Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐURB/C 173. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Látín kona elur hraustan dreng Los Angeles. Daily Telegraph. KONA sem úrskurðuð var látin vegna heiladauða fyrir fjórum mánuðum ól í gær dreng, „mesta myndarpilt" að sögn talsmanns Highland General sjúkrahússins í Oakland í Kaliforníu. Eftir fæð- inguna var búnaður sem haldið hafði líkamsstarfsemi móðurinn- ar, hinnar 28 ára gömlu Trishu Marshall, tekinn úr sambandi. fyrir skoti úr byssu húsvarðar er hún reyndi að bijótast inn í íbúðar- hús. Fjölskylda Marshall og bamsfaðir óskuðu strax eftir atvikið að reynt yrði að halda lífi í fóstrinu. Vöktuðu hjúkranarkonur hana allan sólar- hringinn, gáfu henni fljótandi fæði og fylgdust með barninu ófædda. Ákveðið var að fæðingin færi fram fyrir tímann er háþrýstingur fór að gera vart við sig hjá móðurinni. Óljóst er hvað verður um piltihn nýfædda. Að sögn talsmanna sjúkrahússins mun barnavemdar- nefnd hafa forræði yfir honum tíma- bundið. Talsmenn sjúkrahússins sögðust áætla að kostnaður við að halda lík- amsstarfsemi Marshall gangandi og við fæðinguna næmi jafnvirði 14,5 milljónum króna en vildu ekki gefa upp hver myndi bera hann. „Þetta er kraftaverk," sagði Rich- ard Fulroth læknir um fæðinguna en pilturinn fæddist fjórum vikum fyrir tímann og vó 3.250 grömm. „Hann lítur vel út og hefur þrosk- ast eðlilega,“ bætti Fulroth við. Trisha Marshall var úrskurðuð látin vegna heiladauða í 17. viku meðgöngunnar, iyrir 105 dögum, eftir að hafa fengið byssuskot í höfuðið. Að sögn lögreglu varð hún Dæmdir fyr- ir barsmíðar Los Angeles. Reuter. TVEIR lögreglumenn voru í gær dæmdir í 30 mánaða fang- elsi fyrir að ganga í skrokk á blökkumanninum Rodney King er þeir handtóku hann fyrir tveimur árum. Striplast um í sólinni s— ÞÓTT kaldur sjór geri sjóböð sjaldnast að fýsilegum kosti hér á landi koma fyrir sólríkir dagar þegar óhætt er að striplast um í flæðarmálinu eins og þessir strákar sem ljósmyndari hitti fyrir í Hraunsvík austan við Grindavík á góðveðursdegi fyrir skömmu. Óhætt er að segja að suðurlandastemmning ríki í víkinni en sjórinn er eflaust ekki eins heitur og á þeim slóðum og vert að bera sig mannalega. Lögreglumennimir, Stacey Koon og Laurence Powell, áttu yfir höfði sér allt að 10 ára fang- elsi en dómarinn sagðist hafa tekið tillit til þess við ákvörðun refsing- arinnar hve mikla mótspyrnu King hefði veitt við handtökuna. Lögreglumennirnir vora ásamt tveimur starfsfélögum sýknaðir við réttarhöld fyrir rúmu ári. Leiddi það til óeirða í Los Angeles og nokkrum fleiri borgum. Karadzic og Boban yfirgefa Genf og halda heim Ovissa um framhald viðræðna um Bosiiíu Tölvuvörð- ur í bíla Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKUR prófessor, sem missti fósturdóttur sína í umferðarslysi, hefur fundið upp kerfi, sem hann telur geta dregið verulega úr ölv- unarakstri og bílaþjófnaði. ■mm- , *.* /» neuttr Matargjof BORGARASTYRJÖLD hefur valdið hörmungum í suðurhluta Súdans og hrjáir matvælaskortur Muer-þjóðina á þeim slóðum. Var myndin tekin við matargjöf í búðum flóttamannahjálpar SÞ í gær. HLÉ var gert á friðarviðræðum leiðtoga deiluaðila í Bosniu í gær. Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba og Mate Boban leið- togi Bosníu-Króata héldu óvænt til Bosníu eftir viðræður við Regin- ald Bartholomew sendimanns Bandaríkjastjórnar sem útskýrði fyrir þeim í Genf í gær hvað fælist í hótun Atlantshafsbandalags- ins (NATO) um hernaðaraðgerðir gegn Serbum afléttu þeir ekki umsátrinu um Sarajevo. Veruleg óvissa ríkir um framhald viðræðn- anna en þó er gert ráð fyrir að Karadzic og Boban komi aftur til Genfar á morgun, föstudag. Brottför Karadzics og Bobans þykir áfall fyrir sáttasemjarana Owen lávarð og Thorvald Stolten- berg sem höfðu ætlað að halda deiluaðilum við samningaborðið í Genf þar til friðarsamkomulag væri í höfn. Þeir sögðust reiðubún- ir að mæta aftur til funda á morg- un ef tryggt væri að Alija Izet- begovic leiðtogi múslima yrði þá einnig við fundarborðið. Hann mætti ekki til sáttafunda í vikunni til að mótmæla sókn Serba í ná- grenni Sarajevo en féllst í gær á að snúa aftur að samningaborðinu. Izetbegovic setti þó það skilyrði fyrir þátttöku sinni að Serbar drægju her sinn frá hæðunum Ig- man og Bjelasnica við Sarajevo. Ratko Mladic, yfirmaður heija Serba, sagðist hafa náð þeim á sitt vald í gær. Hann hefur ekki fallist á að leyfa hersveitum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að yfirtaka þær, eins og Karadzies kveðst ítrekað hafa krafist af honum. Owen gramur Owen lávarður var sýnilega gramur með gang mála í gær og sagði að annaðhvort hefðu leiðtog- ar deiluaðila enga stjórn á foringj- um heijanna eða þeir segðu ósatt er þeir segðust hafa skipað þeim að hætta vopnaskaki. Þá sagði Owen að hótun um loftárásir auð- veldaði ekki friðarumleitanir. Eina hernaðarlausnin væri að senda landher inn í Bosníu. Hlutabréf apans vora valin með því að kasta pílu á hlutabréfasíðu blaðsins. Þau nöfn sem pílan hitti voru valin. Ávöxtun apans var 27,4 prósent, en hjá fyrirtækjunum tveim- ur 21,0 og 17,0 prósent. Meðalávöxt- un á markaðnum var 15 prósent. Þegar keppnin var hálfnuð var apinn Fred Goldberg segir, að kerf- ið byggist á rafeinda- eða lykil- korti, sem renna verði í gegnum tölvurauf til að unnt sé að hreyfa bílinn. Tölvuna er unnt að for- rita þannig, að hún taki aðeins við kortum eiganda eða þeirra, sem heimild hafa til að nota bílinn. Þeir, sem dæmdir eru fyrir ölvunarakstur eða sviptir réttindum af öðrum sökum, yrðu að skila inn sínu korti og það gerði þeim erfitt fyrir með að stelast í bílinn. Þá gæti þetta fyrirkomulag gert bílaþjófum lífíð leitt. Goldberg segir, að svona kerfí muni ekki kosta meira en 10.000 íslenskar krónur og hef- ur hugmynd hans vakið mikla athygli í Svíþjóð. neðstur, en náði sér síðan vel á strik. Fyrirfram höfðu blaðamennimir ekki búist við þessum niðurstöðum og eru því nokkuð óvissir hvaða ráð þeir eigi að gefa lesendum, sem vilja fjárfesta. Niðurstaða keppni Politiken er mjög í samræmi við niðurstöður af samskonar keppni í Bandaríkjunum. Apinn sigraði! Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðins. HÁLFSÁRS keppni milli tilviljanakenndra fjárfestinga og atvinnu- fjárfesta er lokið með sigri „apans“ yfir atvinnumönnuin. Danska blað- ið Politiken stóð fyrir keppninni. Allir fjárfestar náðu þó ávöxtun yfir meðallagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.