gunnars loksins fundið?" Og það fór ekki á milli mála. Tegundin hin sama. Brotið á festingunni á sama stað.“ Því er þessi merkilega „veiði- saga“ skrað hér, að hinn fundvísi Stefán Á. Magnússon var einn aðstandenda Veiðimessunnar í Perlunni sem haldin var fyrir skömmu. Fyrir skömmu hóaði hann í Gunnar upp í Perlu og af- henti honum hjólið við athöfn. Paul O’Keefe í Veiðimanninum, umboðsmaður ABU, framleiðanda Kardinal-hjólanna, notaði tækifær- ið og færði Gunnari nýtt Kardinal- hjól í sárabætur fyrir það gamla, en eins og myndin ber með sér verður það gamla tæpast hengt á stöng framar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SAUÐBURÐUR A vakt allan sólarhringinn Þótt Sigurbjörn Hansson fískverkunarmaður á Hellissandi sé að nálgast áttræðisaldurinn lætur hann engan bilbug á sér fínna. Þegar „elskurnar" hans tóku að bera nú fyrir skemmstu tók Sigurbjörn sér frí frá fiskverkuninni til að geta verið viðstaddur sauðburðinn á Selhóli, þar sem hann er með tíu ær. Þegar fréttaritari rakst á hann í fjárhúsinu höfðu sex ær borið og var hann að vonum ánægður með ár- angurinn. Veiðimenn skoða gripinn gamla, f.v. Poul O’Keefe, Gunnar Peters- en, eigandi hjólsins, Stefán Á. Magnússon, finnandi hjólsins, og loks Ólafur K. Ólafsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR. Fyrir aftan þá er Jón G. Baldvinsson fyrrum formaður SVFR. COSPER Morgunblaðið/Alfons

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 118. tölublað (28.05.1993)
https://timarit.is/issue/125580

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

118. tölublað (28.05.1993)

Iliuutsit: