Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 21 Morihiro Hosokawa formlega kjörinn forsætisráðherra Japans í dag Enn flótti úr þingliði LDP til nýiu ríkisstiómarinnar Tókýó. Reuter. NÆSTI forsætisráðherra Japans, Morihiro Hosokawa, verður formlega kjörinn af þinginu nú síðdegis. Búist er við að hann nefni ráð- herra sína fljótlega að því loknu. Meirihluta- samstarfi flokkanna átta, sem munu standa að næstu stjórn, bættist liðsauki í gær, þegar 10 félagar í fráfarandi stjórnarflokki, Fijálslynda lýðræðisflokknum (LDP), sögðu skilið við hann og gengu til liðs við hina nýju meirihlutastjórn. Fráfarandi landbúnaðarráðherra, Masami Tanabu, sagði um sig og níu aðra LDP-félaga: „Við höfum ekki mannskap til þess að stofna nýj- an flokk, en við munum styðja nýju stjómina sem óháðir þingmenn." Tadae Takubo, stjórnmálafræð- ingur við Kyorin-háskóla, segir að fari nýja stjóm- in vel af stað og gangi vel í skoðanakönnunum, megi búast við enn frekari klofningi í LDP; jafn- vel kunni svo að fara að flokknum reynist ókleift að vinna aftur meirihluta. Kosning nýs forsætisráðherra fer væntanlega fram klukkan 18.00 í dag að íslenskum tíma, og búist er við að Hosokawa fái 265 atkvæði af 511. Talið er víst að formenn hinna flokkanna í meiri- hlutasamstarfínu fái allir ráðherrastöður. Formað- ur Endumýjunarflokksins og fyrrum LDP-félagi, Tsutomu Hata, verður væntanlega aðstoðarforsæt- isráðherra og fjármálaráðherra. Takako Doi, fyrr- verandi formaður Sósíalistaflokksins, hefur geng- ist inn á að taka við embætti forseta neðri deildar þingsins. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna því embætti í 104 ára sögu japanska þingsins. Fráfarandi ráðuneyti Kiichis Miyazawas lét það verða eitt af sínum síðustu verkum að biðja í gær formlega afsökunar þá tugi þúsunda kvenna sem vom neyddar til þess að gerast kynlífsþjónar í heimsstyijöldinni síðari. Yfirvöld hafa ætíð neitað því, en viðurkenndu í gær, að asískar og evrópsk- ar konur hefðu verið neyddar til að vera japönsk- um hermönnum „til þæginda" á stríðsámnum. Ekki ílífshættu ÍTALSKI kvikmyndaleikstjórinn Frederico Fellini fékk heilablóðfall í fyrradag og er af þeim sökum lamaður að hluta, en að sögn lækna er hann í góðu skapi og ekki í lífs- hættu. Fellini er 73 ára gamall. Greiðslukortafyrirtæki tapar dómsmáli í Frankfurt Þóknun fyrir notkun korts erlendis óheimil UNDIRRÉTTUR í Frankfurt í Þýskalandi hefur fallist á kröfur manns sem fór í mál við greiðslukortafyrirtæki vegna þóknunar sem fyrirtæk- ið tók er maðurinn notaði kortið sitt erlendis, að sögn þýska dagblaðs- ins Frankfurter Allgemeine Zeitung. Taldi dómstóllinn að gjaldtaka þessi væri óheimil vegna þess að ekki kom fram ótvíræður áskilnaður um hana í samningi þeim sem viðskiptavinurinn og kortafyrirtækið gerðu í upphafi. Nær öll greiðslukortafyrirtæki Þýskalands, þ. á m. Visa, Eurocard, Diners-Club og American Express, taka 1% þóknun af viðskiptavinum sínum fyrir notkun korts erlendis. Lögmaður í Frankfurt fór í mál við Eurocard og er talið að niðurstaðan sem var honum í vil gildi jafnt fyrir viðskipti allra þessara fyrirtækja. Er það mat neytendasamtaka í Nordr- hein-Westfalen að fyrirtækin megi búast við háum endurkröfum frá við- skiptavinum. Það hefur tiðkast hjá greiðslu- kortafyrirtækjum í Þýskalandi að leggja 1% á hverja erlenda færslu án þess þó að gjaldtaka þessi komi sérstaklega fram á reikningi þeim sem viðskiptavinurinn fær sendan heim. Taldi dómstóllinn að það væri einn meginþáttur samnings milli við- skiptavinar og kortafyrirtækis að hið síðamefnda gerði kaup út á kort möguleg innanlands sem utan og sendi svo viðskiptavininum reikning. Óheimilt væri að reikna sér sérstaka þóknun vegna úttekta erlendis fyrst áskilnaður þar um kæmi ekki klár- lega fram í upphaflegum samningi greiðslukortafyrirtækis og viðskipta- vinar. Almenn ábending í smáa letr- inu dygði þar ekki til. Með þessari gjaldtöku hallaði óhæfilega á við- skiptavininn. Búist er við áfrýjun af hálfu Eurocard í máli þessu. HANS Chnstian Abilgaard ríkis- lögmaður Danmerkur hefur sagt af sér, þar sem hann á yfir höfði sér dóm fyrir ölvun við akstur. Hann var tekinn með rúmlega þijú prómill í blóðinu í vetur. Þegar málið kom inn á borð dómsmálaráðherra var lögmaður- inn leystur frá störfum. Hann hefur Samkvæmt upplýsingum frá Eurocard og Visa hérlendis er nú tekin 0,5% gjaldeyrisþóknun af notk- un greiðslukorta í viðskiptum erlend- is. Var þetta gjald hærra áður. Leif- ur Steinn Elísson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Visa, segir að þóknun þessi renni til hins opinbera. Taki korthafi út peninga erlendis þá greið- ir hann 2,5% þóknun til Eurocard en 3,5% þóknun til Visa. Leifur seg- ir að hluti þóknunarinnar renni til þess banka erlendis sem lætur féð af hendi en Visa taki einnig sinn hluta fyrir þá þjónustu við fólk að það geti tekið út peninga erlendis og endurgreitt þá síðar. Lögmaðurinn þykir afar hæfur lög- fræðingur og hefur átt skjótan frama. Um árabil hafa samstarfs- menn hans vitað af mikilli drykkju hans. Þó drykkjuskapur hans hafí komist á síður danskra blaða hefur hann komist upp með hann óáreitt- ur, þ'ar til hann var stöðvaður í vetur. Afsögn vegna dryklgu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davídsdóttur, fréttaritara Morgunblaösins. nú sjálfur valið að segja af sér. BILL Clinton ræðir við fréttamenn að loknu sjónvarpsávarpi sínu í fyrrakvöld. Hann sýnir súlurit með yfirskriftinni: Réttlæti gagnvart vinnandi fjölskyldum endurvakið. fram árið 1990 en þá sveik hann loforð sitt um að standa ekki fyrir frekari skattahækkunum. Lýsa menn eftir þeirri algjöru umbyltingu, „upp- hafínu nýja“, í samfélagi Bandaríkja- manna sem Clinton boðaði er hann bar sigurorð af Bush í fyrrá. Þingið og Clinton urðu sammála um, að hæsta skattstig yrði hækkað úr 31% í 36% af tekjum yfir 8,2 milljónir ísl. kr. hjá einstaklingum, 10 milljónir hjá hjónum, og í 39,6% af tekjum yfir 18 milljónir kr. Clinton vildi hækka skatt á fyrirtækjum úr 34% í 36% en þingið sagði 35% en sátt varð um að gera 85% trygginga- bóta skattskyld þegar ákveðnum mörkum væri náð. Clinton vildi miða við 1,8 millj. og 2,5 en þingið sagði 2,3 og 2,9 millj. Skuggi Reagans Erfíðleikar Clintons með fjárlaga- frumvarpið hafa vakið upp spurning- ar um stjórnunarhæfíleika hans og getu en sumir fréttaskýrendur segja, að honum sé nokkur vorkunn. Hann og raunar aðrir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum séu fangar þeirra viðhorfa, sem Ronald Reagan hafi vakið upp í sinni stjórnartíð en hann hélt því fram, að ríkið væri sjálft vandamálið. Hann hamraði á þeim mistökum, sem fyrri stjórnum hafði orðið á og kom því inn hjá öllum, að opinber afskipti væru slæm, skatt- ar væru slæmir, opinber útgjöld af hinu illa. Stjórnmálamenn vestra fara því á taugum strax og rætt er um skattahækkanir. Hátt stefnt Clinton hefur reynt að vega upp á móti þessu með því að leggja áherslu á „réttláta skiptingu" en gengið það heldur illa. Fréttaskýr- endur segja þó, að þetta verkefni, að skera niður fjárlagahallann, sé það merkilegasta og metnaðarfyllsta, sem ráðist hafí verið í í langan tíma. „Hann stefnir hærra en nokkur for- seti hefur gert um áratugaskeið,“ segir Ernest F. Hollings, öldunga- deildarþingmaður demókrata í Suð- ur-Karólínu, en hann hefur þótt mjög gagnrýninn á forsetann. HeimM\r:Reuter,International Herald Tribune. KALDAR STAÐREYNDIR! kæli- og frystiskáparnir gefa þér mikið fyrir peningana! Búnir hagkvæmum og vönduðum innréttingum, sem gefa mikla nýtingarmöguleika. Við bjóðum 15 gerðir kæli- og frystiskápa frá Blomberg. Einn þeirra hentar þér örugglega. Frystiskápur FS 300 300 lítrar brúttó. 5 frystiskúlfur og 2 hillur með kuldahlff. Frystigeta: 20 kg á sólarhring. Meira en 20 klst. afþýð- ing á vörum við straumrof. Orku- notkun á sólar- hring: 1.54 kWh. llfanáliggjandi stjórnborð með hlffðarloki. Mál: H1580xB600xD595 mm. Verð kr. 63.900,- eða kr. 60.700,- stgr. Kæliskápur KS 223 189 Iftrar brúttó Alsjálfvirk afhríming. 4 hillur, 2 grænmetisskúffur. Innbyggt Ijós. 3 stjörnu frystihólf 21 lítra nettó. Orkunotkun á sólarhring 1.0 kWh. Mál: H1205xB543xD580 mm. . Verð kr. 49.900,- eða kr. 47.400,- stgr. Kæliskápur KS140 143 lítrar brúttó. Alsjálfvirk afhrfming. 3 hillur, 2 grænmetisskúffur. Innbyggt Ijós. Orkunotkun á sólarhring 0.65 kWh. Mál: H850xB503xD580mm. Verð kr. 41.900,- eða kt. 39.800,- stgr. Frystiskápur FS 200 200 lítrar brúttó. --------------- 3 frystiskúffur. 2 hillur meö......... kuldahlíf. -------------- Frystigeta: 13 kg. á sólarhring. ~ Meiraen 19 tíma afþýðing á vörum ----------------- við straumrof. Utanáliggjandi stjórnborð með hlífðarloki. Mál: H1170xB600xD595 mm. Verð kr. 52.900,- eða kr. 50.250,- stgr. I Frystiskápur j FS 250 250 Iftrar brúttó. 4 frystiskúffur. 2 hillur með kuldahlif. Frystigeta: 13 kg. á sólarhring. Meiraen 19 tíma afþýðing á vörum viö straumrof. Utanáliggjandi stjórnborð með hlífðarloki. Mál: H1340xB600xD595mm. | Verð kr. 59.900,- eða kr. 56.900,- stgr. Frystikista FT225 230 lítrar nettó. j 1 karfa. ■' Frystigeta 15 kg. ____________________ á sólarhring. ir*: Kuldamælir og ísskafa fylgja. Orkunotkun á sólarhring 1.05 kWh. j Mál: H835xB830xD630 Verð kr. 43.900,- eða kr. 41.700,- stgr. Frystikista FT 335.330 lítrar nettó Verð kr. 50.900,- eða kr. 48.350,- stgr. Einar Farestveit & Cohf Borgartúni 28 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.