Morgunblaðið - 18.07.1993, Síða 15
svæðinu, skátar eru með starfsemi
undir Skarðsmýrarfjalli og með
útilífsmiðstöð á Úlfljótsvatni, skíða-
svæði eru í Hveradölum og í landi
Kolviðarhóls í Ölfushreppi, Reykja-
víkurborg hefur áhuga á að nýta
sitt land til útivistar og Alviðra er
með sína náttúruvemdar- og um-
hverfisfræðslustarfsemi ekki langt
undan. En brýnt var orðið að móta
sem fýrst framtíðarstefnumörkun
um notkun svæðisins og umgengn-
isreglur.
Hengilssvæðið á sér ákveðna
sögu sem alfaraleið. Um aldir lágu
þar um þekktar leiðir ferðamanna
á leið til sjóróðra á Suðurnes eða í
kaupstaðaferð. í skipulaginu hefur
verið leitast við að nota þessar
þekktu gönguleiðir. Má þar nefna
vörðuðu leiðina um Hellisheiði, veg-
inn milli hrauns og hlíða niður í
Grafning hjá Króki, Klóarveg um
Grensdal upp af Reykjakoti, og
Dyravegsleið um Dyrfjöll og Mos-
fellsheiði. Þá leiðina nálguðumst við
svæðið í fylgd þeirra Gísla og Egg-
erts og þá akandi eftir nýja Nesja-
vallaveginum, þar sem vegagerðar-
menn voru í vikunni að undirbúa
bundið slitlag, sem sett verður á í
haust. Við staðnæmdumst einmitt
í Dyradalnum, þar sem hitaveitupíp-
an hefur af náttúruverndarástæðum
verið grafin niður. Þarna var hópur
unglinga úr Vinnuskóla Reykjavík-
ur og frá Hitaveitunni að gróður-
setja og hreinsa og klippa niður og
fjarlægja gamla girðingu, en á þess-
um fallega stað er búið að merkja
og leggja stuttan malarstíg, svo
allir geti staðnæmst og auðveldlega
gengið upp í Dyrnar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
T
Hæðir /
Merkt aðalgönguleíð
Ómerkt aðalgönguleið
Vörðuðleið f /
Merkt tengileið ij^°
Brött tengReið ■' // j
Ómerktartengileiðir
Lambhagi
Nesjahraun
Botnadalur
Ölfusvatnsvík
Hagavíkurhraun
Ölfus-
vatn .♦
Dy radálur * *" *
Lómatjörn j \
Ölfusvat
heiði
Mosfells
Króks^
mýrw'
eiði Þjófahlaup
yáknapölh
Hrómundaf'/ ' Á
típtiSxÍf'' f//j0r
/T\ l//r7)
(. (Tíýílisfelí
é/' Álftatjörn
Ölkeldi
hnúkur
Eymundar-
hryggur
Klóarljall
fSkarðsmvrar-
■ fjall
Fremsti-
dalur
Stóra- /
ReykjafeJI
Hveradaiir
Orustu/;"
r S rp ?
y* SLí \
( \ / \v~ö / / ' [ / /l \ ■ Jqyz
■ Stækkað svaaði j \/ ' N
gjná i\
____________________________15
margar leiðir. Verður það vséntan-
lega sett upp næsta sumar.
í sambandi við merktar leiðir eru
uppi hugmyndir um stuttar fræðslu-
leiðir, þ.e. að merktar verði gamlar
menningarminjar og einnig náttúru-
minjar inn á kort. Og til undirbún-
ings þess er búið að safna heilmikl-
um upplýsingum um þetta svæði.
Þarna eru víða gömul sel, gamlar
bæjartóftir, réttir, áveitur o.s.frv.
Einnig gígaraðir, hverasvæði og
aðrar áhugaverðar náttúruminjar.
Er hugmyndin að gefa út göngu-
kort og setja upp skrifiegan texta
með tilvísun til kortsins við göngu-
leiðirnar.
Þúsund ungmenni græða
landið
Á útsýnispallinum á brún Kýr-
dals ofan við Nesjavallavirkjun er
gott og mikið útsýni þegar komið
er eftir Nesjavallaveginum og sjálf-
sagt að síaldra þar við. Jörðin
Nesjavellir var mjög illa farin og
1989 var hafist þar handa við að
jafna rofabörð og sá í önnur jarð-
vegssár. Nú eftir að friðað hefur
verið fyrir beit er einnig hafin stór-
felld tijáplöntun á svæðinu svo og
við Ölfusvatn, sem er í eigu Hita-
veitunnar. Hafa þeir Þórólfur Jóns-
son landslagsarkitekt hjá Garð-
yrkjustjóra í Reykjavík og Ólafur
Sæmundsen hjá Skógrækt Reykja-
víkur skipulagt gróðurinn í Ölfus-
vatnslandi. Búið er að koma girðing-
um um þessar jarðir og má þar sjá
mikinn mun á gróðri. A undanförn-
um fimm árum hafa unnið þarna
þúsund unglingar úr Vinnuskóla
Reykjavíkur og í vinnu hjá Hitaveit-
# Morgunblaðið/Þorkell
Á útsýnispallinum, sem komið hefur verið upp á brún Kýrdals við nýja Nesjavallaveg-
inn, en að honum hafa verið lagðir fallegir, auðveldir göngustígar. Útsýni er niður
yfir virkjunina og til Þingvallavatns.
Gísli Gíslason og Eggert Lárusson við upplýsingakortið er sýnir gönguleiðirnar á
Hengilssvæðinu sem komið er fyrir við upphaf leiða á sjö stöðum. Þarna eru þeir
við Olfusvatn.
*
, Morgunblaðið/Þorkell
Á þremur stöðum eru lagðir malarbornir göngustígar og vel vandað
til svo þeir haggist ekki. Jarðvegurinn fjarlægður, lagður undir jarð-
vegsdúkur og misgróf malarlög ofan á. Allt er handunnið af var-
færni og alúð.
Slíkir manngerðir stígar eru að-
eins á þremur stöðum, í Dyradal,
niður að Þingvallavatni frá tjald-
stæðinu í Ölfusvatnslandi, þar sem
tvær brýr hafa verið settar yfír Ölf-
usvatnsána, svo og að útsýnispallin-
um á brún Kýrdals. Eru þessir stíg-
ar gerðir af einstakri alúð, svo að
þeir haggist ekki, möl breiðist ekki
út og stígar látnir fylgja landslag-
inu. Jarðvegur og jurtaleifar er fjar-
lægt varfærnislega, jarðvegsdúkur
settur á botninn og malarlög yfír í
mismunandi kornastærð. Er þetta
allt handunnið af unglingum, ekið
að í hljólbörum og ekki gengið nema
í afmörkuðu stígstæðinu.
Leiðamerkingum að mestu
lokið í haust
Á korti því sem Gísli Gíslason
hefur unnið um sumargönguleiðir á
Hengilssvæðinu og notað er á upp-
lýsingatöflunum við upphaf göngu-
leiða, má sjá hvernig leiðir eru lagð-
ar og merktar. Á aðkomustöðunum
eru útbúin bílastæði með göngu-
leiðakortinu, alls á 7 stöðum allt í
kring um Hengilinn. En kortinu má
auðveldlega skipta út eftir því sem
stikaðar leiðir komast í gagnið. Þær
skiptast í stórum dráttum í þrenns
konar litmerktar leiðir. Meginleið-
irnar, sem eru fremur auðveldar
flestu fólki, tengjast saman í stórum
hring um fjalllendi Hengilsins og
að strönd Þingvallavatns í Grafningi
í löndum Nesjavalla og Ölfusvatns,
en þær eru merktar með tréstikum
með bláum toppi og settir eru upp
vegprestar við upphaf þeirra og þar
sem leiðir mætast. Er unnið að
þessu í sumar og haust. Á kortinu
er gefin upp vegalengd milli veg-
presta. Allt eru þetta tréstikur í
jarðarlitum, sem fara vel í landslag-
inu, en 20 sm kafli efst með lit til
að gefa til kynna hvers konar
gönguleið er um að ræða. Tengileið-
ir eru merktar með tréstikum með
rauðum toppi. Þær eru fremur auð-
veldar eins og aðalleiðirnar. Hins
vegar eru „brattar leiðir“, tiltölu-
lega erfiðar útsýnisleiðir, er liggja
um brattar fjallshlíðar og/eða fjalla-
toppa merktar með svörtum toppi
(gult og svart á kortinu). Á Hellis-
heiði eru þekktar varðaðar leiðir,
sem koma inn í sem tengileiðir og
gæti orðið meira varðað að gömlum
hætti síðar meir. Stikurnar sjást vel
beggja megin frá, en eftir því sem
leiðin markast betur í landslaginu
verður stikum fækkað og er þegar
byijað á því. Þá eru merktar á kort-
unum krossgötur, útsýnisstaðir og
fleira. Af helstu leiðum nefndu þeir:
1) Frá Sleggjubeinsdal við Kolvið-
arhól um Innstadal og þar annað-
hvort að Úlfljótsvatni eða að Ölfus-
vatni. Hins vegar um Marardal og
austur að Nesjavöllum vestanvert
um Hengilssvæðið. 2) Frá Hvera-
gerði, af Hoffmannsflöt við Rjúpna-
brekkur upp í Reykjadal, sem er
tengileið á Úlfljótsvatnsleið. Frá
Ölfusvatni liggur leið um Ölkeldu-
háls í Hveragerði og hins vegar í
Sleggjubeinsdal. í Ölkelduhálsi er
gríðarmikið og fagurt jarðhita-
svæði.
Gísli Gíslason var áður kunnugur
þessum gönguleiðum, sem hann
vann m.a. að hluta sem lokaverk-
efni í landslagsarkitektúr í Noregi
og var upphaflega haft samband
við hann þangað frá Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur um að taka að sér
þetta verkefni. Við ákvarðanatöku
vegna merkinga þessara leiða var
haft í huga aðgengi, einfaldleiki,
náttúruvernd og öryggi á svæðinu.
Tvö sæluhús
Þeir Eggert sögðu að ætlunin
væri að setja upp tvö sæluhús mið-
svæðis á merktu gönguleiðunum,
annað í Engidal vestan í Henglinum
til að þjóna vestursvæðinu og stefnt
að því að setja það upp í sumar,
en þarna er skjóllaust ef eitthvað
er að veðri. Hitt verður vestan und-
ir Dalskarðshnjúk fyrir fólk á ferð
á austursvæðinu, en þar um liggja
unni. Við komum við hjá nokkrum
þessara flokka ungmenna, sem
kepptust við að stinga niður börð,
sá í, planta og gera stíga af ein-
stakri alúð. í Ólfuvatnslandi er ver-
ið að byggja upp útvistaraðstöðu,
þar sem er tjaldsvæði og snyrtiað-
staða niður undir Þingvallavatni, en
Eggert segir okkur að hugmyndin
sé að færa hana í meira skjól undir
hlíðinni. Þarna getur fólk dvalið og
á greiða leið að vatninu. Einnig er
hægt að gista og fara gönguferðir
frá Nesbúð á Nesjavöllum, þar sem
er gisting á góðu verði og greiða-
sala.
Allt er þetta gert af miklum stór-
hug og alúð, sem m.a. má marka
af því að Hitaveitan og Vinnuskól-
inn hlutu ein af fernum verðlaunum
Landgræðslunnar, sem veitt voru á
þessu ári 15. júní sl. við hátíðlega
athöfn í Gunnarsholti.
Hengilssvæðið er ein landfræði-
leg og náttúrufarsleg heild og ómet-
anlegt útivistarsvæði fyrir þéttbýl-
isfólk og ferðamenn í framtíðinni.
Með vaxandi umferð var nauðsyn-
legt að tengja það yfir „landa-
merki“. Gönguleiðaskipulagið hefur
verið gert í samræmi við drög að
svæðaskipulagi í Ölfushreppi og í
Grafningi. í drögum að svæðaskipu-
lagi þar er gert ráð fyrir að svæðið
verði gert að einhvers konar frið-
landi, fólkvangi er veitir svigrúm
fyrir þá starfsemi sem þar er, og
jafnvel hafa verið uppi hugmyndir
um þjóðgarð þar í framtíðinni.