Morgunblaðið - 10.06.1993, Side 30

Morgunblaðið - 10.06.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 t Hjartkær móðir okkar, SIGURBJÖRG KRISTJÁNSÓTTIR frá Hjalteyri, Hjallalundi 18, Akureyri, lést í Kristnesspítala þriðjudaginn 8. júní. Börn hinnar látnu. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓIMSDÓTTIR, Hjallaseli 51, andaðist þann 8. júní. Hilmar Guðmundsson, Gíslína Jónsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Þorbjarnarson, Inga Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, SIGURBJÖRN BJARNASON, Hamarsstíg 26, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Axelína Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDUR HÓLMGEIRSSON, Bragagötu 38, Reykjavík, lést 9. júní í Borgarspítalanum. Þuríður Vilhelmsdóttir, Guðmundur Baldursson, Hólmgeir Baldursson, Birgir Ragnar Baldursson, tengdadætur og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA EYSTEINSDÓTTIR, Hátúni 10B, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. júní kl. 10.30. Eysteinn Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Birgir Jónsson, Guðmunda Hjálmarsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR HELGASON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og sfma, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 1 2. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól- garð eða Hjartavernd. Guðbjörg Gisladóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Auðunn Kl. Sveinbjörnsson, Helgi Óskar Óskarsson, Kristin Þorkelsdóttir, Þröstur Óskarsson, Guðrún Margrét Karísdóttir, Svala Ósk Óskarsdóttir, Bjarni Sævar Geirsson, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS DANÍELSSON, Syðri-Ey, sem lést 2. júní, verður jarðsunginn frá Höskuídsstaðakirkju laug- ardaginn 12. júní kl. 14.00. Filippia Helgadóttir, Helga Magnea Magnúsdóttir, Sturla Snorrason, Daníel H. Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Tómas Gfslason, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sævar R. Hallgrímsson, Árni Geir Magnússon, Helgi Hólm Magnússon, Valgerður K. Sverrisdóttir og barnabörn. Minning Gunnar Olafsson verslunarmaður Fæddur 15. september 1927 Dáinn 3. júni 1993 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Gunnar Ólafsson verslunarmaður lést 3. júní sl. Með honum er geng- inn afar vandaður maður sem hvergi mátti vamm sitt vita, far- sæll í lífi sínu og starfí. Okkur, sem höfum verið tengd honum §öl- skylduböndum í yfír 30 ár, langar til að minnast hans í nokkrum orð- um. Gunnar var fæddur 15. septem- ber 1927 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ólafur R. Björnsson, stórkaupmaður og kona hans, Gyða Gunnarsdóttir. Hann var elstur þriggja systkina og átti sín uppvaxtarár heima á Fjölnisveginum í Reykjavík. Gunnar stundaði nám við Verslunarskóla íslands og að því loknu framhalds- nám í Bretlandi. Er heim var kom- ið hóf hann störf við verslunarfyrir- tæki foreldra sinna, sem varð hans aðal starfsvettvangur. Gunnar var gæfumaður í einka- lífí. Hann kvæntist Margréti Leós- dóttur árið 1958 og eignuðust þau tvö böm, Gunnar, kerfísfræðing við Reiknistofu bankanna og Laufeyju, sem stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Gunnar var einstaklega ljúfur í viðmóti og traustur vinur vina sinna. Ekki var hann fyrir fjöl- menni en naut sín best í fárra, góðra vina hópi og þá var hann hrókur alls fagnaðar. Gat hann þá bæði verið glettinn og stríðinn er sá gáll- inn var á honum. Hluti af hans lífs- mynstri voru ferðalögin með fjöl- skyldunni á sumrin og rjúpnaveið- arnar á hvéiju hausti með kunningj- unum. Hann var reglumaður í sín- um athöfnum og sérlegt snyrti- menni í klæðaburði. Stærstan sess í lífi hans áttu samt fjölskyldan og heimilið og var aðdáunarvert að fylgjast með af hve mikilli natni og samheldni hann og Gréta bjuggu sér og sínum glæsi- legt heimili, fyrstu árin á Baróns- stígnum, en lengst af í Gnoðarvog- inum. Til þeirra var alltaf gott að koma. Við minnumst með þakklæti vin- áttu hans og hjálpsemi sem hann sýndi okkur. Óbeðinn mætti hann oft til að rétta okkur hjálparhönd, eins og þegar við vorum að mála, flytja, svo að eitthvað sé nefnt, og var þá ekki slegið slöku við né hætt við hálfklárað verk. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa átt þess kost að kynn- ast og vera samferða Gunnari Ólafssyni. Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Grétu og bömunum vottum við okkar dýpstu samúð. Gunnar og Guðný. í dag fer fram jarðarför æskuvin- ar míns, Gunnars Ólafssonar, sem lést á sjúkrahúsi þriðja þessa mán- aðar eftir stutta en erfíða sjúkdóms- legu. Gunnar fæddist í Reykjavík 15. september 1927, sonur Ólafs R. Bjömssonar stórkaupmanns og konu hans, Gyðu Gunnarsdóttur Gunnarssonar kaupmanns. Hann var næstelstur þriggja systkina, en hin em Sigríður fædd 1925, gift Guðmundi Guðmundssyni fyrrver- andi skipstjóra, en hann dó fyrr á þessu ári, og Ólafur verslunarmað- ur, kvæntur Ólöfu Lydiu Bridde, en hún lést 1987. Gunnar ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af við Fjölnisveginn. Bamaskóla sótti hann í Landakots- skóla, en fór síðan í Verslunarskóla íslands. Árið 1947 fór hann til náms í verslunarfræðum til Englands, fyrst til Hull og síðan til London. Við Gunnar kynntumst í Bret- landi haustið 1947 þegar hann var í Hull ásamt frænda sínum og æskuvini mínum, Magnúsi Mekkin- óssyni. Ég bjó þá í Leeds og það var stutt á milli okkar. Eftir stuttan tíma í Mið-Englandi fluttumst við allir til London og settumst á skóla- bekk þar í ársbyijun 1948. Gunnar og Magnús fóra í verslunarskóla, en ég í tækniskóla. í London voram við saman í eitt og hálft ár og urð- um miklir vinir. Vináttan hélst alla tíð, einlæg og hnökralaus, uns yfír lauk. Magnús dó í febrúar 1990 og nú þremur áram síðar er Gunnar allur. Eftir námið snera þeir frændur heim, en ég kom heim í árslok 1949. Þá hófst aftur vinátta okkar félaga og má segja að á þeim áram hitt- umst við nánast daglega. Við fóram saman á skíði, skemmtanir, göngu- ferðir o.s.frv. Eitt sumar ákváðum við að fara að græða peninga með því að rækta kartöflur, en í þá daga var oft kartöflulaust, jafnvel í marga mánuði á hveiju ári. Við leigðum heljarstóra spildu hjá Reykjavíkurborg á nýju garðsvæði sem var rétt fyrir ofan Arbæ. Það var mikið verk að hreinsa garðinn, stinga upp og setja niður útsæðið. Síðan kom umhirða við garðinn og ekki get ég leynt því að við urðum fyrir vonbrigðum þegar leið á sum- arið og við gerðum okkur grein fyrir að uppskeran yrði rýr. Ekki náðist að afla fyrir útsæðinu, hvað þá öðra, en við höfðum í raun og vera gaman af þessu, þótt tap yrði á útgerðinni. Eftir heimkomuna frá London fór Gunnar að vinna við heildsölu föður síns, sem hann hafði áður unnið við á sumrin. Hann var fljótur að átta sig og læra öll þau störf sem hann þurfti að vinna og gat þar með hlaupið í hvaða starf sem var aðkall- andi hverju sinni. Heimili foreldra hans á Fjölnis- vegi var mjög myndarlegt og gest- risni var þar í hávegum höfð. Mörg vora þau kvöldin sem við þremenn- Móðir okkar, + INGA ÞÓRARINSSON, er látin. Snjólaug Sígurðardóttir, Sven Þ. Sigurðsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 ingamir ræddum landsins gagn og nauðsynjar í stóra kvistherbergi Gunnars, og ævinlega kom Gyða með veitingar upp til okkar. Oftast var það súkkulaði með þeyttum rjóma og heitum vöfflum, enda afar vinsælt hjá okkur. Þegar ég fluttist til Akureyrar í ársbyijun 1952 komu þeir Gunnar og Magnús oft í heimsókn allt þar til ég fór til útlanda í árslok 1953. Þremur áram seinna kom ég aftur heim til Akur- eyrar og við höfðum strax sam- band. Það var að vísu með öðram hætti en fyrr, því að nú var tilhuga- lífið komið á fulla ferð hjá okkur Gunnari og Magnús þegar giftur. Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Leósdóttur, umsjón- armanns Langholtskirkju, árið 1957. Hún er dóttir Margrétar Lúð- víksdóttur og Leós Sveinssonar, fv. branavarðar, sem er látinn. Þau eignuðust þijú börn, Gunnar kerfís- fræðing, fæddur 28. september 1967, Laufeyju viðskiptafræðinema sem er fædd 12. júní 1971, og dótt- ur sem fæddist andvana 1977. Þegar Ólafur faðir Gunnars dó, tók Gunnar við rekstri fyrirtækisins ásamt systkinum sínum. Þau ráku það til ársins 1986 þegar það var lagt niður. Frá þeim tíma vann Gunnar ýmis störf þar til hann veiktist núna í vor. Þau hjónin komu oft til Akur- eyrar og heimsóttu okkur. Við skemmtum okkur konunglega sam- an. Eftir að við hjónin fluttumst til Reykjavíkur í árslok 1985 hittumst við þremenningarnir oft með eigin- konum okkar. Fórum í leikhús sam- an, vorum heima hjá hver öðram o.s.frv. Gunnar var okkur sérstak- lega hjálpsamur, þegar við voram að koma okkur fyrir í Reykjavík. Hann var ávallt reiðubúinn að að- stoða og kom nánast á hveiju kvöldi í langan tíma að hjálpa okkur. Gunnar var sérstakur persónu- leiki. Hann var einlægur og mjög tryggur vinur, höfðingi heim að sækja, duglegur og laginn við nán- ast hvaða starf sem var, en umfram allt var hann vandvirkur. Það var alltaf reisn yfír honum. Jafnvel lokabaráttuna háði hann með reisn. Gunnar og Gréta, eins og Margrét er alltaf kölluð af vinum og vanda- mönnum, áttu einstaklega fallegt heimili þar sem hver hlutur var valinn af kostgæfni. Þangað var gaman að koma. Þar var alltaf tek- ið á móti manni af hlýju og gleði. Gréta var mikil húsmóðir. Hún er listahannyrðakona og sá um heimil- ið af sérstökum myndarskap og dugnaði þrátt fyrir mikið annríki í sínu starfi. Óskabömin, Laufey og Gunnar, vora foreldram sínum miklir gleðigjafar enda vel gerð í alla staði. Um leið og við hjónin kveðjum tryggan vin sendum við Grétu, Gunnari yngri og Laufeyju innileg- ustu samúðarkveðjur. Hjörtur Eiríksson. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- p E R L A N sími 620200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.