Morgunblaðið - 10.06.1993, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
Varnarefni minni
í innfluttu grænmeti
RANNSÓKNIR Hollustuverndar ríkisins, sem staðið hafa frá miðju
ári 1991, sýna að innflutt grænmeti og ávextir stenst kröfur Innflutn-
ingseftirlitsins hvað varðar vamarefni ýmis konar.
Gunnar Kristinsson matvæla-
fræðingur tók stikkprufur í hverri
viku, samtals rúmlega 400 sýni af
flestum tegundum og Gunnlaug
Einarsdóttir efnafræðingur rann-
sakaði afraksturinn. Aðeins um 1%
sýnanna reyndust lítillega yfir þeim
alþjóðlegu gildum sem Hollustu-
vemd miðar við. „Niðurstaðan er
ánægjuleg og hnekkir þeim sögu-
sögnum að innflutt grænmeti og
ávextir sé fullt af varnarefnum.
Ástandið er mun betra en við þorð-
um að vona og verður væntanlega
áfram því við höldum áfram að taka
sýni og rannsaka,“ segir Gunnar.
Jnnfluttar kartöflur
En hvað segir Gunnar um inn-
fluttar kartöflur sem fara senn að
streyma á markað og margir, af
fenginni reynslu, óttast að ekki
verði til að kitla bragðlaukana?
„Við höfum þegar rannsakað fyrstu
sendingar, sem fara brátt á markað
með tilliti til varnarefna. Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins tók sýni
til að kanna sjúkdóma og sníkju-
dýr. Þær sýna að kartöflumar eru
í ágætu ástandi, þótt við getum
engu lofað um bragðið," segir
Gunnar.
Litarefnl
Gunnar var ráðinn
til Hollustuverndar
fyrir 3 árum til að
sinna eftirliti með inn-
fluttum matvælum, en
nokkru áður var slíkt
eftirlit lögbundið. Síð-
an hafa ýmsar vöru-
tegundir horfið úr hill-
um verslana. Algeng-
asta ástæðan er að um
ólögleg litarefni er að
ræða. Einnig era dæmi
um of mikið þráavam-
arefni og bleikingarefni. Helstu teg-
undir matvæla sem nú er bannað
að selja í verslunum eru sælgæti,
t.d. litríkar sælgætiskúlur, sumar
gerðir af kartöfluflögum, snakki,
örbylgjupoppi, kakódufti, niður-
suðuvörum, kryddsósum og hveiti.
Að sögn Gunnars eru strangar
reglur í gildi hér um notkun auka-
efna í matvælum. Nú sé unnið að
íslenskri reglugerð til samræmis við
reglur, sem verða ráðandi á evr-
ópsku efnahagssvæði.
Til að tryggja gott eftirlit með
innfluttri matvöra þarf oft að taka
sýni. Sýnin era tekin jöfnum hönd-
um á hafnarbakkanum hjá Toll-
gæslunni, innflutningsaðilum og í
verslunum. Að sögn Gunnars er
erfítt að koma algerlega í veg fyrir
að ólöglegar vörur berist til landsins
og því sé gott samstarf við tollgæsl-
una og heilbrigðiseftirlit afar þýð-
ingarmikið til að tryggja neytand-
anum góða vöru. ■
Líkir bolir á misjöfnu
verði í tveimur tískufataverslunum
í TVEIMUR tískuverslunum í
Kringlunni eru seldir bolir, sem
eru mjög líkir að sjá, en verð-
munur er 2.650 kr.
Verslunirnar eru Vero Moda og
Centram. í þeirri fyrmefndu era
seldir bolir úr 100% bómull á 1.880
kr. en í Centrum eru bolir úr 50%
bómull og 50% módal, sem er verk-
smiðjuframleitt efni úr jurtaafurð-
um, seldir á 4.500 kr. Síðamefndu
bolina er ráðlegt að þvo í höndum
í köldu vatni en hina má þvo í
þvottavél í 40 gráðu heitu vatni.
Báðar gerðir eru framleiddar í
Portúgal.
Marta Bjamadóttir, eigandi
Centrum, sagði að hún keypti bol-
ina inn frá Part Two-fyrirtækinu,
en eftirlíkingar hefðu verið gerðar
af hluta af fatalínu þess. „Mér
finnst líklegast að þarna sé um að
ræða eftirlíkingu. Við höfum versl-
að lengi við þetta fyrirtæki og höf-
um góða reynslu af því. Við viljum
fyrst og fremst selja fatnað sem
er vandaður og fólk getur átt lengi.
Verðmunurinn liggur alla vega
ekki í óeðlilegri smá-
söluálagningu.“
Eigandi Vero Moda,
Margrét Jónsdóttir,
sagði að bolimir sem
hún hefði til sölu væru
framleiddir í eigin
verksmiðjum Vero
Moda í Portúgal. Það
útskýrði hið lága verð.
„Einnig hefur sitt að
segja að stefna fyrir-
tækisins er að hafa lág-
marksálagningu á vör-
um frá verksmiðju og
sú krafa er einnig gerð
að samræmt verð sé í
öllum verslunum keðj-
unnar. Þar er álagning
einnig í lámarki." ■
Morgunblaðið/Einar Falur
Aftari bolurinn er úr Vero Moda og kostar
1.880 kr. en sá fremri er úr Centrum og
kostar 4.500 kr. Þeir eru sláandi líkir að sjá,
en efnið er ekki hið sama. Einnig sést nettur
litamunur ef grannt er skoðað.
Þannig verður kjötið meyrara
EF kjöt, til dæmis nautakjöt er
seigt og ætlunin er að elda pott-
steik, má meyra það með því að
láta safa úr V2-I sítrónu liggja á
kjötinu i nokkra stund áður en
það er soðið.
Sumir mæla með því að sjóða
kjöt, sem nota á í pottrétti, uppúr
tei. Þá er lagaður um 1 lítri af tei
og kjötið soðið í því. Annað hrá-
efni, sem nota á í pottrétti, má sjóða
í tei, en okkur er tjáð að te gefi
pottréttum mjög skemmtilegt
bragð. ■
VERÐKÖNNUN
VIKUNNAR 3511'§
Hvað kostar klipping kennd við kiwi, hljóð- nema, skalla eða NBA Hárgreiðslustofa Heiðu, Álfheimum a, R. Klipping 750 Númer rakað f hnakka ekki gert
Hárgreiðslustofa Dóra, Langholtsvegi, R. 800 800
Rakarastofan Dalbraut, Dalbraut R. 800 800
Hárgreiðslustofan Carmen, Miðvangi Hf. 850 850
Hár Stúdíó, Þangbakka R. 968 ekki gert
Hárgreiðslustofan Perma, Eiðistorgi Seltj. 1.000 1.000
Rakarastofa Halla rakara, Strandgötu Hf. 1.000 1.150
Hár og snyrting, Hverfisgötu, R. 1.050 1.050
Rakarastofa Villa Þórs, Ármúla, R. ‘1-1.400 ‘1-1.400
Hárgreiðslustofa Brósa, Ármúla,R. 1.200 1.200
Jói og félagar Rauðarárstíg, R. 1.250 1.250
Hárgreiðslustofan Hrönn, Austurveri R. 1.320 1.320
! metið hverju sinni eftir vinnu
Kíví er sumarklipping unga
fólksins í ár vegna áhuga á NBA-körfubolta
KÍVÍ-KLIPPINGIN svokallaða hefur náð miklum vinsældum hér eink-
um meðal ungra drengja. Klipping þessi minnir einna helst á krúnu-
raksturinn sem var gerður á börnum fyrir sveitadvöl á vorin
hér áður.
Mun færri stúlkur láta snoða sig
og virðist klippingin fyrst og fremst
höfða til stráka á aldrinum 6-14
ára. Áhugi á körfubolta bandarísku
meistaradeildarinnar, NBA, krist-
allast í þessari tískuklippingu. Sum-
ir, líklega þeir sem eiga fijálslynd-
ustu foreldrana, láta raka númer
aftan í hnakkann. Algengust eru
númerin 22 og 23 skv. heimildum
okkar, því bömin láta oft gera sama
númer og er á treyju uppáhalds
leikmannsins. Því má segja að
klippingin sé leið þeirra til að nálg-
ast átrúnaðargoðin. Þar sem úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar hefst
í kvöld, má vænta þess að margir
litlir snoðhausar sitji sem límdir við
skjáinn þegar leikir verða sendir út.
Körfuboltamyndlr
Stöð 2 fór að sýna leiki í NBA-
Morgunblaðið/Þorkell
deildinni reglulega fyrir 3 áram og
ekki leið á löngu þar til körfur komu
upp í annarri hverri botnlangagötu.
Að sögn þeirra sem þekkja til, er
NBA-deildin, best rekna íþrótta-
deild í heimi og mikil auglýsinga-og
markaðsstarfsemi í kringum hana.
Nærtækt dæmi era körfubolta-
myndirnar sem mörg böm safna,
og era arftakar sérvíetta, glans-
mynda og leikaramynda sem for-
eldrar þeirra söfnuðu á sínum tíma.
Verð á kívi-klippingu er misjafnt
eins og sjá má, en taka ber tillit
til að vinnubrögð era áreiðanlega
misjöfn á stofunum. Sumir taka að
sér að raka númer í hnakkann og
er það oftast innifalið í verði. Þegar
spurt var um verð, var miðað við
10 ára barn, því sums staðar fer
verð eftir aldri barns.
Fara í leyflsleysl
Við höfum fregnað að sumir for-
eldrar séu lítt hrifnir af kíví-klipp-
ingu, sérstaklega þegar númer er
rakað. Það mun hafa komið fyrir
að snáðar hafi farið einir til rakara
eða á hárgreiðslustofu og látið
klippa sig „eins 0g Michael Jordan"
en ekki átt fyrir klippingunni. Á
sumum stofum er starfsfólk því
farið að spyija krakka sem koma
einir, hvort þeir hafi leyfi foreldra
og peninga fyrir klippingunni. ■
BT
Ekta fín súkkulaðikaka með
hnetum, rjóma og jarðarberjum
■JP HITAEININGAR eru lík-
“ lega nokkuð margar í þess-
" ari gómsætu súkkulaðiköku
■m sem við gefum uppskrift af
£Hí að þessu sinni. Uppskriftin
■■S mun vera gömul og úr
VI sænsku blaði en hún stendur
Gi ennþá fyrir sínu og vel það.
Fljótlegt er að gera kökuna
og hún sómir sér vel á hvaða
veisluborði sem er, hvort sem hún
er borin fram sem eftirréttur eða
meðlæti með kaffi. Vitaskuld þarf
ekki að hafa jarðarber á henni, en
þar sem þau eru best og ódýrust á
sumrin er upplagt að nota þau.
Kakan þarf að kólna áður en þeytti
ijóminn er settur ofan á, því ann-
ars bráðnar hann. Best er að láta
kökuna kólna áður en hún er tekin
úr bökunarmótinu, því hún á til að
vera klesst meðan hún er heit. Mér
finnst kakan best daginn eftir að
hún er bökuð, og ég ráðlegg engum
að smakka hana nýkomna úr ofnin-
um, heldur bíða þar til ijómi og
jarðarber eru komin á hana.
Hiti og bökunartími miðast við
einn ákveðinn ofn, en getur verið
mismunandi eftir tegundum. Best
er að skoða kökuna öðru hveiju
meðan verið er að baka hana í fyrsta
sinn og lækka hita ef þurfa þykir.
Sé kakan þétt viðkomu þegar klapp-
að er ofan á hana, er hún bökuð.
Munið að láta bæði smjör og egg
standa við stofuhita í a.m.k. 30
mín. áður en bytjað er að baka.
Hráefni í kökuna kostar um
1.000 krónur og er þá gert ráð fyr-
ir að jarðarberin vegi þyngst. Heild-
arverð fer því aðallega eftir verði
á þeim, sem er mjög sveiflukennt.
Fyrr í þessari viku kostuðu jarðar-
ber á kökuna t.d. um 450 krónur.
175 g suðusúkkulaði
175 g smjör
2 dlsykur
100 g soxaðar möndlur
3 egg (aðskilin)
1 tsk sterkt kaffi
1 dl hveifi
1 dl þeyttur rjómi
_____________jarðarber_____________
1. bræðið súkkulaði og smjör í potti
2. skiljið eggjarauður frá hvítum
og pískið eggjarauður saman
3. stífþeytið eggjahvítur
4. blandið saman hveiti, sykri, hnet-
um og kaffi
5. hrærið eggjarauður saman við
6. bætið bræddu súkkulaði og
' smjöri saman við
7. blandið stífþeyttum eggjahvítum
varlega saman við
8. bakað í smurðu og hveitistráðu
móti í 30 mín. við 175 gráðu hita.
9. þegar kakan er köld, er þeyttum
ijóma smurt ofan á og jarðarbeij-
um, sem skorin hafa verið til helm-
inga, raðað á. ■