Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 LIST Sigríður Asgeirsdóttir á al- þjóðlegri glerlistasýningu Morgunblaðið/RAX Sigríður Ásgeirsdóttir við eitt verka sinna frá því hún sýndi í List- munahúsinu við Tryggvagötu í fyrra. og skjöldur í laginu og á sú hug- mynd skylt við lögun verka þeirra málara, sem hafa fengið sig fullsadda á ferhyrningnum. Verkið allt er svart og á Sigríður það einn- ig sammerkt með málurum sam- tímans að notast við einn lit. Skjöld- urinn er sprunginn eins og ísjaki og sums staðar má greina rákir í sortanum." Flestir sýnenda frá Bandaríkjunum Sýningin ber heitið „Glerið sem strigi: óhefðbundið steint og slétt gler.“ Flestir listamannanna eru bandarískir, en þó einnig listamenn frá Belgíu, Englandi, Kanada, Wal- es og Þýskalandi. Sýningin er haldin á vegum the Society of Arts and Crafts á New- bury Street, sem er ein af fjölfam- ari götum borgarinnar. Þetta félag hefur á stefnuskrá sinni að kynna glerlist okkar tíma í Bandaríkjun- um. „Sýning af þessu tagi hefur aldrei verið haldin hér áður,“ sagði Barbara Baker, starfsmaður félags- ins, í samtali við Morgunblaðið. „Hugmyndin er að sýna fram á hversu framúrskarandi og fjöl- breytilegir þeir listamenn eru, sem nota málað gler í listsköpun sinni.“ Baker kvað 55 listamenn hafa tekið þátt í samkeppninni, sem haldin var um það hvaða verk skyldu tekin til sýningar. Dæmt var eftir gæðum verks, valdi listamanns á málningartækni og tjáningar- máta. Á endanum var 22 listamönn- um boðið að senda verk á sýning- una sem var opnuð 17. júli og stend- ur til 23. ágúst. Meat Loaf hefur lést um tugi kílóa og er nú kominn með nýja plötu á markað. TÓNLISTARMENN Meat Loaf aftur kominn á kreik Mönnum stóð hálfgerð ógn af söngvaranum Meat Loaf þegar hann var upp á sitt besta, enda var hann þá 130 kíló að þyngd og söngurinn var í samræmi við útlitið. Nú hefur hann gefíð út nýja plötu ásamt félaga sínum Jim Steinman sem fengið hefur nafnið „Bat Out Of Hell II", en hún hefur einnig verið nefnd „Back To Hell“. Hann hefur líka grennst töluvert og er nú sagður réttu megin við 100 kílóin. Þetta getur hann þakk- að eiginkonu sinni, Lesley, því að sögn kunnugra var það hún sem átti frumkvæðið að megrunarkúr Meat Loafs. í stað þess að borða egg og beikon á morgnana borðaði hann einungis ferska ávexti og í stað stóru kjöthleifanna og frönsku kartaflnanna fékk hann fisk og fuglakjöt. Nú velta menn því hins vegar fyrir sér hvort röddin hafi breyst í samræmi við holdafarið. Fyrirsætan Marcus Schenkenberg, 24 ára, sem meðal annars er á samning við Calvin Klein og auglýsir nærföt, hefur tekið saman við MTV- stjörnuna Rebeccu de Ruvo. Hún sagði skilið við sambýlismann sinn, Derek, vegna fíkniefnanotkunar hans. Þau Marcus og Rebecca eru bæði sænsk, en hafa unnið erlendis að und- anförnu. Rebecca hefur búið í London, þar sem hún vinn- ur við MTV-tónlistarsjón- varpið en Marcus býr í New York. Samband þeirra upp- götvaðist vegna þess að þau hafa eytt frítíma sínum saman í MTV-sljarnan Rebecca de Ruvo Stokkhólmi í sumar. og fyrirsætan Marcus Schenk enberg. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Sigríður Ásgeirsdóttir myndlist- armaður sýnir um þessar mundir fjögur verk á alþjóðlegri samsýningu 22 glerlistamanna í Boston og var tekið fram í helsta dagblaði borgarinnar að eitt verka hennar skæri sig úr öðrum verkum á sýningunni. Tilgangur sýningarinnar er að sýna fjölbreytni í verkum lista- manna, sem kjósa að nota gler í stað striga. Sýningar af þessu tagi eru fátíðar í Bandaríkjunum og vildi listamaðurinn Linda Lichtman, sem búsett er í Boston og skipulagði sýninguna, gefa almenningi kost á því að virða fyrir sér list, sem lista- söfn hafa sniðgengið. Verk Sigríðar sögð meðal þeirra áhrifamestu Verk Sigríðar eru mjög frábrugð- in öðrum verkum á sýningunni og sagði í grein, sem birtist í dagblað- inu The Boston Globe á laugardag, að þau væru ásamt öðrum afstrakt verkum meðal þeirra áhrifamestu, sem_ þar væru. „íburðarminnsta og óvægnasta verkið á sýningunni er „Skjöldur" eftir íslenska listamanninn Sigríði Ásgeirsdóttur," sagði í gagnrýni The Boston Globe. „Glerið er eins SAMVERA Svíar kynn ast ástínni erlendis STJÖRNUR Söngvarinn Rod Stewart skellti sér á frönsku Rivieruna í sum- arfríinu, þar sem hann á sumarbú- stað, nánar tiltekið í Saint Tropez. Með í förinni voru eiginkona hans, Rachel, og dóttirin Renee. Á undanförnum árum hefur Rod bætt á sig nokkrum kílóum, sem sumir segja að hann hefði gott af að losna við. En er eitthvað við því að segja að „bíldekk" sé komið um mittið þegar maðurinn er kominn á sextugsaldur? Haft er þó fyrir satt að Rod reyni að hreyfa sig sem mest á ströndinni og noti meðal annars fótbolta til að stytta sér stundimar. Það er samdóma álit flestra að það hafi gert Rod gott eitt að kvæn- ast Rachel, því um það leyti fór hann að stunda heilbrigðara líferni um leið og hann fór að eyða aukn- um tíma heima. Eftir að litla dóttir- in Renee kom til sögunnar hefur rokkstjarnan blómstrað í pabba- hlutverkinu. Rod Stewart ásamt eiginkonunni Rachel og dóturinni Renee á frönsku Rivierunni. Rod Stewart eyddi sumar- leyfinu í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.