Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Atvinnulaus- um fækkar lítið ATVINNULAUSUM hefur lítið fækkað á Akureyri í júlímánuði. Tæplega tuttugu færri eru á atvinnuleysisskrá í júlílok en í lok júní, en konum hefur fækkað nokkru meira en körlum. Meirihluti atvinnulausra er á aldrinum 20 til 30 ára. Samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akureyri voru 378 manns atvinnu- lausir í lok júlímánaðar, 171 karl og 207 konur. Við upphaf júlí voru atvinnulausir alls 396, eða 18 fleiri. Þá voru atvinnulausir karlar 175 og konur 221. Þannig hefur konum á atvinnuleysisskrá fækk- að um 14 á meðan körlum fækk- aði þar ekki nema um 4. Ef nánar er litið á atvinnuleysis- skrána á Akureyri kemur í ljós að nú um mánaðamótin voru at- vinnulausir 62 verkamenn, 83 verkakonur, 21 verslunarmaður, 47 verslunarkonur, 47 iðnverka- menn, 51 iðnverkakona og 12 ræstingakonur. Við lok júlímánaðar á síðasta ári voru atvinnulausir á Akureyri alls 250, 113 karlar og 137 kon- ur, svo munurinn milli ára er afar mikill. Margt ungt fólk atvinnulaust Samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofunnar er áberandi atvinnuleysi hjá ungu fólki, einkum á aldrinum 20-25 ára. Til dæmis má nefna að í hópi þeirra sem fæddir eru á árabilinu 1968-1972 eru nú 28 karlar at- vinnulausir og 25 konur. Ekki mun þar um að ræða skólafólk að veru- legu leyti heldur verkafólk, versl- unar- og iðnverkafólk. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Hitaveita Dalvíkur í stál HÉR ER verið að leggja nýja stálaðveituæð Hitaveitu Dalvíkur sem kemur í stað eldri asbestæðar. Stál í stað asbests hjá Hitaveitu Dalvíkur Dalvtk. HJÁ Hitaveitu Dalvíkur stendur nú yfir endurnýjun á aðveituæð. Er hér um að ræða um það bil fjögurra kílómetra langa lögn frá virkjunarsvæði veitunnar á Hamri að mörkum dreifikerfisins. Þetta er síðasti hluti endurnýjunar á lagnakerfinu en á undanförnum sumr- um hefur verið unnið við að endurnýja dreifikerfið í bænum, en það var í upphafi lagt með asbeströrum. Hitaveita Dalvíkur var stofnsett árið 1969 og í upphafi var allt dreifikerfi hennar lagt einangruð- um asbeströrum. Er í ljós kom að asbest gæti haft heilsuspillandi áhrif og því ekki æskilegt til notk- unar í vatnskerfum var ákveðið að hefla endurnýjun á dreifikerfínu og skipta yfír í stálrör. Að þessu hefur verið unnið á undanfömum árum, þrep fyrir þrep, en síðasti hluti þess verks er endurnýjun aðveituæðar- innar. Framkvæmd við aðveituæðina hófst í raun á síðasta ári er efni til verksins var keypt, en rörin em fengin frá Seti sf. á Selfossi. Heild- arkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 19 milljónir króna en ráðgert er að ljúka verkinu nú í haust. Lyfíafræðingar Óskum eftir að komast í samband við lyfjafræðing vegna reksturs lyfjaverslunar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri. Upplýsingar gefur Alfreð Almarsson í símum 96-21844 og 96-24236. RekstramöUanefnd SunnuhUðar Hús flutt til hálendis Morgunblaðið/Golli í GÆR var risaþyrla bandaríska hersins við húsaflutninga á hálendinu. Á þessari mynd er verið að festa í þyrluna hús Ferðafélags Akureyrar sem smíðað var á Akureyri en flutt í síðasta mánuði á bíl í Svartárkot. Þaðan flutti þyrlan húsið i tveimur hlutum í Dyngjufjalladal. Að því loknu flutti þyrlan hús vélsleðamanna frá Akureyri upp á Nýjabæjarfjall. Á aiinad þúsund skáta dansaði í Kjamaskógi EKKI voru óspektir eða læti á Landsmóti skáta í Kjarnaskógi. Á útidansleik í skóginum á laugardagskvöld var mikið fjör og þurfti ekki nema skátaanda til að halda því uppi. Akureyrarbæ var á sunnu- dag afhent sólúrið mikla í skóginum til varðveislu þar um ókomna daga. Ásgeir Hreiðarsson upplýsinga- fulltrúi Landsmótsins sagði að í þeim fjölda ótíðinda sem lægju eftir versl- unarmannahelgina væri ánægjulegt að segja frá lokadögum Landsmóts skáta í Kjarnaskógi. Á laugardag hefðu skátamir verið í tívolíi með alls kyns þrautum, sem þeir hefðu sjálfír útbúið. Að því loknu hefði verið skátaball þar sem hljómsveitin Karakter spilaði fyrir dansi. Þar sagði Ásgeir að hefði verið geysileg- ur fjöldi og mikil skemmtun. Um það bil 900 manns hefðu verið á ballinu allan tímann en fjöldi til við- bótar komið og farið. Dansinum lauk um miðnætti og allt var komið í ró klukkan eitt, nema ómur hefði bor- ist neðan úr bæ og upp í skóg. Á sunnudag, sem var besti veður- dagur mótsins, kom fjöldi gesta til að taka þátt í dagskrá mótsins og í vatnaveröldinni voru tekin í notkun Gjörningakvöld í Deiglunni Á DAGSKRÁ Listasumars á Ak- ureyri í kvöld er svokallað Qjörn- ingakvöld, en þá verða fluttir í listamiðstöðinni Deiglunni við Kaupangsstræti fjórir gjörning- ar. Á Gjörningakvöldinu, sem hefst klukkan 20.30 mun Hlynur Hallsson flytja textaverk sem hann nefnir Þrjú samtöl. Þá mun Valborg Salome Ingólfsdóttir flytja nafnlaus- an gjöming. Hlynur og Valborg tóku bæði þátt í sýningunni 16 dagar í Nýlista- safninu í Reykjavík í júlí. Gjörninga- kvöld þeirra mun standa yfír í tæpa klukkustund. mörg tæki sem lokað var vegna veð- urs fyrr í vikunni. Sólúrið gefið Akureyringum Um 200 gestir komu í opinbera móttöku á sunnudag og þar afhentu skátar Akureyrarbæ til eignar sólúr- ið stóra sem er eitt tákn mótsins. Um kvöldið voru mótsslit að loknum hátíðarvareðldi og endahnúturinn var geysilega viðamikil og fögur flugeldasýning, að sögn Ásgeirs veg- legasta sýning sem skátar á Akur- eyri hafa staðið að. Ásgeir sagði að skógurinn hefði auðvitað troðist dálítið við þann flölda sem á mótinu var, alls á þriðja þúsund í heila viku. Hins vegar liti hann vel út og hey hefði verið stráð í göngustíga sem vildu spillast í rign- ingunni. Til marks um umgengnina sagði hann að farið hefði verið í hreinsiferð um mótssvæðið eftir að skátar höfðu tekið saman pjönkur sínar og eftirtekjan hefði verið botn- fylli í mslapoka. Ekkí réttlátt að mála skrattann á vegginn — segír framkvæmdastjóri Halló Akureyri FRAMKVÆMDASTJÓRA fjölskylduhátíðarinnar Halló Akureyri þykir gagnrýni á hátíðina óþarflega einhliða og óvægin. Hann telur að samstarf allra hagsmunaaðila við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar hefði þurft að vera meira. Þá hefðu aðilar sem tóku að sér ákveðna dagskrárliði horfið frá þvi á síðustu stundu. En með meira samstarfi og lengri og ítarlegri undirbúningi megi gera Halló Akureyri að hátíð sem öllum líkar. Ómar Pétursson framkvæmda- stjóri Halló Akureyri sagði að mönnum hætti um of til að horfa eingöngu á svörtu blettina og gleymdu um leið því jákvæða. Hins vegar væru ölvun, skemmdir og ónæði vissulega áhyggjuefni. Aðbúnaður þarf að vera betri Ómar sagði um tjaldstæðamál hátíðarinnar að leitað hefði verið eftir við íþróttafélögin KA og Þór að hafa tjaldbúðir á íþróttasvæðum félaganna. Viku fyrir hátíðina hefði hins vegar verið ljóst að vegna rign- inga treystu félögin sér því ekki til að hafa tjaldbúðir þar, af ótta við að íþróttavellimir skemmdust. Því hefði ekki verið um fleiri kosti að ræða en tjaldstæðið við Þórunn- arstræti og það hefði verið ljóst viku fyrirfram. Ómar sagðist vilja skrifa á reikn- ing bæjaryfirvalda að hluta til þann vanda sem stafaði af salemisleysi í miðbæ Akureyrar og sóðalegri umgengni þar. í fyrsta lagi væri ekki við öðru að búast þegar aðeins örfáir ruslakassar væm í miðbæn- um en að rusli væri hent á götur, og það þyrfti ekki að einblína á Halló Akureyri í því sambandi. Miðbærinn væri iðulega eins og mslahaugur eftir venjulega helgi. Bæjarsalemin undir kirkjutröppun- um hefðu verið lokuð á föstudags- kvöld en þau fengist opnuð á laug- ardag og verið opin upp frá því. Samkomutjaldið, sem gagnrýnt hefur verið að haft var við mestu umferðargatnamótin í miðbænum, sagði Ómar að hefði verið haft þar með leyfi lögreglu. Dagskrárliðir féllu niður Nokkuð var kvartað undan því að ýmsir liðir á dagskrá hátíðarinn- ar féllu niður, meðal annars sjó- sport og bílabíó. Ómar sagði það dæmi um atriði sem hefðu verið ákveðin og um samið við utanað- komandi aðila að sjá um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.