Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 39 Hafa skal það sem sannara reynist! Frá Halli Hallssyni: FIMMTUDAGINN 29. júlí er grein í Pressunni um fjölmiðla eftir Karl Th. Birgisson undir fyrirsögninni „Þjófnaður í beinni útsendingu“. Þar er undirritaður sakaður um „grófasta tilfellið" — þjófnaðinn. í Pressunni segir, að Hallur Hallsson hafi endurflutt samdægurs sem fyrstu frétt á Stöð 2 forsíðumál Pressunnar um unga konu, sem missti eiginmann sinn vegna lækna- mistaka. Og orðrétt segir: „Hallur bætti engu við nema myndefni og las orðrétt upp úr frétt blaðsins án þes að nefna það.“ Vegna þessa þetta: 1) Fréttastofa Stöðvar 2 hafði verið með frétt um meint læknamis- tök á Borgarspitalanum skömmu eftir atvikið árið 1991 og var kunn- ugt um málsatvik. Það er hins veg- ar rétt að Pressan var fyrst til að birta viðtal við ekkju mannsins. 2) Daginn sem fréttin kom á Stöð 2 ræddi undirritaður á þriðju klukkustund við ekkju mannsins, sem lést á Borgarspítalanum, sá gögn og tók við hana viðtal. Undir- ritaður ræddi við lögmann ekkjunn- ar. Undirritaður ræddi við land- lækni á skrifstofu hans í tæpa klukkustund. Undirritaður ræddi við lækna og raunar líka hjúkrunar- fólk á Borgarspítalanum áður en hann vann fréttina. 3) Undirritaður er borinn þeim sökum af nefndum Karli, að hafa lesið orðrétt upp úr Pressunni. Þetta eru staðlausir stafir og ekki sann- leikanum samkvæmir, svo sem kemur í ljós þegar texti er borinn saman. 4) Ef undirritaður hefði „stolið“ frétt Pressunnar, þá hefði hann líka væntanlega farið með söipu mis- sagnir og blaðið. Á forsíðu Press- unnar sagði „. .. eiginmaður henn- ar kafnaði í höndunum á þeim eftir einfalda hálskirtlaaðgerð." í fyrir- sögn á blaðsíðu 7 segir: „Kafnaði í eigin blóði eftir hálskirtlaaðgerð" og undirfyrirsögn á blaðsíðu 6, „... lést eftir að hafa gengist undir einfalda aðgerð til að láta fjarlægja hálskirtlana.“ Þetta er ekki rétt. Hinn látni gekkst undir svokallaða kæfingarsvefnsaðgerð og jafnframt átti að fjarlægja hálskirtla, eins og fram kom á Stöð 2. Þama er tals- verður munur á, eins og læknar á Borgarspítalanum og lögmaður konunnar áréttuðu í samtölum við undirritaðan. Og að lokum þetta — því er hald- ið fram að Pressunnar hafi hvergi verið getið á Stöð 2. í fréttahelsti á Stöð tvö kom fram — með mynd — að Pressan hefði verið með við- tal við ekkjuna fyrr um daginn. Hafa skal það sem sannara reyn- ist! Vona að þessi stutti pistill út- skýri málið, því áður hefur þessari „þjófnaðarkenningu“ verið á lofti haldið í Pressuni. Mál er að linni. HALLUR HALLSSON, fréttamaður. LEIÐRÉTTINGAR Hluti fyrirsagn- ar féll niður Hluti fyrirsagnar um hestamót á Vindheimamelum í Morgunblaðinu í gær féll niður vegna mistaka. Rétt fyrirsögn er svohljóðandi: „Nýja fyrirkomulagið gaf góða raun“. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn Ranglega var farið með föður- nafn Rúriks Haraldssonar, leikara, í myndatexta í Morgunblaðinu í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Undirskrift féll niður I síðustu minningargreininni um Helga Hjálmarsson sem birtist í gær, miðvikudaginn 4. ágúst, urðu þau leiðu mistök að undirskrift féll niður. Undir greinina skrifuðu: Örn, Fanney og Þóra Hafdís. Hlutaðeig- andi eru beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd peysa DÓKKBLÁ síð bómullarpeysa tapaðist á Njálsgötu eða í Breið- holti fyrir verslunarmannahelgi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 683940. Fundarlaun. Muddy Fox-hjól tapaðist APPELSÍNURAUTT 21 gírs Muddy Fox Adventurer-hjól hvarf frá Bónusi í Breiðholti mánudaginn 19. júlí sl. Hjólið er með hvítu sæti og stórum silfurlitum standara og merkt Karen á stýri. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 74536 (Sverr- ir). Fundarlaun. Útvarpstæki tapaðist í Galtalæk STÓRT útvarpstæki með tvö- földu segulbandi í tapaðist á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 75932. Mongoose-hjól tapaðist RAUTT 21 gírs Mongoose- fjallahjól af gerðinni Iboc Sport með rauðum hlífum tapaðist nálægt Hafnarstræti 19 fyrir röskum tveimur vikum. Hafí ein- hver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 615525. Gleraugu fundust VÖNDUÐ gleraugu með sér- stakri sólgleraugnaklemmu fundust í Elínarlundi í Elliðaár- dal sl. mánudagskvöld. Eigandi má hafa samband í síma 681913. Fjallahjól í óskilum MOUNTAINBIKE fjallahjól hefur verið í óskilum í Hraunbæ í nokkurn tíma. Upplýsingar í síma 674342. Leðurjakki tekinn á Glaumbar VIKUGAMALL svartur karl- mannsleðuijakki var tekinn á Glaumbar sl. mánudagskvöld. Jakkinn er síður, með þykkum kraga, tvöföldum vösum á hlið- um, bæði renndum og opnum. Vasar eru einnig í bijósthæð og innaná. Hann er rykktur með bandi í mittið og tegundin er Leder Varen. Þessi jakki er mjög auðþekkjanlegur og líklega sá eini sinnar tegundar á landinu. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 625013. Fundar- laun. Jóhann. GÆLUDÝR Kettlingar FJÓRIR gullfallegir, kassavanir, kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 684556. Týndur kettlingur SVARTUR og hvítur tíu vikna kettlingur hvarf frá Seltjamar- nesi fyrir nokkru. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 615525. We make the worlcTs best mattress Við búum til heimsins bestu dýnur Við búum til heimsins bestu dýnur er hið viðurkennda vörumerki og auglýsingaslagorð Serta verksmiðjanna í Ameríku. Serta verksmiðjumar eru þekktar fyrir gæði og dýnumar sem við kaupum frá þeim hafa gormakerfi og fjaðrabindingu sem er svo einstök og vönduð í framleiðslu að Serta er tvímælalaust heimsins besta dýna eins og þeir auglýsa. Serta er t.d. eina breiða rúmdýnan á markaðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað þegar annar aðilinn byltir sér. I Serta dýnunni sameinast góður stuðningur við líkamann og frábær þægindi. Allar dýnumar em með þéttofnum damask dúk og öll uppbygging dýnunnar á að tryggja sem lengsta endingu Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að veita þér þær upplýsingar sem þú vilt vita um Serta dýnuna og til að aðstoða þig við val á réttu dýnunni. Við eigum Serta dýnurnar alltaf til á lager í ýmsum gerðum og stærðum og getum afgreitt samdægurs og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. Húsgagnahöllin BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 (|Jj) NUDDSKÓLI RAFNS QEIRDALS Útskrifadir nuddfræðingar Nuddskólinn vill upplýsa um hverjir eru að fullu útskrifaðir frá skólanum með lokaskírteini: Nuddfræðingur: útskriftarmánuður: 1. Aðalbjörg Baldursdóttir maí 1991 2. Bryndís Berghreinsdóttir maí1991 3. Elín Davíðsdóttir maí 1991 4. Ester Óskarsdóttir maí 1991 5. Fanney Reynisdóttir maí 1991 6. Flosi Sigurðsson maí1991 7. Guðlaug Ingvarsdóttir maí 1991 8. GuðmundurJóh. Guðmundsson maí 1991 9. Guðmundur Á. Magnússon maí1991 10. Guðný Hildur Magnúsdóttir maí1991 11. Hafdís Alberrtsdóttir maí1991 12. Hulda R. Hansen maí 1991 13. Jóhanna Ragnarsdóttir maí 1991 14. Júlíus Á. Guðmundsson maí1991 15. Katrín Gísladóttir maí 1991 16. Kristín Erna Einarsdóttir maí 1991 17. Kristín R. Gunnarsdóttir maí1991 18. Kristín Ottósdóttir maí 1991 19. Margrét Þórðardóttir maí 1991 20. Óskar Hjartarson maí 1991 21. Ragnheiður Þórarinsdóttir maí 1991 22. Sigurrós Hreiðarsdóttir maí1991 23. Sæunn Ósk Kristinsdóttir maí 1991 24. Vilborg Helgadóttir maí 1991 25. Þorbjörg Stefánsdóttir maí 1991 26. Þorbjörn Ásgeirsson maí 1991 27. Þórdís Ásgeirsdóttir maí 1991 28. Þórunn Þórarinsdóttir maí 1991 29. Guðrún Oddsdóttir ágúst1992 30. Hjördís Guðmundsdóttir ágúst 1992 31. Valdís Þórðardóttir ágúst 1992 32. Elínborg Högnadóttir desember 1992 33. Eygló Kristjánsdóttir desember1992 34. Helga Sigurðardóttir desember 1992 35. Kristín Guðmundsdóttir desember 1992 36. Bjarni R. Sverrrisson febrúar 1993 37. Ægir Magnússon apríl 1993 Allir þessir nuddfræðingar geta starfað sjálfstætt, opnað eigin stofu, auglýst og sótt um í Félag ís- lenskra nuddfræðinga. Sumir þessara nuddfræð- inga hafa opnað eigin stofu, allmargir starfa að hluta eða fullu og nokkrir hafa gengið í félagið. Skólinn fagnar þessu og óskar þeim göðs gengis. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.