Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 53
mo'röcnblaðið; föstotmgur > aaaMM >31903
&a
STJÚPBÖRN
STÓRKOSTLEG GAMANMYND
UM RUGLAÐ FJÖLSKYLDULÍF!
Aðalhlutverk: Hillary Jocelyn Wolf
(Homealone), David Strathairn
(Silkwood) og Margaret Whitton
(9 Weeks)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
FEILSPOR
★ ★★★ EMPIRE
★ ★ ★MBL. ★ ★ ★ /i DV
Einstök sakamálamynd,
sem hvarvetna hefur fengið
dúnduraðsókn og frábæra
dóma.
Sýnd kl. 5,7, 9og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
NEMÓLITLI
★ ★★ Al Mbl.
Teiknimynd með ísl. tali og söng.
Sýnd 5 og 7.
HÖRKUTÓL
Lögreglumaður fer huldu
höfði hjá mótorhjólaköppum.
Sýnd kl. 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Í|P
ÞJOÐLEIKHUSJÐ
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
Gestaleikur frá Remould Theatre í Hull:
• „TOGAÐ Á NORÐURSLÓÐUM"
eftir Rupert Creed og Jim Hawkins
Leikrit með söngvum um líf og störf breskra
togarasjómanna.
4. og síðasta sýn. í kvöld.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að
sýning hefst.
Litla sviðið kl. 20.30:
• RITA GENGUR
MENNTAVEGINN
eftir Willy Russeii
í kvöld fós. síðasta sýning uppseit.
Ekki er unnt aö hleypa gestum í salinn eftir aö
sýning hefst.
sími 11200
Stóra sviðið kl. 20:
• KJAFTAGANGUR
eftir Ncil Simon
9. sýn. mán. 31. maí örfá sæti laus - fim. 3.
júní örfá sæti laus- fös. 4. júní örfá sæti laus -
lau. 12. júní uppselt - sun. 13. júní örfá sæti laus.
Síðustu sýningar þessa ieikárs.
• MY FAIR LADY
Söngleikur eftir Lerner og Loewe
Allra siðustu sýningar:
f kvöld fáein sæti laus - iau. 5. júní næstsíöasta
sýning - fös. i 1. júní síðasta sýning.
• DÝRIN í HÁLSASKÓGI
eftir Thorbjörn Egner
Sun. 6. júni kl. 14 - sun. 6. júní kl. 17.
Ath. Síðustu sýningar þessa leikárs.
Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiöar greiðist viku fyrir sýningu, ella seldir öðrum.
Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram aö sýningu
sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 11200. Greiöslukortaþjónusta.
Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóöleikhúsið - góöa skemmtun!
SIÐLEYSI
ÓLÍKIR HEIMAR
Aðalhlutverk: Melanie Griffith.
Leikstjóri: Sidney Lumet.
„Besta ástarsaga síðustu ára“
★ ★ ★ ★ GE-DV
Sýnd kl. 5 og 9.
ENGLASETRIÐ
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 7 og 11.
SÍMI: 19000
GOÐSÖGNIN
Spennandi hrollvekja af
bestu gerð
Mynd sem fór beint á
toppinn í Englandi
Árið 1890 var ungur maður
drepinn á hrottalegan hátt.
Árið 1992 snýr hann aftur...
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð inn-
an 16 ára.
LOFTSKEYTA-
MAÐURINN
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl.5, 7,9og11.
B.i. 12 ára.
Meiriháttar gamanmynd sem
kosin var vinsælasta myndin á
Norrænu kvikmyndahátíðinni
'93 í Reykjavik.
★ ★ ★GE-DV
★ ★ ★Mbl.
★ ★ ★ V, MBL.
★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutv.: Jeremy Irons og
Juliette Binoche.
FERÐIN TIL VEGAS ★ ★ ★ MBL. Frábær gamanmynd með Nicolas Cage og James Caan.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.
£^| LEIKFEL. AKUREYRAR s. 96-24073
• LEÐURBLAKAN óperetta cftir Johann Strauss
Kl. 20.30: í kvöld, lau. 29/5, fös. 4/6, lau. 5/6.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Miðasala opin aiia rirka daga nema mánudaga ki. 14-18
og sýningardaga frá kl. 14 og fram að sýningu.
NEMENDALEIKHUSIÐ sími 21971
LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS - LINDARBÆ
PELIKANINN eftir A. STRINDBERG
Leikstjóri: Kaisa Korhonen.
í kvöld kl. 20.30. Síðasta sýning.
Miðapantanir í síma 21971 allan sólarhringinn.
Föstudagur 28. maí
Kl. 17.00 - Mjóddin
Karnivala
Kl. 21.00 - Súlnasalur
Hótels Sögu
Stórsveit Reykjavíkur
Svend Asmundsen kvartettinn
Kl. 23.00 - Djassklúbbur
Sólons
Stefán S. Stefánsson
og félagar
Jazztalk
FORSALA í JAPIS
BRAUTARHOLTI
Gönguferð í Krísuvík
H AFN ARF J ARÐ ARGÖN GUR
skátafélagsins Hraunbúa síðasta
sunnudag hvers mánaðar halda
áfram og núna á hvítasunnudag,
30. maí, verður gangan um Krísu-
vík, þar sem jafnframt er haldið
Vormót Hraunbúa um helgina.
Gangan hefst kl. 14 frá mótssvæð-
inu sem er rétt við kirkjuna og
gönguna leiða jarðfræðingurinn Karl
Grönvold og landslagsarkitekinn
Ragnar F. Kristjánsson. Gangan
mun taka 1-1 '/2 klst. og er við allra
hæfí en fólk er beðið að huga vel
að skófatnaði og öðrum klæðnaði
eftir veðri. Þeir sem ekki koma á
eigin bílum uppeftir geta tekið rútu
frá Hafnarborg kl. 13.15 og kostar
fjargjaldið 800 kr. en gangan er að
öðru leyti ókeypis. Eftir gönguna
verður kakó og kex á boðstólum fyr-
ir þá sem vilja og gestir geta fylgst
með störfum skátanna á mótinu.
(Fréttatilkynning)
Heyrnarmæl-
ing á Isafirði
MÓTTAKA verður á vegum
Heyrnar- og talmeinastöðvar ís-
lands á Heilsugæslustöðinni
ísafirði dagana 4. til 6. júní nk.
Þar fer fram heyrnarmæling,
læknisskoðun og úthlutun heyrnar-
tækja, ennfremur fer fram athugun
á tali. Tekið er á móti viðtalsbeiðn-
um á Heilsugæslustöðinni á ísafirði.
Löngumýrarskóli
Dvalarbúð-
ir aldraðra
Á LÖNGUMÝRASKÓLA í Skaga-
firði hafa verið starfræktar dval-
arbúðir fyrir eldri borgara sl. 20
ár. Hver hópur dvelur 12 daga.
Margt er sér til gamans gert,
kvöldvökur, gönguferðir, ferða-
lög og fleira.
Á staðnum er lítil sundlaug og
nuddpottur. í Varmahlíð í 2 km fjar-
lægð er einnig stór sundlaug. Kostn-
aður er sá sami og sl. ár, ca 2.200-
2.500 pr. dag og í því er allt innifal-
ið nema ferðalög. Nokkur sveitarfé-
lög hafa styrkt sitt fólk til dvalarinn-
ar með því að greiða ferðirnar eða
niðurgreiða kostnað. Einnig hafa
ýmsar Rauðakrossdeildir styrkt þátt-
takendur á sínu svæði.
í sumar verða flokkar 14.-25.
júní, 5.-16. júlí, 19.-30. júlí, 2.-12.
ágúst og 20.-31. ágúst.
Upplýsingar hjá Margréti K. Jóns-
dóttir, Löngumýri, Skagafirði, Fé-
lagsmálastofnun Garðabæjar, Sum-
arferðum, Félagsmálastofnun
Reykjavíkur og Félagsheimili Kópa-
vogs.
(Fréttatílkynning) .
Morgunblaðið/Ingvar
Eldur brann á öskuhaug
ELDUR kom upp í sorpböggum á urðunarsvæðinu á Álfsnesi i fyrrinótt
og rauk talsvert úr. Slökkvilið var sent á staðinn og starfsmenn kallaðir
út til að forða vinnuvélum á staðnum frá því að verða eldinum að bráð.
Slökkvilið og vatnsbíll frá Reykjavíkurborg dældu vatni á eldinn auk þess
sem jarðýtum var beitt til að ýta jarðvegi yfir eldinn sem talið er að
megi rekja til ofhitnunar.
Fjórtán
árekstrar
FJÓRTÁN árekstrar urðu í
Reykjavík frá hádegi og fram
til klukkan 18 síðdegis. Fólk
meiddist ekki en í nokkrum
tilvikum varð talsvert Ijón á
eignum.
Lögregla kann enga augljósa
skýringu á þessari hrinu aðra en
þá að reynslan sýni að í góðu veðri
sé hætt við því að hraði aukist og
aðgát minnki.
I gær urðu tveir gangandi veg-
farendur fyrir bílum. Ekið var á
konu á sjötugsaldri á bílastæði
Landssspítala en meiðsli hennar
reyndust ekkihættuleg. Þá varð
gángandi vegfarandi fyrir bíl á
Suðurlandsbraut, skammt vestan
Grensásvegar en hlaut ekki telj-
andi meiðsli, samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu.
Spolan á 100 kr. t Snævarsvídeói
EIGENDUR Snævarsvídeós í
Borgartúni hafa ákveðið að
koina til móts við atvinnulausa
og eftirlaunafólk með því að
lækka útleigugjald á mynd-
bandsspólum niður í 100 kr. að
sögn Óskars Engilbertssonar.
Oskar sagði þá hjá Snævars-
vídeói vilja hjálpa þeim sem ekki
hefðu efni á því að gera sér eitt-
hvað til gamans og hressa vildu
upp á sálartetrið. Um er að ræða
allar gerðir mynda, alls 2.600
titla. Allra nýjustu myndirnar eru
ekki meðtaldar en þó eru margar
þeirra ekki eldri en tveggja mán-
aða. Tilboð þetta gildir áðeins í
leigunni í Borgartúni.