Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1993 KNATTSPYRNA / UNDANURSLIT BIKARKEPPNINNAR Mikilvægasta markið á ferlinum - sagði Ólafur Adolfsson, vamarmaðurinn sterki hjá ÍA, sem gerði eina markið seint íframlengingu ValurB. Jóntansson skrifar 4 í 4 4 SKAGAMENN héldu sigur- göngu sinni áfram á KR-velli í gær er þeir unnu KR-inga með einu marki gegn engu eftir framlengingu í jöfnum og spennandi leik í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Akur- nesingar eru komnir í úrslit bikarkeppninnar ífyrsta sinn sföan 1986. Ólafur Adolfsson gerði sigurmarkið þegar að- eins sex mínútur voru eftir af síðari hálfleik framlengingar- innar. „Þetta er mikilvægasta markið á ferlinum," sagði Ólaf- ur kampakátur um markið sem réð úrslitum. Leikurinn var harður og fengu níu leikmenn að líta gula spjaldið, fimm Skagamenn og fjórir KR-ingar. Það var mikil og rafmögnuð spenna í Vesturbænum í gær enda mikið í húfi. Leikurinn var bráðskemmtilegur og mikil barátta og hraði einkenndi hann frá fyrstu mín- útu. Þrátt fyrir nokkur ágætis marktækifæri tókst hvorugu liðinu að nýta þau í venju- legum leiktíma. Þegar flestir áhorf- endur voru farnir að gæla við víta- spymukeppni í síðari hálfleik fram- lengingar kom Ólafur Adolfsson og gerði út um leikinn. Stuðningsmenn Skagamanna sungu þá: „Við viljum bikarinn aftur upp á Skaga" en það er ein hindrun eftir og því of snemmt að bóka það. Leikurinn byijaði ijörlega og var Þórður Guðjónsson ekki langt frá því að skora á fyrstu mínútum í báðum hálfleikum í venjulegum leiktíma. Besta færið var reyndar í síðari hálfleik er hann átti skot í stöng eftir að hafa splundrað KR- vörninni. Skagamenn réðu ferðinni framan af leiknum en KR-ingar börðut vel og komust betur inní leikinn er líða tók á hann. Þeir fengu nokkur „hálffæri" sem ekki nýttust. Fyrri hálfleikur framlengingar- innar einkenndist af mikilli hörku. Það var greinilega komin þreyta í leikmenn og mikið um mistækar sendingar. Sókn Skagamanna þyngdist í síðari hálfleik framleng- inarinnar og var það ekki gegn gangi leiksins að þeir settu mark á elleftu stundu sem réð úrslitum. KR-ingar léku líklega einn besta leik sinn í sumar, baráttan var í lagi allan leikinn og ágætis spila á köflum. Vömin var besti hluti liðs- ins með Izudin Daða Dervic sem aftasta mann. Þorsteinn Þorsteins- son komst mjög vel frá leiknum og eins Atli Eðvaldsson. Skagamenn eru með geysilega sterka liðsheild og enginn veikur hlekkur í liðinu. Þeir eru með spil- andi lið og í mjög góðu líkamlegu formi. Vörnin var öflug og þar átti Ólafur Adolfsson stjörnuleik. Það er engum blöðum um það að fletta að Skagamenn eru með besta liðið í dag og nú eiga þeir góða mögu- leika á að vinna tvöfalt í ár. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur sem hann líka var,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. „Oli [Ólafur Adolfsson] sýndi að hann er ekki bara sterkur varnarmaður heldur líka í teig andstæðinganna. Ég held að það sem ráðið hafi úr- slitum að við þoldum betur að leika í 120 mínútur en KR-ingar. Við emm ekki enn orðnir bikarmeistar- ar en það er hægt að brosa yfir góðum úrslitum," sagði Guðjón. „Þetta var erfiður leikur og hann var í jámum allan leikinn. Eg held að sigurinn hefði getað lent hvom megin sem var,“ sagði Atli Eðvalds- son, aðstoðarþjálfari KR-inga. „Það var blóðugt að tapa þessu svona alveg í lokin. Við vorum farnir að hugsa um vítakeppni og gleymdum okkur augnablik í vöminni þegar markið kom.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sæti í úrslitum fagnað ÓLAFUR Adolfsson, til hægri, hetja Skagamanna í gærkvöldi, fagnar úrslitunum með Alexander Högnasyni. NORÐURLANDAMOT U16 Sigur gegn Finnum Þorbjörnjafnaði markametið; hefurgert 11 mörkí 11 leikjum ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, sigraði Finna með þremur mörkum gegn tveimur í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamóti drengjalandsliða sem haldið er þessa dagana í Færeyjum. Framarinn Þorbjörn Atli Sveinsson gerði tvö mörk og Eiður Guðjohnsen Val gerði eitt. Leikurinn byijaði a.f miklum krafti á báða bóga. íslendingar fengu vítaspyrnu strax á fímmtu mínútu er brotið var gróflega á Þorbimi, og skoraði hann sjálfur úr spymunni. Finnar náðu að jafna á 14. mínútu, og dró markið aðeins kraftinn úr okkar mönnum. Þeir náðu þó að komast aftur inn í leik- inn og á 28. mínútu átti Eiður Guðjohnsen frábæra sendingu á Þorbjöm Atla Sveinsson, sem lék á finnska markvörðinn og skilaði knettinum í netið. Eiður Guðjo- hnsen tryggði síðan stöðuna með marki á 37. mínútu, skoraði af miklu harðfylgi eftir sendingu frá ívari Ingimarssyni. Islendingar drógu sig aftur á völlinn í síðari háfleik, og áttu á stundum í vök að veijast. Finnar minnkuðu muninn á 55. mínútu, en Lentini á batavegi GIANLUIGI Lentini, ítalski lands- liðsmaðurinn í knattspymu sem lenti í bílslysi í fyrradag, er á bata- vegi. Hann er nú á sjúkrahúsi í Tórínó en verður bráðlega fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Mílanó, samkvæmt kröfu félagsins AC Milan, sem hann leikur með. Lent- ini fékk mikla áverka á höfði, brák- aðist á höfuðkúpu meðal annars auk þess sem hann fingurbrotnaði. Læknar telja að hann geti leikið knattspyrnu á nýjan leik, en það verði ekki fyrr en eftir langan tíma. íslensku strákamir vörðust vel það sem eftir lifði leiksins, og fengu tvö sannkölluð dauðafæri síðustu fímm míntúmar. íslendingar hafa ekki unnið Finna í landsleik í þessum aldurs- flokki síðan 1985, og hafa leikið við þá árlega síðan. Sigurinn í gær var þvi mikilvægur áfangi hjá lið- inu. Þorbjöm og Eiður vom bestu menn liðsins í gær, og Rúnar Ág- ústsson og ívar Ingimarsson léku líka mjög vel. Þorbjöm jafnaöi markametið Þorbjörn Atli Sveinsson jafnaði í gær markametið í landsleikjum í þessum flokki. Síðara markið hans í leiknum í gær var jafnframt hans ellefta í jafn mörgum leikjum, en Guðmundur Benediktsson gerði á sínum tíma 11 mörk í átján leikjum. Þorbjörn Svelnsson jafnaði { gær markametið í landsleikjum í U16 ára flokki, gerði tvö mörk og hefur því skorað ellefu mörk í jafn mörgum leikjum. HANDKNATTLEIKUR Tonar til Þýskalands Bosníumaður kominn til HK í staðinn YFIRGNÆFANDI líkur eru á því að Michal Tonar, tékkneski leikmaðurinn sem leikið hefur með handknattleiksliði HK að undanförnu, fari til þýska liðsins Roding sem leikur í 2. deild. HK hefur fengið tilboð frá félaginu og samkvæmt heimiidum Morgunblaðsins verður gengið f rá samningi innan tíðar. Samkvæmt samningnum verð- ur Tonar leigður í eitt ár og kemur því aftur til HK að loknu þessu tímabili. Ekkert verður þvi af því að hann leiki hér á landi næsta vetur, en hann hafði verið orðaður við íslensk félagslið félög. HK, sem féll í aðra deild í vor, hefur fengið 22 ára gamlan Bos- níumann til liðs við sig fyrir kom- andi tímabil, en hann á að baki landsleiki með unglingalandsliði Júgóslavíu. Hann heitir Zuezdan Jovisic. URSLIT KR-IA 0:1 KR-völlur, undanúrslit bikarkeppni KSf, miðvikudaginn 5. ágúst 1993. Mark ÍA: Ólafur Adólfsson (114.). Gult spjald: Rúnar Kristinsson (25.), Stein- ar Ingimundarson (85.), Þorsteinn Þor^ steinsson (101.) og Heimir Guðjónsson, (116.) allir úr KR. Mihajlo Bibercic (42.), Kristján Finnbogason (68.), Ólafur Þórðar- son (94.), Alexander Högnason (101.), Sig- urður Jónsson (103.), allir úr ÍA. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Dæmdi erfiðan leik vel. Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Ari Þórð- arson. Áhorfendur: 3.130 greiddu aðgangseyri; nýtt met á KR-velli. KR: ólafur Gottskáiksson - Atli Eðvalds- son, Izudin Daði Dervic, Sigurður Ómars- son, Þorsteinn Þorsteinsson - Steinar Ingi- mundarson, (Gunnar Skúlason 109.), Heim- ir Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Einar Þór Ðaníelsson - Tómas Ingi Tómasson, Ómar Bendtsen. ÍA: Kristján Finnbogason - Sturlaugur Haraldsson, Lúkas Kostic, Ólafur Adolfs- son, Sigursteinn Gíslason - Ólafur ÞórðSfe- son, Alexander Högnason, Sigurður Jóns- son, Haraidur Ingólfsson - Þórður Guðjóns- son, Mihajlo Bibercic. Om 4| Skagamenn fengu ■ I hornspyrnu vinstra megin á 114. mínútu. ólafur Þórðarson gaf stutta sendingu á Harald Ingólfsson, sem sendi laglega fyrir markið; þar kom Ólafur Adolfsson á ferðinni og hamraði knöttinn í netið með skalla af markteig — skallaðÉ^i niður í jörðina og þaðan small knötturinn upp í þaknetið. Giæsilegt mark. Hveijir mætaÍA? Valur og (BK eigast við í kvöld BIKARMEISTARAR Vals taka á móti ÍBK í seinni undanúrslita- leik bikarkeppni karla í knatt-^. spyrnu á Laugardalsvelli íkvöld kl. 20. Bikarmeistararnir, sem settu á dögunum met í bikar- keppninni, veröa líklega án hins skæða framherja Anthony Karls Gregory, sem er veikur, og annar skæður sóknarmað- ur, Keflvíkingurinn Kjartan Ein- arsson verður í banni. Anthony Karl hefur verið rúm- liggjandi síðan á mánudag og hefur ekki mætt á æfingar síðan í síðustu viku. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líkumar á því að hann yrði með væru ekki miklar. „Það er spuming hvort ég verði á bekknum, en ég verð örugg- lega ekki í byrjunarliðinu," sagði Anthony. Þá sagði hann að Þórður Birgir Bogason yrði ekki með vegna meiðsla, og spuming hvort Baldur Bragason gæti leikið af sömu ástæðu. „Þetta er mjög mikilvægur leikur, hreinlega sker úr um það hvort þetta sumar verði eftirminni- legt fyrir okkur eða ekki,“ sagði Anthony. Keflvíkingurinn Óli Þór Magnús- son sagði í samtali við Morgunblaðið að lítið yrði bmgðið út af venjulegum undirbúningi fyrir leikinn, það væri óþarfi að stressa mannskapinn úhT" of. „En það búast allir við því að Valsmenn vinni, og því er öll pressan á þeim,“ sagði Óli Þór. Hann sagði að styrkleiki Valsmanna fælist helst í því hve jafnt liðið væri. „Þeir virð- ast vera með baráttulið, em alltaf að skora á síðustu mínútunum. Við verðum auðvitað að passa okkur en þeir líka, við höfum líka verið nokfflT dijúgir fýrir framan markið á síðustu mínútunum að undanfömu," sagði Óli Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.