Morgunblaðið - 05.08.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.08.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Ráðning venslamanna ráðherra vekur spum- ingar um vanhæfi AF INNLENDUM VETTVANGI INGA DÓRA SIGFÚSDÓTTIR OG PÁLL ÞÓRHALLSSON SAMKVÆMT nýsettum stjórnsýslulögum er ráðherrum, líkt og öðrum starfsmönnum stjórnsýslunnar, óheimilt að fjalla um mál sem koma til kasta ráðuneytis ef hætta er á að þeir fái ekki litið hlutlægt á úrlausnarefnið. Ástæður sem valdið geta vanhæfí ráðherra eru t.d. skyldleiki við aðila máls, fyrri af- skipti af málinu og hlutafjáreign í fyrirtæki sem ákvörðun lýt- ur að. Nýlega hafa nánir venslamenn ráðherra komið til starfa í tveimur ráðuneytum. Verður hér fjallað um það á hvern hátt reglur stjómsýsluréttar snerta slíkar ráðningar. í tveimur ráðuneytum hafa nán- ir venslamenn ráðherra komið til starfa að undanförnu. Gunnar Sig- urðsson, bróðir Jóhönnu Sigurðar- dóttur, félagsmálaráðherra, hefur hafið störf í félagsmálaráðuneyt- inu sem deildarsérfræðingur í vinnumáladeild og Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðisráð- herra, réð nýlega Jón Karlsson, mág sinn, í starf aðstoðarmanns ráðherra. Sérfróðir menn, sem Morgunblaðið ræddi við, telja að ráðning Gunnars veki ýmsar at- hyglisverðar spumingar um van- hæfi ráðuneytismanna en um ráðn- ingu Jóns gegni öðru máii þar sem sérstök sjónarmið eigi við um ráðn- ingu trúnaðarmanna ráðherra. Húnbogi Þorsteinsson, settur ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, segir að Gunnar Sigurðs- son sé ekki fastráðinn í ráðuneyt- inu heldur verkefnaráðinn. Starfið hafí ekki verið auglýst enda sé ekki venjan að auglýsa þegar ráð- ið sé í tiltekin verkefni í ráðuneyt- inu. Ráðuneytisstjóri og skrifstofu- stjóri hafa tekið ákvarðanir um ráðningar í ráðuneytinu í umboði ráðherra, að sögn Húnboga. Að- spurður um hvort vanhæfísreglur hafi ekki komið til skoðunar er Gunnar tók til starfa leggur Hún- bogi áherslu á að ný stjórnsýslu- lög, sem hafa m.a. að geyma máls- meðferðarreglur, taki ekki gildi fyrr en um áramótin. Réttarstaðan nú Nú í vor setti Alþingi stjóm- sýslulög sem taka gildi 1. janúar 1994 og er helsta markmið þeirra að tryggja sem best réttaröryggi manna í skiptum við hið opinbera. Þar eru lögfestar reglur um störf þeirra sem hafa opinbera stjórn- sýslu með höndum, þ. á m. ráð- herra. Ekki er svo að skilja að engar almennar reglur hafi gilt um þau störf fram til þessa. Hefur það reyndar verið kennt í stjórn- sýslurétti við lagadeild Háskóla íslands að ólögfestar reglur byggð- ar á eðli máls og dómafordæmum séu í gildi og eru þær að öllu veru- legu leyti hinar sömu og kveðið er á um í lögunum. Ótvírætt er hins vegar að um áramótin verður mun skýrara hveijar eru gildandi réttar- reglur á þessu sviði. Ráðning í starf Ráðning í starf á vegum hins opinbera er dæmigerð stjórnsýsla sem ofangreind lög taka til. Ætti ekki að skipta sköpum hvort um fasta stöðu er að ræða eða ekki, Má til skýringar nefna að reglur stjórnsýsluréttar um vanhæfí kæmu jafnt til álita þótt um verk- samning væri að ræða en ekki ráðningarsamning. í 5. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 er lögfest sú regla að auglýsa beri í Lögbirtingarblaði lausar stöður hjá hinu opinbera. Tilgangurinn er augljóslega m.a. sá, að sem hæfastir menn fáist til opinberra starfa. Þar er einungis getið einnar undantekningar, þ.e. varðandi störf í þágu utanrík- isþjónustunnar! Kunnugir segja að stöðugt færist í vöxt að meginregl- an sé sniðgengin. Gjarnan er þá talað um að menn sem koma til starfa hjá ráðuneytum og ríkis- stofnunum séu í sérverkefnum. Hæfísreglur Það er almennt viðurkennd málsmeðferðarregla að starfsmað- ur stjómsýslunnar megi ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn máls ef hann er vanhæfur sem kallað er. Það er þessi regla sem helst kemur til skoðunar í þeim dæmum um ráðningar í opin- ber störf sem nefnd vom í upp- hafi. Það kemur fram í grein- argerð með framvarpi til stjórn- sýslulaga að hérlendis sé í gildi óskráð réttarregla þess efnis, að starfsmaður stjórnsýslunnar sé vanhæfur til meðferðar máls og ákvörðunar í því ef mál varðar hann sjálfan eða nána venslamenn hans á þann hátt að almennt megi ætla að áhrif hafi á afstöðu hans til úrlausnarefnisins. Síðan segir: „í tímans rás hefur verið deilt um gildissvið tig efnisinntak þessarar reglu. Hefur það leitt til þess að henni hefur verið slælega fram- fylgt sem aftur hefur valdið baga- legri réttaróvissu. Verður að telja þetta ástand algerlega óvið- unandi...“ í 3. grein nýju stjórnsýslulag- anna er ljóslega afmarkað hvenær starfsmaður er vanhæfur og ætti hún að verða starfsmönnum stjórn- sýslunnar tilefni til að taka sig á. Þar eru reglur um það hve náin tengsl mega vera milli starfsmanns stjórnsýslunnar og aðila máls. Al- mennt talað mega ekki vera þær aðstæður fyrir hendi að draga megi með réttu í efa óhlutdrægni starfsmanns, sem fer með mál. Vanhæfi er ótvírætt fyrir að fara þegar starfsmaðurinn er sjálfur aðili máls eða þegar hann er maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar. Starfsmaður er því svo dæmi sé tekið vanhæfur til að taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn máls ef það varðar systur- dóttur hans eða eiginmann henn- ar. Starfsmanni væri hins vegar ekki skylt að víkja sæti í máli afa- eða ömmusystkina sinna eða barna þeirra. í 2. mgr. 3. gr. er gerð undan- tekning frá vanhæfisreglum ef mál er lítilfjörlegt en öruggt má telja að ráðning í starf falli ekki þar undir. Tengist ráðherra einum um- sækjanda um starf með ofan- greindum hætti er honum óheimilt að fjalla um umsóknimar og taka ákvörðun. Hafi staða ekki verið auglýst eða verk boðið út er ráð- herra óheimilt að velja aðila sem er honum nátengdur. U ndantekningar Viðmælendur Morgunblaðsins telja að gera verði undantekningu frá ofangreindum reglum þegar um er að ræða aðstoðarmenn ráð- herra. Ráðherra hljóti að hafa allt að því frjálst val um það hvem hann kýs til að vera persónulegur trúnaðarmaður sinn í ráðuneytinu. Fær þessi skoðun stuðning í grein- argerð með nýju stjómsýslulögun- um þar sem segir, að heimilt sé að taka tillit til stjórnmálaskoðana við val á pólitískum aðstoðarmönn- um, bæjarstjóram og sveitarstjór- um. Þegar ráðherra er vanhæfur til meðferðar máls dugir líklega ekki að undirmenn hans taki ákvörðun í hans stað. í grein eftir Bjöm Þ. Guðmundsson prófessor í 3.-4. tbl. Úlfljóts árið 1986 segir að það leiði af grundvallarreglum stjórnsýslu- réttar að þegar ráðherra sem yfir- maður ráðuneytis sé vanhæfur þá séu allir undirmenn hans þar einn- ig vanhæfir. Rökin fyrir þessu era þau að almennt má búast við að starfsmaður geti ekki verið hlut- laus og óhlutdrægur þegar yfir- maður hans hefur veralegra per- sónulegra hagsmuna að gæta þar sem starfsmaður er á vissan hátt háður yfirmanni sínum. Björn Þ. segir að sennilega verði að koma til formleg skipun seturáðherra þegar ráðherra er vanhæfur. Þess má geta að menn minnast þess ekki að hérlendur ráðherra hafi nokkum tíma vikið formlega sæti vegna vanhæfis. Hver á aðild að málshöfðun? Ákvörðun sem vanhæfur starfs- maður stjórnsýslunnar tekur er ekki sjálfkrafa ógild. Það kann að vera álitaefni hver eigi aðild að málshöfðun i slíku tilfelli. Þegar umsækjendur um opinbert starf telja að ranglega hafi verið gengið fram hjá þeim geta þeir stefnt þeim sem ákvörðun tók en í þeim tilfellum þar sem starf er ekki auglýst vandast málið. Sá sem færi í slíkt mál yrði að geta sýnt fram á að hann ætti lögvarinna hagsmuna að gæta og hefði sótt um hefði staðan verið auglýst. Tilgangur reglna um vanhæfi er sá að fyrirbyggja að ákvarðanir séu teknar sem ekki byggjast á svokölluðum lögmætum sjónar- miðum. Starfsmaður stjórnsýsl- unnar má t.d. almennt séð ekki taka ákvörðun er byggist á hans eigin hagsmunum eða vináttu- tengslum við umsækjanda um starf. Þótt vanhæfisreglur hafi verið brotnar er ekki þar með sagt að ákvörðun hafi byggst á óleyfí- legum sjónarmiðum, en þessar reglur eru fyrirbyggjandi og stuðla að því að almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlut- lægan hátt. Strandir Hættuleg fosfór- hylki rak á land [ LANDHELGISGÆSLAN hefur tekið í vörslu sína fosfórhylki sem fannst á Ströndum á mánudag, en hylki sem þessi geta reynst afar hættuleg í höndum annarra en sérfróðra manna. Fosfórinn í hylkjunum getur k valdið alvarlegum brunasárum, því ef kviknar í honum er ekki hægt " að slökkva í honum aftur. Hylki sem þessi eru notuð af innlendum sem erlendum aðilum, til dæmis sem reykmerki til að merkja leitarsvæði á sjó. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hólmavík fannst fosfór- hylkið við bæinn Skálholtsvík í Hrútafirði á mánudag. Maður sem var á gangi um rekann fann hylkið, og á því stóð viðvörun á ensku. Lög- Stal bygging- arefni úr íbúð UNGUM manni, sem ætlaði að hefjast handa við að innrétta íbúð sína við Grundarstíg 24 í Reykja- vík, brá í brún þegar hann sá að byggingarefni fyrir hundruð þús- unda var horfið þaðan. Talið er að sendiferðabíl hafi þurft til að flytja efnið burt en verðmæti efn- isins er á biiinu 400 til 500 þúsund krónur. Talið er að innbrotið hafi verið framið um helgina 24. og 25. júlí eða fyrstu dagana í síðustu viku. Meðal þess sem stolið var úr íbúðinni er um 100 fermetrar af parketi í 18 pökkum, 14 fermetrar af hvítum gólfflísum í átta pökkum og fjórar innihurðir með körmum. Byggingar- efnið var geymt í íbúðinni og braust þjófurinn inn til að koma höndum yfir það. Talið er að hann hafí notað sendiferðabíl við að flytja efnið burt. Rannsóknarlögreglan biður alla sem geta gefíð upplýsingar um þjófn- aðinn að hafa samband. reglan tók hylkið í sína vörslu, en Landhelgisgæslan sótti það til Hólmavíkur í gær. Að sögn sérfræðings Landhelg- isgæslunnar er um að ræða merkja- blys, sem til dæmis era notuð til að merkja leitarsvæði á sjó. Inni í hylkj- unum er rauður fosfór, sem brennur í ákveðinn tíma eftir að hann kemur í sjóinn. Þó brennur ekki alltaf allt efnið úr hylkjunum, og í þeim getur leynst afgangur af efninu. Við að lenda í sjónum breytist rauði fosfór- inn í hvítan fosfór, sem hefur þá eig- inleika að brenna af sjálfum sér í lofti er hann þomar. Þegar svo er komið er ekkert sem slekkur í fos- fórnum aftur, og ef maður fær hvít- an fosfór á hendurnar og hann færi að brenna, dygði ekki einu sinni að dýfa hendinni í vatn. Börn helltu úr samskonar hylki í síðustu viku fannst sambærilegt hylki á Guðlaugsvík, sem er næsti bær fyrir neðan Skálholtsvík. Þar vora það börn sem komu höndum yfir hylkið og náðu að hella úr því, en þau hlutu ekki skaða af. Þegar lögreglan ætlaði að sækja hylkið á mánudag hafði það brannið af sjálfsdáðum. Að sögn lögreglu er ástæða til að benda fólki á að nálg- ast hluti sem þessa með varúð, og Iáta Iögreglu vita ef torkennilega hluti rekur á land. Aðeins þrjár laxveiðiár hafa náð því að fleiri en þúsund laxar hafi veiðst í sumar og eru tvær þeirra í hópi þeirra þriggja sem opna 1. júní ár hvert. Þessar ár eru Norðurá sem er efst með vel á sextánda hundrað laxa, Laxá í Aðaldal sem er með á þrettánda hundrað fiska og Þverá ásamt Kjarrá sem hafa gefið tæplega 1.100 laxa. Mikil veiði hefur verið í Laxá á Ásum siðustu dægrin og dagveiði stundum með ólíkindum. Laxá siglir yfir 1.000 laxa í vikunni ef hún er ekki þegar komin í fjögurra stafa tölu. Veiði í henni byijaði mjög rólega, en smáj- ókst og síðasta hálfa mánuðinn hefur veiðin verið með þeim hætti sem menn kynntust fyrir nokkrum árum er dagsstangirn- ar tvær gáfu allt að 1.800 laxa á sumri. „Svona reytingur...“ Óli Hrútfjörð, kokkur í veiðihús- inu við Þverá, sagði í gærdag að veiðin væri aðeins reytingur þessa dagana, „það er alltaf sama blíðan og vatnið er nú orðið mjög lítið. Það er þó nokkuð af laxi um allt og það verður trúlega fjör ef það rignir eitthvað. En hvenær það gerist er ógerningur að spá um. Það átti til dæmis að rigna í dag, en í staðinn er sól og 18 stiga hiti,“ sagði Óli. í gær voru komnir 1.046 laxar á land úr ánni og hollið í Þverá var aðeins með 20 laxa eft- ir tvo daga. Nokkuð hefur veiðst af sjóbirtingi að undanfömu og sumt af honum er mjög vænn og fallegur fiskur, eða allt að 5 pund. Svartá í Húnavatnssýslu hefur Morgunblaðið/hb Englendingurinn David Bower- man er einn fjölmargra sem fengið hafa afbragðsveiði í Norð- urá i Borgarfirði í sumar. Hér er hann með kvöldveiði úr Laug- arkvörn fyrir nokkru. verið að gefa vel að undanförnu og í gær voru komnir um 120 lax- ar á land úr ánni sem er afar gott þar um slóðir. Ágúst hefur frá gamalli tíð verið besti tíminn og september oft dijúgur ef veður hefur leyft. Júlíveiði af þessu tagi bendir til frábærrar útkomu í Svartá. Hallast menn að því að þessu valdi að Blanda hefur verið óðum að hreinsast og gengur lax-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.