Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 29 Hún sá ætíð björtu hliðamar á málunum, gerði sér ekki rellu út af smámunum og var hrókur alls fagnaðar. í fasi hennar bjó stolt, sem ekki fór fram hjá neinum, en hún var einlæg í viðkynningu og hjálpsöm. Saga Guðnýjar er svo samofin sögu Brunabótafélags íslands, að saga félagsins verður ekki með sannindum rakin án þess að geta Guðnýjar, og má raunar telja hana með frumkvöðlum félagsins. Guðný helgaði Brunabótafélaginu alla starfskrafta sína, sem aflögu voru frá heimilisstörfum í hartnær 67 ár. Guðný hóf störf hjá félaginu 15. september 1920, þá eldhress stúlka á átjánda aldursári. Hún var ráðin af fyrsta forstjóra félagsins, Sveini Bjömssyni, þáverandi lögmanni og alþingismanni, en þannig skipuðust mál, að Sveinn var kvaddur til sendiherrastarfa í Kaupmannahöfn um sumarið og Guðmundur Ólafs- son tók við sem forstjóri 1. ágúst 1920. Hún hefur því síðan unnið með öllum sjö forstjómm félagsins sem síðar komu, og er þá sá meðtal- inn, sem hér stýrir penna. Guðný vann með fjölmennum hópi starfsfólks Bmnabótafélagsins allan starfstíma sinn. Hún var alltaf á svæðinu meðan aðrir komu og fóm. Skapaði hún þannig styrka samfellu, ekki einasta í starfi fé- lagsins frá einu ári til annars, held- ur ekki síður í vinnubrögðum og starfsanda meðal starfsfólksins. Guðný gekk til flestra starfa í félag- inu og sakir þekkingar hennar á öllum starfsháttum var hún mjög ráðagóð og vegna reynslu hennar kom henni fátt á óvart. Á vinnustað var Guðný leiðbeinandi, mjög úr- ræðagóð og hvetjandi. Þótt segja megi, að Guðný hafi ekki verið allra, eignaðist hún góða vini úr röðum starfsfólksins, og var oft gaman að heyra þá rifja upp liðin atvik, sem sýndu vel, hvemig Guðný brást við hinum ólíklegustu uppákomum. Þegar Guðný varð áttræð í apríl 1983 héldum við henni samsæti og þar fjölmenntu vinnufélagarnir. Ég man, að ég hafði þá við orð, að starfstími hennar hjá félaginu þá þegar væri eflaust algert einsdæmi og minntist á heimsmetabók Guinn- ess í því sambandi. Það væru áreið- anlega ekki margar konur í heimin- um, sem hefðu unnið hjá sama vinnuveitanda í 63 ár samfleytt. En eftir það vann Guðný hjá félag- inu í fjögur ár í viðbót, eða til 1987 að hún hætti að fullu og öllu. Á þessari hinstu kveðjustund leyfi ég mér að flytja Guðnýju þakk- ir Brunabótafélags íslands fyrir mjög farsæl störf, unnin af alúð og samviskusemi í þágu félagsins. Ekki síður flyt ég við þetta tæki- færi kveðjur og þakklæti samverka- manna Guðnýjar fyrir ánægjulega og gefandi samveru gegnum tíðina. Eg þekkti lítillega Guðnýju per- sónulega áður en ég kom að Bruna- bótafélaginu árið 1981, þá einkum frá fyrri tíð, á árunum eftir síðustu heimsstyijöld. Hún lét þá þjóðfrels- ismál talsvert til sín taka og hafði enda einarðar skoðanir á þeim mál- um. Þegar ég réðst til Brunabótafé- lagsins bauð hún mig velkominn og óskaði mér alls hins besta. Vin- skapur okkar stóð á traustum grunni og persónulega flyt ég henni alúðarþakkir fyrir samfylgd okkar. Guðný var gift sæmdarmannin- um Gils Guðmundssyni, rithöfundi og fyrrverandi alþingismanni, og lifir hann konu sína. Sár harmur er nú kveðinn að Gils og fjölskyldu þeirra við fráfall Guðnýjar, og flyt ég þeim innilegustu samúðarkveðj- ur frá Brunabótafélaginu, stjóm og starfsfólki þess fyrr og síðar, svo og frá okkur Rögnu, konu minni. Ingi R. Helgason. Ég var drengur vestur á Snæ- fellsnesi þegar ég las í ísafold eða öðru blaði, að ung stúlka í Reykja- vík hefði unnið það afrek fyrst kvenna að synda úr Engey til Reykjavíkur. Unga stúlkan var Guðný Jóhannesdóttir Lynge og þetta sundafrek var einkennandi fyrir allt líf hennar, því að hún var að ýmsu leyti á undan sinni samtíð, áræðin og dugleg. Allt frá æskudögum stundaði Guðný sundíþróttina af miklum áhuga og nú síðustu árin og fram til hinsta dags, þá orðin níræð, fór hún næstum á hveijum morgni í sund í sundlaug Seltjarnarness með manni sínum, Gils Guðmundssyni. Þótt sundið ætti stóran þátt í lífi Guðnýjar átti hún fjölmörg áhuga- mál önnur. Hún hafði yndi af að kynnast fólki og hafði á unga aldri eignast góðan kunningjahóp þekktra listamanna og rifjaði oft upp kynni sín við þá. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og þekkti betur af eigin reynslu sögu lands og þjóð- ar á 19. öld en flestir núlifandi ís- lendingar. Ung að árum byijaði hún að ferð- ast til útlanda sem var fátítt í þá daga og hélt því áfram alla ævi. í vor fór hún í síðasta sinn ánægju- lega ferð til útlanda, var viðstödd skím dótturdóttur sinnar í Dan- mörku og stúdentsútskrift sonar- dóttur sinnar { Svíþjóð. Guðný var víðlesin og fróð. Hún var vel heima í alþjóðamálum og hafði ánægju af að ræða þau. Hafði hún þar sem í öðru sínar fastmót- uðu skoðanir. í eðli sínu sameinaði hún íslendinginn og heimsborgar- ann. Sú hefð hafði komist á fyrir nokkrum ámm, að einu sinni í viku lá leið þeirra Guðnýjar og Gils heim úr sínu daglega sundi fram hjá heimili okkar hjóna og varð Guðný eftir hjá okkur fram að hádegi. Henni fylgdi alltaf hressandi og glaðvær andblær, minnið var ótrú- lega gott og skýrt, enda kunni Guðný flestum betur að segja frá. Hún var lifandi og eftirminnileg- ur persónuleiki. Við hjónin minn- umst hennar með þakklæti og sökn- uði. Að endingu vottum við Ragnheið- ur eiginmanni hennar, Gils Guð- mundssyni, og börnunum, Úlfí og Ernu, og barnabörnunum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Guðnýjar Jóhannesdóttur Lynge. Þórarinn Þórarinsson. \r N N 1 i AUGL ÝSINGAR Starfsfólk óskast Nýr og glæsilegur bílalúgustaður við Sæ- braut óskar eftir hressu og traustu starfs- fólki í heilsdags- og hlutastörf. Áhugasamir mæti til viðtals milli kl. 17 og 20 föstudaginn 6. ágúst á Sæbraut 20. AKTU - TAKTU Pizza 67 Pizza 67 vantar starfsfólk á nýjan stað í Hafnarfirði. Okkur vantar strax pizzubakara, starfsfólk í sal í þjónustustörf og bílstjóra við útkeyrslu. Upplýsingar eru veittar á Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, milli kl. 18 og 21 í kvöld. FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Hjúkrunarfræðingur! Framhaldsskólann á Húsavík vantar kennara til að kenna sérgreinar á sjúkraliðabraut. Um er að ræða námsáfangana: Hjúkrun 205 (10 stundir á viku). Heilbrigðisfræði 102 (4 stundir á viku). IMæringarfræði 103 (6 stundir á viku). Fullt starf (26 stundir á viku) getur verið í boði, en einnig kemur til greina stunda- kennsla í einhverjum þessara áfanga. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 96-41344. Skólameistari. Vélskóflustjóri - kranamaður Okkur vantar vanan mann á vélskóflu og kranamann í afleysingastörf. Björgun hf., Sævarhöfða 33, sími 681833. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Með tilvísun til laga nr. 48 frá 1986 er aug- lýst hálft starf tölvufræðikennara. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1993. Skólameistari. RADA UGL ÝSINGAR KENNSLA ÝMISLEGT TIL SÖLU Kirkja og börn íborg Dagana 16.-20. ágúst verður haldið nám- skeið fyrir börn á vegum Dómkirkjunnar, sem kallast Kirkja og börn í borg. Námskeiðið stendurfrá kl. 13-17 dag hvern og er dagskrá hin fjölbreyttasta. Umsjón hafa prestarriir sr. Jakob Hjálmars- son og sr. María Ágústsdóttir. Innritað verður í safnaðarheimilinu mánudag 9. til miðvikudags 11. ágúst kl. 10-12 í síma 622755. Þátttökugjald er kr. 1500 og innifel- ur nesti alla daga og ferðina í Viðey. Dómkirkjan. Selfoss Áskrifendur athugið að umboðsmaður hefur fengið nýtt símanúmer sem er 23375. Afgreiðslan er opin frá kl. 7 alla útburðardaga. j Heildverslun Af sérstökum ástæðum er til sölu góð heild- verslun með matvörur og ýmsar aðrar vörur. Starfsmenn 2-3. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 10. ágúst, merkt: „T - 14888“. StHMtauglýsingar Vélritunarnámskeið Ný námskeið byrja 9. ágúst. Innritun í s. 36112 og 28040. Vólritunarskólinn, Ánanaustum. §Hjáipræðis- hermn Kirkiuatraetí 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Sveinn Sigurvin Ander- sen talar. Kaffi og meðlæti. Veriö velkomin. UTIVIST Hallvoicjarstíg 1 • sirni 614330 Kvöldganga 5. ágúst kl. 20.00: Blákollur og Eldborg nyröri. Gangan hefst viö þjóð- veginn. Gengið er upp austur- hrygg fjallsins allt í 532 m hæð. Þá liggur leiðin niöur i Ólafs- skarö og upp á Eldborg nyrðri. Fararstjóri: Heiðrún B. Jóhann- esdóttir. Verö kr. 800/900. DagsferA sunnud. 8. ágúst kl. 8.00: 8. áfangi fjallasyrpu Útivistar. Hlöðufell 1188 m. Brottför i ferðirnarfrá BS(, bens- ínsölu. Miðar við rútur. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Helgarferðir 6.-8. ágúst Fjölskylduhelgi í Básum Takið börnin með i Bása. Farið verður í leiki og gönguferðir. Pylsugrill og heitt kakó. Gist i skála eða tjaldi. Fimmvörðuháls Fullbókað. Nánari upplýsingar og miða- sala á skrifstofu Útivistar. Ársrit Útivistar 1993 er komið út. Útivist. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir 6.-8. ágúst: 1) Síðsumarsferð til Þórsmerkur - fjölskyidutilboð. Verð kr. 5.300 (utanfél.), kr. 4.750 (félagar). 2) Hveravellir - Þjófadalir, grasaferð. Gist i sæluhúsi F.i. á Hveravöllum. 3) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.(. í Laugum. 4) Fjallahjólaferð: Línuvegur- inn - Hlöðuvellir. Gist á Hlöðu- völlum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag islands. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ( kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.