Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 10
ÖRKIN 1045-3-154 10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 lf BORGAREIGN fasteignasala - Suðurlandsbraut 14 678221 fax: 678289 Laugarás. Eitt af glæsilegri einbhúsum v. Laugarásinn til sölu. Hús í toppklassa á góðum stað. íslandssaga fyrir erlenda ferðamenn Vantar einbýlis- og raðhús í Garðabæ Hlfðarvegur - Kóp. - sérh. Glæsil. ca 146 fm efri sérh. í nýl. tvíbhúsi. Góðar stofur. 3-4 svefnh. Tvennar svalir. Allt fullfrág. og vandað. Gott útsýni. Áhv. ca 2,4 millj. Laus fljótl. Verð 12,9 millj. 9 Langabrekka - sérhæð. Sérl. falleg og mikið endurn. efri sérhæð ca 92 fm í fjórb. Eign í mjög góðu ástandi. Verð 7,9 millj. Krummahólar. 4ra herb. íb. með bílsk. ca 92 fm endaíb. ásamt góðum ca 25 fm bílsk. Glæsil. útsýni. Blokk og sameign í góðu ástandi. Áhv. góð lán ca 4,1 millj. Verð 7,5 millj. Hraunteigur - 3ja-4ra. Glæsil. ca 125 fm íb. á jarðh. Vandaðar innr. Parket og flísar. íb. hefur öll verið endurn. og er í toppástandi. Sérinng. Áhv. húsbréf ca 2,9 millj. Verð 7,6 millj. Álftamýri. 3ja herb. ca 70 fm endaíb. á 3. hæð. Verð 6,6 millj. Hamraborg - 3ja - laus strax. Ca 70 fm íb. á 2. hæð í lyftuh. Verð 6,1 millj. Gott verð. Rauðarárstígur - 3ja. Falleg ca 60 fm vel skipul. íb. á 1. hæð. Mikið endurn. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,3 millj. Vantar 3ja-4ra herb. íb. í Voga-, Bústaðahverfi eða vesturbæ á verðbilinu 6-8 millj. Skoðum og verðmetum eignir samdægurs Karl Gunnarsson, sölustjóri, Kjartan Ragnars hrl. _________Bækur______________ Gísli Ágúst Gunnlaugsson Jón R. Hjálmarsson: History of Iceland. From the Settlement to the Present Day. Iceland Review 1993, 206 bls. Talsvert hefur verið gefið út af ritum um íslenska sögu á undanförn- um árum ætluðum erlendum lesend- um. Fyrir fáum árum gaf Iceland Review út ritið A Short History of Iceland eftir Jón R. Hjálmarsson. Það rit sem hér er til umfjöllunar er endurskoðuð og mjög aukin út- gáfa þessa rits, einkum ætluð er- iendum ferðamönnum. Höfundur getur þess í formála að endurskoðun ritsins hafi einkum miðað að því að gera umíjöllun um sögu síðustu tveggja alda fyllri. Eins og titill ritsins gefur til kynna fjallar Jón R. Hjálmarsson um sögu Islands frá landnámi til nútíðar. Tæplega helmingur bókarinnar fjall- ar um tímabilið eftir 1874, þar af 60 síður um sögu íslands frá því að þjóðin fékk fullveldi. Þótt meginvið- fangsefni ritsins sé næsta hefðbund- in stjórnmálasaga ritar höfundur einnig sérstaka kafla um atvinnu- vegi landsmanna, hafréttarmál og menningar- og þjóðlíf. Þá er sérstak- lega fjallað um utanríkismál og að- ild íslands að alþjóðlegri samvinnu á ýmsum sviðum. Heimildaskrá höfundar ber þess glögg merki að hann hefur lítt borið sig eftir nýjum rannsóknarritum um sögu þjóðarinnar við ritun bókarinn- ar. í heimildaskrá er aðeins að finna átta rit sem komið hafa út 1980 eða síðar, þar af er um helmingurinn kennslubækur og yfirlitsrit. Fyrir vikið er sú söguskoðun sem í ritinu birtist töluvert á skjön við þá sem hefur verið að ryðja sér til rúms síð- ustu tvo áratugi og nú þegar hefur sett mark sitt á nýleg íslenskyfirlits- rit og kennslubækur um Islands- sögu. Þótt hin óhefta þjóðernisiega söguskoðun sem setti mark sitt á íslenska söguritun fram yfir miðja öldina sé hér ekki beinlínis í öndvegi örlar samt víða á áhrifum hennar. ág» BS WS$ý/yy. wmrm EF ÞU KAUPIR NYJA , SLÁTTUVÉL NÚNA! TEGUND VERÐ 1/3 FRÍAN ÞÚ GREIÐIR ! MTD 042 19.900 6.627 13.273 MDT 072 24.900 8.292 16.608 Flymo L47 44.550 14.835 29.715 Flymo E 300 15.900 5.295 10.605 Flymo E 400 22.900 7.626 15.274 Zenoah orf 220.. 34.162 11.376 22.786 Zenoah orf 431.. 48.938 16.296 32.642 Jón R. Hjálmarsson Þannig er fjallað um einokunarversl- un Dana sem hið argvítugasta þrælkunartæki, þar sem illir kaup- menn fluttu inn gallaða vöru og seldu háu verði en greiddu lágt verð fyrir íslenskar afurðir (bls. 77). Hér er íslandssagan túlkuð í anda Jóns Aðils, en í engu tekið mið af rann- sóknum manna eins og Gísla Gunn- arssonar. Öll umfjöllun um sambandsmál íslands og Danmerkur er býsna gamaldags og í kafla um Jón Sig- urðsson gætir rómantískrar hetju- dýrkunar. Jóni eru öðrum fremur þakkaðar flestar umbætur á Islandi á 19. öld („The constitution of 1874 and many more political and other reforms ...“) og í lok kaflans er klykkt út með því að geta þess að þótt Jóni og Ingibjörgu hafi ekki orðið barna auðið hafi verið haft á orði að allir íslendingar væru sem börn þeirra (bls. 118 og 120). Sambandsleysi höfundar við ný- legar rannsóknir hlýtur að valda því að hann telur illt árferði, Dyngjuijal- lagos og jarðskjálftana á Suðurlandi 1896 hafa ráðið mestu um fólks- flutninga til Vesturheims eftir 1870 (bls. 120). Tæplega mun um það deilt að þótt þessir þættir hafi haft eitthvað að segja lágu orsakir vest- urferða einkum í kreppu samfélags- gerðarinnar sjálfrar. Ihaldssöm lög- gjöf sem takmarkaði giftingar-, at- vinnu- og búsetufrelsi mikils hluta þjóðarinnar hafði leitt til offjölgunar í sveitum, vaxandi fátæktar og kreppu sem dró úr trú fólks á mann- sæmandi tilveru hérlendis. Saga samfélagsbreytinga fær fremur lítið rými í bókinni. Stuttlega er reyndar vikið að breytingum á búsetuháttum og samgöngum í kafla um heimastjórnarskeiðið 1904- 1918 og rætt er um breytingar á atvinnuháttum eftir að þjóðin fékk fullveldi. Þá ritar höfundur, er fyrr segir, stutta kafla um höfuðatvinnu- vegi landsmanna. í bókarlok er litið til samfélagsbreytinga á undanförn- um áratugum og dregin sú undar- lega niðurstaða að lífsgæðakapp- hlaup landsmanna hafi bitnað á að- búnaði og umönnun barna og gamal- menna, sem í vaxandi mæli séu vist- uð á stofnunum (bls. 200). Höfundur kveðst í formála bókar- innar hafa langa reynslu af því að veita erlendum ferðamönnum leið- sögn á ferðum hérlendis og hafi margir þeirra hvatt sig til að draga saman á bók upplýsingar um sögu þjóðarinnar. Lengi hefur vantað vandað rit um íslenska sögu á er- lendum tungumálum, ekki síst ensku. Vafalaust getur þessi bók svarað ýmsum spurningum erlendra ferðamanna um íslenska sögu, en mér fmnst miður að svörin eru ekki alltaf í samræmi við nýjustu rann- sóknir og þá almennu túlkun ís- landssögunnar sem við ætlumst til að íslenskir nemendur tileinki sér með endurbættum kennslubókakosti á öllum skólastigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.