Morgunblaðið - 10.06.1993, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
ísafjörður.
Staður fyrir sorpeyðingarstöð á ísafirði
Yal um Suðurtanga
eða Dagverðardal
SKOÐANAKÖNNUN fer fram á
ísafirði 12. og 13. júní nk. um
staðsetningu sorpeyðingarstöðv-
ar. íbúar geta valið á milli
tveggja staða í skoðanakönnun-
inni, Suðurtanga og Dagverðar-
dal. Smári Haraldsson bæjar-
stjóri á Isafirði segir að niður-
stöður könnunarinnar verði þær
ekki bindandi fyrir bæjarstjórn-
ina en tekið verði mið af þeim.
Könnunin fer fram á þann hátt
að kjörseðlar verða afhentir og íbú-
amir krossa við þann stað sem þeim
hugnast best. Að sögn Smára var
ekki einhugur um þessa staði. Suð-
urtangi hefði fram til þessa einkum
þótt koma til greina, en tæknideild
bæjarins tilgreindi nokkra aðra
staði sem kæmu til greina, og var
einn þeirra Dagverðardalur. Meiri-
hluti bæjarstjórnar ákvað að láta
valið standa á milli þessara tveggja
staða, en auk þeirra tilgreindi
tæknideildin ijóra aðra staði,
Skarfasker, Amardal, Kirkjubóls-
land og Seljadal.
Dagverðardalur
Smári sagði að margt mælti með
að hafa sorpeyðingarstöðina í Dag-
verðardal sem gengur inn af Skut-
ulsfirði. Staðurinn væri miðsvæðis
á norðursvæði Vestfjarða, hamlaði
ekki landnýtingu á Suðurtanga, og
væri afar hentugur ef nágranna-
sveitarfélög tækju þátt í rekstri
stöðvarinnar. Verið er að vinna að
úttekt á sorpmálum Vestfjarða á
vegum umhverfisráðuneytisins,
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Fjórðungssambands Vestfirð-
inga.
Smári sagði að sorpeyðingarstöð-
inni sjálfri svipaði mjög til þeirrar
sem keypt var til Vestmannaeyja
og er ráðgert að reykhreinsibúnað-
ur verði settur strax upp. „Það hef-
ur alltaf verið miðað við það að
hægt yrði að nýta orkuna frá stöð-
inni og það kemur helst tii greina
að nýta hana til að hita upp hús.
Orkubú Vestfjarða er tilbúið til að
kaupa þessa orku, en til þess að
svo megi vera þarf stöðin að vera
staðsett á Suðurtanga. Menn hafa
hins vegar nefnt landnýtingaratriði
gegn staðsetningu á Suðurtanga.
Forráðamenn sumra fiskvinnslufyr-
irtækja hér eru á móti sorp-
brennslustöð á Suðurtanga nálægt
sínum fyrirtækjum, og telja að hún
skaði ímynd þeirra,“ sagði Smári.
Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák
„Vitlaus í að tefla
frá sex ára aldri“
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjöundi stórmeistarinn
HANNES Hlífar Stefánsson, nýbakaður stór-
meistari í skák, segist stefna hærra á skák-
stigalistum, nú þegar stórmeistaratitillinn
er endanlega í höfn. Hannes er fyrsti stór-
meistari sem íslendingar eignast í sjö ár.
ÍSLENDINGAR hafa hlotið
sinn fyrsta stórmeistara í
skák í sjö ár og um leið
þann sjöunda í röðinni.
Hannes Hlífar Stefánsson,
21 árs, náði samkvæmt júlí-
lista Alþjóðaskáksambands-
ins tilhlýðilegum fjölda al-
þjóðlegra skákstiga, eða
2.500. Var hann þá sæmdur
stórmeistaranafnbótinni,
enda hafði hann þegar náð
ölium þremur áföngunum
að titlinum. Stórmeistarar
íslendinga eru nú þeir Frið-
rik Ólafsson, Guðmundur
Sigurjónsson, Helgi Ólafs-
son, Jón L. Ámason, Mar-
geir Pétursson og Jóhann
Hjartarson, auk Hannesar.
í samtali við Morgunblaðið
í tilefni af áfanganum kvaðst
Hannes hafa einbeitt sér al-
farið að skákinni frá sextán
ára aldri, því skákin væri
nokkuð sem maður þyrfti að gefa
allan sinn tíma og leggja þrotlausa
vinnu í til að ná árangri. „Frá því
ég lærði að tefla um sex ára aldur-
inn var ég alveg vitlaus í það,“
sagði Hannes. „Eg var teflandi á
götunni og bað fólk að tefla við
mig. Ég byrjaði svo í Taflfélaginu
um átta-níu ára aldurinn, og það
var fyrir öllu. Svo var það nokkrum
árum síðar að maður vissi að mað-
ur gat sýnt einhvern árangur."
Þriggja ára barátta
„Forsaga málsins er sú, að ég
var nálægt því að ná mínum fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli árið
1989, þá sextán ára gamall,“ sagði
Hannes. „Það kom mér mjög á
óvart, en síðan þá vissi ég að ég
átti möguleika. Fyrsta áfanganum
náði ég hins vegar í Gausdal í
Noregi í ágúst 1990. Árið 1991
tefldi ég mjög mikið og gekk mjög
illa á öllum mótum, en árið 1992
var eins og það hefði samt skilað
einhveijum árangri, og ég fór að
tefla betur. Ég var nálægt því að
ná öðrum áfanganum í Reykjavík-
urskákmótinu í mars 1992, en á
móti í Hafnarfirði nokkru síðar
tókst mér það.“
Þriðja og síðasta áfanga að stór-
meistaratitli náði Hannes í Manila
á Filippseyjum í júní í fyrra. „Þá
var ég of lágur að stigum til að
hljóta stórmeistaratitilinn, og
þurfti að hækka mig,“ sagði Hann-
es. „Hjá hinum stórmeisturunum
var þetta hins vegar þannig að
þeir voru komnir með stigin áður
en þeir náðu áfanganum."
Fimm stigum frá
markinu
Hannes sagði það hafa ver-
ið erfítt að standa uppi fimm
stigum frá markinu, með
2.495 stig, þegar næstsíðasti
ELO-skákstigalistinn var gef-
inn út um áramót. „Þá vissi
ég að ef ég myndi tefia á
móti og hækka um fimm stig,
væri ég í mjög erfiðri aðstöðu,
og myndi jafnvel þurfa að
hætta að tefla í hálft ár til
að tapa þeim örugglega ekki
aftur,“ sagði hann. „Eg byij-
aði hins vegar á því að tapa
stigum á móti í Svíþjóð kring-
um áramótin, þannig að ég
varð að vinna það upp. Ég var
reyndar búinn að vinna fímm
stig á mótinu, en tapaði svo
síðustu tveimur skákunum og
lækkaði í staðinn um fimm,
svo nú vantaði mig tíu stig
upp á.“
Markíð sett á 2.600 stig
Hannes rauf tvöþúsund og
fimmhundruð stiga múrinn á skák-
móti í Gausdal í Noregi, er lauk nú
í júníbyijun. Á júlílista Alþjóða-
skáksambandsins hefur Hannes
Hlífar nú slétt 2.500 stig og er
þar með fullgildur stórmeistari.
í framtíðinni hyggst hann setja
markið á 2.600 stigin. „Ég mun
tefla í Korfu í næsta mánuði, en
ekki er ákveðið um frekari mót,“
sagði Hannes. Aðspurður um
hvernig hefði gengið að fíármagna
keppnisferðir út um allan heim,
sagði Hannes miklu breyta að fá
nú laun frá ríkinu, sem fylgdu stór-
meistaratitlinum. „Ég var í raun
búinn með alla peningana," sagði
Hannes. „Það er dýrt að ferðast,
svo þetta stóð á endum.“
—■>
Danskur sjónvarpsþáttur um kynferðislega misnotkun barna 1 Tælandi
íslendingar í hópi þeirra
sem leita samneytis við böm
Kaupmannahöfn, frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
HÓPUR danskra sjónvarpsmanna hefur gert heimildamynd um
kynferðislega misnotkun barna, sem karlmenn frá Evrópu sækja
eftir til Tælands. Hópurinn var í Tælandi í janúar og febrúar
og hitti þá fyrir menn frá Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og
íslandi, sem koma til Tælands gagngert til kynferðislegs samneyt-
is við börn, því barnavændi og sala á börnum er fylgifiskur fátækt-
ar og spillingar á þessum slóðum. Heima fyrir umgangast þessir
menn oft aðra með sömu hvatir og þar blómstra víða viðskipti
með barnaklámmyndir og -myndbönd, sem þeir ýmist búa sjálfir
til eða kaupa þarna austur frá.
í myndinni er fylgst með starfi
tveggja sænskra lögreglumanna,
sem höfðu fengið veður af kyn-
ferðislegri misbeitingu barna í
Tælandi, þegar þeir unnu að rann:
sókn á barnaklámefni í Svíþjóð. í
samtali við Morgunblaðið sagði
Simon Jon Andreasen, einn höf-
unda myndarinnar, að hópurinn
hefði unnið við myndatökurnar í
Tælandi f janúar og febrúar.
Þama væru venjulega um 200
erlendir karlmenn samankomnir á
ákveðnum stöðum á Pattæja-
ströndinni. Í þessum hópi hefði
hann hitt tvo íslendinga, sem
hafí verið þangað komnir í þessum
erindum. Svo hafi virst sem menn-
irnir hafi komið þarna áður og
hafi þeir virst þekkja sig vel í
þessu umhverfí.
Þessir karlmenn sem stunda
Pattæjaferðir reglulega sækja í
börn allt niður í 4-5 ára gömul,
mest drengi. Auk þess sem þeir
hafa mök við þá, taka þeir mynd-
ir og myndbönd með þarnaklámi
eða kaupa slíkt efni og taka með
sér heim, þar sem þeir selja það
til annarra með sömu hvatir. I
kringum þessar ferðir þrífst því
oft ólögleg starfsemi heima fyrir,
þar sem barnaklám er alls staðar
bannvara í Evrópu.
í grein eftir Simon Jon Andre-
asen, sem birtist í dagblaðinu
Politiken á sunnudag og fjallaði
um tilurð myndarinnar, kemur
fram að íslendingar, ásamt fólki
frá öðrum Norðurlöndum og af
fjölmörgu öðru þjóðemi, hafi verið
í hópi þeirra útlendinga sem kvik-
myndafólkið hafí orðið áskynja
um að hafi leitað til Tælands eft-
ir kynferðislegu samneyti við
börn. íslendinganna tveggja sem
fyrr em nefndir var hins vegar
ekki getið í mynd hópsins sem
sýnd var í sjónvarpi um helgina.
í myndinni kemur fram að nú
eru tælensk yfirvöld að skera upp
herör gegn barnaklámi og bama-
vændi, en hafa verið hikandi við
að leggja til atlögu við útlenda
ferðamenn. í myndinni segir frá
hvernig roskinn Svíi er handtek-
inn, en sænska sendiráðið sá hon-
um fyrir vegabréfí, í stað þess sem
yfirvöld tóku af honum og greiddi
fyrir hann' tryggingarfé. Maður-
inn komst því undan refsingu í
Tælandi og ekkert var aðhafst
gegn honum í Svíþjóð. Nú ætlar
sænska ríkislögreglan hins vegar
að huga sérstaklega að slíkum
málum, svo hægt verði að refsa
fyrir brot í þeim, þó afbrotið eigi
sér stað erlendis, líkt og hægt er
í eiturlyfjamálum. Einnig hyggur
sænska lögreglan á að senda lög-
regluþjóna til starfa í Tælandi á
mesta ferðamannatímanum og
styðja þannig viðleitni innlendra
yfirvalda.
Simon Jon Andreasen sagði að
þeir karlmenn sem leituðu til
Tælands til að komast í kynferðis-
sambönd við börn væm sér vel
meðvitaðir um að þeir væm brot-
legir við lögin heima fyrir og að
þarna væri verið að notfæra sér
neyð Tælendinga. Hann sagðist
hafa talað við Þjóðveija, sem
stundar barnavændi og gerir
klámmyndir og sá hefði sagt að
best væri að fara til fátækra
landa. Því fátækari, því auðveld-
ara er að ná í börn, sagði hann
um leið og hann sagðist hafa ver-
ið nýlega í Sri Lanka og Indlandi.
Um áhrif myndarinnar. sagðist
Simon Jon Andreasen hafa orðið
var við að myndin hræddi þá karl-
menn, sem sækjast eftir Tælands-
ferðum á þessum forsendum, því
þeir sæju að iðja þeirra væri ekki
lengur látin óátalin. En til lengri
tíma litið hefði alþjóðlegt sam-
starf gegn barnaklámi og mis-
notkun barna vonandi áhrif. Þá
skipti ekki síst máli að lönd eins
og Norðurlöndin, sem líta þessa
misnotkun bama alvarlegum aug-
um, stæðu vel við hlið þeirra
landa, sem þessir menn leita til.
í haust verður fundur á vegum
Interpol um þessi mál og á vegum
þeirra er samstarfsverkefni í
gangi gegn glæpsamlegri misbeit-
ingu barna og barnaklámi.
Stálverksmiðjan
Leitað að
aðila til að
reka verk-
smiðjuna
EIGENDUR stálverksmiðjunnar
í Helluhrauni í Hafnarfirði, Bún-
aðarbankinn og Iðnþróunarsjóð-
ur, hafa komist að samkomulagi
um að láta á það reyna til þraut-
ar hvort einhverjir aðilar séu
reiðubúnir til að gera tilraun til
að reka verksmiðjuna og leggja
fram þá fjármuni sem þarf.
Verði verksmiðjan leigð, muni
kostnaður við að koma henni í
rekstur, sem áætlað hefur verið
að geti numið 60 milljónum kr.,
koma í stað. leigugreiðslna
fyrstu þijú árin og að forkaups-
réttur fylgi að þeim tíma liðnum.
Starfsemi stálverksmiðjunnar
stöðvaðist á haustmánuðum árið
1991 þegar íslenska stálfélagið hf.
var lýst gjaldþrota. Búnaðarbank-
inn og Iðnþróunarsjóður sem áttu
kröfur á fyrsta veðrétti leystu
verksmiðjuna til sín á nauðungar-
uppboði í október 1992. Eigend-
urnir létu halda móttöku brota-
járns á svæðið áfram eftir að starf-
semi verksmiðjunnar stöðvaðist til
að vemda viðskiptasambönd ef
tækist að selja verksmiðjuna til
nýrra eigenda en allar tilraunir til
slíks hafa reynst árangurslausar.