Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 11 Þrotlaus er uppsprettulindín Bækur Jenna Jensdóttir Eiríks saga víðförla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist útgáfuna. Itarefnishefti og Kennarahefti, Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman. Iðnú 1993. Hér er Eiríks saga víðförla kom- in út í kennslubókarformi og bjó Ragnar Ingi rithöfundur og kennari hana til prentunar. Eiríks saga víðförla er talin, vegna upphafs sins, til Fornaldar- sagna Norðurlanda, en er í eðli sínu helgisaga sem fyrst sagna er skráð í Flateyjarbók, hina frægu skinnbók sem gerð var á 14. öld. Og í fyrsta sinn prentuð í heild í Kristjaníu í heftum sem komu út 1859-1868. Ragnar Ingi ritar fonnála fyrir Eiríks sögu víðförla nú, ekki aðeins skiljanlegan hveijum þeim sem kominn er til vits og ára, heldur gæddan nokkru aðdráttarafli til sjálfrar sögunnar. Honum tekst að draga út úr þessu litla ævintýri ótal þræði, á hverri síðu, sem hann síðan rafmagnar í frásögn sinni og tengir þá við fornbókmenntir, þjóð- sögur, nútímaskáldskap, fræði o.fl., allt til upphafs heirnsmyndar, sem birtast í brotum í ítarefnishefti. Svo snjall er hann í meðferð sinni á þessum andlegu dýrgripum, að þeir sem kynna sér verklag hans í smáletri að loknum hveijum kafla sögunnar og val á ítarefni, sem allt- af á að einhveiju sammerkt við söguna, hljóta að hrífast. Helsta inntak Eiríks sögu víð- förla felst í eftirmála ævintýrisins: „En því setti sá þetta ævintýri fýrst í þessa bók er hana skrifaði að hann vill að hver maður viti það að ekki er traust trútt nema af guði ...“ Því fer fjarri að Ragnar Ingi reki neinn áróður í viðbótarefni sínu, hvorki fyrir kristinni trú né öðru. Hann er hreinn og heiðarlegur í vinnubrögðum sínum og trúr þeim lífssannindum að kennsluhættir og öll fræðsla þurfi fyrst og fremst að byggjast á fordómaleysi, víðsýni, þekkingu og hæfileikum til þess að vekja með nemendum áhuga og einlæga fróðleiksfysn. Hins vegar má ljóst vera að svo trúarsterkt ævintýri sem Eiríks saga víðförla veki nemendur til umhugsunar um allt það er varðar kristna trú og hvernig henni vegnar í samtímanum. Með aðferðum sín- um varðar Ragnar Ingi jjreiða leið til hlutlausrar fræðslu. I Kennara- hefti því er fylgir æskir hann þess Vísnasöngur frá Alandsejrjum að bæði prestar og ásatrúarmenn verði til kvaddir á vissu stigi um- ræðna í kennslustund, svo nemend- ur geti leitað svara. Ást hans á ís- lenskri tungu og fomum verðmæt- um hennar lýsa upp allt sem hann byggir hér upp kringum söguna. Fjögurra áratuga reynsla af kennslu í íslensku og sögu læðir í hugann efa um það að Eiríks saga víðförla nýtist 11-12 ára nemend- um til skilnings á öllu því er Ragn- ar Ingi bera á borð með henni, en fyrir 13 ára nemendur og eldri er hér íjársjóður á ferðinni. Kennslu- heftið gerir kröfur til hins full- komna kennara, ef farið er eftir því sem þar er sett fram. Landakortin í ítarefni eru merkileg. Það er ein- læg von að Eiríks saga víðförla veki áhuga allra þeirra er á ein- hvern hátt tengjast sögukennslu — og hún verði í sífelldri notkun innan skólanna, ásamt ítarefnisheftinu. Hér hefur verið unnið gott verk í þágu sögu og tungu. Vert er að Ragnar Ingi Aðalsteinsson gefa gaum að bókaútgáfu Iðnú. Allar þijár bækurnar eru gefnar út í heftum. Kápur era aðlaðandi og ekki virðast heftin líkleg til þess að leysast í blöð við notkun, síður en svo. HJÓNIN Marianne Haggblom og Kim Hansson skemmta gestum Norræna hússins með söng og gítarleik laugardaginn 7. ágúst kl. 17 og sunnudag- inn 8. ágúst kl. 17.30. Vísurnar sem þau syngja eru af ýmsum toga og eftir höfunda bæði frá Alandseyjum og Finnlandi. Þau flytja lög eftir marga þekkta höfunda, m.a. Evert Taube og Kim Hansson, en hann hefur samið við kvæði finnska skáldsins Jarls Hemmers. Jarl naut vinsælda á Norðurlöndum á sínum tíma, en í ár eru 100 ár lið- in frá fæðingu hans. Marianne Hággblopi og Kim Hansson hafa starfað með Vísnavinum á Álandseyjum og hafa sungið við ýmis tækifæri og á tónleikum. Menningarsjóður ís- lands og Finnlands styrkti ferð hjónanna, og er þetta í fyrsta skipti sem þau heimsækja ísland. Aðgangur er ókeypis. Marianne Haggblom og Kim Hansson. NAMSKEIÐAPAKKI á einstökom kjörum! Viltu margfalda lestrarhraðann og auka ánægju af öllum lestri? Viltu auka afköst í starfi og námi? Hraðlestrarskólinn býður nú tvö vinsæl námskeið, hraðlestr- arnámskeið sem kostar kr. 15.800 og námstækninámskeið sem kostar kr. 5.900, saman í „pakka" á frábærum kjörum, einungis kr. 15.800. Þú sparar kr. 5.900! Betra tilboð færðu ekki, enda skila námskeiðin þér auknum afköstum í námi og starfi alla ævi! Næsta námskeið hefst 25. ágúst. Skráning alla daga í síma 641091. H RAÐLESTRARSKOLIN N ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! ™ 1978- 1993 {.M, Samleikur á flautu Tónlist Jón Ásgeirsson Tveir flautuleikarar, Kristín Guð- mundsdóttir og Tristan Cardew, og Elín Anna ísaksdóttir píanóleikari, komu fram á þriðjudagstónleikum Listasafns Siguijóns Ólafssonar. Á efnisskránni voru verk eftir Hand- el, Doppler og Mouquet. Tónleikarn- ir hófust á Tríósónötu op. 2 nr. 8 eftir Handel en varðandi þetta verk ríkir nokkur óvissa um að Handel eigi allar tónhugmyndir þess, og er reyndar óvissa um fleiri kammer- verk Handels, sem var ótrúlega fjöl- þreifinn um tón- verkahirslur ann- arra tónhöfunda. Þessi tríósónata, sem upphaflega er samin fyrir tvær fiðlur og continuo, er ekki sérlega áhugaverð og ein- hvern veginn laus við það sem best gerist hjá Handel og var auk nokkuð dauflega leikin. Sá daufleiki, sem var ríkjandi í verki Handels, einkenndi flutning allra verk- anna á efnisskránni, þó margt væri fal- lega mótað af ein- leikuranum. Það vantaði nokkuð á þá skerpu, og það persónulega tón- tak, sem greinir einleik frá samleik. Undirleikarinn lék oft mjög fallega, smá stófur sem gáfust hér og þar, og var mjög vel samvirkur í leik. Tvö verk eftir flautusnillinginn Doppler voru á efnisskránni, Ung- versk sveitafantasía op. 26 og And- ante et rondo op. 25, leikandi létt tónverk, sem voru á margan hátt fallega flutt en með þeirri deyfð sem áður er getið. Panflautan eftir Moú- quet er áferðarfallegt verk og var þar margt fallegt að heyra í leik Kristínar, í ágætu samspili við Elínu Önnu. Besta verk tónleikanna var Tri- etto primo í d-moll eftir Telemann en hann var aðalmaður í að út- breiða franska rókokkótónlist í Þýskalandi. Þetta verk var best leik- ið og sérlega largo-kaflinn, sem er undrafögur tónlist. Kristín Guðmundsdóttir og Trist- an Cardew eru góðir flautuleikarar og leggja auðheyrilega áherslu á þýðleika flautunnar og fyrir bragðið er eins og vanti skerpu í tóntak og túlkun. Þrátt fyrir að ekki reyndi mikið á hæfni píanóleikarans, skil- aði hann sínu mjög fallega. Macintosh PowerBook 145B Elín Anna Isaksdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Tristan Cardew. Kripalujóga úrka sem endist Byrjendanámskeið hefst mánu- daginn 9. ágástkl. 16.30. Kenndar verða teygjur, öndun og slökun. Jógastöðin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). stg**- Apple kynnti nýja fartölvu, PowerBook 145B, þann 7. júní síöastliöinn. Og nú bjóöum viö þessa tölvu á hreint frábæru veröi eða 139.900,- ef staðgreitt, en 147.263,- kr. sé greiðslunni dreift. Tæknivsiag: • 25 MHz 68030 örgjörvi • 3,5”, FDHD drif • SuperTwist 640 x 400 • Les og skrifar Macintosh-, • 4 Mb vinnsluminni MS-DOS- og OS/2-diska • 40 Mb harödiskur • AppleTalk-nettengi Stækkuiiarmögiileikar: ■ Auka má vinnsluminni í 8 Mb ■ Innbyggt módem 11 lelur sex tengi íyrir jaðarbúnað Umbobsmenn: Haftækni, Akureyri og Póllinn, ísafirói Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.