Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 17 Starfsmönnum kynntar breytingar STARFSMENN SVR á fundi þar sem þeim voru kynntar tillögur um breytingar á fyrirtækinu. Strætisvögnum Reykjavíkur breytt í hlutafélag Skorið á afskipti sljórn- málamanna af rekstri MEKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíkur. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gert tillög- ur um að breyta SVR í SVR hf. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur lýst yfir furðu sinni á að ekkert samráð skyldi hafa verið haft við það og minnihlutinn í stjórn SVR hefur einnig sent frá sér mót- mæli. Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformaður SVR, segir að ætlunin hafi verið að tilkynna starfsmönnum SVR fyrstum breytingarnar og það hafi tekist. Breytingarnar felast í raun og veru í því að SVR í núverandi formi er skipt upp í tvo hluta. Annars veg- ar Strætisvagna Reykjavíkur hf. og hins vegar Stjómamefnd um al- menningssamgöngur. Hlutverk stjómamefndarinnar verður að við- halda og móta almenna stefnu í sam- göngumálum en hún mun ekki koma að daglegum rekstri vagnanna. Sveinn Andri Sveinsson, stjómarfor- maður SVR, segir að með þessu sé verið að að skera á miðstýringu embættismanna og afskipti stjóm- málamanna af daglegum rekstri. Fargjöld hækka ekki Allar ákvarðanir vegna fargjalda, leiðakerfís og hversu oft hver leið er farin verður áfram í höndum borg- aryfírvalda, þ.e. stjórnamefndarinn- ar, og því á breytingin sjálf ekki að valda hækkun á fargjöldum eða minni þjónustu. Sveinn Andri sagði að Reykjavíkurborg muni halda áfram að greiða með strætisvagna- kerfínu eftir breytingamar. SVR hf. verður því fyrst og fremst verktaki fyrir Reykjavíkurborg í eigu Reykja- víkurborgar. Mótmæla vinnubrögðum Fulltrúar minnihlutans í stjórn SVR hafa sent frá sér skrifleg mót- mæli vegna þess hvernig að kynn- ingu tillagnanna hefur verið staðið og að ekki skuli hafa verið rætt um málið í stjórninni áður en það var kynnt. Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar hefur einnig lýst yfir furðu sinni á því að meirihluti sjáifstæðis- manna skuli tilkynna starfsmönnum SVR án fyrirvara og samráðs fyrir- ætlanir um að gera SVR að hlutafé- lagi. „Það var af ásettu ráði að við héldum þessu máli ekki bara fyrir utan stjórn SVR heldur líka starfs- mannafélagið vegna þess að það var okkar ásetningur að við næðum að tilkynna þetta okkar starfsmönnum áður en þeir fæm að heyra af þessu í fjölmiðlum," sagði Sveinn Andri. Oskar Helgason á Höfn látinn Óskar Helgason, fyrrverandi oddviti og heiðursborgari á Höfn í Homafirði, lést 2. júni síðastlið- inn, 75 ára að aldri. Oskar fæddist 14. september árið 1917 á Háreksstöðum í Norðurár- dal. Foreldrar hans voru Helgi Þórð- arson bóndi og smiður þar og Ingi- björg Skarphéðinsdóttir. Eftir kennarapróf 1941 kynnti hann sér síma- og radíótækni hjá Landsíma íslands og tók hann við starfi stöðvarstjóra landsímastöðv- arinnar á Höfn árið 1945. Því starfí gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldursakir. Jafnframt stöðvarstjórastarfmu sinnti hann ýmsum öðrum störfum. Óskar gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum á sviði sveitarstjórnar- mála, í samvinnuhreyfingunni og víðar. Hann var gæslumaður bama- stúkunnar Rósinnar til margra ára. Tók virkan þátt í störfum Ung- mennafélagsins Sindra, Ung- mennasambandsins Úlfljóts og Golfklúbbs Homafjárðar og gegndi formennsku um tíma í öllum þess- um félögum. í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga var hann kjör- inn 1949 og átti þar sæti um langt árabil. Fyrst sem varaformaður stjómar og síðar sem formaður. Hann var fulltrúi kaupfélagsins í ýmsum nefndum og fyrirtækjum, m.a. stjórn SÍS. I hreppsnefnd Hafnarhrepps er óskar fyrst kosinn 1966 og endurkjörinn þrjú kjör- tímabil í viðbót. Hann var oddviti í öll þessi ár eða frá 1966-82. Jafn- framt setu í hreppsnefndinni sat Óskar í ýmsum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið svo og í stjóm- um fjölmargra stofnana og fyrir- Óskar Helgason. tækja þar á meðal Sambandi sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi. Á fyrsta fundi Hafnarsóknar 1953 var Óskar kjörinn safnaðarfulltrúi og gegndi því starfí til síðsta dags. Jafnframt sat hann í sóknamefnd um tíma og var formaður bygging- arnefndar Hafnarkirkju, sem vígð var 1966. Á sjötugsafmæli Óskars 14. sept- ember 1987 var hann sæmdur nafn- bótinni heiðursborgari Hafnar. Eftirlifandi kona Óskars er Guð- björg Gísladóttir frá Breiðdalsvík. Hún er dóttir Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Gísla Guðnasonar póst- og símstjóra þar. Óskar og Guðbjörg eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífí. Útför Óskars fer fram frá Hafn- arkirkju laugardaginn 12. júní. i Vantar ykkur notaðan bíl á góðu verði fyrir sumarið ? Þá ættuö þiö aö kíkja til okkar og skoöa úrvalið! Renault 19 Chamade, BMW316Í Mazda323 sjálfsk., 1992, ek. 26 þús. Kr. 4ra dyra 1990, ek. 40 þús. 1992, ek. 20 þús. 1.100.000. Kr. 1.100.000. Kr. 850.000. Renault 19 RTi Daihatsu Charade Nissan Pulsar m/öllu, 1993, ek. 5 þús. Kr. 1.390.000. Renault Nevada 4x4,1991. Verð kr. 1.380.000. Tilboð kr. 990.000. 1990. Verð kr. 490.000. Tilboð kr. 420.000. BMW316 1987. Verð kr. 650.000. Tilboð kr. 590.000. sjálfsk.,ek. 1989, ek. 76 þús. Kr. 620.000. 1988, ek. 73 þús. Kr. 620.000,- Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 Þessir bílar eru á tilboösveröi! TILBOÐSLISTI ÁRGERÐ STGR- TILBOÐS- VERÐ VERÐ BMW 518 1982 220.000 180.000 MMC Galant 1987 970.000 690.000 Peugout 309 Profil 1989 390.000 330.000 BMW 520ÍA 1987 890.000 650.000 Lancia Y-10 1988 270.000 195.000 Renault 11 1985 280.000 250.000 Opel Kadett 1985 280.000 190.000 VW Polo VSK 1990 480.000 420.000 Chevy Monza sjálfsk. 1987 440.000 290.000 Lada Samara 1988 280.000 220.000 Seat Ibiza 1988 290.000 190.000 Engin útborgun -Visa og Euro raögreiöslur Skuldabréf til allt aö 36 mánaða Beinn sími í söludeild notaöra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.