Morgunblaðið - 10.06.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
39
VELVAKANDI
GÆLUDÝR
KVEIKJA
Kveikja er týnd
KVEIKJA, sem er eins árs
gömul svört og hvít læða, hvarf
fyrir um viku af heimili sínu í
Kópavogi. Hafi einhver séð
hana eða fundið vinsamlega
hringið í Hauk Grímkelsson í
síma 642995.
Loppi er týndur
KÖTTURINN Loppi er týndur
en hann stór, bústinn og svart-
ur með hvítar loppur, bringu
og trýni. Loppi er með bláa
hálsól og týndist 22. maí í Sel-
áshverfi og eru Árbæingar sér-
staklega beðnir um að hafa
augun opin. Finnandi er beðinn
um að hringja í Þóru í síma
672937.
Þrír kettlingar
ÞRÍR sjö vikna kettlingar, tvær
læður og einn högni, fást gef-
ins. Upplýsingar eru veittar í
síma 28747.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gleraugu töpuðust
GYLLT málmspangagleraugu í
gráu hulstri töpuðust mánu-
daginn 7. júní sl. í grennd við
Engjasel eða bensínstöðina við
Æsufell. Finnandi vinsamlega
hafi samband við Bæring í síma
75863.
Fólksbílakerru stolið
LÍTILLI fólksbílakerru var stol-
ið úr læstu bílaskýli við Engja-
sel 1-23 helgina 4.-6. júni sl.
Þeir sem kunna að hafa orðið
varir við kerruna eru beðnir um
að hafa samband við lögregluna
í Reykjavík eða Margréti í síma
74457.
Gleraugu töpuðust
í Staðarskála
GLERAUGU með áföstum sól-
gleraugum komust í rangar
hendur í Staðarskála laugar-
daginn 5. júní. Sá sem gleraug-
un hefur fundið er beðinn um
að hafa samband við Bjarna í
síma 682018.
Sly'alataska týndist
STÓR vínrauð skjalataska úr
leðri týndist í vetur sem leið en
í henni var Time Manager
skipuleggjari. Finnandi er beð-
inn að hringja í Þórhildi í vinnu-
síma 697356 eða heima í síma
20375.
Gullarmband í óskilum
GULLARMBAND tapaðist eft-
ir 15. maí, sennilega í Klepps-
holti eða í kringum Kringluna.
Finnandi vinsamlega hringi í
Guðrúnu í síma 813248.
Heimsendingar
eru plága
JÓN Magnússon hringdi í Vel-
vakanda og vildi benda á þá
plágu sem stöðugar heimsend-
ingar auglýsingapósts fyrir-
tækja eru. Hann taldi þó alvar-
legust þau tilvik þegar bækur,
rit eða tímarit, sem viðtakandi
hefur aldrei pantað, eru send
heim með gíróseðli. Þá sagði
hann það aðeins koma fyrir að
hringt sé í hann og hann kraf-
inn greiðslu vegna vanrækslu
á greiðslu gíróseðilsins. Þetta
telur Jón ótækt og fullyrðir að
í þeim tilvikum þegar ekkert
er pantað að þá þurfí ekki að
sinna innheimtukröfum. Sam-
kvæmt upplýsingum sem Vel-
vakandi aflaði sér hjá lögfróð-
um manni er viðtakanda réttast
í tilvikum sem þessum að skila
öllum heimsendum verðmætum
sem hann kýs að hafna. Hann
á aftur á móti ótvíræðan rétt
á greiðslu á útlögðum kostnaði
eða svokölluðum ómakslaun-
um.
Pennavinir
Frá Bandaríkjunum skrifar lækn-
ir sem getur ekki um aldur en
móðir hans er af íslensku bergi
brotin. Vill skrifast á við ungar
konur:
Robert G. Manolakas,
3715 Dauphin Street,
Building 2,
7th Floor,
Átján ára þýsk stúlka með mik-
inn Islandsáhuga, auk þess hefur
húne áhuga á dýrum, einkum hest-
um og köttum, bókalestrsi og kvik-
myndum:
Ulrike Stallhofer,
Fichtenweg 1,
DW-8397 Bad Fussing,
Germany.
ítalskur karlmaður, 28 ára, með
margvísleg áhugamál, vill skrifast
á við 22-25 ára stúlkur:
Marco Idini,
Via Melville 15,
00143 Roma,
Italia.
LEIÐRÉTTIN G AR
Haförn bjarg-aði
skipverjum
Rangur myndatexti birtist með
mynd á blaðsíðu 19 í Morgunblað-
inu í gær. Með fréttum um björgun
skipveijanna af Torfa ÍS sem fórst
undan Malarrifi birtist mynd af
Vali á Haferninum sem bjargaði
skipveijunum. Hann heldur á ár
sem skipbrotsmennirnir notuðu til
að ýta gúmbjörgunarbátnum frá
brennandi bátsflakinu en þeir gáfu
Vali árina til minningar um björg-
unina. Ranglega var sagt að mynd-
in væri af Guðmundi Jóhannessyni
á Mána sem hefði bjargað mönnun-
um af Torfa. Hann slökkti hins
vegar í trillunni.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Nafn féll niður
í minningargrein Hönnu Karenar
Kristjánsdóttur um Georg S.S.
Jónsson vélstjóra í Morgunblaðinu
síðastliðinn föstudag, 4. júní, féll
niður í upptalningu á börnum og
tengdabörnum Georgs og Ingigerð-
ar Hallgrímsdóttur nafn sonar
þeirra og tengdadóttur, Hallgríms
Georgssonar og Sigurbjargar Mar-
teinsdóttur. Hlutaðeigandi eru inni-
lega beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
ZANCASTER
Vissirðu að LANCASTER snyrtivörurnar
eru á sama verði hér og í Evrópu?
ÍSFLEX HF. einkaumboð á íslandi
Tölvuskóli Reykiavíhur
i ■ Borgartúni 28, sími 91-687590
tOlvuskóli fyrir börn
OG UNGUNGA, 10-16 ÁRA
í sumar heldur Tölvuskóli Reykjavíkur 24 klst.
2 vikna tölvunámskeið. Námið miðar að því að
veita almenna tölvuþekkingu og að koma nemend-
um af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og
gamans.
Farið er í eftitalin atriði:
- Fingrasetning og vélritunaræfingar
- Windows og stýrikerfi tölvunnar
- Ritvinnsla
- Teikning
- Almenn tölvufræði
- Töflureiknir
- Leikjaforrit
Áhersla er lögð á hagnýt verkefni sem nýtast við
nám. Hóflegt verð.
Innritun í síma 616699.
Þegar við segjum
að Honda sé óvenju
sparneytinn btll,
erum við ekki bara
að segja að hann sé
spar á eldsneyti,
heldur einnig á
umhverfið.
VTEC vélin sem nú prýðir helstu gerðir
Honda, er byltingarkennd nýjung sem
trýggir hámarksnýtingu á eldsneyti
án þess að það komi niður á
krafti bílsins. Verndun
umhverfisins er ábyrgð
allra. Honda er
leiðandi í hópi þeirra
bílaframleiðenda sem
sinna þeirri ábyrgð.
[0
VATNAGÖRÐUM - SlMl 689900
...spameytni