Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 12

Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 Kreppan í Finnlandi Útflutningsfyrirtækin þrífast og* framfærslukostnaður, lækkar EFNAHAGSKREPPAN í Finnlandi hefur leitt af sér ýmsa hluti sem Finnum voru áður ókunnir. Félagsfræðingar nefna þá helst vaxandi gjá milli ríkra og fátækra. Atvinnuleysið hefur aldrei verið meira í sögu landsins enda þurfa Finnar nú samkvæmt nýjustu spám að búa sig undir stöðugt atvinnuleysi um hálfrar miiljónar manna (20% vinnufærra manna). Samt sýna spár einnig að atvinnulífið sé að ná sér aftur nema hvað varðar byggingarfyr- irtæki. Finnskur útflutningsiðnaður hefur ekki orðið svo mjög fyrir barð- inu á kreppunni. Atvinnuleysið er talið helsta vandamálið í finnsku kreppunni. Að vissu leyti er það afleiðing kreppunnar en að öðru leyti ýtir atvinnuleysið undir kreppuna. Nýjustu tölur sýna að 474.000 Finnar eru án atvinnu. Því fleiri sem atvinnuleysingjarnir eru þeim mun dýrara verður fyrir ríkið að greiða þeim bætur. Þegar skattar og álögur hækka til að mæta þessu versna starfsskilyrði fyrirtækja og enn fleiri verða atvinnulausir. Þar sem kostnaður vegna at- vinnuleysis er hár verður að skera niður í annarri opinberri þjónustu. Þannig versna kjör þeirra þjóðfé- lagshópa sem minna mega sín um leið og atvinnuhorfur þeirra versna. Einkum þykir það hættu- legt að æ fleiri fara rakleiðis á atvinnuleysisskrá að loknu námi. Þeir sem hafa ennþá fasta vinnu (rúmar 2 milljónir manna) geta ■ notið þess að framfærslu- kostnaður hefur lækkað verulega miðað við önnur Norðurlönd. Mat- ur og annað þess háttar kostar nú Finna jafn mikið og Þjóðverja. Það er um það bil meðalverð fram- færslukostnaðar innan Evrópu- bandalagsins. Hins vegar hefur kaupmáttur launa dregist nokkuð saman undanfarið. Horfur þeirra sem vel mega sín, þ.e. þeirra sem hafa fasta, örugga vinnu, eru samt ekki slæmar; til dæmis hefur verðbólg- an undanfama sex mánuði lækk- að úr 2,9% á árs- grundvelli í 2,1%. Meðal ann- ars vegna lækk- unar grunnvaxta er því þar að auki spáð að verðbólgan fari enn lækk- andi. Nú er til dæmis jnjög hagstætt að kaupa íbúðir því íbúðarverð hefur fallið um helming frá metár- unum í byijun áratugarins. Bank- alán eru auðfáanleg og tiltölulega ódýr miðað við síðasta ár. Gengispólitíkin Einn helsti þátturinn í finnsku kreppunni er með öllu ólíkur því sem gerist á íslandi; finnski út- flutningsiðnaðurinn þrífst. Stafar þetta aðallega af gengispólitík Finna undanfarin tvö ár. Á þeim tíma hefur finnska markið lækkað um þriðjung miðað við Banda- ríkjadollar. Þetta hefur gerst án verðbólgu innanlands og hefur framleiðslukostnaður í Finnlandi þannig lækkað allverulega miðað við önnur OECD-ríki. Nýlegur samanburður OECD- ríkja sýnir að Finnar eru 13. í röð dýrra iðnaðarríkja. Dýrastur er vinnutíminn í iðnfyrírtækjum vesturhluta Þýskalands. Einnig eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur, austurhluti Þýskalands og Frakk- land óhagstæðari iðnaðarsvæði hvað varðar launakostnað. Finnskur iðnverkamaður er nú aðeins óverulega dýrari starfs- bróður sínum á Ítalíu. Meirihluti finnskra launþega vinnur hins vegar í heimamark- aðsiðnaðinum eða í þjónustu sem hefur gengið erfiðlega í krepp- unni. Eftirspum hefur dregist verulega saman innanlands og dregið úr ijárfestingum fyrir- tækja. Áhrif launþegasamtaka dvína Kreppan hefur einnig valdið breytingum á því valdatafli sem ávallt fer fram í þjóðfélaginu. Einkum hafa áhrif launþegasam- takanna farið minnkandi. Yinnu- veitendur vilja nú koma því í gegn að ekki verði samið um kaup og kjör milli stéttarsambanda og sambands atvinnurekenda. Nú hyggjast vinnuveitendur semja í hverju fyrirtæki fyrir sig. Telja vinnuveitendur að að- stæður fyrirtæka séu svo misjafn- ar að ekki sé unnt að semja um kjör allra við sama borð. Er þá meðal annars minnst á misræmi milli útflutningsfyrirtækja og fyr- irtækja sem þjóna heimamarkaði. Launþegasamtökin sporna af eðlilegum aðstæðum gegn þeirri þróun að völd þeirra til semja fyrir hönd allra aðildarfélaga verði skert. Á tímum metatvinnuleysis þurfa vinnuveitendur þó vart að óttast meiriháttar verkföll. Alþýðusambandið (SAK) hótaði allsheijarverkfalli í vor en hætti við áður en fresturinn var útrunn- inn. Þá var deilt um kröfur ríkis- stjórnarinnar um að breyta kjara- samningum til þess að gera fyrir- tækjum kleift að ráða ungt fólk á lakari kjörum en gert var ráð fyrir í samningum. Átti þetta að auðvelda vinnuleit ungs fólks sem aldrei áður hefði fengið vinnu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks undir 24 ára aldri veldur miklum áhyggjum en ríkisstjórnina og launþegaleiðtoga greinir á um hvernig eigi að höggva á hnútinn. Samdrátturinn og atvinnuleys- ið veldur minnkandi skattatekjum hjá ríki og sveitarfélögum. Ríkið hefur einnig dregið verulega úr framlögum til sveitarfélaga en á sama tíma verða sveitarfélögin að mæta vaxandi atvinnuleysi íbú- anna. Vegna atvinnuleysis- bóta og stuðnings til bankanna verður ekki hægt að minnka er- lenda skuldasöfnun finnska ríkis- ins á næstunni. Fjárlagahalli finnska ríkisins stefnir í 70 millj- arða finnskra marka á næsta ári en það samsvarar rúmlega 60% af þjóðarframleiðslu Finna. Sérfræðingar í þjóðfélagsmál- um vara nú við þeim afleiðingum sem minnkandi félagsleg þjónusta gæti haft. Þeir nefna til dæmis versnandi heilsufar, lakari mennt- un og fleira. Hvemig leysa eigi vandamálin virðist hins vegar öll- um óljóst. BAKSVID eftir Lars Lundsten, Helsinki Reiðskolinn Hrauni, Grímsnesi Krakkar 10-15 ára! Erum að bóka í 9 daga síðsumarsnámskeiðin. Upplýsingar í síma 98-64444. Reiðskólinn Hrauni par sem hestamennskan hefst STEINAR WMGE SKÓVERSLUN mccE sandalar Verð kr. 1.995 Stærðir: 36-41 iLitur: Svartur Ath.: Mikið úrval af Tracce sandölum. 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 sími 689212 sími 21212. UTSALA Ein sú magnaðasta! • Jakkafót frá kr.12.900 • Frakkarfrákr..7.900 • Stakir jakkar frá kr.7.900 • Blússurfrákr.3.900 • Stakar buxur frá kr..3.900 • Rúskinnsjakkar frákr. .5.900 • Kakibuxur frá kr..2.900 • Gallabuxur frá kr.2.900 • Skyrtur frá kr....1.500 • Sokkar(3pör)frákr.990 • Peysurfrákr.......2.900 Ath.: 15% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum. Laugavegi 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.