Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
Vextir á ríkisvíxlum á niðurleið
Heildartilboð námu
sex milljörðum kr.
VEXTIR á ríkisvíxlum lækkuðu í útboði sem fram fór í gær. Meðal-
ávöxtun lækkaði úr 9,43% í 9,29%. Heildartilboð námu sex milljörðum,
en ákveðið var að taka tilboðum að upphæð 4,8 miHjarðar. Jón Sig-
urðsson seðlabankastjóri segir vextina geta lækkað enn meir en fram-
haldið ráðist af lánsfjárþörf ríkisins.
Í fyrsta útboði eftir gengisfellingu
hækkaði meðalávöxtun í 9,49% en
ávöxtun nú er svipuð og í aprílmán-
uði en vextir á ríkisvíxlum fóru lækk-
andi fram að gengisfellingunni í júní
og eru nú aftur á niðurleið skv. út-
boðinu í gær.
Með útboðinu skuldbatt ríkissjóður
sig til að taka tiiboðum á bilinu 500
til um það bil 5.500 milljónir kr.
Alls bárust 24 gild tilboð í ríkisvíxla
að fjárhæð 6.016 milljónir kr. Heild-
arfjárhæð tekinna tilboða var 4.816
milljónir kr. frá 21 aðila, þar af 2.000
milljónir kr. frá Seðlabanka íslands
á meðalverði samþykktra tilboða.
Lægstu vextir ríkisvíxla 7. júlf sl.,
þ.e. eftir gengisfellingu, voru 9,20%
en hæstir 9,55% og meðalávöxtun
var þá 9,49%. í gær lækkaði síðan
eins og fyrr segir meðalávöxtun pk-
isvíxla í 9,29%.
Nýtt jafnvægi
Jón Sigurðsson seðlabankastjóri
kveðst telja greinilegt að fram væri
að koma nýtt jafnvægi við lægri
vexti. Lækkun meðalávöxtunar hafi
verið mjög greinileg í júlí eftir geng-
isbreytinguna og frá áramótum hefði
verið lækkun um næstum þrjú pró-
sentustig á þessum markaði. „Eftir-
markaðurinn hefur alls ekki verið
með hærri heldur þvert á móti lægri
vexti upp á síðkastið. Mér fínnst
þetta mjög athyglisvert. Þetta sýnir
það að eftirspurnarstigið í landinu
er lægra þegar á heildina er litið en
hættan er eins og fyrr tengd fjármál-
um ríki. ;ns. Við munum geta haldið
þessu áfram ef það tekst að draga
úr lánsfjárþörf þar og það er að sjálf-
sögðu viðfangsefnið framundan,"
sagði Jón.
Á leið á heimsmeistaramót
Morgunblaðið/Kristinn
SJÖ hestar voru settir um borð í skip í gær áleiðis til
Hollands, en þar hefst heimsmeistaramót í hestaíþróttum
þann 17. ágúst nk. Á myndinni má sjá Einar Öder Magn-
ússon, ásamt dóttur sinni Hildi Öder, koma einum hest-
anna í sérstakan gám, en hann tekur þátt í mótinu fyr-
ir hönd íslands ásamt Sigurbimi Bárðarsyni, Atla Guð-
mundssyni, Baldvini Ara Guðlaugssyni, Sigurði Matthías-
syni, Hinriki Bragasyni og Reyni Aðalsteinssyni. í keppn-
inni eru aðeins íslenskir hestar og koma liðin víðs vegar
að úr heiminum. Að sögn Sigurbjöms Bárðarsonar er
gert ráð fyrir að á milli 10 og 20 þúsund áhorfendur
komi á mótið.
Játaði á
sig vopn-
aðrán
á hóteli
MAÐURINN sem rændi
móttöku Hótels Reykjavíkur
á mánudag, vopnaður hnífí,
var handtekinn í fyrrinótt
og játaði verknaðinn við
yfirheyrslur í gær. Lögregl-
an í Reykjavík handsamaði
manninn á veitingastað í
austurborginni, og í gær var
maðurinn yfirheyrður af
rannsóknarlögregíunni og
játaði hann þá verknaðinn.
Telst málið að fullu upplýst.
Að sögn lögreglu var nokk-
uð farið að ganga á þýfið
þegar maðurinn náðist.
Að sögn Rannsóknarlög-
reglu ríkisins hefur maðurinn
játað á sig vopnað rán og þyk-
ir fullvíst að hann hafí verið
einn að verki. Maðurinn er
tæplega' þrítugur, og hefur
áður komið_ eitthvað við sögu
lögreglu. Abendingar komu
lögreglunni á spor mannsins.
Samkvæmt lýsingu starfs-
stúlku Hótels Reykjavíkur var
maðurinn stór, sterklegur og
með alskegg, en er hann náð-
ist var hann búinn að raka af
sér allt nema yfirskeggið. Að
öðru leyti stóð lýsing starfs-
stúlkunnar heima.
Forsætisráðherra ræddi við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna
Ljóst að samdráttur verður
í vamarstöðinni í Keflavík
Fundur fulltrúa ríkjanna verður haldinn í Reykjavík á morgun
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær
fund með Clifton Wharton aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna og ræddu þeiú m.a.
varnarmál í framhaldi af viðræðum Davíðs við
A1 Gore varaforseta Bandaríkjanna í fyrradag
og um afstöðu ríkjanna tveggja til hvalveiða.
Að sögn Davíðs lýsti aðstoðarutanríkisráðherr-
ann því yfir að Bandaríkjastjórn væri andvíg
hvalveiðum en hafði engar hótanir uppi vegna
hugsanlegra hvalveiða Islendinga.
Ráðherramir ræddu einnig um samstarf ríkj-
anna innan Atlantshafsbandalagsins og ákvarðan-
ir bandalagsins vegna stríðsins í Bosníu.
„Það liggur ljóst fyrir að það verður samdráttur
í vamarstöðinni í Kefiavík en það kom fram í
máli aðstoðarutanríkisráðherrans og varaforsetans
að fyrirkomulag og allar breytingar og áherslur
verða ríkin að ræða sín á milli og ná um þær
samkomulagi," sagði Davíð.
Engar hótanir
Undirbúningsviðræður um þetta mál fóru fram
sl. vor en fyrsti opinberi fundurinn verður í Reykja-
vík á morgun. „Megintilgangurinn var sá að
hnykkja á því að ekki verði slys í þessu ferli eins
og varð fyrir nokkmm árum þegar íslendingar
stóðu frammi fyrir gerðum hlut varðandi fækkun
í flugflotanum í Keflavík," sagði Davíð.
Hann kvaðst hafa skýrt frá afstöðu íslands í
hvalveiðum og að það væri mat ríkisstjómarinnar
að þeir stofnar hvala sem þyldu veiðar yrðu nýtt-
ir. Þjóðin væri verndarsinnuð bæði hvað varðaði
fisk og hval en ástæðulaust væri annað en að
veiða úr þeim stofnum sem vísindamenn væru
sammála um að væru ekki í neinni hættu. Ekki
hefði verið ákveðið hvenær hvalveiðar hæfust en
ríkisstjómin vildi undirbúa þau mál mjög vel.
„Wharton viðurkenndi það út af fyrir sig að
vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hefði komist
að þessari niðurstöðu en engu að síður væri Banda-
ríkjastjóm, forystumenn þjóðarinnar og þingið,
andvígt því að hvalveiðar hæfust. Okkur væri
ráðlegt að heíja ekki hvalveiðar en þessum orðum
fylgdu engar hótanir," sagði Davíð.
íslenskur sérfræðingnr í gróðurhúsaáhrifum telur ísland kjörið til loftslagsmælinga
Kveðst vonsvikinn með sof-
andahátt íslenskra ráðamanna
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ALÞJÓÐA veðurfræðistofnunin (WMO) vinnur að því að fjölga stöðum
þar sem ítarlegar mælingar eru gerðar á andrúmsloftinu til að fylgj-
ast nánar með breytingum í því. Dr. Baldur Elíasson, sérfræðingur
svissneska fyrirtækisins ABB í gróðurhúsaáhrifum, telur ísland tilvalið
fyrir slíkar mælingar og er vonsvikinn að íslenskir ráðamenn hafa
ekki komið því í kring.
í dag
Nýir bílar
Verðlag japanskra bíla bækkar
rninna en gengi jens 7
Landsbanki íslands____________
Halldór Guðbjamason bankastjóri
skrifar um vexti og rekstur bank-
ans 23
Landslið íslands 16 dra og
yngri_________________________
Unnu Finna í fyrsta leik NM í
knattspymu 43
Leiðari
Óvissa um gengissamstarf 22
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá
► Róbótar fyrir álver markaðs-
settir - Bandarískir æfíngaskór
flæða yfir markaðinn - McDon-
alds vill leggja sitt af mörkum til
þjóðfélagsins.
► Beverly HiUs 90210 slúður -
Vinnuharka í sápuóperum - AI-
vöru glæpir endurleiknir - Hjón-
bönd í Hollywood - Sólgleraugu
og dýravemdunarsinnar
ítarlegar mælingar á samsetningu
andrúmslofts eru nú gerðar á 12
stöðum í heiminum. Þessum stöðum
verður væntanlega fjölgað í 24 á
næstunni. Baldur telur að íslending-
ar gætu fengið slíka stöð. „Lega
landsins verður ekki síður mikilvæg
í stríðinu gegn umhverfisvandanum
í framtíðinni en hún var í kalda stríð-
inu,“ segir hann.
Baldur átti fund með umhverfís-
ráðherra íslands fyrir tæpum tveim-
ur árum og reifaði hugmyndir sínar
um alþjóðlega vísindastöð á sviði
umhverfísmála á fslandi við hann og
aðstoðarmenn hans. „Þeir sýndu
hugmyndum minum lítinn áhuga.
Kannski er núverandi umhverfísráð-
herra opnari fyrir framtíðarmögu-
leikurn," sagði Baldur. Hann telur
víst að peningar séu fyrir hendi á
alþjóðavettvangi til að koma á fót
umhverfisrannsóknum á íslandi.
Vissar mælingar eru nú gerðar á
andrúmsloftinu á írafossi og í
Reykjavík, eins og á tugum annarra
staða í heiminum. Það er þáttur í
alheimseftirliti WMO. Margvíslegri
og fullkomnari mælingar eru gerðar
á stöðunum sem nú er verið að fjölga.
Alþjóðabankinn veitir fé til að fjölga
þeim. „Vanþróaðar þjóðir hafa for* ■
gang en það ætti ekki að útiloka
möguleika íslands. Argentína og
Brasilía eru í hópi þeirra sem fá
stöðvar, því ekki ísland? Það er hægt
að beita mannfæð þjóðarinnar fyrir
sig þegar sótt er um fjárstyrk til
rannsókna en þó skiptir lega landsins
mestu máli. Mælingar og rannsóknir
á breytingum í andrúmsloftinu og
hafinu gætu skipt miklu máli í al-
heimsrannsóknum í framtíðinni."
Mikil loðna
MIKIL veiði hefur verið á loðnu-
miðunum og voru sex skip á leið
til lands með fullfermi í gær-
kvöldi. Húnaröst landaði 750 tonn-
um á Höfn í Hornafirði í gær.
Mikil áta er í loðnunni og geymist
hún illa. Verksmiðjur geta því ekki
safnað birgðum og loðnan geymist
stutt um borð í skipunum. Hefur því
verið hægt á veiðum og bíða skip
eftir að löndunarpláss losni.
Tæplega 130 þúsund tonn af loðnu
hafa borist á land það sem af er
vertíðinni og eru því um 572 þúsund
fonn óveidd af kvótanum.'