Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Yfirmenn á Litla-Hrauni á fundi með fangelsismálastofnun Eftirlit hert og viðurlög- um beitt vegna mistaka Á FUNDI fangelsismálastofnunar með yfirmönnum fangelsis- ins að Litla-Hrauni í gær var ákveðið að fela forstöðumanni fangelsisins að gera viðkomandi starfsmönnum grein fyrir viðurlögum vegna mistaka þeirra við fangavörslu í síðustu viku þegar þrír fangar struku úr refsivist á Litla-Hrauni. Innra eftirlit fangelsisins hefur þegar verið hert, m.a. með því að búið er að loka vélaverkstæðinu þar sem fangarnir fundu járnsög til að saga í sundur rimla, fyrir umferð óvið- komandi. Fyrirkomulag við fangavörslu verður endurskipu- lagt og yfirfangavörður Litla-Hrauns gerður ábyrgur gagn- vart forstöðumanni fyrir öryggismálum fangelsisins en til þessa hefur ekki verið skilgreind ábyrgð á þeim málaflokki hjá ákveðnum starfsmanni. Að sögn Haralds Johannessen, forstjóra fangelsismálastofnunar ríkisins, sem í gær hélt fund með yfirmönnum fangelsisins- að Litla- Hrauni, er jafnframt í skoðun að auka öryggisbúnað á Litla-Hrauni. Haraldur sagði að mistök þau sem gerð hefðu verið kvöldið sem fangarnir struku hefðu falist í því að fangavörslu hefði ekki verið sinnt með þeim hætti sem krafa væri gerð um. Haraldur sagði að auk mistaka starfsmannanna mætti jafnframt að hluta leita skýringar á strokinu í aðstöðuleysi því sem fangelsið byggi við og gerði að verkum að fangahópurinn væri að meginstofni til vistaður í einu lagi; ekki væri unnt að að- greina fanga nægilega eftir því hvort talin væri hætta á að þeir reyndu að stijúka eða ekki eða hvort ástæða væri til að telja þá ‘hættulega eða ekki. Haraldur sagði að ljóst væri vegna þessa máls að hraða verði byggingu nýs fangelsis að Litla- Hrauni, sem ákvörðun hefur verið tekin um. Strokufangamir þrír eru nú í einangrun í Síðumúlafangelsi að ákvörðun forstöðumanns Litla- Hrauns. Að einangrunartímanum liðnum verður ákveðið hvar þeir munu afplána það sem eftir er af refsivist sinni. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hiti veftur Akureyri 12 léttakýjeft Reykjavlk 12 léttskýjað Bergen 14 skýjað Helsinki 21 hálfskýjaft Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq 9 úrk.fgrennd Nuuk S rigningá8lð.klst. Osló 17 skýjað Stokkhólmur 20 úrk.lgrennd Þórshöfn 11 alskyjað Algarve 30 8kýjað Amsterdam 18 skýjaft Barcelona 27 helðsklrt Beriín 26 léttskýjað Chicago vantar Peneyjar 32 heiðsklrt Frankfurt 25 hálfskýjaft Glasgow 16 skýjað Hamborg 20 skýjaft London 19 skýjaft LosAngeles 18 þokumóða Uixemborg 23 skýjað Madrtd 34 skýjað Malaga 30 léttskýjaft Mallorca 30 léttskýjað Montreal vantar NewYork 26 skýjað Orlando 26 léttskýjaft Parls 24 skýjað Madelra 23 skýjað Róm 30 heíðskírt Vín 32 Iétt8kýjað Washlngton 24 þokumóða Winnipeg 12 úrk.fgrennd Flestir aðstoðar- ANDRÉS Guðmundsson náði þriðja sæti á sterku kraftamóti, World Muscle and Power Championship, í Bretlandi um helgina. Auk þess setti hann heimsmet í burði á 186 kg. þungum steini sem dregur nafn sitt af Húsafells-hellunni en myndin var tekin þegar metið var sett. Þessi keppni var liður í undirbúningi fyrir keppnina Sterkasti maður heims, þar sem fulltrúi íslendinga verður Magnús Ver Magnússon. „Ég bar helluna 70 metra, en fyrra metið var 49 metrar. Það var bót fyrir það að hanga ekki á silfrinu á lokasprettinum," sagði Andrés. Keppt var í átta greinum á mótinu, en meðal keppenda var Hjalti Árnason, sem varð fimmti. G.R. Samningar á veðurstofu tókust í gær Heimsmet í helluburði menn hafa samið SAMNINGAR tókust milli flestra aðstoðarmanna veðurfræðinga og veðurstofustjóra í gær. Nokkuð langur aðdragandi hefur verið að þess- um samningum en að sögn Jófríðar Guðjónsdóttur, trúnaðarmanns aðstoðarmanna, var deilt um hvort þeir fengju inn í sína samninga eins ákvæði um bakvaktir og er i samningum við veðurfræðinga. I nýju samningunum er ákvæði um að lestur á nöfnum veðurstöðva í útvarpi verði samræmdur og framvegis verði þau lesin í þágufalli. Jófríður segir að m.a. þess vegna hafi samningaviðræður dregist á langinn. Jófríður segir að ekki séu allir, sem skrifa undir samninginn, sáttir við að deilum um þágufallið skuli hafa verið blandað saman við deil- urnar um bakvaktirnar og í yfirlýs- ingu frá þeim aðstoðarmönnum, sem styðja notkun nefnifalls, segir m.a.: „Þeir sem að öllu jöfnu hlusta á lest- ur veðurfregna í útvarpi hafa vænt- anlega tekið eftir því að frá því í október síðastliðnum hafa nöfn veð- urstöðva verið lesin ýmist í nefni- falli eða þágufalli. Löng upptalning í þágufalli hefur strítt gegn mál- kennd sumra aðstoðarmanna auk þess sem lestur í nefnifalli á sér áratuga langa hefð.“ • • Oryggis- beltin björguðu FÓLKSBIFREIÐ og jeppabif- reið lentu í hörðum árekstri við Hvammstangavegamót í gær. Tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahúsið á Hvammstanga en reyndust ekki alvarlega slasaðir. Báðar bifreiðarnar eru ónýtar og að sögn lögreglu bjargaði það fólkinu í þeim að allir voru með öryggisbelti. Þá vár ungur maður tekinn fyrir of hraðan akstur á bifhjóli á Blönduósi í gær. Var hann með farþega á hjólinu þegar hann var tekinn á 115 km hraða á vegarkafla þar sem hámarks- hraði er 50 km. Hún segir að aðstoðarmenn veð- urfræðinga séu oft kallaðir til vinnu með mjög stuttum fyrirvara ef til dæmis sá, sem á að vera á vakt, veikist skyndilega. Þess vegna hafi þeir viijað fá að hafa mann á bak- vakt, sem alltaf væri hægt að ná í og væri tilbúinn til að fara i útkall. Þannig ákvæði var sett inn í samn- inga við veðurfræðinga sl. vor. Ósáttir við þágufallið i Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Framlag lagt í afskriftasjóð VEGNA fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í gær þess efnis, að Spari- sjóðpr Reykjavíkur og nágrennis hafi tapað 45 miiyónum króna á síðasta ári á lánum til einstaklinga skal undirstrikað, að hér var að sjálfsögðu átt við, að sparisjóðurinn lagði þessa upphæð í afskrifta- sjóð til þess að mæta hugsanlegu tapi af þessum sökum. f þessu felst ekki, að sparisjóðurinn hafi tapað þessan upphæð á einstaklingslánum heldur, að hugsanlegt er talið, að það geti gerzt og þess vegna er þessi fjárhæð lögð til hliðar. Hið sama á að sjálfsögðu við um framlag SPRON í afskriftasjóð að öðru leyti þ.e. vegna lána til fyrir- tækja og annarra aðila. Bankar, sparisjóðir og aðrar lánastofnanir hafa á undanfömum árum lagt mikl- ar fjárhæðir til hliðar í afskrifta- sjóði, ekki eingöngu vegna lána, sem þegar hafa tapazt heldur ekki síður vegna lána, sem hætta er talin á að tapist en geta líka hugsanlega greiðst að fullu. Þetta leiðréttist hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.