Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 13 Bjartur í Sumarhús- um gengur í Búseta eftir Jón Rúnar Sveinsson Búseti, þ.e. húsnæðissamvinnu- hreyfingin sem hér hefur haslað sér völl á síðustu árum, á í mörgu tilliti rætur að rekja til vinstri hreyfingarinnar. Það voru sósíalist- ar og samvinnumenn sem lögðu á brattann í húsnæðismálum snemma á öldinni, með þá hugsun að leiðarljósi að úr húsnæðisþörf allrar alþýðu væri happadrýgst að bæta með samvinnu og samtaka- mætti. í tímans rás afskræmdist þessi hugsun sums staðar og endaði í miðstýringu og opinberu eða hálf- opinberu húsnæðiskerfi. En þar sem menn hafa haldið í frjáls fé- lagasamtök um húsnæðismálin hef- ur undantekningarlaust tekist vel upp. Hægri menn létu á stundum hinn pólitíska rétttrúnað halda sér frá stuðningi við húsnæðissamvinnufé- lög. Víða sáu einnig þeir nauðsyn- ina á þessu fyrirkomulagi, að það fengi að þróast og dafna. Þeir létu því húsnæðissamvinnuna afskipta- lausa eða jafnvel veittu henni nokk- urt brautargengi. Þetta á ekki síst við þar sem búsetuformið var til sem sterkur valkostur við opinbert, miðstýrt húsnæðiskerfi. Sænskir íhaldsmenn (,,moteraterna“) voru t.d. á sínum tíma stuðningsmenn búseturéttarformsins. í stjómartíð Gösta Bohmans á árunum 1976- 1982 var þannig fylgt fram þeirri stefnu að umbreyta félagslegum leiguíbúðum í búseturéttaríbúðir. Pólitísk einstefna úr sögunni? Því er ekki að leyna að hérlend- is hefur pólitískt kennivald af ýmsu tagi verið til hinnar mestu óþurftar og hefur tafíð alla eðlilega þróun húsnæðismála okkar íslendinga. Kreddutrúarmenn til hægri og að nokkru leyti einnig vinstri sinnaðir fagfélagsstefnumenn hafa reynt að loka stefnuna af í harðlæstum hólf- um frá því fyrir miðja öldina. Ann- ars vegar var hugsjónin um einbýl- ishús fyrir alla og hins vegar mið- stýrt verkamannabústaðakerfi. Stærsti stjómmálaflokkurinn hafði það á þessum tíma sem hreint trúaratriði allir ættu að eiga sitt húsnæði, það lægi í blóðinu, sjálfu íslendingseðlinu. Sem sagt, sá gamli góði Bjartur í Sumarhúsum byggi í hverjum manni. A seinni árum hefur veruleiki húsnæðismálanna hins vegar ýtt óþyrmilega við flestum ofurkapps- mönnum, bæði til hægri og vinstri. Núorðið sjá nefnilega æ fleiri, að það er hægt að leysa húsnæðis- vanda almennings með þriðju leið- inni, leið húsnæðissamvinnunnar, leið Búseta. Meira frelsi fyrir Bjart Staðreyndin er vitanlega sú, að Bjartur karlinn hefur bæði bognað í baki og orðið sér úti um illkynjað magasár og sára hjartverki gegn- um allt húsnæðisbaslið. Það er allt of algengt að íslendingar fórni fjölda ára með ómældri fyrirhöfn og óbætanlegum fómum í að öðl- ast meinta fullsælu eigin íbúðar. Það hlýtur í rauninni að vera keppikefli allra alvöru stjórnmála- loknu skulu kaupandi og allir við- staddir bjóðendur undirrita fund- argerð fundarins og eiga þessir aðil- ar jafnframt rétt á að fá afhent afrit fundargerðarinnar. e. Frestur til að taka tilboði. í lögunum segir að það skuli ávalit koma fram í útboðsskilmálum hversu lengi bjóðandi er bundinn af tilboði sínu. Hafi kaupandi ekki gefið svar við tilboðinu innan þess frests sem auglýstur var, er tilboðið ekki lengur bindandi fýrir bjóðanda. Þá er bjóðandi ekki heldur lengur bundinn af tilboði sínu ef kaupandi hafnar tilboði hans eða tekur tilboði annars bjóðanda. f. Val á tilboði. Samkvæmt lögunum skal ekki taka tilboði sem er í verulegum at- riðum í ósamræmi við útboðsskil- mála. Ef útboðið er almennt getur kaupandi tekið hvaða tilboði sem er eða hafnað þeim öllum. Hafi það boð sem kaupandi metur hagstæð- ast ekki jafnframt verið það lægsta, ber honum að senda öllum þeim bjóðendum sem áttu lægra tilboð en það sem tekið var, greinargerð með rökstuðningi um valið. Hafi útboðið verið lokað er kaup- anda ekki heimilt að taka við tilboð- um frá öðrum aðilum en þeim sem gefinn var kostur á að gera tilboð. Þá segir í lögunum að þess skuli gætt að riifit á tilboðum skuli ein- göngu fara fram á grundvelli út- boðsskilmála. Jafnframt er þess getið að frávikstilboð séu að jafnaði heimil nema annað sé sérstaklega tekið fram. g. Höfnun á tilboði. Þegar kaupandi vill ekki taka tilboði, sem borist hefur í það sem verið er að bjóða út, skal hann skýra bjóðanda frá ákvörðun sinni, ekki síðar en í lok þess frests sem hann hefur til að taka ákvörðun. í iögunum er það mikilvæga ákvæði að kaupanda sé óheimilt að efna til útboðs að nýju eða semja um framkvæmd þess eftir öðrum leiðum en útboðsgögn kveða á um, fyrr en öllum bjóðendum hefur ver- ið skriflega gerð ítarleg grein fyrir flokka að koma húsnæðismálum landsmanna í það horf að þeir geti notið almenns frelsis og viður- kenndra mannréttinda, þrátt fyrir það að öflun húsnæðis standi yfir. Það getur ekki verið hin eina rétta húsnæðisstefna að fórna heill og hamingju ótal ungra fjölskyldna á altari steinsteypunnar. Við eigum að krefjast fulls frels- is og mannlegrar reisnar til handa Bjarti í Sumarhúsum og öllum hans líkum, alls staðar á landinu og í öllum starfsstéttum. Að mínu mati og þúsunda annarra landsmanna verður slíkt frelsi best tryggt með því að efla og styrkja Búsetuhreyf- inguna. Bjartur gamli á ekki lengur að þurfa að fórna jafn miklu og hann er í raun einnig sami einka- framtaksmaðurinn gagnvart hús- næðinu og ef um eign væri að ræða. Hann hefur forræði hús- næðisins, sem hann hefur keypt samkvæmt búsetuformi, og á rétt á sinni íbúð svo lengi sem hann stendur í skilum. Staða Búsetahreyfingarinnar Vöxtur og viðgangur Búseta frá stofnun fyrsta félagsins fyrir tæp- um tíu árum sýnir það og sannar að íslendingar eru nú loksins að byija að sveija sig í ætt við frænd- ur sína á Norðurlöndum hvað snert- ir skipan húsnæðismála. Félags- mönnum Búsetafélaganna fjölgar ört og eru nú orðnir nær 6.000 talsins og nokkrir tugir bætast við í hveijum mánuði. Búsetafélögin í landinu reka nú á fjórða hundrað íbúða. Hreyfíngin hefur að undanförnu þurft að hafa Jón Rúnar Sveinsson „Stærsti stjórnmála- fiokkurinn hafði það á þessum tíma sem hreint trúaratriði að allir ættu að eiga sitt húsnæði, það lægi í blóðinu, sjálfu Islendingseðl- inu.“ talsvert fyrir þvi að varðveita stöðu sína í húsnæðiskerfínu og þróa hana áfram. Samdrátturinn í land- inu hefði átt að kalla á auknar byggingar búseturéttaríbúða og vaxandi skilning á nauðsyn milli- leiðar í húsnæðismálum á borð við þá sem Búseti felur í sér. Engu að síður virðast stjómvöld að undan- förnu hafa gripið til niðurskurðar- hnífsins gagnvart Búseta og það all rækilega nú á liðnu vori. Þann- ig fengu Búsetafélögin 70 lán árið 1990, 40 lán 1991 og 25 lán árið 1992. Þarna hefur þróunin legið nokk- uð bratt niður á við, en þó þykir pólitískum fulltrúum flokkakerfis- ins í húsnæðismálastjórn greinilega ekki nógu vel að verki staðið gagn- vart einu almannahreyfingunni í húsnæðismálum á íslandi. Um þetta vitnar úthlutun stjórnarinnar á lánum úr félagslega íbúðalána- sjóðnum á sl. vori. Á þessu ári hefur Húsnæðis- stofnun 500 lán til úthlutunar. Hin pólitíska stjóm stofnunarinnar ákvað — að sögn vegna ljár- magnsskorts — að skipta úthlutun- inni í tvennt og bíða með seinni úthlutunina fram á haustið, þrátt fyrir hið mjög svo bágborna at- vinnuástand á landinu og vitandi vits að til beggja vona getur bmgð- ið um byggingarstarfsemi sem dregst fram á íslenskan vetur. Að dæma af þeim 300 lánum sem út- hlutað var virtist Búseti tæpast vera til á landakorti húsnæðismála- stjómar, því niðurstaðan varð sú, að Búsetahreyfíngin, sem í er á annan tug svæðisbundinna félaga, fékk aðeins 14 byggingarlán að þessu sinni. Vart þarf að taka fram, að Búsetahreyfíngin, eina virka fjöldahreyfingin í húsnæðismálum hér á landi sættir sig ekki við þessa niðurstöðu og væntir þess því ein- dregið að önnur og réttlátari aðferð verði notuð við skiptingu þeirra 200 lána sem eftir munu vera. Enginn þarf að ganga þess dul- inn að húsnæði sem mannleg frum- þörf gegnir nákvæmlega sama hlutverki á íslandi og annars stað- ar í heiminum. Vonandi á sá dagur eftir að rísa að stjórnvöld ásamt samtökum og stofnunum sem hafa með húsnæðismál að gera viður- kenni hina augljósu nauðsyn þess að húsnæðissamvinnufélögin eflist til muna og verði eðlilegur og sjálf- sagður þáttur í húsnæðismálum okkar íslendinga. Höfundur er félagsfræðingur. Hann var fyrsti formaður Búseta í Reykjavík 1983-1986. ástæðum þess að öllum tilboðum var hafnað. Ákvæði þetta hefur þann tilgang að koma í veg fyrir misnotk- un á útboðsforminu eins og nokkur dæmi eru um. Því er sem sé ætlað að stemma stigu við því að efnt sé til útboða án þess því fylgi nokkur alvara. Það er mjög mikilvægt að unnt sé að stemma stigu við slíku þar sem það kostar oft verulega fjár- muni fyrir bjóðendur að taka þátt í útboðum. h. Samþykki tilboðs. Þegar tilboð hefur síðan verið samþykkt og kaupandi hefur form- lega tilkynnt bjóðanda um það er kominn á samningur milli aðila þess efnis sem útboðsgögn og tilboðið kváðu á um. i. Brot á lögunum. I lok laganna er síðan sagt að brot á lögunum leiði til bótaábyrgð- ar samkvæmt almennum reglum, jafnframt því sem útboðið í heild sinni er lýst ógilt. Bótafjárhæðin skal miðast við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði. 3. Tilgangur laganna Tilgangurinn með lögum um framkvæmd útboða er fyrst og fremst sá að mynda lagaramma um þær reglur sem gilda skulu um ferl- ið frá því að útboð er auglýst og þar til samningur hefur komist á á milli kaupanda og bjóðanda. Ákvæði laganna eru í flestum atrið- um í samræmi við venjur og staðla sem hingað til hefur verið stuðst við á þessu sviði. Fyrir þá sem lengi hafa starfað í tengslum við útboð eiga því ákvæði laganna ekki að koma á óvart. Ffyrir hina sem ekki hafa eins mikla reynslu af útboðum eiga ákvæði laganna að vera auð- skilin. Ljóst er að allir þeir sem starfa í tengslum við útboð þurfa að kynna sér efni laganna. Mikil- vægt er að menn geri það og temji sér sem fyrst að vinna samkvæmt þeim reglum sem lögin setja. Höfundur er lögfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. Eftiispurnin eltir eldri Honda er það mikil, að við lilum á notaða Honda sem Okkur vantar yfirleitt eldri Honda til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt Honda og hefur hug á að skipta og fá þér nýja, þá metum við eldri bílinn á sanngjörnu verði og þú eignast nýjan Honda fyrirhafnarlítið. HONDA VATNAGÖRÐUM - SlMI 689900 -góð fjárfesting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.