Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Upplýsingasími Pósts og síma 997000 Myndbönd um merkingar og geymslu matvæla HOLLUSTUVERND ríkisins vinnur nú að gerð myndbanda um merkingar, geymslu og meðferð matvæla, sem miðast við aðstæður í heimahúsum. Myndböndin eru væntanleg á markaðinn með haustinu auk þess sem þau munu m.a. passa inn i kennslu í heimilis- fræðum, að sögn Guðlaugs Hann- essonar hjá Hollustuvernd. Myndböndin eru tvö enn sem komið er, hvort um sig 9-10 mín. löng. Á öðru þeirra er fjallað um merkingar, þar með geymsluskil- yrði, svo sem skilgreiningu á síðasta söludegi ásamt nánari tímamörkum á geymsluþoli. Þá er fjallað um inni- haldslýsingar þar sem skylt er að skrá á umbúðir hráefni og auka- efni. í lok myndarinnar er rætt um næringargildismerkingar og sér- merkingar á neytendaumbúðum. Hitt myndbandið fjallar um or- sakir matvælaskemmda, en gerlar eru algengasta orsök þeirra. Því næst er fjallað um vaxtarskilyrði gerla svo sem raka í matvælum, hitastig umhverfisins, sýrustig og áhrif súrefnis. Gefin eru dæmi um hina öru fjölgun gerla og áhrif henn- ar á geymsluþol matvæla. Skýrðar eru aðferðir, sem notaðar eru til að veija matvæli skemmdum. Greint er frá flokkun matvæla eftir geymsluþoli þeirra. Sérstök áhersla er lögð á meðferð viðkvæmra mat- væla og leiðbeiningar gefnar um röðun viðkvæmra matvæla í kæli- skáp. _ Góður grafinn lax með gómsætri graflaxsósu Laxveiðimenn hafa ef að líkum lætur verið iðnir við kolann á árbökkunum í sumar. Þó veið- in hafi verið misjöfn eins og gengur má ætla að víða í frystikistum leynist laxar, ef ekki stór- ir þá smáir. Það er þó ekki nóg að hrósa happi yfir veiðinni. Meðhöndlun aflans er ekki síður vandasöm. Grafinn lax hefur löngum talist herramanns- matur og hefur sú matreiðsluaðferð í auknum mæli rutt sér til rúms hér á landi, ekki aðeins í veitingabransanum heldur ekki síður í heima- húsum. Grafinn lax má til dæmis bera fram sem forrétt með ristuðu brauði. Og þó menn eigi ekki endilega lax í kistunni má allt eins nota uppskriftina, sem hér fer á eftir, fyrir silung. Grafinn lax 4 msk. fínt salt ‘Atsk. pipar 1 tsk. fennekel 1 tsk. þriðja kryddið 3 msk. dill Sex til sjö punda lax flakaður, þveginn og þerraður. Öllu krydd- inu blandað vel saman í skál og kryddblöndunni sáldrað jafnt og þétt á flökin. Hvoru flaki um sig pakkað inn í plastfilmu og því næst í álpappír, roðið látið snúa niður. Látið standa í ísskáp í fjóra sólarhringa. Að þeim tíma liðnum er laxinn tilbúinn. Þá er kryddið skafið af flökunum með hníf og það geymt í sósugerðina. Þurru dilli stráð á flökin. Ef laxinn á ekki að notast strax má skera þau niður í hæfilega bita og frysta, innpakkaða. Graflaxsósa 250 gr majones 1 msk. sinnep 1 msk. hunang 1 tsk. dill salt og pipar eftir smekk Majones, sinnep og hunang er hrært saman. Dilli, salti og pipar bætt í ef ekki er til kryddblanda af nýgröfnum laxi sem er mun betra að nota, segja þeir sem reynt hafa. ■ ÖLLUM símnotendum gefst nú kostur á að hringja í síma 997000 og fá þar margs konar upplýsingar um þá þjónustu sem Póstur og sími veitir. Ekki kostar meira en sem svarar venjulegu innanbæjarsím- tali að hringja í þennan nýja upplýsingasíma, sama hvaðan hringt er af landinu, enda er 997000 svokallað grænt númer. Þessi tegund upplýsingamiðlunar er frekar nýleg hér en þess má vænta að mörg fyrirtæki og stofn- anir muni sjá sér hag í því að koma upplýsingum á framfæri til við- skiptavina sinna með aðstoð sím- kerfisins og sérstaks búnaðar. Þeir sem hringja í upplýsingasím- ann fá samband við talvél og velja hvað þeir vilja hlusta á með því að styðja á viðeigandi takka á síman- um sínum. Nauðsynlégt er að hringja úr takkasíma með tónvali til að geta nýtt sér þessa þjónustu, en símnotendur þurfa hins vegar ekki að vera tengdir við stafræna símkerfið. Þeir sem hringja í upplýsingasím- ann geta valið á milli stuttra pistla um þjónustu símans, póstsins og póstgírósins og þeir geta fengið Grillveisla í Hveradölum TRÖLLKONUTÁR heitir for- drykkurinn sem boðið er uppá í upphafi grillveislu í Skíðaskálan- um í Hveradölum, en þar eru nú skipulagðar grillveislur undir berum himni þegar vel viðrar. upplýsingar um gjaldskrá og af- greiðslustaði fyrirtækisins. Einnig geta þeir fengið að heyra um nýj- ungar eða breytingar sem eru fyrir- hugaðar á þjónustu Pósts og síma. Uppbygging kerfisins er mjög svipuð því sem gerist á Símatorg- inu, símnotandinn velur sjálfur hvað hann vill hlusta á og hann þarf ekki að bíða á meðan allir möguleik- arnir eru taldir upp ef hann veit númerið á þeim flokki upplýsinga sem hann hefur áhuga á. Hins veg- ar kostar ekki meira en sem nemur venjulegu innanbæjarsímtali að hringja í upplýsingasímann, sama hvaðan af landinu hringt er. ■ Húsvískir rafofnar sem henta til sjós og lands Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessi mynd var tekin af nýja Skíðaskálanum í Hveradölum þegar hann var opnaður. Að sögn Caris Johansen mat- reiðslumanns eru grillveislurnar fyrst og fremst hugsaðar fyrir starfsmannahópa og félagasamtök. „Við miðum við að í hópunum séu að minnsta kosti tíu manns og við sjáum um rútuferðir að skálanum og í bæinn aftur. Tekið er á móti hópnum með fordrykk sem kallaður er Tröllkonutár og síðan er grillaður silungur, lúða, lambalund og lamba- lærisvöðvi. Með þessu berum við fram bakaðar kartöflur, ferskt salat og þijár sósutegundir. Þar sem hér er gufubað, heitir pottar og góð búningsaðstaða geta gestir notfært sér aðstöðuna ef þeir vilja og hugs- anlega verða óvæntar uppákomur víkinga sem færa gestum bragð hinna fornu hátta.“ Sagði Carl að ekki væri grillað úti nema til þess viðraði, annars væri grillað og snætt á annarri hæð hússins. Grillveislan kostar 2.250 krónur á mann. ■ Gamlir íspinnar koma að góðu gagni ÍSPINNAR geta komið að góðum notum þó búið sé að sleikja ísinn. Þeir sem hafa gaman af að gróð- ursetja og sá ættu að safna þeim. Þegar sáð er kryddjurtum, er ágætt að skrifa nöfn tegunda sem sáð er fyrir á gamla pinna og stinga í moldina. Pinnamir geta líka kom- ið að notum við gróðursetningu haustlauka. Sé ekki hægt að gróðursetja alla laukana í einu er upplagt að stinga pinnum í moldina til að merkja stað- ina þar sem búið er að gróðursetja. Á HÚSAVÍK er nú hafin fram- leiðsla á rafmagnsþilofnum, sem henta bæði til sjós og lands. Þessi framleiðsla, sem er einstök sinnar tegundar hér, hefur það fram yfir innflutta ofna að vera mun nettari og fyrirferðarminni þó hitagjafinn sé hinn sami. Ofnarnir em framleiddir í fjór- um stærðum. Þeir henta vel í íbúð- arhús, sumarhús og báta og skipt- ir ekki máli hvort rýmið er þurrt eða rakt. Jöfn hitadreifing fæst með sprautusteyptum ál rifja- stykkjum, sem eru innbyggð í ele- mentið sem gerir það að verkum að endingartími elementana er lengri en í flestum öðrum rafofn- um. Einnig eru fáanlegar tvær stærðir svokallaðra lághitastigs- ofna, sem henta t.d. vel á barna- heimili og sjúkrastofnanir þar sem hámarks yfirborðshiti á slíkum ofnum er 50 gráður eða verulega undir leyfílegum mörkum. Framleiðandinn, Óli Austfjörð hjá Öryggi sf. á Húsavík, segist binda vonir við að innlenda fram- leiðslan nái að minnsta kosti 20% markaðshlutdeildar sem þýði 1.400-1.600 ofna á ári, en þess má geta að 7-8 þúsund rafofnar eru fluttir til landsins á ári hveiju. „Mér sýnist framtíðin lofa góðu. Mínar áætlanir hljóðuðu upp á sölu á þúsund ofnum fyrstu 3 árin, en fyrstu sex mánuðina seldust 400. Fyrir utan Öryggi eru söluaðilar tveir, Raflagnadeild KEA á Akur- eyri og S. Guðjónsson í Kópavogi. Óli keypti verksmiðjuna sl. sum- ar frá Vík í Mýrdal þar sem hún hafði verið í tólf ár. „Ég hafði selt þessa ofna í gegnum tíðina og vissi að þeir líkuðu vel. Þegar ég allt í einu hætti að fá þá komst ég að því að eigandinn vildi selja og það helst út á land svo ég sló til.“ Öryggi sf. hefur nú einkaleyfí á framleiðslunni frá Noregi til 20 ára auk einkaleyfis á sölu til Færeyja og Grænlands. Að sögn Óla ætti Óli Austfjörð, eigandi Öryggis sf. á Húsavík, hefur nú hafið fram- leiðslu á rafmagnsþilofnum, sem eru mun nettari en þeir innfluttu. Rafofnarnir henta jafnt á heimilum, sumarbústöðum og vinnustöðum. framleiðsla á þúsund ofnum á ári að duga í eitt ársverk. Hann segir ofnana, sem fram- leiddir eru undir vörumerkinu Telco, mjög samkeppnishæfa í verði miðað við innflutta. Bilanir þekktust varla og þeir væru mjög einfaldir í uppsetningu. Ennfremur væru þeir viðhaldsfríir þar sem hver einasti hlutur væri úr ryðfríu áli nema elementin, sem væru úr ryðfríu stáli. „Eini gallinn er sá hvað markaðurinn virðist stundum langt í burtu. Höfuðborgarbúum fínnst mun lengra til Húsavíkur en Húsvíkingum finnst til Reykja- víkur. En til að upplýsa menn um hvernig kaupin gerast á eyrinni fara þær pantanir, sem gerðar eru að morgni, á bíl eftir hádegi, líkt og þegar við Húsvíkingar pöntum Á Telco-rafofnum fyrir skip er sérstök öryggisgrind til varnar yfirbreiðslu. eitthvað úr borginni," segir Óli Austfjörð að lokum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.