Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 56

Morgunblaðið - 28.05.1993, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 ÚRSLIT SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á MÖLTU Sund 100 m baksund kvenna Eydís Konráðsdóttir..............1.09,00 M. Zarma, Kýpur,.................1.10,50 G. Rizzo, Möltu..................1.10,52 Elin Sigurðardóttir..............1.10,57 100 m baksund karla Logi Jes Kristjánsson............0.59,81 Arnar Freyr Ólafsson.............1.01,97 C. Papadopoullos, Kýpur..........1.02,05 100 m flugsund karla Magnús Már Ólafsson..............0.59,19 íslandsmet N. Job, Mónakó...................0.57,62 7. Kári Sturlaugsson....,........1.02,47 100 m flugsund kvenna Bryndís Ólafsdóttir..............1.05,93 Ama Þórey Sveinbjömsdóttir.......1.07.66 S. Smith, Möltu..................1.07,85 4x100 m fjórsund karla ísland...........................3.57,73 Logi Jes Kristjánsson, Óskar Guðbrandsson, Arnar Freyr Ólafsson, Magnús Már Ólafs- son. Mótsmet. Mónakó...........................4.09,39 Kýpur.............................4.8,42 4x100 m fjórsund kvenna Eydís Konráðsdóttir, Birna Björnsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Helga Sigurðardótt- ir. Malta............................4.46,31 Kýpur............................4.47,31 200 m skriðsund karla Magnús Már Ólafsson..............1.54,59 Y. Clausse, Lúx..................1.56,59 Amar Freyr Ólafsson..............1.58,96 200 m skriðsund kvenna Bryndts Ólafsdóttir..............2.11,36 Helga Sigurðardóttir.............2.12,10 M. Zarma, Kýpur..................2.15,30 100 m bringusund karla M. Amoux, Mónakó,................1.04,92 X. Cazcarro, Andorra,............1.07,26 C.-Verdino, Mónakó...............1.07,59 Magnús Konráðsson................1.07,83 Óskar Guðbrandsson...............1.09,22 100 m bringusund kvenna Bima Bjömsdóttir.................1.16,78 K. Pace, Möltu,..................1.19,02 P. Ioannou, Kýpur................1.19,05 Frjálsíþróttir Spjótkast karla ' Sigurður Einarsson................74,74 Einar Vilhjálmsson.................71,10 A. Christodoulou, Kýpur,.....:.....66.90 800 m hlaup karla •Y. Kleanthous, Kýpur............1.51,83 M. Molinari, San Marinó..........1.52,08 C. Calvo, Lúx.................. 1.52,57 Finnbogi Gylfason................1.52,85 200 m hlaup kvenna D. Kyriacou, Kýpur,................24,47 D. Caruana, Möltu..................25,27 Y. Hasler, Lichtenstein,...........25.52 Geirlaug Geirlaugsdóttir...........25.56 7. Svanhildur Kristjónsdóttir......26.13 200 m hlaup karla I. Marcoullides, Kýpur,............21,28 Einar Einarsson....................21,87 E. Demosthenous, Kýpur,............22,26 Körfuknattleikur ísland — Lúxemborg................102:69 aggur leiksins: 2:0, 25:10, 39:17, 49:22, 52:33, 63:38, 83:50, 90:54, 102:69. Stig íslands: Guðmundur Bragason 17, Teitur örlygsson 16, Herbert Arnarsson 12, Nökkvi Már Jónsson 11, Magnús Matthías- son 10, Guðjón Skúlason 10, Albert Óskars- son 10, Jón Kr. Gíslason 6, Henning Henn- ingsson 3, Jón Arnar Ingvarsson 3, Valur Ingimundarson 2, Brynjar Harðarson 2. Konur fsland — Kýpur..................64:54 Blak karla ísland — Kýpur.....................0:3 (8-15, 2-15, 7-15). ísland mætir San Mar- ínó í undanúrslitum. Þijú met og níu gull ÍSLENSKA sundfólkið hélt áfram á sigurbraut á Smá- þjóðaleikunum hérá Möltu f gær, settu þrjú íslandsmet og sigruðu f nfu af 10 grein- um. Magnús Már Ólafsson setti íslandsmet og mótsmet í 100 m flugsundi, synti á 57,19 sekúnd- um. Hann var líka Steinþó^ ísigurliðinuí 4x100 Guðbjartsson m florsundi, sem skrífar setti mótsmet og frá Möltu íslandsmet. Stelp- urnar settu einnig íslandsmet í 4x100 m fjórsundi kvenna. „Við sögðum fyrir keppnina að Magnús Már Ólafsson setti íslandsmet og mótsmet í 100 m flugsundi. Gull og silfur í spjótkasti Íslendingar áttu ekki í erfíðleikum með að veija gullið og silfrið í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum. Sigurður Einarsson, íþróttamaður ársins 1992, kastaði 74,74 m í fyrsta kasti og Einar Vilhjálmsson tryggði sér silfrið í síðustu tilraun, þegar hann kastaði 71,10 m. Sigurður mætti heitur á fijáls- íþróttavöllinn í Marsa í gær og var sérstaklega ánægður með upphit- unina. „Samkvæmt áætluninni ætl- aði ég að kasta 79 til 80 metra og gerði það í upphituninni. Köstin voru létt og ég rúllaði inní stöðuna, en þetta er fyrsta keppni ársins og ég þarf að venjast keppninni sem slíkri. Ég er mjög ánægður með upphitunina og alls ekki óánægður með köstin, en mestu skiptir að nú er ég heill og málið er að ég er miklu bjartsýnni á framhaldið en á sama tíma í fyrra.“ Sigurður tekur næst þátt í sterku boðsmóti í Finnlandi 3. júní, þar sem bíll verður í 1. verðlaun, en fer síð- an á stigamót Alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins í Sevilla á Spáni 5. júní. „Þetta og mótið í Finnlandi eru æfíngamót fyrir átök sumarsins og ég er bjartsýnn." Einar var líka sáttur við sig. „Þetta er silfur iyrir ísland og það skiptir öllu máli. Ég fór í rólegheit- unum í gegnum hreyfínguna, gerði tilraun á sjálfum mér og olnboginn hélt. Ég gat ekki réttlætt gagnvart sjálfum mér að reyna að kasta langt, en þetta lofar góðu. Ég sé fram á góðan æfingatíma hérna fram að stigamótinu í Sevilla og skynja 10 metra í viðbót.“ Bjami féll á ippon Freyr Gauti Sigmundsson, Eirík- ur Ingi Kristinsson og Halldór Hafsteinsson unnu til gullverðlauna í júdó á Gozo-eyju í gær. Bjarni Friðriksson lenti í 3. sæti í +86 kg flokki, vann Möltubúa í sínum riðli, en tapaði fyrir Igor Muller frá Lúx- emborg. Gígja Gunnarsdóttir og Rúnar Snæland fengu einnig brons í sínum flokkum. Freyr Gauti sat yfir í 1. umferð í -78 kg flokki, en mætti síðan manni frá Lichtenstein og vann örugglega á ippon. Síðan tók hann mann frá Kýpur í úrslitum. Eiríkur Ingi Kristinsson byijaði á því að sigra Kýpveija, sem var talinn sigurstranglegastur í -71 kg flokki, tók hann á ippon. Því næst lagði hann mann frá Mónakó og í úrslitum sigraði hann keppanda frá San Marínó. Bjarni lenti í þriggja manna riðli með Muller frá Lúxemborg, sem er stór og þungur maður. Bjarna tókst að koma mótheijanum í gólf- ið, en Muller náði góðu taki og vann á ippon. IMítján fengu matar- eitrun Fimmtán íslenskir keppendur á Smáþjóðaleikunum á Möltu veiktust á miðvikudaginn - fengu magakveisu. Einnig veiktust keppendur annara þjóða. Þegar keppendur fóru að kvarta undan magaverkjum fóru menn að alhuga hvað hefði verið á boðstólum í mat á hótel því sem keppendur búa á. Heilbrigðiseft- irlitið var kallað á staðinn og féll fljótlega grunur um að kjúkl- ingaréttur sem íþróttamennirnir hefðu snætt á þriðjudag, hafi ekki verið eins léttur í maga og vonast var til. Blakkonur í undanúrslit Kvennalandsliðið í blaki náði takmarkinu í gær, sem var að komast í undan- úrslit. Stelpurnar léku við hvern sinn fingur og unnu Mónakó 3:0 (15-12, 15-7, 15-9). Þær voru öryggið uppmálað í fyrstu tveimur hrinunum, en misstu taktinn um stund í þriðju þrinu og virtist sem sagan frá því í fyrrakvöld ætlaði að endurtaka sig. Sú varð ekki raunin, vörnin small saman og tvær síðustu uppgjafir Birgittu Guðjónsdóttur tryggðu sigurinn. „Við ætluðum okkur að spila um verðlaunasæti og það er æðislegt að ná takmarkinu," sagði Birgitta, sem keppti í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum í Andorra fyrir tveimur árum. fyrst svo vel gekk fyrsta daginn ætluðum við að sigra í öllum grein- um að þessu sinni,“ sagði Petteri Laine, þjálfari, við Morgunblaðið að greinunum loknum. „Við áttum von á góðum árangri, en Magnús Már kom mest á óvart. Við vissum að hann væri fljótur, en ég átti ekki von á meti.“ Sundið gekk mun betur fyrir sig en í fyrradag og höfðu kvartan- ir tilætluð áhrif. Sem fyrr komu íslensku krakkarnir ákveðnir í laugina og fékk Magnús Már það hlutverk að örva hópinn til dáða. „Hann hefur mjög góð áhrif á krakkana,“ sagði Hafþór Guð- mundsson þjálfari. ■ NIGEL Clough, leikmaður Nottingham Forest, er á leið til Liverpool samkvæmt fréttum fjöl- miðla í Englandi. Reiknað er með að hann skrifí undir samning við Liverpool í næstu viku og kaupverð hans verði 1,75 milljón punda. ■ ROY Keane, írski landsliðsmað- urinn hjá Forest, hefur tilkynnt að hann vilji fara frá félaginu. Mörg félög hafa áhuga á að klófesta hann og eru Manchester United, Black- burn og Aston Villa öll sögð hafa áhuga. ■ ABERDEEN og Glasgow Ran- gers leika til úrslita um skoska bik- arinn á morgun. Þessi sömu lið léku einnig til úrslita um skoska deildar- bikarinn og þá hafði Rangers betur og vann 2:1 eftir framlengingu. Rangers varð einnig deildarmeistari þannig að þrennan er í sjónmáli. ■ LEIKMENN Marseille fá lítinn tíma til að fagna Evrópumeistaratitl- inum því liðið leikur gegn PSG í frönsku deildinni á morgun og næg- ir jafntefli til að tryggt sér franska meistaratitilinn fímmta árið í röð. í kvöld KNATTSPYRNA: Fylkir og Valur leika i 1. deild karla á Árbæjarvelli. í 2. deild karla leika KA og Stjaman á Akureyri. í 3. deild leika: Grótta - Magni, Selfoss - Reynir S., Haukar - Víðir, Völsung- ur - Dalvík, Skallagrímur - HK. í 4. deild: Hamar - Afturelding, Ár- mann - Hafnir, Ægir - Leiknir R., Þrymur - Neisti og Valur Rf. - Austri. í 1. deild kvenna leika Þróttur N. - Stjaman og í 2. deild kvenna FH - Fjölnir. Allir leikimir hefjast kl. 20. ISLAIUD - RUSSLAND Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, þriðjudaginn l.júníkl. 11:00- 18:00. Ath! miðar verða ekki afhentir fyrir utan þennan tíma. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSI þriðjudaginn 1. júní kl. 08:00 - 12:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. wmm BADMINTON / HM I BIRMINGHAM Sigurgangan heldur áfram Sigurganga íslendinga á heims- meistaramótinu í badminton, sem nú stendur yfír í Birmingham, hélt áfram í gær. íslenska Iiðið vann það bandaríska örugglega 4:1 og leikur til úrslita um efsta sæti 6. riðils gegn Tékkneska lýð- veldinu í dag. Birna Petersen lék fyrst gegn Andreu Andersson, sem er sænsk að uppruna. Birna byijaði mjög vel og komst í 9:0 og vann síðan 11:1. Önnur lotan var jöfn en end- aði með sigri Andreu, 9:11. Birna kom ákveðin til oddaleiksins og sigraði örugglega, 11:4. Broddi fór á kostum í einliða- leiknum gegn Weng Kai Chong frá Malasíu. Chong byijaði reynd- ar vel og komst í 0:6 í fyrstu lotu og vann síðan 12:15. I arinarri lotu var allt annað upp á teningn- um, Broddi yfirspilaði andstæðing sinn og vann 15:4. í oddaleiknum komst Broddi í 14:8 en Chongjafn- aði og hækkaði Broddi þá leikinn upp í 17 og sigraði 17:15. Birna og Guðrún Júlíusdóttir léku tvíliðaleik gegn Lindu French og Ann French. íslensku stúlkurn- ar unnu fyrstu lotuna 15:11 en töpuðu næstu stórt, 3:15. f þriðju lotu komust þær íslensku í 9:2 en þær bandarísku náðu að minnka muninn í 9:7 en lengra komust þær ekki og íslenskur sigur, 15:9. Broddi og Árni Þór mættu síðan Paul McAdamm og Ignatius Rusli æí tvíliðaleik og unnu fyrstu lotu auðveldlega 15:6. Þeir töpuðu síð- an næstu lotu 13:15 en í odda- leiknum sýndu þeir snilli sína og unnu 15:6. Loks léku Guðrún og Ámi tvenndarleik ogtöpuðu 13:18 og 10:15. ísland er nú í efsta sæti í riðlin- um ásamt Tékkneska lýðveldinu en þjóðirnar mætast í úrslitaleik riðilsins í dag. Tékkar unnu Bandaríkin 3:2 og íra í gær 4:1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.