Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 7 V erðlag japanskra bíla hefur hækkað • • mmna en gengi jens INNFLUTTIR bílar frá Japan hafa ekki hækkað hér á landi sem nemur hækkun jensins á síðasta ári, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu hefur jenið hækkað um 57% á einu ári. Að sögn eins innflytjenda japanskra bíla er ástæða þessa að jenum hefur verið skipt m.a. í þýsk mörk og því hafi verið hægt að komast fyrir þetta mikla hækkun á japönskum bílum. Hrafnkell Gunnarsson, fjármála- Emil segir að Toyota í Japan sé stjóri Heklu, sem m.a. flytur inn mjög vel sett og ætti að þola að taka Mitsubishi bíla, segir að þeir hafí breytt jeni yfír í aðrar myntir, sem ekki hafi hækkað jafn mikið, með svokölluðum framvirkum samning- um. Þá hafí umboðið skert álagningu sína til að halda viðskiptum. „Við höfum tryggt þetta fyrirfram núna en næst þegar við kaupum inn bíla koma þeir mjög líklega til með að hækka eitthvað. Svo er þetta einnig spurning um hvort framleiðendurnir muni lækka verðið hjá sér vegna þessarar gífurlegu hækkunar á jen- inu.“ Samið um fast verð Emil Grímsson, markaðsstjóri P. Samúelssonar, Toyota-umboðsins, segir að fyrr á árinu hafí þeir samið um fast verð í þýskum mörkum og þvi hafi hækkun verið minni en ella. „Við höfum þurft að taka þetta á okkur og framleiðandinn hefur þurft að taka á sig vegna þessarar hækkunar. Við höfum fengið mjög lítið út úr þeim bílum, sem við höfð- um keypt með jenum. Hins vegar höfum við eðlilega álagningu á þeim bílum, sem við keyptum með þýskum mörkum.“ Fomleifar við Flatey Stærsta safn leirmuna hérlendis SÉRFRÆÐINGAR Þjóðminja- safns Islands hafa nú staðfest að 30 kg af leirmunum, sem fundust í flaki á sjávarbotninum við Flatey í Breiðafirði eru frá 17. öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræð- ingur segir að þetta safn sé hið stærsta sinnar tegundar á íslandi og muni verða notað sem grunn- heimild hér á landi um 17. aldar leirmuni. Það þýðir að leirmunir af svipuðu tagi, sem kunna að finnast í framtíðinni, verða bornir saman við þetta safn. Bjarni segir að þessi niðurstaða renni enn styrkari stoðum undir þá kenningu að skipið sé í raun hol- lenska kaupfarið, sem Ballarár- annáll hermi að hafi sokkið við Flat- ey árið 1659. Hins vegar líti nú út fyrir að fallbyssan, sem fannst í fjö- ruborðinu rétt hjá flakinu, sé of stór og of mikið vopn til að hafa verið um borð í venjulegu kaupfari. Þess vegna er erfitt eins og staðan er í dag að fullyrða hvaðan fallbyssan er upprunnin að sögn Bjarna. þessa hækkun jensins á sig í tölu- verðan tíma til að vera samkeppnis- hæfír við evrópska bíla. Hins vegar séu margir japanskir framleiðendur í verulegum vanda vegna þessarar gífurlegu hækkunar jensins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Umhverfishugsun fortíðar BÍLHRÆ þetta varð á vegi ljós- myndara Morgunblaðsins suður af Höskuldarvöllum á Reykjanesi, þar sem því hafði verið hvolft og kveikt í. Þama framhjá liggja vinsælar gönguleiðir, og lítil prýði er af gróðri sem þessum undir suðurhlíð- um Trölladyngju. Hilmar Malm- quist, eftiriitsmaður Náttúrufræði- stofnunar á Suðvesturlandi, segir mikið hafa dregið úr því að ónýtir bílar og fleira rusl sé skilið eftir á víðavangi. Þegar ábendingar berist um þvílíkt séu þær sendar náttúru- vemdarráði viðkomandi staðar eða viðkomandi sveitarfélagi, og reynt að hafa uppi á eiganda ruslsins eða það fjarlægt. Ók næstum í sjóinn með fjórar stúlkur ÖLVAÐUR og réttindalaus öku- maður var nær búinn að missa bifreið sína út í sjó i Hafnarfirði er hann ók á ofsahraða niður Reykjavíkurveg í áttina að Fjarð- argötu aðfaranótt sunnudags. Fjórar stúlkur voru farþegar í bílnum. Ökumaðurinn missti vald á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að Iitlu mátti muna að hún lenti í sjón- um. Fyrir tilviljun lenti hún á sand- bingi og nokkrum vörubrettum, sem dró úr ferðinni. Ökumaðurinn komst undan á hlaupum, en náðist síðar um nóttina, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. BESTO SJONVARPS- TÆKIN FRÁ PHILIPS Þau allra bestu frá PHILIPS eru nýju 100 riða MATCHLINE tækin. • Hljómgæði eins og þau eru best í hágæða geislaspilara! • Að sjálfsögðu er textavarp með íslenskum stöfum! • Línuflökt heyrir sögunni til. Skipting á milli ramma í mynd er jafnari! • Mattur, svartur myndlampi sem gefur 30% meiri skerpu á mynd! • Þið fylgist betur með: Tvær stöðvar á skjánum í einu! Komið og sjáið með eigin augum. Gerið samanburð og veljið það besta! MATCHKHUNE m, PHILIPS þegar skerpan skiptir málil Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.