Morgunblaðið - 18.07.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 18.07.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JULI 1998 5 Málefni homma og lesbía í Bandaríkjaher Clinton slak- ar ábanninu Reuter Biðröð við böðin VEGNA flóðanna í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hafa vatnsveitur víða lokast. Hefur víða verið sett upp hreinlætisaðstaða til bráðabirgða „á þurru“ og var myndin tekin í Des Moines þar sem fólk af flóðasvæð- um stóð í biðröð eftir að komast í sturtu. Flóðin í Mississippi og Misso- uri voru síst í rénum í gær. Washington. Reuter. BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, tók í gær undir tilmæli frá varn- armálaráðuneytinu sem slakar á, en afléttir þó ekki, banni við því að samkynhneigðir gangi í herinn. Með því þykir forsetinn hafa gefið bæði fylgismönnum sem og andstæðingum bannsins nokkurt svigrúm til þess að halda umræðum áfram. Búist var við því að forsetinn tilkynnti ákvörðun sína í þessu viðkvæma deilumáli formlega í fyrradag, en hann hefur frestað því til morguns. Að sögn embætt- ismanna í Hvíta húsinu er Clinton að flestu leyti sammála tilmælum Les Aspins um að reynt verði að miðla málum milli fijálslyndra og íhaldsmanna í þessum efnum. í áætlun varnarmálaráðu- neytisins mun vera gert ráð fyrir „einkalífssvæði" homma og lesb- ía, sem myndi gera þeim kleift að sinna herþjónustu að því til- skildu að kynhneigð væri haldið leyndri. Leyfílegt væri að fara á öldurhús homma og lesbía og taka þátt í réttindabaráttu þeirra, en ekki væri ásættanlegt ef sæist til hermanna leiða eða kyssa einhvern af sama kyni. Embættismenn hafa gengist við því að þessi stefna sé ekki alsendis í samræmi við það kosn- ingaloforð Clintons um að af- nema bannið algerlega. Þeir segja hins vegar að af pólitískum ástæðum sé ekki unnt að afnema bannið eins og sakir standa. ♦ ♦ ♦---- Afhenda Víetnöm- um herskjöl Hanoi. Rcutcr. BANDARÍSKIR embættismenn afhentu á föstudag víetnömskum starfsbræðrum sínum fyrstu skjöl- in af mörgum sem bandariski her- inn tók í sína vörslu meðan á Víet- namstríðinu stóð. Alls eru skjölin um þtjár milljónir blaðsíðna, þar á meðal eru dagbækur hermanna, sendibréf, hernaðaráætl- anir o.fl. Gera Víetnamar sér vonir um að þau kunni að leysa ráðgátuna um örlög þeirra 300.000 landsmanna sem ekki er vitað hvað varð um á dögum stríðsins. Fækkun þjóðarmn- ar skelfir harðlínu- menn 1 Rússlandi Moskvu. Daily Telegraph. RÚSSNESKIR harðlínumenn hafa tekið upp nýtt baráttumál, að bjarga þjóð sinni frá því að deyja út. Hafa þeir hafið skipulega áróðursherferð í fjölmiðlum til þess að vekja athygli á því að rússnesku þjóðinni fækkar og er hnignunin sögð vera bein afleið- ing af þeirr stefnu stjórnvalda að taka upp markaðsbúskap. í áróðursgreinum, sem einkum hafa birst í blaðinu Rossiskaja Gazeta sem þótt hefur fjandsam- legt Borís Jeltsín forseta, hafa verið dregnar fram í dagsljósir nýjustu upplýsingar um mann- fjöldaþróun í Rússlandi í seinni tíð. Þar kemur fram að í fyrra hafi Rússum fækkað um 200.000 í fyrra þar sem andlát séu fleiri en nýfæðingar. Tíðni fæðinga hafi lækkað jafnt og þétt á undan- förnum árum en þjóðinni hafí í fyrsta sinn fækkað 1992. Sérstak- lega stingi þróunin í Moskvu og Pétursborg í stúf því þar deyji tvöfalt fleiri en fæðist. Sömuleiðis kemur fram í opin- berum skýrslum að andvana fæddum börnum hafi fjölgað. Þá gangist fimmta hver kona á barnsburðaraldri undir fóstureyð- ingu á ári hveiju. Sömuleiðis fjölgi en um 40% hjónabanda enda með skilnaði. Loks hafi sjálfsvígum flölgað um 15% árið 1992 miðað við árið á undan. Draugaþorp í greinum harðlínumanna kem- ur fram að á síðustu 10 árum hafi fólksflótti átt sér stað úr sveitum til borga. Afleiðing sé sú að 51.000 þorp standi auð og yfir- gefin og í mörgum öðrum séu ein- ungis eftir ellilifeyrisþegar. Loi verður áfram í Sómalíu Róm. Reuter. BRUNO Loi hershöfðingi, yfir- maður ítölsku hermannanna í Sómalíu, verður áfram í land- inu þótt embættismenn Sam- einuðu þjóðanna hefðu sagt að hann yrði sendur heim, að sögn Bruno Buscemi, varaforseta ítalska herráðsins. Buscemi var í Mogadishu á föstudag til að freista þess að leysa deilu ítala og embættismanna Sameinuðu þjóðanna um hemað- araðgerðir samtakanna í borginni. „Þeir vildu að Loi yrði fórnað í hita leiksins. í okkar augum kem- ur ekki til greina að hann fari frá Sómalíu," sagði Buscemi. Að- spurður sagði hann engan „áþreif- anlegan möguleika“ á því að ít- ölsku hermennirnir yrðu fluttir á brott frá Sómalíu. Talsmaður Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, sagði að' þýska stjórnin myndi senda 1.700 hermenn til Sómalíu þrátt fyrir árásir Sómala að undanförnu á þýska hermenn sem hafa undir- búið komu þeirra í Mogadishu. s\\egur Sameinaöu í eitt bestu kosti sólar- stranda viö Miöjarð- arhafið og alls þess sem gerir Bandarík- in svona stórkost- leg - og þú færó Fort Lauderdale. Allt sem þig dreymir um og óendanlega margt annaö í göngufjarlægð frá glæsi'egum gisti- stööunum. Er hægt aö hugsa sér það betra undir sólinni? Glæsihótel á ströndinni. Verslanamið- stöðin Galleria í göngufjarlægð. Tvær vikur á aðeins 39.780 kr. á mann með öllum gjöldum m.v. 4 í herbergi, 2 fullorðna og 2 böm 2ja-11 ára. Aðeins 60.680 kr. m.v. 2 fullorðna. Hafðu samband við söluskrif- stofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR CD SVSSðgZ. Beint fluí’ alla föstudaga frá 10. septernkr. ‘slenskurferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.