Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Óvissa um gengis-
samstarf
Þó að frammámenn innan Evrópu-
bandalagsins reyni að gera lítið
ur peim breytingum, sem ákveðnar
voru á gengissamstarfi Evrópu, á
mánudag, er líklegt að þær muni
marka þáttaskil í þeirri þróun, sem
átt hefur sér stað innan EB á undan-
förnum árum. Ástæðuna fyrir skip-
broti gengissamstarfsins er nefnilega
ekki eingöngu hægt að finna í spá-
kaupmennsku á gjaldeyrismörkuðum,
líkt og reynt hefur verið að halda
fram á meginlandi Evrópu.
í Frakklandi hefur írafárinu á
gjaldeyrismörkuðunum verið lýst sem
baráttu á milli „engilsaxneskrar"
hugmyndafræði, sem einkennist af
fijálslyndi, og meginlandshugmynda-
fræði, sem einkennist af stjórnlyndi.
Auðvitað er það að vissu leyti rétt.
Fram hjá því verður hins vegar ekki
litið að sá vandi, sem nú blasir við
evrópskri samvinnu á sviði peninga-
mála, á sér mun djúpstæðari rætur.
í fyrsta lagi sýna atburðir síðustu
viku (og raunar síðustu mánaða) að
jafnvel háleitustu hugmyndir og
áform fá ekki staðist, þegar raun-
veruleikinn er annar. Framvinda
efnahagsmála og gengisþróunar
verður ekki ákveðin með milliríkja-
samningum nema að takmörkuðu
leyti heldur fyrst og fremst á markað-
inum. í öðru lagi ætti öllum að vera
ljóst að þegar á reynir vega hagsmun-
ir einstakra ríkja þyngra en heildar-
hagsmunir Evrópubandalagsins og
hinnar títtnefndu en torskilgreindu
„ Evrópuhugsj ónar“.
Til þessa hafa aðildarþjóðirnar
stefnt ótrauðar að markmiði Maas-
tricht-sáttmálans, sem undirritaður
var í desembermánuði árið 1991, um
peningalegan samruna aðildarríkj-
anna og einn sameiginlegan gjald-
miðil síðar á þessum áratug. Gengis-
samstarfið var einn helsti homsteinn
þeirrar áætlunar. Innan þess átti að
samræma gengi evrópsku gjaldmiðl-
anna innbyrðis. Þar til í þessari viku
var leyfilegt svigrúm til breytinga
2,25% á hvom veg fyrir helstu
gjaldmiðlana.
Akkeri gengiskerfisins hefur frá
upphafí verið þýska markið. Án þéss
hefði ekki tekist að tryggja þann stöð-
ugleika, sem þrátt fyrir allt hefur
einkennt gengissamstarfið, þegar á
heildina er litið. Þýska markið hefur
hins vegar einnig reynst Akkilesar-
hæll evrópska gengissamstarfsins
vegna þess að þegar á reyndi, tók
þýski seðlabankinn, Bundesbankinn,
þýska hagsmuni fram yfir samevr-
ópska.
Þjóðveijar hafa á undanförnum
árum þurft að lítá í eigin barm í
auknum mæli vegna hinnar kostnað-
arsömu sameiningar Þýskalands.
Þýska ríkisstjórnin lofaði í upphafí
að skattar yrðu ekki hækkaðir vegna
sameiningarinnar. Hún reyndist hins
vegar flóknari og kostnaðarsamari
en nokkurn hafði órað fyrir og þar
sem ekki mátti hækka skatta varð
Bundesbankinn að halda uppi mjög
háu vaxtastigi til að koma í veg fyr-
ir verðbólgu. Vegna yfirburðastöðu
þýska marksins neyddust önnur ríki,
sem tóku þátt í gengissamstarfinu,
einnig til að halda vöxtum háum.
Efnahagsvandi þeirra var hins veg;
ar af allt öðrum toga en Þjóðveija. í
Bretlandi, Frakklandi, Spáni og öðr-
um ríkjum var helsta vandamálið
efnahagssamdráttur og vaxandi at-
vinnuleysi. Þann vanda var ekki hægt
að leysa án vaxtalækkana og vexti
var ekki hægt að lækka að óbreyttu
gengi. Þetta leiddi til þess að þrýst-
ingur á gengi þessara gjaldmiðla
jókst til muna á alþjóðlegum gjaldeyr-
ismörkuðum. Þar sem seðlabankar
voru skyldaðir til að tryggja að
gjaldmiðlar færu ekki fram úr frá-
viksmörkum sínum urðu þeir að
hækka vexti verulega og veija gífur-
legum fjármunum til kaupa á „veik-
um“ gjaldmiðlum.
Bresk stjórnvöld gáfust upp á þess-
ari baráttu í september í fyrra og
létu gengi pundsins fljóta. I kjölfarið
hafa vextir farið lækkandi á ný og
Bretar telja sig hafa unnið bug á
efnahagskreppunni. ítalska líran var
einnig tekin út úr gengissamstarfinu
á sama tíma og skömmu síðar, eða
í nóvember, lýsti sænski seðlabankinn
því yfír að krónan væri ekki lengur
tengd við evrópsku mynteininguna,
Ecu.
Hins vegar tókst seðlabönkum
Frakklands og Þýskalands að halda
gengi frankans gagnvart markinu
stöðugu, þrátt fyrir að hart væri að
honum sótt jafnt í september í fyrra
sem í janúar á þessu ári. Þegar þrýst-
ingur á frankann jókst að nýju í síð-
ustu viku og Bundesbankinn til-
kynnti ekki vaxtalækkun á fímmtu-
dag, líkt og búist hafði verið við, var
ljóst að taka yrði gengissamstarfíð
til gagngerrar endurskoðunar. Eftir
löng og erfið fundahöld ákváðu fjár-
málaráðherrar Evrópubandalagsríkj-
anna að auka svigrúmið til gengis-
breytinga í 15% á hvom veg og af-
nema þá skyldu seðlabankanna að
verða að veija gengi þeirra gjald-
miðla sem standa höllum fæti.
Á næstu mánuðum mun væntan-
lega skýrast hvert framhaldið verður.
Fjármálaráðherrar EB hafa lýst því
yfír að þeir vilji þrengja svigrúmið
til gengisbreytinga á ný í janúarmán-
uði á næsta ári og að markmiðið um
peningalegan samruna standi óhagg-
að. Það er hins vegar ólíklegt að sú
verði raunin. Ijóðaratkvæðagreiðsl-
uraar í Frakklandi og Danmörku um
Maastricht-samkomulagið og þau
vandamál sem upp komu í Bretlandi
varðandi staðfestingu þess bera þess
ótvírætt merki að markmið
Maastrieht eigi takmörkuðu fylgi að
fagna meðal almennings í aðildarríkj-
unum. Aðgerðir Bundesbankans í síð-
ustu viku benda líka sterklega til að
Þjóðveijar muni seint verða reiðubún-
ir til að fóma markinu og efnahags-
legum stöðugleika í Þýskalandi fyrir
pólitískar draumsýnir og hagsmuni
annarra ríkja. Ef aukið svigrúm til
gengisbreytinga verður þar að auki
til þess að ýta undir framleiðslu og
draga úr atvinnuleysi í EB kann að
verða erfitt að réttlæta afturhvarf til
þeirrar rígbindingar, sem til þessa
hefur einkennt gengissamstarfið.
Það verður hins vegar eftir sem
áður nauðsynlegt að reyna að við-
halda sem mestum stöðugleika í
gengismálum í Evrópu. Ef einstök
ríki færu að grípa til gengisfellingar
í því skyni að auka samkeppnisfærni
sína er hætt við að fljótlega færi að
fjara undan hinum sameiginlega innri
markaði, sem nú er verið að koma
á. Stöðugleikinn er því nauðsynlegt
markmið. Hann verður aftur á móti
að eiga sér stoðir í efnahagslegum
raunveruleika allra ríkja en ekki bara
eins ríkis.
Samkennd fjöbmðla
og samtrygging
Eftir Agnesi Braga-
dóttur
ÞAÐ er á vissan hátt fagnaðar-
efni að sjá viðbrögð þeirra fjöl-
miðla sem ég gagnrýndi í grein
minni hér í Morgunblaðinu síð-
astliðinn laugardag undir fyrir-
sögninni Sannleiksást fjölmiðla.
Fagnaðarefni segi ég, því þrátt
fyrir óvönduð vinnubrögð, þar
sem sannleikurinn er látinn
liggja á milli hluta, þegar þeir
fjölmiðlar eiga í hlut, sem ég
beindi spjótum mínum að, þá
virðist nú sem þessi einstaklega
fallega samkennd hafi myndast
á milli fjölmiðla eins og Stöðvar
2, DV og Tímans — samkennd
og samtrygging, sem vonandi
nær lengra en til ámáttlegra til-
rauna þeirra í sameiningu til að
hvítþvo sjálfa sig af óvönduðum
vinnubrögðum.
Elínu Hirst, aðstoðarfréttastjóra
á Stöð 2 skal ég virða það til vor-
kunnar að hún sem ábyrðarmaður
þeirra fréttatíma, sem ég gagn-
rýndi, kemur fram undir nafni í
greinarstúf hér í Morgunblaðinu í
gær, þótt efnislega svari hún í engu
þeirri gagnrýni sem ég setti fram
í grein minni.
Þar á ég við þá staðreynd að
fréttamenn Stöðvar 2 létu ginnast
af starfsmönnum landbúnaðarráðu-
neytisins til þess að fjalla um mál,
sem var með öllu ókannað, og ekk-
ert lá fyrir um annað en „grun-
semdir“.
Þar á ég við tímasetningar og
sviðsetningu fréttaþularins, þegar
hún sagði í 19.19 þann 28. júlí sl.
að rétt í þessu hefði borist yfirlýs-
ing Brynju Benediktsdóttur, sem
segðist eiga margumrætt kjöt. Fyr-
ir liggur að yfirlýsing Brynju hafði
þá legið á Stöð 2 í a.m.k. eina
klukkustund.
Jafnframt á ég við þá staðreynd,
að þrátt fyrir að fréttaþulurinn
hefði umrædda yfirlýsingu í hönd-
um við upphaf fréttatímans, þá var
samt sem áður farið „í loftið" með
„frétt“ í þá veru að „nokkrir alþing-
ismenn“ hygðust krefjast ítarlegrar
rannsóknar á kjötmálinu og síðar
í fréttatímanum kom svo á daginn
að þessir „nokkrir þingmenn“ voru
þau Anna Ólafsdóttir Björnsson og
Guðni Ágústsson.
Loks á ég við þá staðreynd að
þrátt fyrir að Brynja Benediktsdótt-
ir hefði upplýst með símbréfi hvern-
ig í málinu lá var örstutt yfirlýsing
hennar ekki lesin í heild í fréttatíma
Stöðvar 2. Væntanlega var hún
ekki lesin í heild né sýndur nokkur
sómi, vegna þess að innihald yfir-
lýsingarinnar gerði 13 mínútna og
15 sekúndna umfjöllun Stöðvar 2
um málið í fjórum ólíkum fréttatím-
um hjákátlega, að ekki sé meira
sagt.
Engin svör
Engu þessara gagnrýniatriða var
svarað í greinarkorni Elínar, heldur
voru dálksentimetrarnir notaðir til
þess að rekja aðdraganda málsins
eina ferðina enn. Jafnframt lýsti
Elín Hirst því hvar hún var stödd
á ákveðnum augnablikum að kvöldi
28. júlí, hvar fréttamaðurinn Krist-
ján Már Unnarsson var staddur,
að nú ekki sé talað um hvar veður-
fræðingur Stöðvar 2, Ari Trausti
Guðmundsson, var staddur kl.
18.50, sem hlýtur jú að teljast lykil-
atriði í málinu, ekki satt!
Hvernig skyldi nú standa á því
að grein minni var svarað án þess
Agnes Bragadóttir
Þrátt fyrir að fréttaþul-
urinn hefði umrædda
yfirlýsingu í höndum
við upphaf frétta-
tímans, þá var samt sem
áður farið „í loftið“ með
„frétt“ í þá veru að
„nokkrir alþingis-
menn“ hygðust krefjast
ítarlegrar rannsóknar
á kjötmálinu og síðar í
fréttatímanum kom svo
á daginn að þessir
„nokkrir þingmenn“
voru þau Anna Olafs-
dóttir Björnsson og
Guðni Agústsson.
að efnislegar skýringar kæmu fram
við þeim atriðum sem ég gagnrýndi
helst? Það skyldi þó aldrei vera að
kollegar mínir á Krosshálsi viti ein-
faldlega upp á sig skömmina og
telji í þessum efnum eins og öðrum
að sókn sé besta vörnin.
Það er augljóst að Stöð 2 er yfir
það hafin að geta haft rangt fyrir
sér, hvað best sést á ósmekklegum
niðurlagsorðum í grein Elínar: „Eitt
af hlutverkum fjölmiðla er einmitt
að veita valdhöfum þetta aðhald
og skýra frá því ef grunur leikur
á að ráðamenn misnoti forréttindi
sín hvort sem um er að ræða áfeng-
iskaup á kostnaðarverði eða tilraun
til ólöglegs innflutnings á kjöti.“
Fréttir eða grunsemdir
Vissulega er það hlutverk fjöl-
miðla að veita aðhald. Um það er
ekki deilt. En sé það hlutverk okk-
ar á fjölmiðlunum að flytja grun-
semdir hinna og þessara, sem að
okkur er hvíslað, í fréttaformi til
fréttaneytenda, þá erum við komin
út á hálan ís. Skyldi það nú ekki
hafa ögn meira fréttalegt gildi, að
fá grunsemdina staðfesta, þannig
að ekki sé lengur um grunsemd að
ræða, heldur staðfesta vitneskju?
Eða hvað? Er ég Iíka út af þarna,
eins og góðvinur minn fyrir vestan
orðar það gjarnan?
Þeir fjölmiðlar, sem frá upphafi
vildu vita hvort utanríkisráðherra-
frúin átti kjötið, gátu fyrirhafnariít-
ið aflað sér upplýsinga um málið,
svo að fréttin væri sannleikanum
samkvæm. En ákveðnir fjölmiðlar
mátu það svo, þegar yfirlýsing
Brynju barst, að hún væri engin
frétt. Bryndís skyldi eiga kjötið,
hvað sem tautaði og raulaði. Þá var
mér nóg boðið og blandaði mér í
málið.
Yfirklór DV
DV sér ástæðu til þess að svara
grein minni og gagnrýni á tveimur
stöðum í blaði sínu í gær — í for-
ystugrein og Dagfara. Haukur
Helgason, aðstoðarritstjóri, ritar
forystugrein undir fyrirsögninni
Kjötið og rógurinn. Haukur notar
lungann úr leiðaranum til þess að
lýsa aðdraganda málsins og með
hvaða hætti DV hafi fjallað frétta-
lega um kjötmálið títtnefnda. Ég
er sannfærð um að það er engin
tilviljun sem ræður því að Haukur
ákveður að nota orðalagið „Að öðru
leyti hefur ekki verið fjallað um
þetta kjötmál í fréttum DV.“
Bastarði afneitað
Haukur gerir með þessu orðalagi
tilraun til þess í nafni DV að af-
neita hinum nafnlausa bastarði
Dagfara, sem farið hefur stórum í
kjötmálinu. DV getur einfaldlega
ekki hvítþvegið sig af hinum nafn-
lausa Dagfara, því þar er um rit-
stjórnarlegt efni að ræða, sem
ábyrgðarmenn blaðsins bera sömu
ábyrgð á og öðru ritstjórnarlegu
efni sem birtist í blaðinu.
Ekki dettur mér í hug að svara
Dagfara hinum nafnlausa, sem í
DV í gær nýtir allt sitt pláss í orð-
hengilshátt og útúrsnúninga.
Gungu- og kvíguháttur sá er ein-
kennir skrif hans í skjóli nafnleynd-
arinnar eru á þann veg, að það er
langt fyrir neðan virðingu mína að
svara manni sem vegur úr laun-
sátri og þorir ekki að koma fram
í dagsljósið og standa fyrir skoðun-
um sínum. Náttfari hæfði þessum
ómerkilega dálki ritstjórnar DV
mun betur í mínum huga.
Af nákvæmlega sömu sökum
hyggst ég engum orðum fara um
innihald pistils Garra á Tímanum í
gær nema þakka fyrir fyrirsögnina,
„Ágnes, bam Guðs?“
Gamalkunnur draugagangur
Þó má ég til með í lokin að geta
þess að mér þykja geðvonskuleg
viðbrögð þeirra launsona Garra og
Dagfara við hugleiðingum mínum
afar skiljanleg. Eg varpaði því fram
að hér gæti verið þörf á sérstakri
eftirlitsstofnun sem hefði það hlut-
verk með höndum að gæta hags-
muna einstaklinga gagnvart fjöl-
miðlum. Það væri illt í efni fyrir
launpenna eins og Garra og Dag-
fara að þurfa að sæta því að mann-
orðsmorð þeirra framin í skjóli
nafnleyndar sættu viðurlögum —
ströngum viðurlögum. Skyldu þeir
fóstrar tveir þá ekki fljótt þurfa
að leita sér annarrar atvinnu, elleg-
ar sæta því að munnsöfnuður þeirra
væri með þeim hætti að boðlegur
gæti talist og nöfn hinna nafnlausu
þyldu jafnvel dagsins ljós?
Húmorslaus, staðnaður stíll
þeirra launpenna beggja, er ekkert
annað en hjáróma rödd lengst aftan
úr grárri forneskju og minnir helst
á pólitískt ofstæki áranna í kring
um 1930.
Höfundur er blaðamaður
á Morgunblaðinu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
23
V extir o g rekstur
Upplýsingar um Landsbanka Islands
eftir Halldór Guð-
bjarnason
Bankastjórn Landsbanka íslands
hefur orðið fyrir harðri gagnrýni und-
anfama mánuði. Ársreikningur bank-
ans varð gagnrýnendum fóður í þessu
sambandi og sömuleiðis sársaukafull-
ar uppsagnir starfsmanna. Lands-
banki Islands gegnir lykilhlutverki í
efnahagslífí þjóðarinnar. Hann er eign
ríkisins, hann er stærsti og þýðingar-
mesti banki þjóðarinnar og vel er með
starfsemi hans fylgst. Sjálfsagt er að
ræða málefni hans opinberlega, svo
framarlega sem lög og reglur banna
það ekki og gagnrýni er eðlilegur
fylgifiskur slíkrar umræðu. Gagnrýni
er góð, að svo miklu leyti sem hún
er fagleg og byggist á staðreyndum.
Á sama hátt hljóta stjórnendur bank-
ans að harma gagnrýni, sem byggist
á sleggjudómum og hreinum dylgjum.
Sumir sleggjudómar verða til fyrir
vankunnáttu eða vegna misskilnings
en stundum eru sleggjudómar, dylgjur
og órökstuddar fullyrðingar settar
fram markvisst í ákveðnum tilgangi.
Ótrúlega oft hefur það komið fyrir í
umræðunni um Landsbanka íslands,
að sérfróðir menn fara með staðlausa
stafi um málefni hans. Það er þá ekki
gert af vankunnáttu heldur vegna
þess að þeim mönnum hlýtur að ganga
eitthvað annað til en að fjalla um
málefni hans af heiðarleika eða þeir
hafa hreinlega ekki nennt að setja sig
inn í málin. Menn eru gjarnir á að
fullyrða án þess að hafa til þess þekk-
ingu og allt of margir trúa óvönduðum
málflutningi, sem nóg er til af í dag.
Lygin er stundum rökstudd með al-
mennum orðaleppum án hugsunar.
Einn slíkur „gagnrýnandi" rökstuddi
hana á þennan hátt: „Staðreyndimar
tala sínu máli og um þær hefur verið
fjallað á opinberum vettvangi."
Banki — ekki beiningamaður
Þeim sem fylgjast með þjóðfélags-
umræðunni ætti ennþá að vera í
fersku minni lætin sem urðu í kjölfar
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar í apríl
sl., að styrkja eiginfjárstöðu Lands-
bankans. En látunum linnti ekki með
afgreiðslu Alþingis á þeim lögum sem
nauðsynleg voru til að þetta næði fram
að ganga. Við tóku samningar bank-
ans við fulltrúa viðskipta- og fjármála-
ráðuneytisins. Þar gekk á ýmsu. Ekki
er ástæða til að rekja hér það sem
þar fór fram, en setning eins og „bein-
ingamenn geta ekki heimtað neitt“
gefur innsýn í að við ýmislegt annað
en fjármál var að glíma.
Það sem á bak við samningsgerðina
Iá var krafa viðskiptaráðuneytisins um
að Landsbankinn skuldbindi sig til að
draga úr launakostnaði og öðrum
rekstrarkostnaði. Aðspurðir hvort full-
trúar ráðuneytanna byggðu þessa
kröfu á vitneskju um það, að Lands-
bankinn væri verr rekinn en aðrir
bankar svöruðu þeir neitandi. Fyrir
lágu áætlanir um áframhaldandi nið-
urskurð kostnaðar. Með samningnum
skuldbatt bankastjórnin sig til að flýta
niðurskurðinum.
Af einhveijum ástæðum hafa sumir
viljað skilgreina eiginfj áraukninguna
í Landsbanka íslands sem neikvæða
aðgerð. Með sömu rökum ættu þeir
hinir sömu að skilgreina hlutafjár-
aukningu í hlutafélögum sem nei-
kvæða aðgerð. Slík skoðun hefur hins
vegar ekki heyrst. Ríkið á Landsbank-
ann og ekkert er eðlilegra en það hlúi
að þessari eign sinni. Til að gera eigin-
fjáraðgerðina neikvæða í augum al-
mennings, hafa sumir skilgreint hana
sem styrk frá ríkinu og blandað sam-
an eiginfjárframlagi og lánum. Þannig
tala stundum ýmsir sem vita ættu
hvað best muninn á framlagi og láni.
Erfitt ár
Árið 1992 varð Landsbankanum
erfítt. Það sem öðru fremur einkenndi
það voru miklar afskriftir útlána, en
frá 1990 hafa þær sett mikinn svip á
starfsemi bankans og náðu þær há-
marki á sl. ári.
Margoft hefur verið á það bent hve
stóra hlutdeild Landsbankinn hefur í
útlánum allra atvinnuvega lands-
manna og einstaklinga. í kjölfar efna-
hagserfiðleika, sem hijáð hafa þjóðina
undanfarin ár og sem m.a. hafa kom-
ið fram í gjaldþrötum fyrirtækja og
einstaklinga, er ekki undarlegt þótt
þung högg hafi lent á Landsbankanum
og hann tapað miklum fjármunum.
Hvort hægt hefði verið að minnka
þessi töp með annars konar útlána-
stefnu skal ósagt látið. Ekki ætla ég
að gera það að umtalsefni hér. En
rétt er að minna á að Landsbankinn
er ekkert eyiand og þeir fjölmörgu
starfsmenn hans, sem um útlánamál
fjalla, lifa og hrærast í þjóðfélaginu
eins og aðrir þegnar þess. Erfítt er
að hafa aðeins áætlanir um framtíðina
sér til halds og trausts, þegar útlánaá-
kvarðanir eru teknar, en hins vegar
er gott að dæma þegar staðreyndir
liggja fyrir.
Eiginfjárframlag og lán
Vegna útlánaafskrifta á sl. ári tap-
aðist mikið af eigin fé bankans. Eigið
fé, sem í lok árs 1991 var orðið tæp-
lega 6.500 millj. kr. féll niður í tæp-
lega 4.900 millj. kr. í lok árs 1992.
Með upptöku nýrra alþjóðlegra reglna
um lágmark eiginfjár varð ljóst, að
Landsbankinn uppfyllti ekki þessi nýju
skilyrði í byijun þessa árs.
Eins og gert er í öllum félögum,
hvort heldur eru hlutafélög, einkafé-
lög eða samvinnufélög, er venjulega
leitað til eigenda þegar treysta þarf
félagið. Eðlilega var því leitað til ríkis-
ins. Um það samdist við ríkisstjómina
að ríkið legði bankanum til viðbótar
eigið fé að fjárhæð 2.000 millj. kr.
Ekki fékk bankinn þetta greitt i pen-
ingum heldur fékk hann skuldabréf
með lægri vöxtum en eru á skulda-
bréfum ríkissjóðs á útboðsmarkaði og
mun ríkið greiða höfuðstólinn í einu
lagi eftir 20 ár. Ekki fylltust þvi pen-
ingageymslur bankans við þessa að-
gerð eins og sumir hafa haldið. Til
viðbótar þessu fékk bankinn lánaðar
1.250 millj. kr. frá Seðlabanka sem
hann endurgreiðir á næstu 5 ámm.
Ekki fékk þó bankinn neina peninga
í kassann með þessu, heldur var um
það samið að hann keypti ríkisskulda-
bréf fyrir andvirðið. Þessi lántaka
hefur því aðeins í för með sér kostn-
að, engar tekjur. Til viðbótar þessu
er gert ráð fyrir að bankinn fái 1.000
millj. kr. lánaðar frá Tryggingasjóði
viðskiptabanka og að það lán verði
til 10 ára. Óskað hefur verið eftir að
lánið verði greitt bankanum í pening-
um. Af fákunnáttu eða e.t.v. af ásettu
ráði hafa þessi lán breyst í ríkisfram-
lög í fjölmiðlaumræðunni. Hins vegar
er mikill eðlismunur á því hvort Lands-
bankinn fær eiginfjárframlag (hlutafé
hjá hlutafélagi) eða lán. Lánin endur-
greiðir hann en framlagið er eignar-
hlutur eigandans í bankanum.
Vel rekinn banki
Vaxtamál eru í brennipunkti þjóð-
málaumræðunnar og þar sem vextir
og afkoma haldast í hendur og vaxta-
munur og þjónustugjöld eru greinar á
sama meiði, er eðlilegt að ræða opið
um þennan þátt rekstrar banka og
sparisjóða.
Kollegi minn hjá íslandsbanka hf.,
Valur Valsson bankastjóri, reið á vað-
ið í grein í Morgunblaðinu 29. janúar
sl. sem bar heitið „Vaxtamálin“. Hann
fjallaði eðlilega um nefnda þætti svo
sem rekstrarkostnað og vaxtastig.
Einnig fjallaði hann um spamaðarað-
gerðir sem íslandsbanki hf. hefur
hrint í framkvæmd þau þijú ár sem
hinn ungi einkabanki hefur verið
starfræktur. Hæst ber þar fækkun
útibúa og starfsfólks. Bankastjórinn
gengur lengra og gefur upp boltann:
„Við bíðum hins vegar eftir því að
keppinautarnir taki til hendinni."
Islandsbanki hf. er vafalaust vel
rekinn banki þótt hann hafi goldið
Halldór Guðbjarnason
„Með því að taka saman
vaxtamun og sömu
þóknunarhlutföll og Is-
landsbanki hf., hefði
Landsbankinn haft í
viðbótartekjur þessi 3
ár rétt tæpar 7 þúsund
milljónir króna. Þessar
tekjur að frádegnum
sköttum hefðu bæst við
eigið fé hans.“
slæms efnahagsárferðis undanfarið
eins og aðrir bankar. Yfírlýsing
bankastjórans í vor þess efnis að bank-
inn þyrfti ekki að sækjast eftir láni
úr Tryggingasjóð viðskiptabanka er
fagnaðarefni. Til að greina ástæður
vanda Landsbanka íslands og til að
skýra rekstur hans fyrir þeim sem um
fjalla, er fróðlegt að gera einfaldan
samanburð á þessum tveimur bönk-
um.
Vaxtamunur, rekstrar-
kostnaður, þjónustutekjur
Svo sem sjá má af töflu 1 var vaxta-
munur Landsbankans sl. 3 ár sem
hlutfall af vaxtaberandi eignum tölu-
vert lægri en hjá íslandsbanka hf.
Þetta þýðir með öðrum orðum að út-
lánsvextir Landsbankans hafa verið
töluvert lægri. Þessi 3 ár nam vaxta-
munur Landsbankans samtals 10.645
millj. kr. Hefði bankinn beitt sömu
vöxtum og íslandsbanki þessi ár, hefði
hann haft í viðbðtartekjur rúmar
3.900 millj. kr. Hér er um að ræða
nær sömu fjárhæð og bankinn fær
að láni og sem nýtt eiginfjárframlag.
Landsbankinn hefur því látið við-
skiptamenn sína njóta viðskiptanna
með minni álagningu á útlán. Sann-
gjarnir menn kalla þetta vonandi hóg-
værð í álagningu. En einhver kynni
nú að spyija: Hafði hann efni á þessu?
Tafla 1
Vaxtamunur sem % af vaxtaberandi eignum
Landsbanki íslandsbanki hf.
1990 3,89% 5,75%
1991 4,00% 5,46%
1992 4,01% 5,16%
Tafla nr. 2 sýnir hve mikið bankinn
greiddi opinberum aðilum í skatta sl.
3 ár, hve miklu reksturinn skilaði til
að standa undir útlánatöpum, eftir að
allur kostnaður og afskriftir höfðu
verið færðar og hver endanleg afkoma
bankans var. Sem dæmi skilaði rekst-
urinn 1.450 millj. kr. árið 1990 til að
mæta útlánatöpum áður en tap mynd-
aðist í rekstrinum. Þessi afrakstur
rekstrarins nam 27,2% af eiginfé
bankans. Það ár greiddi bankinn í
skatta 306 millj. kr. og skilaði 31
millj. kr. í hagnað. Af þessu má sjá
að ekki er við hinn eiginlega rekstur
að sakast að góður hagnaður skuli
ekki sýndur af bankanum. Ástæðan
liggur í útlánatöpum, eins og áður
hefur verið vikið að.
Tafla 2
-ands- Tekjur Sem Hagn-
banki í til að % af aður
millj. kr. Skattar standa undir útl.töpum eiginfé (tap)
1990 306 1.450 27,2 31
1991 303 1.054 18,3 54
1992 381 1.298 20,1 (2.733)
Tafla nr. 3 sýnir rekstrarkostnað
bankanna sem hlutfall af niðurstöðu-
tölu efnahagsreiknings. Þessi 3 ár var
heildar rekstrarkostnaður Lands-
banka 13.826 millj. kr. Hefði Lands-
bankinn greitt í rekstrarkostnað sam-
bærileg hlutföll og íslandsbanki hf.,
hefði þessi kostnaður aukist um rúm-
ar 4.500 millj. kr. Sanngjamir menn
kalla þetta væntanlega hagkvæmni í
rekstri.
Tafla 3
Rekstrarkostnaður sem % af heildarfjármagni
Landsbanki íslandsbanki hf.
1990 4,48% 6,44%
1991 4,69% 6,24%
1992 4,65% 5,70%
Tafla nr. 4 sýnir þóknunartekjur
bankanna sem hlutfall af niðurstöðu-
tölu efnahagsreiknings. Þessi ár námu
þóknunartekjur Landsbanka 5.428
millj. kr. Hefði Landsbankinn tekið
þóknunartekjur í sömu hlutföllum og
Islandsbanki hf., hefðu þessar tekjur
aukist um rúmar 3.000 millj. kr. Sann-
gjarnir menn kalla þetta væntanlega
hógværð í álagningu.
Tafla 4
Þóknunartekjur sem % af heildarfjármagni
Landsbanki íslandsbanki hf.
1990 1,82% 2,83%
1991 1,74% 2,62%
1992 1,88% 3,00%
Hér að framan er á einfaldan hátt
sýndur samanburður á rekstri Lands-
bankans og íslandsbanka hf. árin
1990 til 1992. Hægt er að halda áfram
og nefna ýmsai; aðrar kennitölur. Með
því að taka saman vaxtamun og sömu
þóknunarhlutföll og Islandsbanki hf.,
hefði Landsbankinn haft í viðbótar-
tekjur þessi 3 ár rétt tæpar 7 þúsund
milljónir króna. Þessar tekjur að frá-
degnum sköttum hefðu bæst við eigið
fé hans. Slík stefna í tekjumálum
bankans hefði að sjálfsögðu gert hann
öflugri og þar með hæfari til að tak-
ast á við útlánatöpin, arðsemi eiginfj-
ár verið miklu hærri og ýmsar kenni-
tölur úr rekstri auðvitað miklu betri.
En viðskiptamenn bankans hefðu
þurft að borga þessar tæpu 7 þúsund
milljónir og þykir þeim víst nóg um
þótt banki þeirra hafí sannanlega tek-
ið banka minnst í vaxtamun og þókn-
unartekjur þessi ár.
Með sama hlutfalli og íslandsbanki
hf. þessi ár hefði Landsbankinn þurft
að greiða 4.500 millj. kr. meira í
rekstrarkostnað en hann gerði. Með
það sem staðreynd hefði ávinningur-
inn ekki orðið um sjö þúsund milljón-
ir króna heldur tæpar tvö þúsund og
fímm hundruð milljónir, sem líka hefði
komið sér vel. Með slíkan rekstrar-
kostnað hefði mátt taka undir með
þeim ráðuneytismönnum að ekki væri
vanþörf á að taka til í rekstrinum.
Þá hefði mátt sýna góðar tiltektir eins
og kollegi minn Valur gerir í grein
sinni. Það skiptir nefnilega máli
hvemig upphafið lítur út þegar tekið
er til við að mæla árangurinn.
Fyrirtæki en ekki stofnun
Frá því ég hóf störf við Landsbank-
ann í upphafi árs 1991, hef ég ítrekað
brýnt fyrir starfsfólki við ýrnis tæki-
færi, að Landsbankinn sé fyrirtæki
en ekki stofnun. Þetta er erfitt verk-
efni. Hér er við fortíðina að glíma og
þann hugsunarhátt sem fólk, bæði
starfsmenn og aðrir, hafa tamið sér
í gegnum tíðina. Hafa skal í huga að
Landsbanki íslands er 107 ára gam-
alt fyrirtæki, fyrirtæki sem á sér
merka fortíð. En hvers vegna fyrir-
tæki en ekki stofnun?
Skoðun mín er sú, að það sé mikill
munur á viðhorfí fólks til hugtakanna
fyrirtækis og stofnunar. Ég er ekki í
neinum vafa um, að landsmenn gera
aðrar og meiri kröfur til Landsbank-
ans en annarra banka og sparisjóða.
Þetta tel ég m.a. byggjast á þessari
stofnunarímynd. í röðum starfsmanna
bankans verður vart við þann hugsun-
arhátt að Landsbankanum beri að
gera eitt og annað sem alls ekki er
hægt að ætla honum sem sjálfstæðu
fyrirtæki. Þessi hugsunarháttur teng-
ist fortíðinni og því fjölþætta hlut-
verki sem bankinn hefur gegnt í gegn-
um tíðina. En hvers vegna er á þetta
minnst hér?
Miklar breytingar hafa átt sér stað
í þjóðfélaginu á síðustu árum. Þessar
breytingar hafa ekki hvað síst orðið
í íjármálakerfínu. Samkeppni bank-
anna er orðin mikil og á eftir að auk-
ast. Samfara stöðugleika í gengis- og
efnahagsmálum mun vaxandi traust
skapast á íslensku krónunni. Það mun
hugsanlega hafa í för með sér sam-
keppni erlendis frá, frá bönkum sem
búa yfir reynslu af samkeppni í marga
áratugi. Allt þetta gerir það að verk-
um að þeir sem ekki reyna að hag-
ræða í rekstri sínum svo sem kostur
er, munu verða undir. Þar er Lands-
bankinn engin undantekning og það
er stjómendum hans vel ljóst. Því
hefur á síðustu árum stöðugt verið
unnið að nýskipan mála innan veggja
hans með það að markmiði að gera
hann betur búinn undir harðari sam-
keppni.
I umræðunni um einkavæðingu rík-
isfyrirtækja hefur þeim rökum verið
beitt að hlutafélagsformið sé hentugri
umgjörð um reksturinn en ríkiseignar-
fonnið. Eins og ég hef áður tjáð mig
um, tek ég undir þetta sjónarmið.
Þótt ekki sé nema fyrir það eitt að
fólk líti á bankann sem fyrirtæki en
ekki sem stofnun, ef hann er hluta-
félag, þá er til þess að vinna að gera
slíka breytingu. Breytt viðhorf gera
breytingar til framfara auðveldari og
reynslan sýnir að þörf er á því. En
dæmið sýnir að ríkisbankaformið eitt
út af fyrir sig er engin ávísun á það
að slík fyrirtæki séu verr rekin en
hlutafélög, eins og mátt hefur skilja á
ýmsum.
Raunvextir verða að lækka
í þeirri efnahagslægð sem yfir þjóð-
ina gengur hafa vextir oft verið nefnd-
ir sem helsta orsök afleiðinganna,
gjaldþrotanna. Þótt gott sé að hafa
óvin til að sakast við fellst ég ekki á
þetta. Satt er það að vextir eru háir
en það umhverfí sem við höfum skap-
að hér er orsakavaldurinn. En hvað
sem því líður þarf að finna leiðir til
að lækka raunvexti, örva atvinnulífið
og skapa möguleika á nýjum atvinnu-
tækifærum.
Landsbankinn hefur um nokkurt
skeið legið undir harðari og óvægnari
gagnrýni en oft áður. Ég hef i stuttu
máli sýnt hér fram á að ýmislegt í
þeirri gagnrýni á sér ekki stoð í raun-
. veruleikanum. Landsbankinn er vel
rekið fyrirtæki og stöðugt er stefnt
að því að hagræða í rekstri hans.
Hagkvæmni rekstrar hans er meiri
en hjá keppinautunum og þess hafa
viðskiptamenn hans notið. En bankinn
lýtur sömu lögmálum og aðrir bankar
þótt hann sé í eigu ríkisins. Hann lif-
ir á viðskiptum við fólkið og fyrirtæk-
in í landinu og ekki þýðir að gera til
hans aðrar kröfur en keppinautanna,
nema þá kröfur sem tengjast stærð
hans. Éins og önnur fyrirtæki og ein-
staklingar hefur hann orðið fyrir
miklu tjóni vegna gjaldþrota. Ekki
kemur á óvart að heyra sömu menn
gagnrýna töpin og áður gagnrýndu
bankann fyrir að vilja ekki lána. En
upp birtir um síðir og undirstrika ber
að umfang núverandi útlánatapa er
einsdæmi.
Landsbanki íslands hefur lengi sýnt
gott fordæmi í vaxtamálum. Á sl.
tveimur og hálfu ári hefur bankinn
nokkrum sinnum riðið á vaðið með
tilraunir til að lækka raunvexti. Við-
brögð markaðarins hafa verið nei-
kvæð. Samt sem áður hefur banka-
stjórnin ekki gefíst upp við að leggja
sitt af mörkum til að lækka raunvexti.
Höfundur er bankastjóri
Landsbanka íslands.