Morgunblaðið - 10.06.1993, Side 13

Morgunblaðið - 10.06.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 13 inni, krafðist þess hins vegar að málið kæmi fyrir Alþingi. Þar kom það í hlut Halldórs Ásgrímssonar, sem síðar varð sjávarútvegsráð- herra Framsóknarflokksins, að mæla fyrir áliti meirihluta utanrík- ismálanefndar um að hvalveiði- banninu skyldi ekki mótmælt. Það var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta í mikilli tímaþröng á Alþingi. Þjóðréttarlegan vanda okk- ar varðandi hvalveiðar nú má rekja til þessa óðagots í ríkisstjóm og á Alþingi. Nú hefur komið í ljós að við stæðum miklu betur að vígi ef hvalveiðibanninu hefði verið mót- mælt. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar glímir við hvalveiðimálin á þessum tíu ára gömlu forsendum. Vegna þeirra skortir okkur þjóðréttarlega stöðu í málinu. Núverandi ríkis- stjóm verður ekki sökuð um þessa grundvallarákvörðun við mótun ís- lenskrar hvalastefnu. Sé það gert minnir hún á spumingu konu af færeyskum ættum sem er búsett hér. Hún hlustaði á kunningja sína hallmæla íslenskum ráðherrum og klykkja út með því að segja, að þeir væm að fara með ísland sömu leið og Færeyjar. Ekki réðu þeir þar? spurði konan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fornleifa- fræðingar fá norræna rannsókn- arstyrki NORRÆNA samtarfsnefndin í mannlegum fræðum, NOS-H, hefur samþykkt að styrkja tvö rannsóknarverkefni sem unnin eru að frumkvæði og undir for- ystu fomleifafræðinga á Þjóð- minjasafni íslands, segir í frétt frá Þjóðmiiýasafni. Annars vegar er um að ræða verkefnið Byggð og tímatal íNorð- ur-Atlantshafi undir stjóm dr. Margrétar Hermanns-Auðardóttur sem fær rúmlega 2,2 milljóna króna styrk. Það er samvinnuverk- efni fornleifafræðinga og eðlis- fræðinga er vinna við hefðbundnar kolefnisaldursgreiningar í Noregi, Danmörku, Færeyjum og á Is- landi. Ætlunin er að kanna til hlít- ar aldur landnáms á íslandi og í Færeyjum en um það efni hafa orðið allnokkrar deilur meðal fræðimanna eftir að dr. Margrét Hermanns-Auðardóttir birti dokt- orsritgerð sína um upphaf byggðar á íslandi. Hins vegar er um að ræða styrk að upphæð rúmlega 600 þúsund ísl. krónur til að undirbúa sam- vinnuverkefni um Uppruna íslend- inga með því að kanna mannabein frá fyrstu byggð á íslandi. Dr. Vilhjálmur Om Vilhjálmsson stjórnar verkinu, en það er unnið í samvinnu við danska og sænska mannfræðinga. . (Fréttatilkynnmg) Með 10. filmu 15x21 eða 13x18 stækkun. Kodak Express Höfuðborgarsvæðið Verslanlr Hans Petersen M.: Austurveri, Bankastræti, Glæsibæ, Grafai'vogi, Hamraborg (Kópavogi), Hólagarði, Kringlunni, Laugavegi 178, Lynghálsi og Skeifunni. Tokyo: Hlemmi. Myndhraði: Eiðistorgi. Myndval: Mjódd. Hafnarfjörður: Filmur og Framköllun. Keflavík: Hljómval. Akranes: Bókaverslun Andrésar Níelssonar. ísafförður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Sauðárkrókur: •» Bókaverslun Brynjars. Akureyri: Pedrómyndir. Egilsstaðir: Hraðmynd. Selfoss: Vöruhús KÁ Með 5. filmu 20x28 stækkun, G o t t v e r ð • K o d ci k g æ d i • Þ i n n h ci g u r Þú færð Kodak Express afsláttarkort þegar þú kemur með filmuna í framköllun hjá Kodak Express. á 15. og 18. filmu. G o t t v e r ð • K o d a k g œ c f i • Þ i n n h a g n r Framhryegjar- sneiðar meoa.m.k. 15% grillafslætti í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.