Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 3 Könnun Hagfræðistofnunar HI um afnám styrkja og viðskiptahindrana í landbúnaði Matvælaútgjöld heímila gætu lækkað um rúm 40% Ureltar tölur og undarlegar forsendur segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra Morgunblaðið/Kristinn. Styrkjapólitík Norðurlanda í landbúnaði SKÝRSLA um landbúnaðarstefnu Norðurlandanna og hag heimilanna var kynnt á fréttamannafundi í gær. F.v. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Guðmundur Magnússon, forstöðumað- ur Hagfræðistofnunar, Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Krislján Jóhanns- son, lektor og annar af höfundum skýrslunnar. HEILD ARSTUÐNIN GUR við landbúnað á Norðurlöndum var mestur á íslandi eða 110,7% sé hann mældur sem hlutfall af fram- leiðsluverðmæti í hveiju landi um sig á árunum 1988-1990. Sama niðurstaða blasir einnig við ef Evrópubandalagið, Bandaríkin, Japan, Ástralía, Nýja Sjáland og Japan eru tekin til. viðmiðunar. Þetta kemur fram í skýrslu á veg- um norrænu ráðherranefndarinn- ar um landbúnaðarstefnu Norður- landanna og hag heimilanna sem byggð er á könnun sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands. Var skýrslan kynnt á frétta- mannafundi sem Sighvatur Björg- vinsson, samstarfsráðherra Norð- urlanda, efndi til í gær. Könnunin var unnin árið 1991 og byggist á gögnum frá árunum 1988 til 1990. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segir í samtali við Morgun- blaðið, að skýrslan sé byggð á úreltum tölum frá árinu 1988 auk þess sem ýmislegt fleira sé þar athugavert og því sé ekki hægt að draga af henni neinar ályktan- ir. I skýrslunni segir að árlega hafí heildarstuðningur íslenskra neytenda við landbúnað numið samtals 16,7 milljörðum króna á verðlagi yfir- standandi árs, sem jafngildi um 255 þúsund krónum á ári á hveija fjög- urra manna fjölskyldu eða um 7% af heildarútgjöldum heimilanna. Ef allar stuðnings- og vemdaraðgerðir stjómvalda við landbúnað, eins og þær voru á árunum sem könnunin nær til, yrðu afnumdar mætti, skv. skýrslunni, lækka heildarútgjöld ís- lenskra heimila til matvælakaupa um rúm 40%. Könnunin var gerð fyrir gildistöku nýja búvörusamningsins en skv. upp- lýsingum frá landbúnaðarráðuneyt- inu, sem Sighvatur dreifði á fund- inum í gær, hafa engar breytingar átt sér stað á viðskiptavernd íslensks landbúnaðar frá því að könnunin var gerð en aftur á móti hafa beinir styrkir ríkisins til landbúnaðar lækk- að á föstu verðlagi úr 11,2 milljörðum króna i 7,4 milljarða frá árinu 1991 eða um 34%. Ekki er tekið tillit til þessa samdráttar í könnuninni. Halldór Blöndal sagðist vera að kynna sér skýrsluna en hún byggðist greinilega á mjög undarlegum for- sendum. Þar væri m.a. talið sérstakt hagræði fyrir íslenskan landbúnað að honum væri bannað að njóta hag- ræðis af fijálsum áburðarkaupum til landsins. „Það er talinn sérstakur ávinningur fyrir landbúnaðinn að vera þvingaður til að versla við Áburðarverksmiðju ríkisins, sem sýnir auðvitað að þeir sem skrifuðu skýrsluna hafa ekki gaumgæft mál- in. Þama er fleira athugavert. Það fer mjög misjöfnum sögum af þeim mönnum í hagfræðideild háskólans sem fjalla þar um landbúnaðarmál," sagði Halldór. 6 milljarða sparnaður af fijálsum innflutningi Hagfræðistofnun kannaði einnig hugsanleg áhrif þess að gefa inn- flutning landbúnaðarvara fijálsan og flytja þær inn á heimsmarkaðsverði. Könnunin leiddi í ljós að íslenskir neytendur gætu sparað sér tæpa sex milljarða króna á verðlagi ársins 1993 með því að fá landbúnaðarvör- ur á heimsmarkaðsverði. Fyrir hveija fjögurra manna fjölskyldu jafngildi þetta yfir 90 þús. krónum á ári og sé þessi upphæð sett í samband við heildarútgjöld heimilanna til mat- væla megi ætla að hver ijölskylda gæti lækkað matarreikninginn um 14%. í skýrslunni kemur einnig fram að neysla landbúnaðarvara nemur 15-20% af heildarútgjöldum heimila á Norðurlöndum og er hlutfallið hæst á íslandi eða 20,6%, en lægst í Danmörku 14,4%. Þá kemur fram að matvælaútgjöld eru hlutfallslega hæst hjá þeim tekjulægstu og ellilíf- eyrisþegum og sagði Kristján Jó- hannsson lektor, sem er höfundur skýrslunnar ásamt Sigurði Ólafssyni hagfræðingi, að af þessu mætti draga þá ályktun að það væri mikil- vægara fyrir þessa hópa en aðra að ná fram lægra vöruverði. Krafa um róttaekar breytingar Sighvatur sagði að niðurstaða skýrslunnar sýndi að stuðningur við landbúnað væri mjög mikill á ís- landi. Nú þegar væri hafin vinna við að lækka útgjöld til landbúnaðar á fjárlögum en ekki mætti gera ráð fyrir að opnað yrði fyrir innflutning lanbúnaðarvara eða að styrkir yrðu að fullu afnumdir á einni nóttu. Breytingamar þyrftu að eiga sér stað á lengri tíma. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði að styrkjapólitík við landbúnað væri óvíða meiri en á íslandi og í kjölfar skýrslunnar yrði gerð aukin krafa um róttækar breytingar í ís- lenskum landbúnaði. I fllefnl svmarfllJboðs: Örfá eintök af metsölufjaUahjólinu JAZZ/THEK * sórtilboAi 10 DAGA UTSALA A MJOG VINSÆLUM BANDA- RÍSKUM FJALLAHJÓLUM í FLESTUM STÆRÐUM fyrir börn, unglinga og fullorbna. DÆMI: Frá SPECIALIZED: Model HARDROCK SPORT á kr. 30.031,- stgr. (ábur kr. 42,900,-) Frá GT-USA: Model Outpost á kr. 27.295,- stgr. (áður kr. 37.950,-). BANDARÍSK SPORTHJÓL frá kr. 21.250,- stgr. (ábur kr. 32.691,-) Einnig hefbbundin fótbremsuhjál meb öllu I eða 3 gírar. DÆMI: Frá SPRICK (V,- þýsk): 1 gíra kvenhjól á kr. 14.984,- stgr. (ábur kr. 21,405,-) og 3ja gíra karl og kvenhjól kr. 18.512,- stgr. (ábur kr. 26.446,-). Jafnframt fáein úrvals barnahjól. DÆMI: Frá SPRICK: 16" LUXUS telpnahjól á kr. 9.745,- (ábur kr. 13.922,-). ALUR HJÓLAHJÁLMAR SELDIR MED 25% AFSLÆTTIMEÐAN Á ÚTSÖLUNNISTENDURI TREK GOTUFJALLAHJÓL 18 og 21 aira, domu- og herrastell mjúkt gel-sæti -- SMELLIGÍRAR MEÐ handfangsskiptingu KRÓMÓLÝ leitmáimssiell MEÐ ÆVILANGRI ÁBYRÐG 24" hjól (frá 8/9 ára) 26" hjól (frá lOára) á 19.863,-stgr. (ábur kr. 27.888,-) ~ 28"frá£r2X488. (áður kr. 33.555,-) ÚTSAi-A mEÐ ALLTA& SUMARTILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS í 10 DAGA VERSLUN SIMI 679890 - VERKSTÆÐI SIMI 679891 RAÐGREIÐSLUR A FAEINUM HJOLUM SEM ENN ERU EFTIR AF 1992 ARGERÐINNI ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI R OPIÐ SIIEIfllMMI V V / y^y L— LAUGARDAGA jncirvnivi f f * r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.