Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 1

Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 1
72 SIÐUR B 160. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Svarthols- diskur næst á Ijósmynd STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa tekið mynd- ir af svokölluðum kjarnasamrunadiski og það er talið renna stoðum undir kenningar um svartholið svokallaða, samkvæmt grein sem birt var í tímaritinu Nature. Tilvist svartholsins hefur aldrei verið sönnuð, en talið er að það sé risastjarna sem hafi ver- ið svo þung að hún hafi hrunið saman. Þyngdarsvið þess er talið svo sterkt að allt sem kemur nálægt því, til að mynda ljós, sogast inni í miðju þess ðg sleppur ekki út. Stjörnufræðingar hafa gengið út frá því að efni hringsnúist um svarholið meðan það sogast inn. Þannig myndist samruna- diskur, flatur sporbaugur sem líkist snúði. í greininni í Nature segjast hollenskir og bandarískir visindamenn hafa náð myndum af stóru disklaga fyrirbæri úr köldu géimryki og gasi í Meyjunni, í um 40 millj- ónum ljósára fjarlægð frá jörðu. „Á miðju myndarinnar má greinilega sjá samruna- disk sem stöðvar ljósið frá stjörnunum á bak við. Á miðju disksins er bjartur punkt- laga kjarni,“ sagði Walter Jaffe, einn af höfundum greinarinnar. Freeh til FBI í stað Sessions? BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun skipa nýjan yfirmann bandarísku alríkislögregl- unnar FBI í stað Williams Sessions eftir helgi að sögn háttsettra embættismanna í Washington. Clinton stefndi Louis Freeh, 43 ára alríkisdómara, til fundar við sig í Hvíta húsinu á föstudagskvöld en hann þykir líklegur eftirmaður Sessions. Blaðið New York Times sagði í gær að Sessions hefði mjög snögglega aflýst að koma fram opinberlega í Chicago á föstudag og hraðað sér aftur til höfuðborgarinnar. Sagði blaðið ýmislegt benda til þess að Clinton væri þess reiðubúinn að setja hann af og spáði blaðið í gær að það gæti jafnvel gerst sam- dægurs. Háttsettir embættismenn sögðu hins vegar við /ieuíere-fréttastofuna í gær að ákvörðun um nýjan yfirmann hjá FBI yrði tekin eftir helgi. Sessions hefur verið sakaður um bruði og að misnota aðstöðu sína í einkaþágu. Helstu samverkamenn Clintons, þar á meðal Thomas McLarty skrifstofustjóri í Hvíta húsinu, hafa hins vegar ekki farið dult með að forsetinn væri að leita að manni til að taka við af Sessions. Hann hefur neitað að víkja sjálf- viljugur úr starfi og sagðist opinberlega í síðustu viku ætla að sitja út starfstíma sinn. Ronald Reagan forseti skipaði hann yfir- mann FBI fyrir hálfu sjötta ári. SKÚRR í SðCU SÓLAR / Smjörlíki hf. lUá timamótum Morgunblaðið/Golli Nestisdagur í reiðskólanum ÞEIR voru á síðasta degi á tveggja vikna reiðnámskeiði, krakkarnir á Akureyri, og tóku með sér nesti, sem þeir neyttu á áningar- stað skammt norðan við Kjarnaskóg. Tvísýnustu þingkosningar í áratugi fara fram í Japan í dag Ostöðugleiki framundan í stjómmálum landsins Tókýó. Reuter. KOSNINGAR fara fram í Japan í dag. Þær verða að öllum líkindum þær tvísýnustu í landinu síðan á sjötta áratugnum. Stjórnmálaskýrendur segja að það eina sem verði með nokkurri vissu sagt um útkomuna sé að framundan sé tímabil óstöðugleika í japönskum stjórnmálum. Búast megi við minnihlutastjórn; alltént mjög veikri stjórn. Þrátt fyrir að nú séu þrír nýir flokkar í framboði og rætt sé um vatnaskil í japönskum stjórnmálum, er búist við að kosningaþátttaka verði lítil. Auk hefðbund- ins áhugaleysis kjósenda er nú spáð miklum rigningum á kjördag. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn (LDP) hefur setið að völdum í Japan tæp 38 ár, en ekki einu sinni formaður hans býst við að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Samkvæmt skoðanakönnun á föstudaginn fær flokkurinn um 220 sæti, en þarf 256 til þess að ná meirihluta. Stjórnmálaskýr- endur eru flestir þeirrar skoðunar að flokk- urinn muni mynda minnihlutastjórn eftir kosningarnar. Útlitið er enn dekkra fyrir helsta stjórnarandstöðuflokkinn, Sós- íalistaflokkinn, sem þykir úreltur vegna vinstri kreddufestu. Flokkurinn fær að lík- indum minnsta fylgi í sögu sinni, en sam- kvæmt verstu spám fær hann einungis 54 sæti, en hafa haft 134. Nýjum flokkum spáð góðu gengi Nýir flokkar fá að líkindum talsvert fylgi. Þannig er Endurreisnarflokknum, sem var stofnaður í síðasta mánuði af upphlaupsmönnum innan LDP, spáð allt að 60 sætum. Hann tekur því ef til vill við af sósíalistum sem stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Alls eru 95 milljónir Japana á kjörskrá í 129 kjördæmum. Búast má við fyrstu tölum strax og kjörstöðum hefur verið lok- að, sem er klukkan 18 síðdegis, eða klukk- an 9 árdegis að íslenskum tíma. Lokatölur eru síðan væntanlegar um klukkan 16 síð- degis í dag að íslenskum tíma. GÖNGULEIDIR UM HENGILINN AÐ ,STÆKKA ISLAND Haraldur i. Hamar í viðtali , B HER EIGUM VIÐ * * -r HEIMA 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.