Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 15 Fjöldi á Flúðum Syðra-Langholti. TALIÐ er að um 1.500 manns, flest fjölskyldufólk, hafi verið á Flúðum um helgina. Meginhlutinn gisti á tjaldsvæðinu sem rekið er af Ferð- amiðstöðinni. Hótelið var fullbók- að og allmikil sala á veitingum, að sögn Sólveigar Hallgrímsdóttur hótelstjóra. Er mál manna að aldrei hafí verið fleiri gestir á Flúðum um verslunar- mannahelgi. Allt fór fram með ró og spekt og engin slys urðu á fólki. Undi fólk sér hið besta í blíðviðrinu en á sunnudag komst hiti í 20 gráður. Á Álfaskeiði sem er vinsælt tjald- svæði sunnan í Langholtssvæði, voru 3-400 manns. Þar í skóginum gengu í hjónaband Helen Steinarsdóttir og Þorgeir S. Þorgeirsson, bæði úr Reykjavík. Gaf sóknarpresturinn í Hruna, séra Halldór Reynisson, þau saman að viðstöddum fjölmörgum vinum og ættingjum, ásamt öðrum tjaldgestum. Sig. Sigm. Morgunblaðið/Helga Á Þingeyri SÓKNARPRESTURINN á Þingeyri sr. Ólafur Jens Sigurðsson, eigin- kona hans frú Ólöf H. Halldórsdóttir, biskupshjónin hr. Ólafur Skúla- son og frú Ebba Sigurðardóttir og sr. Baldur Vilhelmsson prófastur. Biskup á Vestfjörðum Þingeyri. BISKUP íslands herra Ólafur Skúlason hóf fyrir helgi 10 daga vísi- tasíu sína um Vestfirði. Með honum í för eru eiginkona hans frú Ebba Sigurðardóttir og prófastur ísafjarðarprófastsdæmis, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Vísitasían hófst með guðsþjón- ustu í kapellunni á Hrafnseyri og síðan var gamla kirkjan þar tekin út. Þá var haldið yfír á Þingeyri þar sem messað var klukkan tvö og að því búnu hélt biskup að Hrauni í Keldudal þar sem skoðuð var gömul kirkja sem hefur verið aflögð af því að söfnuður er þar enginn lengur. Um kvöldið sátu biskup og fylgd- arlið hans svo veislu sóknamefndar á Þingeyri. Aðspurður kvaðst herra Ólafur mjög ánægður með þennan fyrsta dag og sagði hann lofa góðu. Hann sagðist allsstaðar verða var við velvilja gagnvart kirkjunni, fólk hefði greinilega miklar væntingar til hennar og að hún nyti mikils trausts. Meiri samvinna presta Varðandi stöðu kirkjunnar í þeirri miklu urnræðu sem nú í gangi um sameiningu sveitarfélaga sagð- ist hann ekki hafa nokkra trú á því að kirkjan myndi hafa forgöngu um fækkun eða sameiningu presta- kalla, en hann sæi með bættum samgöngum miklu fremur fyrir sér mun meiri möguleika á samvinnu presta á svæðinu. —Helga. Fjármálaráðuneyti hafnar ásökunum um smásmygli í skattaeftirlitinu Niðurstöður rétt- læta eftirlitsátak Flat Uno Arctic -fyrir norðlœgar slóðir Fiat Uno býðst nú á frábæru veröi. Aðein8 kr. Uno. arcbc 748.000 á götuna - ryðvarinn og skráður. Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bíla! UNO 45 3D er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir: Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari rafgeymir - Öflugri startari - Bein innspýting - Betri gangsetning - Hlífðarpanna undir vél - Öflugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun - Ný og betri 5 gíra skipting. Komið og reynsluakið Frábær greiðslukjör Úrborgun kr. 187.000 eða gamii bíllinn uppí. Mánaðargreiðsla kr. 20.094 í 36 mánuði með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar. ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620 FJÁRMALARÁÐUNEYTIÐ tekur undir hluta athugasemda Verslun- arráðs Islands um framkvæmd eftirlitsátaks Ríkisskattstjóra með skatt- framtölum fyrirtækja vegna síðasta árs. Ráðuneytið hafnar þó ásökun- um um smásmygli og bendir á að niðurstöður eftirlitsátaksins sýni að eðlilegt hafi verið að ráðast í það. Fram kemur að fjármálaráðuneytið ætlar að beita sér fyrir því að settar verði samræmdar vinnureglur um hvað megi telja til kostnaðar við rekstur. Verslunarráðið sendi íjármála- ráðuneytinu tvö bréf þar sem kvartað var undan skatteftirliti, einkum sér- stöku eftirlitsátaki, í vetur og vor. Verslunarráðið sakaði skattayfirvöld um að beina eftirlitsátaki sínu ein- göngu að fyrirtækjum sem greiða skatta en sinni ekki svokallaðri svartri atvinnustarfsemi. í þessu sambandi bendir ráðuneytið á að þetta tiltekna átak, sem byggðist á endurskoðun framtala og könnun gagna sem að baki þeim liggja og nái því ekki til svartrar atvinnustarf- semi, sé aðeins eitt af eftirlitsverk- efnum skattkerfísins. Á sama tíma hafí verið lögð vaxandi áhersla á aðra þætti, eins og að ljóstra upp um óskráða starfsemi, og væri með- al annars unnið að því á vegum skatt- rannsóknastjóra. Ráðuneytið segir að niðurstöður eftirlitsátaksins sýni að fullkomlega réttlætanlegt hafí verið að leggja út i verkefnið. Fasteignir færðar sem einkaneysla Ráðuneytið tekur fram að val fyr- irtækjanna í úrtakinu kunni að orka tvímælis. Það sé hins vegar rangt að eftirlitið hafí takmarkast við fyrir- tæki með hagnað. í tilefni athuga- semda Verslunarráðsins um miklar kröfur um ljósritun fylgiskjala hjá fyrirtækjunum sem lentu í úrtakinu bendir ráðuneytið á að nauðsynlegt sé að kanna samræmi færslna og fylgiskjala í bókhaldi. Ráðuneytið vekur athygli á því að skattyfirvöld hafí viðurkennt að hafa farið offari í einstökum tilvikum í upphafí átaks- ins og hafí síðan stillt í hóf kröfum um ljósritun fylgiskjala. Skattur 400 aðila hækkaði um 388 miljj. Ráðuneytið hafnar því að eftirlit- ið hafí einkennst af óþarfa smá- smygli og segir að staðreyndir úr niðurstöðum átaksins tali nokkuð skýru máli í því efni. Ástæða þótti til að breyta tekjuskattsstofni hjá nærri 400 aðilum og var hækkunin á honum um 388 milljónir kr., sem er nálægt 30% hækkun á samanlögð- um tekjuskattsstofni sömu aðila. Verslunarráðið nefndi sérstaklega athugasemdir við gjaldfærslu á jóla- glöggi og sælgæti sem starfsfólki hefði verið gefíð. Ráðuneytið bendir á að innan við 10% leiðréttinganna hafí stafað af risnu og gjöfum. Önn- ur og stærri dæmi um einkaneyslu sem gjaldfærð hefði verið á rekstur tækju til verðmeiri hluta svo sem bifreiða og jafnvel fasteigna. Viðræður um kostnaðarhugtakið í bréfi fjármálaráðuneytisins kem- ur fram sú skoðun að reynslan af átakinu bendi til þess að óæskilegt ósamræmi sé í því hvemig skattalög eru túlkuð að því er varðar hvað telja má til kostnaðar við rekstur. Segist ráðuneytið ætla að beita sér fyrir því að samræmdar vinnureglur verði settar í þessu efni og segist reiðubúið að taka upg viðræður um það við Verslunarráð íslands og lög- gilta endurskoðendur. / Omissandi upplýsingabanki VÁKORTALISTÍ Dags.5.8.1993. NR. 135 KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 5414 8300 2760 9204 5414 8300 1028 3108 5414 8300 0310 5102 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, semtakaberúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.