Morgunblaðið - 10.06.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.06.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993 fc>lk f fréttum VEITINGAHÚS Islenskur veitingslj óri á Cap Hom Ljósm./Francis Joseph Dean Kolbrún Hrund Víðisdóttir veitingastjóri á Cap Horn í Nýhöfn- inni ásamt Rúnari Marvinssyni eldameistara, sem var gestur á íslenskri viku veitingahússins. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. A Abesta stað í bænum, nánar tiltekið í Nýhöfninni í hjarta Kaupmannahafnar er veitinga- staður, sem sker sig að mörgu leyti úr öðrhm dönskum veitingastöð- um. Cap Hom heitir hann og er eini staðurinn sem býður upp á mat úr vistvænum afurðum. Þó maturinn sé erkidanskur þá heitir veitingastjórinn Kolbrún Hrund Víðisdóttir. í vor var efnt til íslandsviku á Cap Hom, þar sem Rúnar Marvins- son tilreiddi matinn af sinni al- kunnu snilld, haldinn var umræðu- fundur um Island og EB, Bjartmar Guðlaugsson trúbadúr skemmti og einnig komu fram María Ámadótt- ir leikkona og Jóhannes Hilmisson. Eins og nærri má geta var íslenska vikan vel sótt af Hafnar-islending- um, en einnig af innfæddum. Kol- brúnu fannst tilvalið að halda ís- landsviku, þegar önnur veitinga- hús róa öll á suðlægar slóðir í svipuðum uppákomum. Aðeins sumarvinna í fyrstu En hvemig stendur þá á íslenska veitingastjóranum? Kolbrún segist hafa búið í Danmörku sem bam, meðan foreldrar hennar voru þar í námi og síðan haft annan fótinn þar. Starfið á Cap Hom byijaði sem sumarvinna, en síðustu þijú árin hefur hún verið fastráðin. Nú stendur til að opna fleiri staði á vegum sömu eigenda og Kolbrún hefur verið með í þeim undirbún- ingi. Fyrirhugað nám í verslunar- háskólanum verður því að bíða um sinn. Kolbrún segir að staðurinn sé í eigu fjölskyldu með mörg áhuga- mál. „Mamman, Lise Plum, byijaði með staði^n, en nú er dóttirin Camilla tekin við. Staðurinn hefur verið fundarstaður Júníhreyfing- arinnar, sem berst á móti Maastric- ht-samkomulaginu, auk þess sem Camilla hefur mikinn áhuga á umhverfísmálum og óspilltum náttúruafurðum. Fyrir allt þetta er staðurinn þekktur og er mikið sóttur af stjómmálamönnum, rit- höfundum og listamönnum. íslendingar mæta vel Á sumrin hverfa fastagestimir og ferðamennimir koma í staðinn. Þá stækkar staðurinn líka um helming með borðunum fyrir utan. íslendingar em líka farnir að sækja Nýhöfnina meir. Áður rötuðu þeir varla út af Strikinu, sem er ekki endilega skemmtilegasti hluti borgarinnar. Maturinn er ósvikinn danskur matur eins og steikt svína- flesk með steinseljusósu, kjötbollur og annað í þeim dúr. Það er skipt út á matseðlinum daglega til að alltaf sé hægt að bjóða upp á mat úr besta fáanlega hráefninu. Vínin em líka hrein vara, en þó við selj- um þýskan bjór í þessum stíl, þá vilja Danir nú helst sinn eigin bjór.“ Kolbrún segist aldrei hafa ímyndað sér að hún ætti eftir að vera í þessum bransa. „Ég vann hér bara í sumarvinnu, en gat ekki látið vera að skipta mér af Dönunum. Þeir em svolítið gefnir fyrir að slappa af og hafa það notalegt. Camilla fékk mig svo til að vera hér, um tíma var ég með annarri, en sé núna ein um rekst- urinn og finnst vinnan skemmtileg, líka tölumar og spamaðarvanga- veltumar. Helsti gallinn er að vinn- an er alveg að gleypa mig, lítið um frí, en ég slappa af með því að skreppa í stutt frí heim til Is- lands. En reksturinn er ekki bara tölur, því gott andrúmsloft kemur ekki af sjálfum sér.“ SUMARTILBOÐ GERÐ FE5 4 - S TAÐGRF ITT K R . RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMl 68 58 68 37900 KR. 39900 - MF,Ð AFBORGliNUM FAGOR FAGOR FE54 Magn af þvotti 4,5kg Þvottakerfi 17 Hitastillir *-90 C Rúmmál tromlu 42 1 Hraðþvottur • Áfangaþeytivinda • Sjálfvirkt vatnsmagn • Hæg vatnskæling • Barnavernd • Sjálfhreinsandi dæla • Hljóðlát • VEITINGAHÚS Italskur veitinga- staður opnaður Leifur Kolbeinsson og Ólafur Strange, sem áður ráku veit- ingahúsið Hallargarðinn, hafa breytt staðnum í ítalskt veitingahús og ber hann heitið La Primavera. „Við emm með þessu að mæta harðnandi sam- keppni auk þess sem við emm að sinna áhugamálum okkar um ítalska matar- gerð,“ sagði Leifur í samtali við Morg- unblaðið. „Við eldum sjálfir og stönd- um allar vaktir. Þess vegna höfum við ákveðið að hafa lokað í hádeginu á laugardögum, alla sunnudaga og mánudaga. Hins vegar verður opið virka daga kl. 12-14.30 og 18-22 og á föstudögum og laugardögum verður opið frá 18-23.30.“ Verður lögð áhersla á pasta- og kálfarétti ásarnt ítölskum fískiréttum, en pizzur verða ekki á boðstólum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum, aðallega þó í borð- skreytingum og myndverkum. STJÖRNUR Kona full af mótsögnum Leikkonan nær óþekkjanleg með breytta hárgreiðslu. hjónaband þeirra Bruce Willis og Demi Moore gangi brösuglega, en aðrir segja að það sé vitleysa. í viðtali við tímaritið US í vor bar Demi þessar sögusagnir til baka og vildi kenna pressunni um að hún yrði að skrifa um eitthvað og hefði yndi af því að segja frá mis- Demi Moore, hér seiðandi feg- urðargyðja. klíð milli þeirra hjóna og drykkjuskap Bruce. „Og hann sem drekkur ekki einu sinni,“ sagði Demi. Hún viðurkennir þó að þau hafi leitað til hjónabands- ráðgjafa, en það séu 3-4 ár síðan. Bruce segist hafa orðið ástfang- inn af þeirri Demi sem fólk sá í kvikmyndinni „Ghost“. Hann er ekki einn um að falla fyrir fallegu brúnu augunum, sem fella tár án viðvörunar eða konunni sem í heild er svo dularfull. Sagan segir að Robert Redford hafí boðið henni geysiháa upphæð fyrir að sofa hjá henni eftir að þau höfðu leikið saman í myndinni „Proposal“. Því- lík ósvífni ef rétt er. Hin þrítuga leikkona Demi Moóre er margir persónuleik- ar og það fer nánast eftir því hvaða vikudagur er hvaða persóna er allsráðandi. Einn daginn getur hún verið djarfur stelpugopi, annan daginn rólegur stjómandi eða uppátektarsamur stríðnispúki. Mönnum er enn í fersku minni þegar líkami hennar birtist á fors- íðu tímaritisins Vanity Fair en þá var hún háófrísk. Myndin fékk mikla gagnrýni, en Demi segir að hún sýni einungis hvemig sér hafí liðið sem óléttri og hvernig óléttar konur líti út. Skilnaður ekki í sigtinu Sumar sögusagnir segja að Morgunblaðið/Þorkell Eigendur La Primavera, f.v. hjónin Leifur Kolbeinsson og Jónína ! Kristjánsdóttir ásamt Ómari Strange. t Morgunblaflið/Elnar Falur Við opnun veitingastaðarins söng Bergþór Pálsson af mikilli gleði fyrir gesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.