Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 12
12_____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993_ Atvinnuleysið í Evrópu eftir Þorvald Gylfason Höfuðvandinn í efnahagslífí Evr- ópuþjóðanna nú er mikið og vaxandi atvinnuleysi í álfunni. Á næsta ári verður áttundi hver Evrópumaður at- vinnulaus að öllum líkindum. Þessi varidi stafar ekki af hagstjómarmi- stökum af því tagi, sem mönnum hættir stundum til að setja í samband við öldugang í efnahagslífínu án mikill- ar umhugsunar. Nei, vandinn sýnist mér liggja að miklu leyti í meingölluðu skipulagi vinnumarkaðsmála í flestum Evrópulöndum, þar sem samningar um kaup og kjör eru gerðir á milli fjölrnennra heildarsamtaka launþega og vinnuveitenda án fulls tillits til framboðs og eftirspumar á vinnu- markaði. Þessi skipan kom ekki að mikilli sök, á meðan allt lék í ljmdi í evrópskum efnahagsmálum. En þegar á móti blæs eins og nú, koma gallar þessa skipulags greinilega í ljós. Verð vöm og þjónustu ræðst yfír- leitt af framboði og eftirspum á fijáls- um markaði. Þetta er grundvallar- regla og er höfð að leiðarljósi í mark- aðsbúskap um allan heim. Þessi regla er að vísu hvorki óbrigðul né alls ráð- andi. Engum dettur til dæmis í hug, að skólaböm og gamalt fólk eigi að greiða fullt verð fyrir menntun og læknishjálp, enda tíðkast það ekki sem almenn regla nokkurs Staðar á byggðu bóli. Ýmsar aðrar undantekn- ingar era til, svo sem landvamir og löggæzla, menning og vísindarann- sóknir, þar sem óheftur markaðsbú- skapur á ekki við. Eðlilegar undan- tekningar rýra þó ekki gildi reglunn- ar, öðra nær. Einmitt vegna rétt- mætra undantekninga frá reglunni er það mikilvægt, að kostir markaðs- búskapar séu nýttir eftir föngum, þar sem hann á við. Á þessu hefur þó verið alvarlegur misbrestur í búskap Vestur-Evrópuþjóðanna á liðnum árum að tvennu leyti, í landbúnaði og á vinnumarkaði, þrátt fyrir sífellt fijálsari búskaparhætti á flestum öðr- um sviðum. Miðstýring Skoðum vinnumarkaðinn. Þar stendur sú skipan víðast hvar í Vestur-Evr- ópu, að laun era ákveðin í samningum á milli fjölmennra verkalýðsfélaga og vinnuveitenda án fulls tillits til að- stæðna á þessum mikilvæga markaði hveiju sinni. Samningamenn eru full- trúar fyrir stóra og fjölbreytta hópa launþega og fyrirtækja. Það gerist þess vegna stundum við þessi skil- yrði, að samið er um laun langt um- fram greiðslugetu sumra fyrirtækja vegna þess, að þau era misjöfn að burðum eins og gengur. Veikburða fyrirtæki getur ekki greitt laun sam- kvæmt samningum, sem era miðaðir við meðalafkomu óskyldra fyrirtækja. Með þessum hætti era hagsmunir láglaunafólks látnir víkja við samn- ingaborðið. Láglaunafólk, ungt fólk ekki sízt, er verðlagt út af vinnumark- aðinum og getur ekki varizt með því að bjóðast til að vinna við launum, sem fyrirtækin ráða við. Kjarasamn- ingar koma í veg fyrir það. Þetta skipulag á meira skylt við miðstýringu en markaðsbúskap. Það stuðlar að stórauknu og stundum langvarandi atvinnuleysi í vondu árferði eins og nú. Það bætir svo ekki úr skák, að verkalýðsfélög víða í Evrópu hafa stundum neytt samtakamáttar síns til að hamla á móti fijálslegri búskap- arháttum, ekki aðeins á eigin vett- vangi, heldur einnig á ýmsum öðram sviðum. Þessi viðleitni hefur dregið úr hagvexti og viðgangi fyrirtækja og bitnað á launafólki með þvi móti. Hér er þó alls ekki verið að reyna að gera lítið úr framlagi evrópskra verklýðsfélaga til réttindabaráttu og bættra kjara verkafólks í gegnum tíð- ina, einkum fyrr á öldinni. Nei, hér er aðeins verið að benda á það, að verklýðshreyfingin í mörgum Evrópu- löndum og einnig hér heima hefur yfírleitt ekki átt langa samleið með þeim, sem hafa reynt að stuðla að bættum hag fólks og fyrirtækja með almennum umbótum í skjóli aukins fijálsræðis í efnahagslífínu. Þegjandi samþykki forastumanna verklýðs- hreyfíngarinnar hér heima við land- búnaðarstefnu stjómvalda langt aftur í tímann, jafnvel þótt þessi stefna sé augljóslega fjandsamleg hagsmunum launafólks, er angi á þessum meiði. Þessi gagnrýni á reyndar einnig við um vinnuveitendur sums staðar í Evrópu, einkum þar sem þeim hefur tekizt að fá stjómvöld til að hefta innflutning á kostnað almennings. ítalskir bílaframleiðendur eru gott dæmi um þetta, enda era japanskir bílar sjaldséðir þar suður frá. Italskir umbótasinnar leggja nú einmitt mikla áherzlu á nauðsyn þess að liðka fyrir innflutningi góðra og ódýrra erlendra bíla heim til Ítalíu til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, hvort sem stjómend- um Fiat-verksmiðjanna líkar það vel eða illa. Kaupgjald, tungumál og gengi Svo er annað. Evrópubandalags- löndin hafa reynt að framfylgja fast- gengisstefnu innbyrðis síðan 1979 með misgóðum árangri eins og gengur. Af þessu leiðir, að ríkisstjómir þessara landa hafa sagt skiiið í orði kveðnu að minnsta kosti við gengisfellingar- leiðina til að lækka raunveralegan kaupkostnað atvinnufyrirtækjanna, þegar á þarf að halda. Hafa þær fund- ið einhveija kauplækkunarleið í stað- inn, þegar fyrirtækin hafa komizt í kröggur? Nei. Þetta sýnist mér vera önnur höfuðástæða til aukins atvinnu- leysis í Evrópu undangengin ár ásamt miðstýringu launa í skjóli ríkjandi skipulags á vinnumarkaði. En hvað um Bandaríkin? Ekki fella menn gengið í Texas, þótt illa gangi Þorvaldur Gylfason „Verkalýðsfélög víða í Evrópu hafa stundum neytt samtakamáttar síns til að hamla á móti frjálslegri búskapar- háttum.“ þar. Nei, það er alveg rétt, en hins vegar eiga Bandaríkjamenn auðvelt með að flytjast á milli ríkja. Meðalijöl- skylda í Bandaríkjunum flytur búferl- um innan lands á þriggja ára fresti. Þar að auki ráðast vinnulaun af fram- boði og eftirspurn í miklu ríkari mæli í Ameríku en í Evrópu, enda er að- eins um áttundi hver maður í verk- lýðsfélagi í Bandaríkjunum nú orðið: sjö af hveijum átta semja um kaup og kjör hver fyrir sig. Þannig hafa Bandaríkjamenn komizt hjá stór- auknu atvinnuleysi þrátt fyrir eina sameiginlega mynt. Skuggahliðin á þessari skipan er sú, að launamunur er miklu meiri í Bandaríkjunum en í Evrópulöndum, en þá þarf líka að hyggja að því, að Bandaríkin era að sumu leyti sambærilegri við Evrópu alla en við einstök Evrópulönd. Hvað um það, Evrópumenn eiga ekki kost á búferlaflutningum til jafns við Bandaríkjamenn. Evrópskar fjöl- skyldur flytja því sjaldnar á milli landa. Atvinnulaus Dani á ekki gott með að flytjast til Portúgals, ef hann kann ekki málið, þótt ekki væri ann- að. Af þessu dreg ég þá ályktun, að sameiginleg Evrópumynt í kjölfar Maastricht-samkomulagsins geti átt eftir að koma Evrópubandalaginu í koll, nema gerðar séu ráðstafanir um leið til að auka sveigjanleika á evr- ópskum vinnumarkaði til muna. Nú virðast ríkisstjómir Evrópu- bandalagsríkjanna, sumar þeirra að minnsta kosti, loksins vera að vakna til vitundar um þessi atriði, eins og kom fram á fundi forsætisráðherra bandalagsins í Kaupmannahöfn fyrir nokkra. Nú stefnir bandalagið að vandiegri endurskoðun vinnumark- aðslöggjafarinnar í Evrópu í leit að leiðum til að auka sveigjanleika á þessum mikilvæga markaði og draga þannig úr atvinnuleysi. Mikið ríður á því, að þetta takist. Þetta viðfangs- efni er bæði viðkvæmt og vanda- samt, því að verklýðsfélög eiga djúpar rætur í evrópskri menningu þessarar aldar og vekja stundum sterkar til- fínningar í bijóstum fólks líkt og land- búnaður. Nýsjálendingar era reyndar búnir að ryðja brautina. Þeir eru nýbúnir að gerbreyta vinnumarkaðslöggjöf- inni þar suður frá sumpart til að draga úr veldi verklýðsfélaga, sem höfðu deilt og drottnað á vinnumarkaðinum að gamalli brezkri fyrirmynd. Á Nýja- Sjálandi kom varla upp sá vandi í efnahagsmálum til skamms tíma, að skrifstofa fjármálaráðherrans væri ekki orðin full af verklýðsforingjum að leggja á ráðin um hagstjóm án þess þó að virðast vita sitt ijúkandi ráð. Sá tími er liðinn. Verklýðsforingj- amir hafa verið settir til hliðar. Nú geta þeir ekki lengur verðlagt verkf- úst fólk út af vinnumarkaðinum. I I > I > r i > Höfundur erprófessor í hagfræði við Háskóla Islands. Reglur um framkvæmd útboða lögfestar eftir Andrés Magnússon 1. Aðdragandi lagasetningarinnar Á haustdögum 1992 skipaði þá- verandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra nefnd sem hafði það hlutverk að semja frumvarp að lögum um framkvæmd útboða. í nefndinni voru fulltrúar helstu hagsmunaaðila á þessu sviði, undir verkstjórn ráðu- neytisstjóra iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins. Nefndin lauk starfi sínu á tiltölulega stuttum tíma og skilaði af sér frumvarpi í lok árs 1992, sem bar heitið „Frumvarp til laga um framkvæmd útboða". Frumvarp þetta var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi á lokadögum þess nú í vor. Undanfari málsins var sá að ýmsir aðilar höfðu um nokkurt skeið vakið athygli á nauðsyn þess að lögfe'star væru reglur á þessu sviði. Það sem einkum var fært fram sem rök fyrir slíkri Iagasetningu var að mjög hefði skort á að eðlilegt við- skiptasiðferði hefði verið í heiðri haft við framkvæmd útboða á sviði verklegra framkvæmda, þrátt fyrir að fulltrúar helstu hagsmunaaðila hefðu komið sér saman um leikregl- ur á þessu sviði. Þessar reglur birt- ast í ÍST-30 — almennum útboðs- og samningsskilmálum um verk- framkvæmdir — sem fyrst var gef- in út árið 1969 og hefur verið end- urútgefinn tvisvar, síðast árið 1988. Það var löngum litið svo á af hálfu þeirra sem stóðu að samningu ÍST- 30 að staðallinn ætti að duga til þess að koma á eðlilegum sam- skiptareglum um útboð. Það var litið svo á að það væri allgóð trygg- ing fyrir því þegar fulltrúar allra helstu hagsmunaaðila, mæltu ein- dregið með notkun hans. Reynslan hefur hins vegar sýnt að ákvæði staðalsins eru ekki nægjanlega mik- ið virt. Þá ná útboð nú til mun fleiri sviða viðskipta en áður, en vöruút- boð og þjónustuútboð eru nú orðin mun algengari en áður. Ákvæði IST-30 eru sem kunnugt er fyrst og fremst sniðiri að verklegum framkvæmdum. 2. Efni laganna a. Gildissvið og hugtök. í upphafi laganna er fjallað um gildissvið þeirra og helstu hugtök skýrð. Af því er gildissviðið varðar fjalla þau um það þegar útboði er beitt til þess að koma á viðskiptum um verkframkvæmdir, vöru eða þjónustu. Lögin taka því almennt til þess þegar útboð er notað til þess að koma á viðskiptasambönd- um með þeirri undantekningu þó að lögin taka ekki til útboða á fjár- magns- og verðbréfamarkkaði vegna hinna sérstöku aðstæðna sem þar ríkja. Þá eru helstu hugtök í sambandi við útboð skýrð í upphafi laganna. Þessi hugtök eru „útboð“, „almennt útboð“, „lokað útboð“, „kaupandi", „bjóðandi" og „forval". b. Auglýsingar um útboð. í lögunum eru settar reglur um hvernig standa beri að auglýsingu Andrés Magnússon „Ákvæði laganna eru í flestum atriðum í sam- ræmi við venjur og staðla sem hingað til hefur verið stuðst við á þessu sviði.“ eða tilkynningu um útboð. Þegar um almenn útboð er að ræða skal auglýsa þau í blöðum, útvarpi eða með öðrum almennum hætti þar sem fram kemur hvar og hvenær útboðsgögn eru til afhendingar. Þá verða að liggja fyrir upplýsingar um það hver er kaupandinn og/eða umboðsmaður hans, hvað verið er að bjóða út, hvaða frestur er á því að skila tilboði og hver skilatími þess er sem verið er að bjóða út. Þegar um lokuð útboð er að ræða er send sérstök orðsending til þeirra sem gefa á kost á að gera tilboð. Það verður að gefa hverjum og ein- um allar sömu upplýsingar og þegar Erum með allttil undirfata- og náttfatasaums VIRKA FAXAFENM 2, SÍMI687477. um almennt útboð er að ræða, en til viðbótar verður að veita upplýs- ingar um hvaða aðilum öðrum er gefinn kostur á að gera tilboð. í Iögunum er sagt að útboðsgögn skuli ávallt innihalda allar nauðsyn- legar upplýsingar til þess að unnt sé að gera tilboð á grundvelli þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Með þessu ákvæði er verið að vekja at- hygli á mikilvægi þess að vandað sé til gerðar útboðsgagna, en alltaf ber nokkuð á kvörtunum frá bjóð- endum þess efnis að útboðsgögn séu ekki nægjanlega vel úr garði gerð. c. Afturköllun tilboðs. Bjóðandi getur afturkailað tilboð sitt allt fram að opnun tilboða og er þá óbundinn af því. Slík afturköll- un er því aðeins gild að hún hafi verið gerð skriflega eða með öðrum sannanlegum hætti. d. Opnun tilboða. í lögunum er sett sú regla að öll tilboð sem gerð eru á grundvelli sama útboðsins skuli opna samtím- is. Opnunin skal fara fram á þeim stað og tíma sem auglýsingin kvað á um. Bjóðendum eða fulltrúum þeirra skal ávallt heimilt að vera viðstaddir opnun tilboða. Almenna reglan er sú samkvæmt lögunum að óheimilt er að opna til- boð sem berst eftir að liðinn er sá frestur sem settur var til að skila tilboðum. Er þetta í samræmi við það sem almennt hefur verið viður- kennd meginregla við útboð hingað til. Þó er samkvæmt lögunum heim- ilt að opna tilboð sem berast á opn- unarstað tilboða áður en skilafrestur er runninn út, enda hafi gögn, sem fylgja tilboðinu, verið póstlögð með ábyrgðarsendingu a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram. Á þeim fundum sem opnun til- boða fer fram skal lesa nöfn bjóð- enda og heildarupphæð tilboðs hvers þeirra um sig. Þess skal gætt að ávallt séu lesnar upp samsvarandi tölur frá öllum bjóðendum. Liggi fyrir kostnaðaráætlun um það sem verið er að bjóða út, skal hún einn- ig lesin upp á þeim fundi þar sem opnun tilboðanna fer fram. Að þessu í '* \ V t h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.