Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 17

Morgunblaðið - 18.07.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 17 inn. Úthaldið búið; of mikið hafi verið færst í fang og við- eigandi verkfæri skorti til starfans. Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í liðinni viku að þetta aukna álag á friðar- sveitir Sameinuðu þjóðanna hefði leitt í ljós að „fram- kvæmdastjórinn og starfsmenn hans hafa ekki fengið nógu góða ráðgjöf í hernaðarmálum. Sterk rök hníga að því að auka þurfi sérþekkingu í þeim efnum.“ Erindreki Sam- einuðu þjóðanna í málum Sómalíu, Jonathan Howe, er einnig þeirrar skoðunar að vandinn sé ekki of duglegir hermenn. Hann segir að þrátt fyrir gagnrýni stjómmála- manna og hjálparstofnana komi ekki til greina að hætta hernaðarað- gerðum gegn Aideed stríðsherra. „Það er fráleitt að vera með undan- slátt á meðan hryðjuverkastarfsemi heldur áfram,“ sagði hann. „Við hljótum að bregðast við hryðjuverk- um.“ Prófessor Zartmann sagði um Sómalíuvandann, að nú þyrfti að taka ákvörðun: Hnitmiðaðar að- gerðir, eða hverfa á brott og láta þarlenda finna sínar eigin lausnir. „En það er hægara sagt en gert að taka hnitmiðaða ákvörðun," bætti hann við. Skortir mannskap Reyndar er ekki nóg með að Sameinuðu þjóðirnar liggi undir ámæli um hlut- drægni vegna hem- aðarbröltsins í Só- malíu. Árangurs- lausar tilraunir vestrænna ríkja til þess að skakka leik- inn í lýðveldunum sem hétu einu sinni Júgóslavía, virðast vera á góðri leið með að spilla orð- spori annarra stofn- ana, eins og Atl- antshafsbandalags- ins og Evrópu- bandalagsins, sem hafa viljað ætla sér nokkurn hlut í björgunaraðgerð- unum. Boutros-Ghali, viðurkenndi í viðtali við JTAT-sjónvarps- stöðina bresku, að þjóðir heims stæðu frammi fyrir „gífurlega erfiðu verkefni", þar sem væri öll þessi friðargæsla og mann- úðarstarfsemi sem þætti nauðsyn- leg á svo mörgum stöðum í heimin- um. Hann vildi meina að vandi Sameinuðu þjóðanna væri ekki síst sá, að aðildarlöndin létu ekki af hendi það fjármagn sem þau hefðu lofað, og það yrði sífellt meiri erfið- leikum bundið að fá mannafla í frið- argæslusveitimar. „En ég get fullvissað ykkur um, að við geram allt sem gera þarf til þess að halda áfram að gæta frið- ar,“ sagði Boutros-Ghali. „Við höf- um náð árangri í Kambódíu og E1 Salvador, þannig að við eigum okk- ar góðu og slæmu daga. Við hljótum ætíð að bregðast við með því að leita sátta.“ á Reuter og The Daily Telegraph. Framkvæmda- stjórinn Boutros Boutros-Ghali seg- ir þjóðir heims standa frammi fyrir gífurlega erf- iðu verkefni. UTSALA -fierra- GARÐURINN Kringlunni * TOLLALÆ Mitsubishi L 200 á hagstæðu verði - til afgreiðslu strax! MITSUBISHI L 300 FJÖLNOTA FJÖLSKYLDU- BÍLLINN! Mitsubishi L 300 Minibus er 8 manna fólksbíll, sniðinn fyrir ferðalög og frístundir íjölskyldunnar - mmgóður, þægilegur og aflmikill. Hann er gæddur afar góðum aksturseiginleik- um og aldrifíð hentar hin- um íslensku aðstæðum. Farðu í fríið á Mitsubishi L 300 Minibus! MiTSUBISHI M HEKLA "SRmÆ Laugavegi170-174*S(mi69 55 00 MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja HVÍTA HÚSIÐ / SIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.