Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 30
JHtergiutiliIft&fö ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGÍ YSINGAR Ræstingarstjóri Starfið felst í eftirliti með ræstingum, verk- stjórn og starfsmannastjórnun. Leitað er að manneskju með reynslu sem ræstingarstjóri en þó koma allir með umtals- verða reynslu af ræstingum til greina. Viðkomandi þarf að sýna framtakssemi, vera röggsamur, hafa hæfileika til stjórnunar og vera áhugasamur um ræstingar. Svar, sem tilgreini m.a. aldur og reynslu, óskast sent til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 24. júlí, merkt: „0-0312“. PRESSAM Pressan óskar að ráða blaðamann til starfa. Um er að ræða lykilstöðu í innlendum fréttum og fréttaskýringum á vaxandi miðli. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem skrifar skýran og lipran texta. Einungis fólk með reynslu kemur til greina. Skriflegar umsóknir sendist ritstjóra, Press- unni, Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið vill ráða bókmenntafræðing i starf ritstjóra bókmenntaefnis á Rás 1. í starfinu felst einnig dagskrárgerð. Reynsla við fjölmiðla og stjórnun er æskileg. Nánari upplýsingar gefur dagskrárstjóri Rásar 1. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efsta- leiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. © Varnarliðið - kjötiðnaðarmaður Varnarliðið óskar að ráða kjötiðnaðarmann með réttindi til starfa hjá nýlenduvöruverslun varnarliðsins. Starfið felur í sér vinnslu og frágang á kjöti og fiski í neytendaumbúðir ásamt tilheyrandi þjónustu við viðskiptavini. Krafist er fagmenntunar ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt og eiga samskipti við aðra. Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir berist til varnarmála- skrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, sími: 92-11973 eigi síðar en 26. júlf 1993. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Tónlistarkennarar Skólastjóra og einn tónlistarkennara vantar að Tónlistarskóla Raufarhafnar. Þurfa m.a. að geta kennt á píanó og gítar. Einnig að annast tónmenntakennslu við Grunnskólann á Raufarhöfn, svo og starf organista og kór- stjórn kirkjukórs Raufarhafnarkirkju. Húsnæði er til reiðu á staðnum. Frekari upplýsingar veita grunnskólastjóri í síma 96-51131 og sveitarstjóri í síma 96-51151. Umsóknir skal senda skrifstofu Raufarhafn- arhrepps, Aðalbraut 2, Raufarhöfn, fyrir 31. júlí nk. LANDSPÍTALINN Landspítalinn Reyklaus vinnustaður HÆFINGAR- OG ENDURHÆFINGAR- DEILD LANDSPÍTALANS í KÓPAVOGI Fram undan eru nýjar áherslur í starfsemi hæfingar- og endurhæfingardeildar Land- spítalans í Kópavogi, og við leitum að áhuga- sömum einstaklingum til að taka þátt í því mikilvæga starfi. Stöður þroskaþjálfa við hin- ar ýmsu deildir stofnunarinnar eru lausar til umsóknar. Deildarþroskaþjálfi: Staða deildarþroska- þjálfa á sambýliseiningu er laus til umsóknar frá 1. september eða fyrr eftir samkomu- lagi. Þar búa 8 fullorðnir einstaklingar. Nánari upplýsingar veitir Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, í síma 602700 frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Tómstundafulltrúar: Staða tómstundafull- trúa er laus til umsóknar. Starfið felur í sér að fylgja íbúum eftir út í daglegt líf og þátt- töku í frístundastarfsemi af öllu tagi. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf. 100% staða - vinnutími er breytilegur. Hentar vel tveimur samhentum þroskaþjálf- um í 50% stöðu. Nánari upplýsingar gefa Gunnhildur Jóhannsdóttir, þroskaþjálfi og. Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi í síma 602700 frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. Aðstoðarfólk: Óskum að ráða áhugasamt fólk til starfa á ýmsar deildir stofnunarinnar. Fólk með reynslu í starfi með fötluðum geng- ur fyrir að öðru jöfnu. Nánari upplýsingar veitir Hulda Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi, í síma 602700 frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og meö, og leggjum megináherslu á þekkingu og viröingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Tónlistarskólinn á Akranesi Vegna forfalla eru laus störf söngkennara og píanókennara í eitt ár. Einnig er laus staða fiðlukennara. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Tónlistarskólinn á Akranesi, Þjóðbraut 13, 300Akranesi. Atvinna óskast 29 ára gömul kona óskar eftir atvinnu út ágúst- mánuð. Vanur ritari, hef góða tungumálakunn- áttu (franska, enska, þýska). Áhugasamir at- vinnurekendur leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Strax- 13033“. Framleiðslu-/ framkvæmdastjóri óskast til starfa við frystihús á sunnanverð- um Vestfjörðum. Fyrirtækið starfrækir hefð- bundna fiskvinnslu og skelvinnslu. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka þekk- ingu, reynslu og menntun á sviði fiskvinnslu. Húsnæði í boði. Væntanlegir umsækjendur skili umsóknum í pósthólf 1309, 121 Reykja- vík, merkt: „Fiskvinnsla". Vitt þú auka sölu á vörum fyrirtækis þíns? Nýtt sölu- og dreifingarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir samstarfsaðilum í matvöru- og/eða annarri framleiðslu. Séð verður um að góð vara sjáist í hillum verslana. Upplýsingar í síma 37955 eftir kl. 19.00. Álmur hf. Húsaviðgerðir og nýsmíði Alhliða viðhaldsþjónusta - nýsmíði - sprunguviðgerðir - o.fl. 10 ára traust þjónusta! Byggingameistarar annast alla vinnu. Símar 667469, 657247og 985-27941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.