Morgunblaðið - 10.06.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú reynir að ljúka erfiðu
verkefni. Þér gengur vel, en
láttu það ekki á þig fá þótt
fullkominn árangur náist
ekki strax.
Naut
(20. apn'l - 20. maí)
Þú ert ekki með hugann all-
an við starfið í dag. Vinur
á við vanda að stríða og leit-
ar ráða hjá þér. Þið fínnið
lausnina.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt annríkt og afkastar
miklu árdegis, en slakar
aðeins á eftir hádegið. Góð
sambönd reynast þér vel í
viðskiptum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf)
Þú hefur um margt að
hugsa í dag. Ferðalög og
vináttusambönd eru ofar-
lega á baugi. Breytingar
verða á áætlun.
Ljón
(23. júlf - 22. úgúst)
Þú kemur ekki öilu í verk í
dag sem þú ætlaðir þér.
Stattu við skuldbindingar í
peningamálum og allt fer
vel að lokum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Félagar axla sameiginlega
ábyrgð í dag. Ferðaáætlanir
eru að ganga upp, en fyrir-
ætlanir varðandi kvöldið
breytast.
V°g .
(23. sept. - 22. október) i$l&
Þér tekst það sem þú ætlað-
ir þér í dag, og þú getur
slappað af í kvöld. Sumir
kynnast ástinni á vinnustað.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Misskilningur getur komið
upp í samskiptum við aðra
í dag. Gættu hófs í mat og
drykk. Kvöldið verður róm-
antískt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Sumir eru önnum kafnir við
að undirbúa móttöku gesta
í kvöld. Það er ekki sérlega
hagstætt að sinna innkaup-
unum í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú einbeitir þér við vinnuna
árdegis, en síðdegis færð
þú tíma til að sinna hugðar-
efnum. Vertu stundvís ef
þú mælir þér mót.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú þarft að greiða gjald-
fallna skuld. Þú ert með
hugann við hagsmuni fjöl-
skyldunnar og móttöku
góðra gesta.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) Ttm
Farðu gætilega með fjár-
muni þína. Þú ert alvarlega
þenkjandi árdegis, en það
iéttist á þér brúnin þegar á
daginn líður.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DYRAGLENS
TA, pO HBFOi
ttérr Fy&Z Þt
HANN Hspuf?
fallboa
JSAZi TÖN
RÖÞp'
C1993 Tribuna Media Services. Inc.
4M u/x.
■H/&GFZL
ViN £ TfZ/s
V/NST/2/.,
&j#j***./*. j* .#sKalL.dl-*k
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
TöFKASPeGU-L S.EGÐU /HER Y~
UVBJt VEJSÐUJL ^BSFÓItíWAUT^
LJOSKA
J/ETA, þAÐ EeAÐAUNNS TA
KÖST/ EKjK! MéR
AE> KENNA
y
rCKUIIVMIMU
SMAFOLK
Ég held ekki að skólabíllinn komi nokkurn tímann... Eg held að þeir hafi gleymt okkur. Kannski við ættum
að ganga af stað... Man einhver hvað skólinn okkar heitir?
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Keppikefli sagnhafa í hjarta-
slemmunni hér að neðan er að
samnýta sem best möguleika
sína í láglitunum.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 87
¥D102
♦ 74
♦ ÁD8654
Suður
♦ ÁK
♦ ÁKG9653
♦ K85
♦ 3
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass. Pass Pass
Utspil: spaðagosi.
Hvernig er best að spila?
Það væri gott að geta skipt á
hjartatvisti blinds og hærri
hundi, því þá myndast ein inn-
koma á tromp til viðbótar. Þá
mætti vinna úr lauflitnum þótt
kóngurinn væri fjórði úti. En því
er ekki að heilsa. Eigi að síður
hlýtur að vera rétt að spila strax
laufí á ás og trompa lauf hátt.
Detti kóngurinn annar, er samn-
ingurinn í húsi. Ef ekki, er næsta
skrefíð að spila trompi á tíu
blinds og stinga enn lauf. Aftur
er spilinu lokið ef liturinn fellur
3-3. Sé kóngurinn enn ókominn,
er þrautalendingin sú að fara inn
í blindan á trompdrottningu og
spila tígli að kóngi. Þá verður
austur að eiga ásinn, en þriðja
tígulinn má trompa með tvisti
blinds:
Norður
♦ 87
¥D102
♦ 74
♦ ÁD8654
Vestur Austur
♦ G10932 ♦ D654
V84 ¥7
♦ D1096 ♦ AG32
♦ G9 ♦ K1072
Suður
♦ ÁK
♦ ÁKG9653
♦ K85
♦ 3
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
I einvígi um meistaratitil Dan-
merkur, sem nú stendur yfir, kom
þessi staða upp í viðureign stór-
meistarans Lars Bo Hansen
(2.545), sem hafði hvítt og átti
leik, og alþjóðlega meistarans
Karstens Rassmussen (2.440).
Lars Bo hafði fórnað peði til að
fá upp þessa stöðu og tókst að
vinna það til baka og annað til.
23. Rxe6+! - fxe6 (23. -
Dxe6, 24. Dxb4+ - De7, 25.
Dxe7n----Kxe7, 26. Hxa4 leiðir
til svipaðrar niðurstöðu) 24.
Dxb4+ — Kg8, 25. Dxa4 — Dxa4
(Þar sem svartur er peði undir
hefði hann átt að forðast upp-
skipti og leika 25. — Df7) 26.
Hxa4 - Hxe5, 27. Hxa7 - Hxa7,
28. Bxa7 — He2, 29. b4 og hvít-
ur vann á umframpeðinu um síð-
ir, enda varðist svartur ekki sér-
lega vel. Þetta var fyrsta einvígis-
skákin en þeirri næstu lauk með
jafntefli. Eftir er að tefla tvær
skákir.