Morgunblaðið - 18.07.1993, Page 13

Morgunblaðið - 18.07.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ 'SÚNNUDÁGIÍR 18'. JÚLÍ 1993 13 Reykjavíkurvegi 64 - Hafnarfirði - Sími 651147 ÚTSALAN B YRJAR Á MORGUN Doktorsvörn við Háskóla Islands ÞANN 3. júlí — Jónsson dokt- ÍlF sína, Blóð- jtíi ’ skömm á ís- deild Háskóla íslands. Dr' M4r Jénsson- í ritgerðinni, sem Háskólaforlagið hefur gefið út, er rakin þróun á skil- greiningu blóðskammar á Vestur- löndum frá því snemma á miðöldum til okkar daga. Höfuðáhersla er lögð á samræði fólks í liðum skyldleika og mægða sem meinað var að ganga í eina sæng samkvæmt kristinrétti Árna Þorlákssonar frá 1275 og Stóradómi frá 1564. Einnig er rakið hvernig riútímaleg skilgreining á blóðskömm, sem aðeins bannar sam- ræði mæðgina, feðgina og systkina, varð til undir lok 17. aldar og gerð- ist allsráðandi á þessari öld. Lýst er kerfi skrifta og útlegðar á miðöldum og útskýrt hvernig dauð- arefsing fyrir blóðskömm var leidd í Iög í Norður-Evrópu í bytjun 16 aldar, en á Íslandi með Stóradómi. Dómar um blóðskömm sem þekktir eru á íslandi, um eitt hundrað tals- ins, eru gaumgæfðir og mat lagt á hvað þurfti til svo dauðadómar væru kveðnir upp og þeim framfylgt. Um það bil 50 einstaklingar voru teknir af lífi fyrir blóðskömm á íslandi á 17. og 18. öld, karlar höggnir á háls, konum drekkt. Snemma á 18. öld var farið að milda dauðadóma í ævilanga refsivist og síðar í enn skemmri tíma, en dauðarefsing var afnumin með lögum árið 1870. Loks er gerið tilraun til að meta blóðskammarmál frá sjónarhóli al- mennings og jafnvel sakborninga. Niðurstaða hennar er að í vitund fólks hafi hugmyndir um bann við blóðskömm ekki verið jafn víðtækar og yfirvöld, guðfræðingar og lög- fræðingar vildu vera láta. Rannsókn- in byggir á rækilegri könnun á ís- lenskrum skjölum og prentuðum heimildum, auk þess sem leitað var fanga í erlendum skjala- og bóka- söfnum, einkum í Danmörku og Þýskalandi, í því skyni að setja þró- un á Islandi í víðara samhengi. Már er fæddur í Reykjavík 19. janúar 1959, sonur Jóns Óskarsson- ar lögfræðings og Helgu Kress pró- fessors í almennum bókmenntum við Háskóla íslands. Hann lauk BA- prófi í sagnfræði og félagsfræði frá Háskóla Islands árið 1980 og kandí- datsprófi í sagnfræði fímm árum síðar. Hann var einnig við háskóla- nám í Björgvin í Noregi og París í Frakklandi. Hann er kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur, sem leggur stund á doktorsnám í bókmenntum Spánar og Rómönsku-Ameríku við Pincen- ton-háskólann í Bandaríkjunum. Þau eru búsett í Princeton og eiga einn son, Ara. KRISTJÁN JÓHANNSSON SYNGUR Í AIDA i ARENUNNI Í VERONA RÓMANTÍSK FEGURD GARDAVATNS OG NORÐUR-ÍTALÍU 26. ágúst til 3. september - 9 dagar í fer&inni gefst gott tækifæri tii ab sameina margt: Óperu með heimssöngvaranum okkar, Kristjáni Jóhannssyni í aðalhlutverki í Aidu, íburöarmestu óperusýningu allra tíma í Arenunni frægu í Verona í hópi 30 þúsund áheyrenda. Síóan tekur vió vikudvöl og skoóunarferóir, fyrst vió Gardavatn og síðan í Dolomíta ölpunum og loks Mílanó. Alls staöar er gist á völdum fjögurra stjörnu hótelum meö bæói MORGUNVERÐI og KVÖLDVERÐI inniföldum. Þetta er mjög vibburóarík ÓSKAFERÐ fyrir lágt verb *öll gjöld innifalin nema flugvallarskattur kr. 84.650* ararstjón: Ingólfur Gubbrandsson / Pétur Björnsson Bókanir og nánari upplýsingar hjá: FERÐASKRIFSTOFAN PRIMA HEHVjSKLUBBUR _______________ INGOLFS AUSTURSTRÆTI 17, 4. hæð 101 REYKJAVIK SÍMI 620400» FAX 626564 Upplýsingar: FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG PJÓNUSTUMIDSTÓD Höfbabakka 9, 112 Reykjavík Sími 91-671700, Fax 91-673462 Vðrulirounarverkefni Rf og ANN Aflanýtingarnefnd Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) og Aflanýtingarnefnd sjávarútvegs- ráðuneytisins (ANN) óska eftir samstarfi við fyrirtæki um þróun nýrra eða endurbættra matvæla sem eru að uppistöðu til fiskmeti. Gert er ráð fyrir að afurðirnar henti til útflutnings. Til Vöruþróunarverkefnis Rf og ANN verða lagðar 8 milljónir króna á þessu ári. Rf og ANN munu greiða allt að 40% af heildarkostnaði einstakra verkefna, þó að hámarki 2,5 milljónir króna miðað við eitt ár. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni standa í 3 ár. Þeir aðilar eða fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku í Vöruþróunarverk- efni Rf og ANN þurfa að leggja inn umsóknir til Rf fyrir 1. ágúst 1993. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á Rf, milli kl. 08.00 og 16.00, Skúlagötu 4 í síma 91-620240.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.