Morgunblaðið - 13.08.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.08.1993, Qupperneq 1
56 SIÐURB STOFNAÐ 1913 180. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR13. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Serbar tregir til að fara af Igmanfjalli Fulltrúar SÞ hafa síðasta orðið um liðsfhitningana Genf, Sar^jevo. Reuter. SÁTTASEMJARARNIR í Bosníu-deilunni vonuðust til þess í gær- kvöidi að friðarviðræður gætu hafist að nýju í dag í Genf með þátt- töku allra deiluaðila eftir að Bosníu-Serbar féllust á að fulltrúar herliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) myndu eiga síðasta orðið um hversu langt þeir fyrrnefndu yrðu að flytja hersveitir sínar af fjallinu Ig- man við Sarajevo. samið var um vopnahlé í Bosníu. Samkomulag tókst um að yfirmenn sveita SÞ myndu skera úr um ágreining um staðsetningu sveita Serba og heitið var að þær myndu færa sig um set ef það yrði niður- staðan. Serbar stóðu lengi vel ekki við fyrri fyrirheit og fluttu aðeins flutn- ingadeildir frá Igman. Neituðu þeir að fara þaðan með bardagasveitir fyrr en SÞ lýsti fjallinu og nágrenni sem hlutlausu svæði og tryggðu að sveitir múslima tækju það ekki aft- ur. Flækti það stöðu mála enn frek- ar og um tíma leit út fyrir að ekki gæti orðið af friðarviðræðum í bráð enda neitaði Alija Izetbegovic leið- togi múslima að koma að samninga- borði með fuljtrúum Serba og Kró- ata fyrr en sveitir Serba væru farn- ar af Igman-fjallinu. Radovan Karadzic leiðtogi Bos- níu-Serba neitaði því í gærkvöldi að hafa hótað því í viðtali við aust- urrískt blað að gera kjamorkuárás á ríki Vestur-Evrópu ef Vesturlönd gripu inn í Bosníudeiluna með hern- aðaríhlutun. Haft var einnig eftir honum að nóg væri af serbneskum hetjum til þess að vinna spellvirki og sprengja mannvirki erlendis, einkum í löndum sem ynnu gegn Serbum og nefndi hann Þýskaland og Austurríki sérstaklega í því sam- bandi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti blæs til sóknar gegn Æðsta ráðinu Hótar að leysa upp þingið leggist það gegn kosningum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann væri reiðubú- inn að leysa upp Æðsta ráðið, þing landsins, ef það legðist gegn hugmyndum hans um kosningar nú í haust. Forsvarsmenn Æðsta ráðsins, sem hefur verið helsti vettvangur andstöðunnar við um- bætur Jeltsíns, sögðu að slík tilraun af hálfu forsetans yrði hans svanasöngur. Jeltsín hitti forystumenn fjöl- miðla í Moskvu að máli í gær. Sagð- ist hann hafa undirbúið afdráttar- lausar aðgerðir til að binda enda á valdabaráttuna við þingið. Halda yrði þingkosningar í haust og e.t.v. Risaeðlur mót- sögn við sköpun- arkenningrina Jerúsalem. Ileuter. RISAEÐLUR eru fádæma vinsælar á Vesturlönd- um um þessar mundir, en sumir rabbínar í ísra- el segja þessar forsögulegu skepnur ekki vera í samræmi við lögmálið, þar eð þær stangist á við sköpunarkenningu Biblíunnar. Kvikmynd Stevens Spielbergs, Jurassic Park, hefur skapað gífurlegar vinsældir risaeðla, og myndir af slíkum skepnum er nú víða að finna, á leikföngum, bókum og merkjum fyrirtækja. En strangtrúaðir rabb- ínar vilja svipta mjólkurfyrirtæki eitt lögmálssam- þykki, vegna þess að það notar myndir af risaeðlum í auglýsingaherferðum sínum. Trúaðir gyðingar neyta ekki matar sem ekki hefur slíkt lögmálssamþykki. „Risaeðlur eru sagðar vera margra milljóna ára gömul dýr, þrátt fyrir að vitað sé að heimurinn var skapaður fyrir einungis 5753 árum,“ sagði Zvi Gafn- er, rabbíni í strangtrúarflokknum Agudat, í viðtali við ísraelska dagblaðið Davar. Reuter Umdeild aug’lýsing’ MYNDIN í auglýsingu ísraelska mjólkursamlags- ins sem farið hefur fyrir brjóstið á rabbínum. forsetakosningar næsta vor. Ef þingið legðist gegn þessu myndi forsetinn taka ákvarðanir fyrir það. Náinn aðstoðarmaður Jeltsíns, Mík- haíl Poltoranín upplýsingafulltrúi, sagði á fundinum að Jeltsín kynni að standa fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu í haust til að fá stuðning almennings í viðureigninni við þing- ið. Loks gaf forsetinn út tilskipun þess efnis að ríkisstjórninni bæri að fara eftir fjárlagaákvörðunum forsetans en ekki fjárlögum sem þingið samþykkti með miklum halla. Sljórnarskrárbreyting Vladímír Isakov, varaforseti þingsins, sagði í gær að enn einu sinni virti Jeltsín vilja fólksins að vettugi. Valdaránstilraun af þessu tagi myndi verða banabiti Jeltsíns. Þingið hélt fund í gær og samþykkti í grundvallaratriðum stjómarskrár- breytingu sem felur í sér að ríkis- stjómin sé ábyrg gagnvart þinginu en ekki forsetanum. Æðsta ráðið byggir starf sitt enn á gömlu stjórn- arskrá Sovétríkjanna. Samkvæmt henni er Jeltsín óheimilt að leysa þingið upp fyrr en kjörtímabil þess rennur út árið 1995. Einnig kynni að felast hætta fyrir Jeltsín í laga- ákvæði sem fulltrúaþing Rússlands samþykkti í desember sl. en þar segir að varaforsetinn, þ.e. Alexand- er Rútskoj, taki sjálfkrafa við ef forsetinn reyni að leysa þingið upp. Reuter Bíður eftir hjálp FIMMTÁN mánaða stúlka, Amra Ramic, grætur í fangi móður sinnar á sjúkrahúsi í Sarajevo. Hún er lömuð fyrir neðan mitti vegna hnúðs við mænu og ekki er hægt að gera nauðsynlega skurðaðgerð á spítalanum. Bíður hún þess að fá utanaðkomandi hjálp og verða flutt til Vesturlanda til skurðaðgerðar. Framan af degi voru friðarvið- ræður ekki inn í myndinni, heldur hvort Serbar færu með sveitir sínar af Igman eða sættu ellegar loftárás- um NATO-flugvéla. Francis Briqu- emont yfirmaður herliðs SÞ í Bosn- íu lagði á ráðin um framkvæmd hugsanlegra árása með NATO-for- ingjum í flugstöð í Vicenza á Ítalíu. Sáttasemjarar í Bosníu-deilunni lýstu megnri óánægju með fram- komu Serba sem sögðust í gær- morgun vera farnir af öllu leyti af ijallinu. Serbar yfirgáfu stöðvar sínar á fjallinu að mestu í gær en héldu þó enn liði við umdeilda línu sem þeir sögðust hafa náð fyrir 30. júlí er Skriftaö hjá tölvu London. The Daily Telegraph. KAÞÓLSKIR menn í Banda- ríkjunum, sem skammast sín svo fyrir syndir sínar, að þeir þora ekki að gangá til skrifta, geta bráðum létt á samvisk- unni frammi fyrir tölvu. Syndaregistrið er þá bara skrifað á skjáinn, ýtt á hnapp og þá fá þeir útprentun á Maríubæninni og Faðirvor- inu, sem þeir verða að fara með mörgum sinnum í refs- ingarskyni. Skriftagangurinn gengur þannig fyrir sig, að tölvan birtir yfirlit yfir syndaflokkana og syndarinn svarar með því að skrifa viðkomandi númer. Ekki þykja miklar líkur á, að kaþólska kirkjan fallist á þetta fyrirkomulag og talsmenn henn- ar segja, að tölva muni aldrei geta komið í stað prestsins. Tölvan hafi enga mennsku eða mannkærleika og muni því aidr- ei geta veitt neina sáluhjálp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.