Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 mál að linni Núer eftir Jónas Fr. Jónsson Undanfarna daga hafa átt sér stað afar háværar og harkalegar umræður í fjölmiðlum, sem tengst hafa vali þingfulltrúa á sambandsþing ungra sjálfstæðismanna á Selfossi og í Hveragerði nú um helgina. í upphafí var hart deilt um val fulltrúa Heim- dallar, en einnig hefur komið upp verulegur ágreiningur varðandi full- trúaval annarra félaga. Mörg stór orð hafa fallið í þessum umræðum. Gagnkvæmar ásakanir hafa komið fram um að annarleg sjón- armið hafí ráðið úrslitum um það, hveijir kosnir voru ti! þingsetu af „Þingfulltrúar verða því að gæta þess, að þótt skoð- anir þeirra kunni að vera skiptar í ýmsum efnum, þá verði umræður á þing- inu málefnalegar, og kosningabaráttan heiðar- leg.“ hálfu einstakra félaga og hveijum hafnað. Hér verður engu við þær deilur bætt, enda kýs ég að taka ekki þátt í þeirri umræðu á vettvangi fjölmiðla. Mun eðlilegra er að fjalla um slík atriði innan flokksins. Þar á hún heima og ekki annars staðar. Deilumar í blöðum og ljósvaka- miðium hafa á ýmsan hátt verið til skaða. Þannig hefur athyglin aðal- lega beinst að karpi ungra sjálfstæð- ismanna í stað þess að fjallað hafi verið um mikilvægari mál, svo sem hugmyndir frambjóðendanna um áherslur í starfi SUS næstu árin og leiðirnar, sem þeir vilja fara til að ná markmiðum sínum. Einnig hefur umræða um hugsjónir sjálfstæðis- manna og stefnu SUS setið á hakan- um. Það er miður, því að þegar allt kemur til alls eru það mál af því tagi, sem ráða eiga úrslitum á þing- um ungra sjálfstæðismanna. Ekki er Jónas Fr. Jónsson síður sorglegt, að umræður manna á meðal og í ákveðnum fjölmiðlum, hafa faliið niður á stig lágkúru og rógburðar. Slíkt er engum til sóma og verður eingöngu til að skaða SUS og Sjálfstæðisflokkinn. Þing ungra sjálfstæðismanna hefst síðdegis í dag. Hér er um að ræða fjölmennasta þing í sögu hreyf- ingarinnar og ljóst er, að kastljós fjölmiðlanna mun beinast að því í ríkum mæli. Þingfulltrúar verða því að gæta þess, að þótt skoðanir þeirra kunni að vera skiptar í ýmsum efn- um, þá verði umræður á þinginu málefnalegar, og kosningabaráttan heiðarleg. Jafnframt verða ungir sjálfstæðismenn að ganga sameinað- ir til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hugsjónir sjálfstæðismanna að þinginu loknu. Höfundur er lögfræðingur Verslunarráðs Islands og frambjóðandi til embættis formanns SUS. I KRINGLUNNI í tilefni af sex ára afmæli Kringlunnar verður Tolli með sýningu á 14 nýjum málverkum á göngugötum Kringlunnar. Þessi málverk málaði hann sérstaklega til að sýna í Kringlunni og þar njóta þau sín vel, stór og mikilfengleg í miklu rými. Viðskiptavinir Kringlunnar geta nú skoðað listaverk Tolla um leið og þeir versla í fallegu ff umhverfi Kringlunnar. Sýningin opnar á afmæhs- J: • daginn 13. ágúst og stendur til 31. ágúst. AFMÆLI 13. ágúst fögnum við afmæli Kringlunnar. Tónlistarfólk á vegum Japis og Skífunnar, leikhópurinn Perlan og dansarar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru skemmta afmælisgestmn. Listamenn framtíðarinnar fá að spreyta sig með Crayola litum í Litla listahorninu sem er á fyrstu hæð í göngugötunni. Sitthvað fleira verður gert á afmælisdaginn. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin í Kringluna. KRINGMN Frá og mcð 14. ágiisá vci'ður opið til kl. 16 á laugardögiiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.