Morgunblaðið - 05.08.1993, Side 27

Morgunblaðið - 05.08.1993, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 HELGARTILBOÐIN UPPSKRIFTIN ÞAÐ ER sammerkt með vikutilboðun þessa vikuna að það virðist vera mest af tilboðum á ýmis konar dósamat og hreinlætisvörum. Það eru bara Hagkaup og Bónus sem eru með tilboð á ávöxtum og grænmeti og Nóatún og Fjarðarkaup eru einu verslanirnar þar sem kjöt er á tilboðsverði. Bónus Kinversk matseld er að ryðja sér til rúms hér á landi og nú er verslunin með tilboð á Wok-pönn- um sem tilvaldar eru til slíkrar matseldar. Wok panna með áhöldum ...1087 kr. Sokkar 3 p>ör, hvítir.;...159 kr. Stives sjampó og næring...269 kr. Gulrætur................67 kr/kg Appelsínur, pakkaðar....56 kr/kg Bónus appelsínuþykkni 11....179 kr. F&A Tilboðin hjá F&A gilda frá fimmtudegi til miðvikudags og er rétt að geta þess að verslunin veitir 4% staðgreiðsluafslátt ofan á þessi tilboð. Toblerone 200 g snjótoppur..200 kr. Dole ananassneiðar 3*227 g.117 kr. Ikebana spergill 460 g.......64 kr. Heinz bakaðar baunir 420 g ...47 kr. Diet kók dósir 24*0,331.....965 kr. Fjarðarkaup Ef fólk lumar á góðum uppskrift- um með unghænum er tilvalið að kaupa 10 stykki í kassa og eiga í frystinum. Svínakótilettur.........889 kr/kg Unghænur 10 stk í kassa.185 kr/kg Hrísgijón, austurlensk 1 kg....97 kr. Danskir ávaxtagrautar 11....125 kr. Heilhveitibrauð, niðurskorið...99 kr. Pripps léttöl 0,51..........56 kr. McVites hafrakex 500 g.....112 kr. Royal Tea súkkulaðikex.....131 kr. Kulana djús 11..............78 kr. Epli, gul................61 kr/kg Garðakaup Það eru aðallega hreinlætisvörur sem eru á tilboði í Garðabænum þessa vikuna. Eldhúsrúllur 4 stk.........186 kr. Salernispappír 8 stk.......186 kr. Prik sítrónuuppþvottalögur 21 ...........................148 kr. Madam Blá kaffisíur nr. 2,200 stk ...........................127 kr. Madam Blá kaffisíur nr. 4,200 stk ...............................148 kr. Örbylgjupopp 3 pakkar.......99 kr. Hrísgijón 500 g í 4 suðupokum ............................98 kr. Kattasandur 5 kg...............198 kr. Super þvottaduft 3 kg......298 kr. Hagkaup Verðið á eplasafanum í Hagkaup hefur verið lækkað um 37 kr. og fiskibollurnar eru 56 kr. ódýrari en venjulega. Hollenskt jöklasalat..........49 kr. Pfanner eplasafí 11...........75 kr. Humall ferskar fiskibollur 390 g .............................129 kr. Nivea sjampó og næring.......129 kr. S-afrískt rautt grape.....79 kr/kg Nóatún LAMBAKJÖT ber hæst í tilboð- unum þjá Nóatúni þessa vikuna og er hægt að fá kjötið bæði heilt og niðurskorið. Bestu kaupa '/i Iambaskrokkar Dla .....................379 kr/kg Lambahryggur 1/1...........588 kr/kg Lambalæri 1/1 .......599 kr/kg Lambaframpartur 1/1 niðursagað- ur.........................398 kr/kg Lambahryggur 1/1 niðursagaður .......................598 kr/kg Lambalæri 1/1 niðursagað .......................649 kr/kg Saltstangir 250 g..............79 kr. Ora bakaðar baunir 450 g..39 kr. Super Squash djúsþykkni 750 ml ..........................189 kr. Fanta21.......................129 kr. Tuborg léttöl, 500 ml.........59 kr. Kantolan tekex 200 g...........39 kr. Oratúnfiskurívatni............69 kr, Maryland kex, blátt, 200 g.69 kr. Coke 1,51.....................129 kr. M.S. ijómaís 11...............235 kr. Vínber, blá.............199 kr/kg Jöklasalat....................79 kr/kg íslenska útiuppskeran er nú öll komin á markað, nema sellerí og blaðlaukur. Verðhrun á íslensku kínakáli Verðhrun hefur orðið á nýju íslensku kinakáli frá þvi að það kom á markað i byrjun júlí. Ná- lægt 100% verðlækkun hefur orðið á kínakáli í heUdsölu, en nú er heildsöluverðið á kínakáli 139 kr. kg á móti 269 kr. um kg þegar fyrsta útiuppskeran fór að berast. I Hagkaup fengust upplýsingar um að verð á kína- káli hefði þar til í gær veríð á tUboðsverði á 99 krónur kg aim- ars hefði það verið á 199 kr. kg. „Það er alltaf mikið framboð af kínakáli á þessum árstima og því má búast við lágu verði eitthvað fram á haustið," segir Kolbeinn Ágústsson, sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Kínakál er fyrsta íslenska útiræktin, sem kemur á markað ár hvert, en í kjölfarið fylg- ir blómkál, hvítkál, rófur, spergil- kál, gulrætur, blaðlaukur og sellerí. Öll útiræktin er nú komin nema íslenskt sellerí, sem Kolbeinn býst við að fari að sjást í verslunum í vikunni auk þess sem blaðlaukur kemur seinna. Fyrir utan kinakálið hafa aðrar íslenskar grænmetistegundir ekki lækkað ennþá þó búast megi fast- lega við einhverri verðlækkun á næstu vikum. Heildsöluverð á blóm- káli er nú 295 kr. kg, 139 kr. á sumarhvítkál, 395 kr. á spergilkáli og rúmar 200 kr. á rófum, en búist er við verulegri verðlækkun á rófum þar sem enn er mikið magn niðri. „Ég tel að íslenska útiræktin sé mjög samkeppnishæf í verði við innflutta grænmetið. Að sjálfsögðu er verðið í fyrstu hátt, eins og er- lendis. Um leið og framboð eykst lækkar það, bæði í heildsölu og smásölu." Kolbeinn segir að íslenskt kínakál og hvítkál endist að líkind- um fram yfir áramót, en blómkáls- tímabilið sé venjulega stutt. ||:Gr©r Deigið í Domino's eftir föstum formúlum UM MIÐJAN ágúst verður opnaður fyrsti Domino’s Pizza staður- inn hérlendis og verður til húsa á Grensásvegi 11. Viðskiptavinir taka pítsurnar með sér en borða þær ekki á staðnum. Til að byrja með verður heimsendingarþjónusta fyrir svæðið frá Lækjargötu að Ártúnsbrekku og er hún ókeypis. Fyrirhugað er að opna fleiri síðar meir. Þá er vitanlega búist við að margir viðskiptavinir komi og kaupi sér pitsur og taki með sér. Bjami Þór Þórhallsson rekstar- tali við Daglegt líf að allt væri stjóri Domino’s Pizza sagði í sam- senn tilbúið. í dag, fimmtudag, verður settur upp stærsti pítsuofn sem þekkist hérlendis. Þar verður einnig stærsta hrærivélin til að gera deig- ið í. Tvær gerðir af pitsum, mið- stærð (12 tommu) og stór (15 tommu), verða bakaðar. Þær munu kosta 1.000 og 1.250 kr. Domino’s Pizza var stofnað í Michigan í Bandaríkjunum fyrir 30 árum og rekur fyrirtækið nú 5.600 staði víðs vegar um heiminn. Aðspurður um hvað hann teldi að gerði þessar pítsur sérstakar sagði Bjarni að það væri t.d. deig- ið og sósan sem væri mikiðUagt í og gert eftir sérstökum formúl- um. Bjarni sagði að fimmtíu manns yrðu ráðnir til starfa á pítsustaðn- um. Er verið að ganga frá samn- ingum við væntanlegt starfsfólk. Hann sagði að það yrði að upp- fylla sjálfsagðar og eðlilegar kröf- ur um snyrtimennsku, hreinlegan klæðaburð og fagmennsku í vinnu- brögðum sem væri aðal fyrirtækis- ins hvar sem það ræki pítsustaði. Allt kapp yrði lagt á að gera við- skiptavini ánægða. „Við viljum þjóna þeim eining- um vel en stefnum að því að opna fleiri staði í öðrum bæjarhlutum sem ekki hafa heimsendingarþjón- ustuna núna,“ sagði Bjami. ■ ^íisKiBoixm 390gr.pakKi __ g-%. pr. pk. nivea jpö-NÆSJNG VFRÐFRA s-afbíká rmjitgrape TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einni ferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.