Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 19 Sigríður Jónsdóttir Tónleikar á Listasumri SIGRÍÐUR Jónsdóttir messósópr- an og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari koma fram á tónleik- um á vegum Listasumars sem haldnir verða í sal Gagnfræða- skólans kl. 20.30 i kvöid. Sigríður hóf söngnám 1980 og stundaði síðan framhaldsnám í Bandaríkjunum, en BM prófi lauk hún frá Háskólanum í Illinois árið 1989. Hún hefur sótt söngtíma í New York á síðustu þremur árum og mun næsta vetur stunda þar nám við Mannes College of Music. Nína Margrét lauk einleikaraprófi 1985 og stundaði síðan nám í Englandi og Bandaríkjunum, hún tók masters- próf í London árið 1989, en hún starfar við píanóleik í New York og mun hefja doktorsnám þar í haust. 10. þessa mánaðar gerir. Ólafur Þ. Stephensen að umtalsefni þau orð Kjartans Magnússonar for- manns Heimdallar að samkomulag hefði náðst um áð ekki yrði efnt til óvinafagnaðar í fjölmiðlum vegna vals fulltrúa Heimdallar á SUS-þing. Ólafur neitar því að það samkomulag hafi verið gert og lýkur grein sinni á því að biðja menn að velta því fyrir sér hvað það hefði verið í vinnubrögðum sínum sem Kjartan Magnússon vildi ekki að kæmi fyrir almenn- ingssjónir. Nú hlýtur Ólafur Þ. Stephensen að gera sér ljóst, að það að maður telji nokkuð til vinn- andi að verða ekki rægður í fjöl- miðlum þarf ekki að þýða að hann hafi eitthvað að fela. Það kann þvert á móti að benda til þess, að í gerningaveðrinu öllu sé enn ein- hver sem telur nokkurs um vert að Sjálfstæðisflokkurinn megi koma sem næst óskaddaður frá því er ungliðar hans koma saman og velja sér forystu. Höfundar eru ísljórn Heimdallar. Sigurjón Hákon Sveins- Pálsson son í veg fyrir að atkvæði yrði að greiða gegn honum. Undirritaðir hugðust afenda formanni Heimdallar skrifleg mót- mæli sín við hinni villandi greinar- gerð án þess að gera frekara veð- ur út af málinu. Þær rangfærslur sem fram hafa komið gera það hins vegar nauðsynlegt að hið rétta sé dregið fram í dagsljósið. Höfundar eru stjórnarmenn í Heimdalli. Golfíþróttin á nú mjög vaxandi vinsældum að fagna í Ólafsfirði Margir nýliðar o g mikill áhugi Ólafsílrði. í LANDI Skeggjabrekku í Ólafsfirði er 9 holu golfvöll- ur, einn af þeim betri á landinu. Þar hefur Golfklúbbur Ólafsfjarðar aðstöðu í gömlu bæjarhúsunum sem endur- byggð hafa verið á liðnum árum og er húsnæðið til fyrir- myndar. Þar er opið öll kvöld og um helgar og golfklúb- burinn stendur þar fyrir veitingasölu fyrir gesti og gang- andi. Það eru ekki eingöngu golf- áhugamenn sem notfæra sér veit- ingasöluna því á Skeggjabrekkud- al er vinsælt útivistarsvæði og gönguleiðir margar og skemmti- legar. Útivistarfólk áir því gjarn- an í Skeggjabrekku en þaðan er útsýn um allan Ólafsfjörð. Mikið unglingastarf Starfsemi golfklúbbsins hefur aldrei verið blómlegri en nú og að sögn Brynjars Sæmundssonar formanns klúbbsins er vaxandi áhugi á golfíþróttinni og íjöldi nýliða stunda nú æfíngar í Skeggjabrekku. Mikið unglinga- starf er á vegum golfklúbbsins og konur sem stunda golf eru margar. í vor var haldið byijendanám- Formað- urinn BRYNJAR Sæ- mundsson er formaður Golf- klúbbs Ólafs- fjarðar. skeið og sóttu það margir tug- ir nýliða. Nám- skeiðinu hefur síðan verið fylgt eftir með því að eldri fé- lagar leiðbeina nýliðunum áfram á æfing- um. Fjöldi móta er á dagskrá Golfklúbbs Ólafsfjarðar í sumar en stærst er meist- aramót og „Coca Cola open“. SB Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Nýliða leiðbeint BRYNJAR Sæmundsson formaður GÓ leiðbeinir nýliða, Kristínu Sigurðardóttur. Æft af kappi VINKONURNAR Iris Hrönn og Birna María fóru á byijendanám- skeið í vor og æfa nú af kappi. Konungleg frumsýning JURASSIC PARK í London sýnd á glænýjum, tölvustýrðum vídeóvegg Háskólabíós - hinum eina sinnar tegundar hér á landi Vídeóveggurinn er tölvustýrður þar sem hægt er að sjá eina stóra mynd á veggnum eða á einstökum hlutum hans, allt eftir því hvernig skjárinn er forritaöur. HASKOLABIO A vídeóveggnum eru sýnd nýjustu sýnishorn úr væntanlegum myndum Háskólabíós ásamt ýmsu er viðkemur kvikmyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.