Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 5 Morgunblaðið/Jón Páll Siglt seglum þöndum ÞESSI glæsilega seglskúta hefur legið í gömlu höfninni í Reykjavík. Skútan, sem er skólaskip frá Manchester í Englandi, hefur vakið at- hygli þar sem hún hefur siglt þöndum fagurrauðum seglum á Faxaflóa, um Hvalíjörð og víðar. Gunnar Guðmundsson lögfræðingur Sophiu Hansen Hlítum ekki lögum Halims „HANN trúir því að ríki Halims sé ofar réttarríkinu Tyrklandi og vill þar af leiðandi ekki sætta sig við niðurstöðu dómarans," segir Gunnar Guðmundsson, lögfræðingur Sophiu Hansen, um samningaumleitanir Halims Als, fyrrum eiginmanns hennar. Lögfræðingar Halims hafa boðið Sophiu að vera með dætrum sínum 2-3 sinnum í viku á heimili Halims og undir hans eftirliti og stjórn. Því hefur alfarið verið hafnað. Gunnar sagði að Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sophiu í Tyrklandi, hefði tekið ákvörðun um að sitja fund með lögfræðingum Halims þar eð gefíð hefði verið í skyn að umgengnis- rétti Sophiu yrði hlítt. Sú hefði hins vegar ekki verið raunin og hefði til- boði Halims þar af leiðandi verið hafnað. „Við viljum hlíta lögum og reglum Tyrklands en ekki lögum Halims,“ sagði Gunnar í þessu sam- bandi.“ Halim mun gefast upp Hann sagðist búast við því að reynt yrði til þrautar á úrskurð dómara vegna umgengnisréttar á föstudag. Myndu stjómvöld þá í samstarfi við löggæsluaðila fylgjast með því að rétti Sophiu yrði framfylgt. Þegar Gunnar var spurður að því hvort hann væri bjartsýnn á að Sop- hia gæti hitt dætur sínar á föstudag kvaðst hann vera það. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn og er bjartsýnn fyrir föstudaginn líka því að hringurinn er alltaf að þrengjast. Viðbrögð hans benda til þess að verið sé að þrengja að honum úr öllum áttum og það endar með því að hann gefst upp. Með hvaða hætti og hvemig, það kemur í ljós,“ sagði hann. ÚTSALAN HÓFST í DAG FIMMTUDAG ^vens^ B°rnoskór Herraskór 100, sœti FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIDSTÖD Höfðabakka 9, 112 Reykjavík Sími: 91-671700, fax: 91-673462 16. - 23. september Sko&unarferð um borgina glaðværu við Signu. Litið við ó listasöfnum. Tískusýning, gönguferðir um París, vínsmökkun, farið ó útimarkaði, tónleikaferðir, sigling ó Signu og fróbær veitingahús heimsótt. Hagstæð afslóttartilboð í DISNEY WORLD. Dvalið ó hinu fróbæra íbúðahóteli HOME PLAZZA. Verð aðeins 47.900 kr. P 10 mánaða raðgreiðslur! InnifaliS: MorgunverSur, flugvallaskattar, skoSunarferS, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. E.s. Ekki gleyma öllu hinu: Signubökkum, Eiffelturninum og heimsins bestu verslunum, listamönnum götunnar, kaffihúsunum og heillandi mannlífinu, ásamt næturlífinu og rómantíkinni. Sala farmiða: Söluskrifstofa Hótel Esju, sími: 690100 - fax: 686905 Upplýsingar og bókun í síma: 690300 (svaraS alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 - 18) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.