Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 17 Bankasljóri íslandsbanka um nafnvaxtahækkun Raunvextir óverðtryggðra lána verða lægri í heild en var á síðasta ársfjórðungi VALUR Valsson bankasljóri íslandsbanka segir að miðað við forsend- ur seðlabankastjóra fyrir ummælum um að nafnvaxtahækkun íslands- banka sé raunvaxtahækkun sé ekkert tilefni til svara af hálfu bank- ans. Hann segir gert ráð fyrir að raunvextir óverðtryggðra lána á yfirstandandi ársfjórðungi í heild verði töluvert lægri en á þeim síðasta. „Aðalatriðið er að ef gengi krónunnar hefði ekki verið fellt í júní hefðu vextir ekki hækkað nú,“ segir Valur. Morgunblaðið/Sig. P. Björnsson Stungin rofabörð VINNUHÓPURINN að stinga rofabörð í Húsavíkurfjalli. Gróðurvemd og gróð- ursetning á Húsavík Húsavik. ° A VEGUM Húsavíkurbæjar í samvinnu við Atvinnuleysistrygginga- sjóð hafa 12-17 manns, sem voru skráðir atvinnulausir, fengið vinnu síðan í byrjun júní við ýmis verkefni á vegum bæjarins, sem annars hefðu ekki verið unnin. Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjórans, Einars Njálssonar, hafa verkefni vinnuflokksins verið allfjöl- breytt, svo sem að fjarlægja gamlar fjárgirðingar, sem hættar voru að hafa notagildi, grisja skóginn í Skálamel, sá í gróðurlaus svæði, stinga rofabörð og til stendur að flokkurinn fari til vinnu í Dimmu- borgum. Nokkur ár eru síðan farið var að stinga rofabörð í Húsavíkur- fjalli og er árangur þeirra aðgerða sýnilega góður. Einnig hefur verið unnið að öðru atvinnuleysisátaki, með því að ung- lingar á aldrinum 16—17 ára, sem ekki höfðu atvinnu, fengu vinnu í 5 vikur við að gróðursetja tré í landi bæjarins og gróðursettu þau um 200 þúsund plöntur, sem þau vænt- anlega mega sjá vernda uppblástur og verða að fallegum skógi áður en margir áratugir líða. - Fréttaritari Fram kom hjá Jóni Sigurðssyni seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í gær að hækkun íslandsbanka á nafnvöxtum óverðtryggðra útlána væri raunvaxtahækkun, mælt á alla mælikvarða verðbólgu nema þegar litið sé til hækkunarinnar einn mánuð fram í tímann. „Það má reikna raunvexti á margvísleg- an hátt. í því tilfelli sem hér um ræðir höfum við miðað vaxtabreyt- ingar við verðbólgu næstu tveggja mánuða sem er um það bil 9,1%,“ sagði Valur. „Gengisfellingin hefur því miður í för með sér umtalsverðan verð- bólgutopp sem við erum að reyna að glíma við. En sem betur fer bendir allt til þess að vextir geti lækkað hratt aftur og miðað við núverandi spár ætti það að gerast í september eða innan fárra vikna. í heild gerum við ráð fyrir að raun- vextir óverðtryggrða útlána verði töluvert lægri í þessum ársfjórð- ungi en þeim síðasta," sagði Valur. I viðtali í Morgunblaðinu í gær sagðist Halldór Guðbjarnason bankastjóri Landsbankans telja að sú aðferð sem íslandsbanki hefði valið sér við þessa vaxtaákvörðun, að fylgja verðbólgutoppnum, ylli meiri óróleika á peningamarkaði en sú aðferð sem bankarnir hefðu hingað til notað, það er að jafna sveifluna yfir lengri tíma, og ýtti undir verðhækkanir. Valur svaraði þessu þannig til að það væri gengisfellingin sem stuðlaði að verðhækkunum en ekki vaxta- hækkanir serti væru afleiðingar sömu gengisfellingar. Valur sagði að mikil óvissa væri um áhrif beggja þessara að- ferða á peningamarkaðinn. En það væri fyrst og síðast gengisfellingin og verðbólgan sem henni fylgdi sem hefði óheppileg áhrif á pen- ingamarkaðinn. Sprautur víðar en á skemmtiferðaskipum „ÞAÐ er að mínu mati ekki viðeigandi að gera ráð fyrir því að þessar sprautur og nálar hafi komið úr skemmtiferðaskipum. Það margt ann- að sem kemur til greina á þessum slóðum og því ekki hægt að skella skuldinni á einn eða neinn,“ segir Böðvar Valgeirsson, forstjóri ferða- skrifstofunnar Atlantik, umboðsaðila fyrir mörg erlend skemmtiferða- skip, vegna fréttar í blaðinu í gær um notaðar hjúkrunarvörur, sem fundist hafa á Hornströndum. Böðvar segir að þegar erlend skemmtiferðaskip komi hingað til Iands komi þau oftast fyrst til Reykjavíkur. Þar séu sorpgámar inn því örar fram Blöndu og upp í Svartá. Þessi þróun þótti fyrst sjáanleg í fyrra og kom Svartá þá afar vel út eftir mörg mögur sum- ur. Er nú að sjá að framhald sé á. Hér og þar Eins og frá var greint í inn- gangi eru nú að verða komnir 1.000 laxar úr Laxá á Ásum sem er frábær veiði á aðeins tvær stangir. Engu að síður eru uppi háværar raddir um að veiði í ánni hefjist of snemma sumars, nær váeri að færa tímann aftur. Nóg væri af laxinum. Á fjórða hundrað laxar eru komnir úr Vatnsdalsá sem er lak- ara en í fyrra sem var þó ekki gott heldur. Kenningar eru á lofti um að Blönduvirkjun komi ef til vill eitthvað þarna við sögu. Telja ýmsir að ekki sé einleikið hvað Vatnsdalsá er vatnsmikil og köld fram eftir öllu sumri þó svo að ár í næsta nágrenni hlýni og taki á sig sumarbúning. Eins og frá var greint í veiði- pistli þessum á dögunum hefur veiði verið með ágætum í Rangán- um að undanförnu og menn verið að fá afla á ólíklegustu stöðum. Til dæmis eru farnir að veiðast laxar í Varmadalslæk, eða Hróars- læk öðru nafni. Þar var eitthvað af seiðum sleppt og laxinn skilar sér nú. Einnig hefur veiðst slatti af laxi frá austurbakka Hólsár, en frá fornu fari hefur einvörðungu veiðst þar sjóbirtingur og bleikja. Veiði hefur verið mjög góð í Amarvatni stóra að undanfömu, en þangað er nú einkum farið úr Miðfirðinum eftir vegi sem var tek- inn í gagnið fyrir fáum árum. Fara æ færri upp úr Borgarfirði, enda leiðin torfamari og raunar leiðinleg á köflum. Heyrst hefur að margir hafi gert góðar ferðir í vatnið og haldið heim með mikinn afla. Fisk- ur í vatninu er bæði smár og vænn í bland. Bæði urriði og bleikja. Theodór Pálsson á Sveðjustöðum í Miðfirði er veiðivörður þar efra og gefur upplýsingar um veiðileyfi og færð. Þulir Sjónvarpsins kosta 300 þúsund kr. á mánuði ÞULARSTARF Sjónvarpsins hef ur ekki verið auglýst sérstaklega síðustu skiptin sem nýir þulir hafa verið ráðnir. Að sögn Hrafns Gunn- laugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, hefur stundum verið leit- að til aðila um að taka starfið að sér, að frumkvæði Sjónvarpsins. Hrafn segir að ekki sé stefnt að því að leggja starfið niður á næst- unni, en nýlega var haldið námskeið fyrir þuli til að æfa framkomu í sjónvarpi. Kostnaður við þularstarfið er um 300 þúsund krónur á mánuði, að sögn Hrafns. Hrafn segir að margir sæki í þul- arstarfið en allur gangur sé á því hvernig þulir séu ráðnir. Jafnvel sé haft samband við aðila, sem þjóðin þekki, þó að þeir hafi ekki sóst eftir starfinu að eigin frumkvæði. Hrafn segir að fyrir nokkrum árum hafi mikið verið rætt um að Náðu landi í vélarvana gúmmíbáti BYRJAÐ var að svipast um eftir tveimur piltum og stúlku frá Seyð- isfirði, er haldið höfðu frá Loð- mundarfirði í fyrrakvöld áleiðis til Seyðisfjarðar. Er ekkert hafði spurst til þeirra klukkan hálfþrjú í fyrrinótt fóru menn frá Björgun- arsveitinni Isólfi á Seyðisfirði að leita þeirra. Ungmennin voru á Zodiac-gúmmibáti á miðjum Loð- mundarfirði er báturinn varð vél- arvana. Engar voru árarnar um borð, en fólkið bjargaði sér í land á norðanfallinu með krossviðar- búti á sjötta tímanum. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfírði var mikil þoka og slæmt skyggni eystra í fyrrinótt. Fólkið var ágætlega á sig komið og vel búið, og varð því ekki meint af volkinu. Lögreglan vill þó koma þeim ábendingum til manna að hafa árar meðferðis er lagt væri í ferðir sem þessar. tími þula væri liðinn í sjónvarpi, en þulir séu aftur að verða vinsælir í nágrannalöndunumm og þeirra þátt- ur sé sífellt að verða meiri. Því sé ekki á döfinni að leggja þennan þátt í útsendingum Sjónvarpsins niður á næstunni. „Þulan vinnur margt í --sambandi við útsendinguna, sem myndi lenda á einhvetjum öðrum ef þetta starf yrði lagt niður. Það verð- ur heldur ekki hjá því komist að dagskráin sé kynnt, hvort sem þulan sést í mynd eða ekki. Það er einnig mikið atriði að þulan sé persóna, sem hafí þægilegt viðmót, því hún er inni á teppinu hjá fólki á hverju kvöldi og verður nánast heimilisvinur hjá áhorfendum," segir Hrafn. Námskeið fyrir þuli Helgi Skúlason, leikari og leik- stjóri, og Egill Eðvarðsson, upptöku- stjóri, sáu um námskeið, sem haldið var fyrir þuli. „Námskeiðið var hald- ið til að styrkja ýmis atriði í fram- komu þulanna og framburð á ís- lensku máli. Ég taldi ágætt að þær fengju leiðsögn hjá reyndum Ieik- stjóra og upptökustjóra og hugmynd- in er sú að hressa aðeins upp á útlit- ið á kynningunum með haustinu," segir Hrafn. Enginn karlmaður sinnir þular- starfínu um þessar mundir og segir Hrafn að þetta starf henti oftast konum betur en körlum. Þá segir hann að verið sé að vinna að því að ráða nýja þulu þar sem ein þeirra hefur nú hætt störfum. sérpantaðir fyrir skipin svo hægt sé að losa þau við allan úrgang. Auk þess sé hægt að fá þessa þjón- ustu á Akureyri. Hann segir að mjög mikils hrein- lætis sé gætt bæði um borð í skipun- um og í höfnum, enda sé alveg bannað að losa úrgang í sjóinn. ámtmmM wé OU fas* Ómissandi upplýsingabanki - ódýr gisting um allt land iJoS | KARAMELLPOJKARNA | Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *86 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Austurríkis á dagtaxta m.vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.