Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Skaðabótalög' - góðar lausnir og gamlir draugar eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson Kvenfrelsisbarátta undanfarinna ára á sér margar hliðar. Baráttan fyrir launajafnrétti hefur verið tor- sótt þar sem jafnrétti er í orði en ekki á borði. Enn hafa konur aðeins um 60-70% af launum karla fyrir sömu störf. Samhliða lauanmálun- um hafa önnur baráttumál kvenna komist til umræðu. í sumum tilvik- um hefur það leitt til breytinga en mikið verk er óunnið. Ekki fer allt- af mikið /yrir breytingum á stöðu kvenna. í fljótu bragði mætti t.d. ætla að breytingar á skaðabóta- rétti, sem gerðar voru í vor, vörð- uðu konur ekkert sérstaklega, en sú er raunin. Staða sunira kvenna er nú betri én' áður, en aðrar konur virðast verða að bíða lengur eftir því að þeirra hlutur verði réttur. Námsmenn og heimavinnandi jafnfætis öðrum í vor voru í fyrsta sinn sett heild- stæð lög um skaðabótaábyrgð. í „En leiðréttingin nær aðeins til þess hóps sem ekkiheiur vinnutekjur. I lögunum eru ákvæði sem staðfesta ríkjandi launamismun kvenna og karla.“ lögunum voru nokkrar athyglis- verðar nýjungar. Konum og körlum sem ekki eru komin út á vinnumark- aðinn, t.d. námsmönnum, er sam- kvæmt þessum lögum tryggður sami réttur án tillits til kynferðis. Það ætti auðvitað ekki að vera í frásögur færandi, en er það engu að síður vegna þess að fram að setningu laganna voru ungum stúlkum sem lentu { alvarlegum slysum dæmdar mun lægri bætur en jafnaldra strákum. Forsendurnar voru þær að tekjumöguleikar þeirra í framtíðinni væru minni en tekju- möguleikar strákanna. Til marks um hve lágar þessar bætur eru má minna á nýlegar frásagnir í fjölmiðl- um af baráttu ungrar stúlku, Hrafnhildar Thoroddsen, sem er 100% öryrki eftir slys. Hún fékk samkvæmt gömlu reglunum reikn- aðar út bætur uppá níu milljónir króna fyrir tekjutap framtíðarinnar, tekjutap margra áratuga. Sam- kvæmt nýju lögunum fengi hún væntanlega 22 milljónir í bætur. Það er í meira samræmi við þann telqumissi sem hún verður fyrir, þótt fé geti aldrei bætt slíkt tjón að fullu. Hin nýju skaðabótalög eru einnig athyglisverð að því leyti að þau tryggja heimavinnandi fólki, kon- um, í fyrsta sinn skaðabætur á borð við þær sem meðaljóninn á vinnumarkaðinum fær. Það er því miður nánast einsdæmi í íslenskri löggjöf og reglugerðum. Heima- vinnandi fólki eru yfirleitt ætlaðar smánarlegar lágar bætur í veikind- um og lítið fé til framfærslu. Það er því full ástæða til að fagna þeg- ar menn komast upp úr þessum hjólförum og meta heimavinnandi fólk til jafns við aðra. Kíktu við í verslunum okkar og skoðaðu úrvalið Sérstök klassísk deild er á Lauqaveqi 26. ,l*,w W-***?“ wauitwtm' 'íGELKBMSEV' Skífan hf hefur frá og meö 1. ágúst fengiá einkaumboð á Islandi fyrir PolyGram stærsta útgáfufyrirtæki í heimi. PolyGram n polyclor PHILIPS 1 mss Anna Ólafsdóttir Björnsson Á launamisréttið að vara um alla framtíð? En leiðréttingin nær aðeins til þess hóps sem ekki hefur vinnutekj-. ur. í lögunum eru ákvæði sem stað- festa ríkjandi launamismun kvenna og karla. Þeir sem eru á vinnumark- aði fá bætur í samræmi við núver- andi launakerfi sem augljóslega mismunar konum og körlum. Það er hlálegt í ljósi þess að bótunum er ætlað að vega upp á móti tekju- tapi framtíðarinnar. Þetta merkir að ef Gunna, sem er með stúdents- próf og tíu ára starfsreynslu í versl- un, er með 92 þúsund á mánuði en skólabróðir hennar, Jón, í næstu verslun með sömu próf og starfs- reynslu 125 þúsund krónur (miðað er við meðallaun beggja kynja í þessu starfi), þá taka bætur þeirra mið af núverandi launum þeirra og ríkjandi launamisrétti en ekki því sem gerist í framtíðinni, þegar slíku misrétti verður vonandi útrýmt. Við setningu langanna var því hafnað að sinni að setja inn ákvæði um endurskoðun á bótaupphæð ef forsendur breyttust vegna þróunar í átt til launajafnréttis. Hugmynd- inni var hafnað fyrst og fremst með þeim rökum að of flókið væri að reikna út slíkar breytingar. Það er spuming hvers vegna það ætti að vera flóknara að reikna út breyttar launaforsendur en breyttar læknis- fræðilegar forsendur. Og ef svo væri, yrði þá ekki samt betra að búa við flókið réttlæti en einfalt ranglæti? Höfundur er þingkona Kvenna- listans í Reykjaneskjördæmi. Rangar viðmiðan- ir í bankakerfinu eftir Egil Sigurðsson Það hefir lengi verið yfirlýst stefna Seðlabankans að vextir réð- ust af framboði og eftirspurn fjár- magns á markaðnum. Ef vextir voru færðir neðar, kallaðist það „handafl". Sú nafngift var eignuð þáverandi viðskiptaráðherra, Jóni Sigurðssyni. Nú hafa markaðsvext- ir ríkisvíxla, spariskírteina og hús- bréfa lækkað og eru á bilinu 6,77- 8,17%. Á sama tíma fara útláns- vextir bankakerfisins hækkandi. Þeir eru frá 9,46-14,12%, en vext- ir viðskiptavíxla skera sig úr og em komnir upp í 17,89% (meðaltöl). Af þessu má ljóst vera að „handafl- inu“ hefir verið beitt upp á við. Enginn grundvöllur er fyrir þess- um vaxtahækkunum bankanna, nema ætlunin sé að hrifsa til sín aukatekjur upp í útlánatöpin. Bank- arnir veija sig með því að þeir séu að jafna kjör á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Vextir verð- tryggðra láha hækka eftir á, eins og lánskjaravísitala hefir breyzt á undangengnu tímabili. Vextir óverðtryggðra lána miðast hins vegar við verðbólguspár fram í tím- ann, sex mánuði eða lengur. Þeir verða af þessum sökum oft hærri en vextir verðtryggðra lána. Þetta keppikefli bankanna að jafna kjörin á báðum tegundum lána, verð- tryggðum og óverðtryggðum, leiðir til þess, að öll lán era í rauninni verðtryggð. Sú ákvörðun að tak- marka verðtryggingu útlána við lán til þriggja ára eða lengur, var tekin í því skyni að losa okkur smátt úr verðtryggingarviðjunum. Að heim- ila núna verðtryggingu tveggja ára lána er spor aftur á bak. Að halda því fram, að bankar hafí stærri hluta innlána en útlána verðtryggðan, fær ekki staðizt. Útlánin era að minnsta kosti tíföld ★ STRIKAMERKING 111 lllllllllllllll 116345781190100811 • Prentarar fyrir strikamerki • Hóflegt verð • íslensk leturgerð • Prentun: EAN-8, EAN-13, UPC, Code 39, Code 93, Codabar, ofl. • Aflesarapennar fyrir strikamerki OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavík Símar624631 624699 „Keppikefli bankanna að jafna kjörin á báðum tegundum lána, verð- tryggðum og óverð- tryggðum, leiðir til þess, að öll lán eru í rauninni verðtryggð.“ á móti innlánunum, í þróuðu banka- kerfi allt að tuttuguföld. Svo er á það að líta að vextir af verðtryggð- um innlánum, sem bankarnir hafa greitt sparifjáreigendum síðustu árin, hafa verið um 5%, hæst 7% (verðbót innifalin), meðan vextir útlána erp sem fyrr segir tvöfalt og upp í þrefalt hærri. Þess vegna er vaxtamunur miklu hærri hér en í vestrænum ríkjum. Hann er yfír- leitt 1%, en á íslandi 4-9% hjá bönkunum og hefír komizt upp í 16% hjá sparisjóðunum. I þeim örfáu löndum, sem við- höfðu verðtryggingu fjárskuldbind- inga um tíma, var ekki venja að verðtryggja spariinnlán, nema þau stæðu inni eitt ár eða lengur. Það var að kröfu íslenzku bankanna sjálfra, að heimilað var að verð- tryggja þriggja og sex mánaða bækur — í þeirri röngu trú, að spari- innlán ykjust við það. Þetta má færa til rétts vegar. Hitt er spor aftur á bak, eins og ég sagði, að verðtryggja tveggja ára útlán. Sigurður B. Stefánsson, er skrif- ar skynsamlega um peningamál, kemst að þeirri niðurstöðu í Morg- unblaðinu (viðskipti/atvinnullf) 22. júlí, að verðtrygging fjárskuldbind- inga veiti falskt öryggi. Hún er að kollvarpa þeirri tilraun, sem hér hefir verið gerð til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum og sveigjanlegu gengi. Þetta er mála sannast. Verðtryggingin hefir á liðnum áratug valdið slíkri uppsöfn- un skulda hjá sjávarútvegi, að hon- um er og mun verða um megn að standa i skilum. Sama gegnir um fjölda heimila. Vanskil munu ekki minnka, heldur aukast. A.m.k. tveir hagfræðingar hafa í áraraðir varað við þessu: Gunnar Tómasson og dr. Magni Guðmunds- son, en þeir hafa ekki fengið áheyrn fyrr en nú. Höfundur er fyrrverandi frumk væmdastjóri Sindra hf. á Akureyri. I i i \ i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.