Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Þorsteinn Pálsson sjávarútveg;sráð- herra í opinbera heimsókn til Ómans Fyrstu viðskipta- samningamir senni- lega undirritaðir ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra fer í opinbera heimsókn til furstadæmisins Ómans við Persaflóa 26.-28. ágúst næstkomandi. Gert er ráð fyrir að í ferðinni verði annars vegar undirritaður almenn- ur samningur íslands og Ómans um samstarf á sviði sjávarútvegs, og hins vegar fyrstu viðskiptasamningar íslenzkra fyrirtækja og óm- anskra um samstarfsverkefni í sjávarútvegi. ara samstarf þjóðanna um uppbygg- ingu sjávarútvegs í Óman. Við erum mjög þakklátir sjávarútvegsráðherra fyrir aðstoð hans við að koma á sam- böndum við Óman, því að í þessum heimshluta er heimsókn ráðherra mjög mikilvæg.“ Þorsteinn Pálsson og Ámi Kol- beinsson halda til Ómans 26. ágúst, en nokkrum dögum áður fer íslenzk sendinefnd að undirbúa viðræður þær, sem harin mun eiga við ómönsk stjómvöld. Forsætisráðherra um hvatningu ísraelskra þingmanna um málshöfðun gegn Mikson Ekki hlutverk ráðherra að taka slíkar ákvarðanir íslenzk fyrirtæki hafa unnið að sjávarútvegsverkefnum í Óman í tvö ár og stofnað hefur verið fyrirtækið Oman-Icelandic Fisheries. Eigendur þess em m.a. Útgerðarfélag Akur- eyringa, Akureyrarbær, Slippstöðin Oddi, DNG, ráðgjafafyrirtækið Nýsir og Jón Hjaltalín Magnússon verk- fræðingur, sem hefur unnið að öflun viðskiptasambanda í Óman. Ómanbúar að byggja upp sjávarútveg í fyrra kom hingað til lands átta manna sendinefnd, undir forystu Sheiks Zahirs al-Hinai, sjávarútvegs- ráðherra Ómans. Jón Hjaltalín Magnússon segir að síðan hafi við- ræðum verið haldið áfram um ýmis verkefni í sjávarútvegi. „Ómanbúar hafa mikinn áhuga á að byggja upp sjávarútveg sinn frá gmnni og við teljum okkur hafa mikla þekkingu og reynslu til að aðstoða þá,“ sagði Jón. „Heimsókn Þorsteins er einkum til að endurgjalda heimsókn þeirra frá í fyrra, en einnig til að ræða frek- Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppselt í álfaskoðun EFNT var til álfaskoðunarferðar um Hafnarfjörð í gærkvöldi undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Svo mikil var aðsóknin að margir urðu frá að hverfa og hefur önnur ferð verið ákveðin næsta fímmtudagskvöld. Vinnslustöðin Tilraun með vaktavinnu GERA á tilraun með að koma upp vaktafyrirkomulagi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um á svipuðum nótum og tíðkast nú hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki og HB hf. á Akranesi. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að áætlanir miði við að vaktavinnu verði komið á fyrir næstu vetrar- vertíð. Að sögn Sighvats mun verða efnt til skoðanakönnunar meðal starfs- fólks Vinnslustöðvarinnar um næstu mánaðamót en síðan verði gerð tilraun í haust. „Við höfum síðan gert áætlanir um að vakta- vinna verði komin á næsta ári,“ segir Sighvatur. Aðspurður um áfstöðu verkalýðs- forystunnar á staðnum til þessara áforma segir Sighvatur að hún setji sig ekki upp á móti þessum áætlun- um. Hins vegar sé starfsfólk ótta- slegið og því hafí verið ákveðið að hafa þennan hátt á, það er skoðana- könnun fyrir og síðan tilraun í ein- hvern tíma áður en endanlega verð- ur gengið frá málinu. í dag Risaedlumyndin frumsýnd Vinsælasta kvikmyndin, Jurassic Park, verður frumsýnd í Reykjavík í dag 7 Bjórinn lækkar Egils Guli-bjór í hálfs lítra dósum er kominn á markað á hagstæðara verði en minni dósimar 17 Lambakjötið___________________ Nýtt lamhakjöt á markað. Örtröð á lambakjötsútsölu 39 Leiðari Mikilvægi ferðaþjónustu 22 FORSÆTISRÁÐHERRA hefur borist bréf, undirritað af 85 fulltrúum ísraelska þingsins, þar sem íslensk stjómvöld eru hvött til að höfða mál gegn Eðvaldi Hinrikssyni fyrir meinta stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöld. Davíð segir bréfið engin áhrif hafa á framgang málsins hér. Það verði að vera faglegt mat ríkissaksóknara á hveijum tíma hvort ákært sé eða hafin sé opinber rannsókn í máli af þessu tagi. Framkvæmdavaldinu beri ekki að hlutast til um slíkt. Wiesenthal-stofnunin hafði frumkvæði að því að bréfíð var sent en meðal þeirra sem undirrita það eru Yitzhak Shamir, fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels og David Levy, fyrrverandi utanríkis- ráðherra. I bréfínu eru íslensk stjórnvöld hvött til að hreinsa sig af ásökunum um að þau haldi hlífí- skildi yfír stríðsglæpamanni. Bréf- ið er undirritað af fulltrúum allra flokka ísraelska þingsins, að und- anskildum minnsta þingflokk- inum, Lýðræðisflokki Araba. Full- trúar ísraelska þingsins eru 120 talsins, en 18 þeirra hafa ekki heimild til að undirrita bréf sem þetta. Ákvörðun ríkissaksóknara Davíð Oddsson segir að forystu- mönnum framkvæmdavaldsins, ráðherrum, beri samkvæmt ís- lenskum réttarreglum ekki að hlutast til um ákvarðanir um hvort Útlit fyrir uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ ákært sé í málum sem beinist gegn íslenskum ríkisborgurum. Það sé hlutverk ríkissaksóknara. „Ráða- mönnum er óheimilt að mínu viti að blanda sér í það og ríkissak- sóknara væri óheimilt að taka mið af slíkum afskiptum ef þau ættu sér stað,“ segir Davíð. Hann segir að sama gildi um skrif og undirskriftir af þessu tagi. „Vissulega skilur maður tilfinn- ingar fólksins sem horfir til þess hryllings sem átti sér stað fyrir 50 árum en það getur ekki haft áhrif á ákvarðanir hér. Það verður að vera faglegt, lögfræðilegt mat ríkissaksóknara á hveijum tíma hvort ákært sé eða hvort hafín sé opinber rannsókn í máli af þessu tagi,“ segir hann. Kartöfiur eða ber? LÍTIÐ er undir kartöflugrösunum víða í Þykkvabænum og kartöfl- urnar lítið stærri en ber, eins og sést í garðinum hjá Sigurbjarti Pálssyni þar sem öll grös eru fallin. Daglegt líf ► Bílasímanotkun er hættuleg - Baltimore - Rafvagnar í mið- borginni - Ölvunarakstur er glæpur - Börn sem ferðast ein - Hár í haust I sumum görðum þarf ekki að reyna að taka upp Hellu. ÖLL kartöfiugrös í Þykkvabæ voru fallin í gærmorgun eftir tveggja nátta frost, en aðfara- nótt sl. miðvikudags mældist frost við jörðu 6,5 gráður og 2,4 gráður í fyrrinótt. Að sögn Sigurbjarts Pálssonar formanns Landssambands kartöflu- bænda er fyrirsjáanlegt mikið tjón hjá öllum kartöflubændum á Suður- landi nema helst í Vestur-Skafta- fellssýslu. „Grös eru hér öll fallin og stöngullinn líka og þá hætta kartöflurnar að spretta. Þær eru mjög smáar þar sem þurrkar og moldrok hafa háð sprettu í sumar. Þetta gæti kannski verið um fímm- föld uppskera, niður í ekki neitt, sumt þarf ekki að reyna að taka upp, það er ekkert undir. Við hefð- um getað fengið þokkalega upp- skeru eftir tvær vikur ef veðrið hefði ekki brugðist núna, ástandið í görðunum er svipað og um 10. september í venjulegu árferði. Bændur eru almennt ekki búnir að taka mikið upp, lítill hluti hjá sum- um hefur farið í sölu sem sumar- kartöflur. Ég geri ráð fyrir að al- mennt hefjist uppskera eftir u.þ.b. tvær vikur, en eftir svona áfall þarf að láta kartöflumar jafna sig og herða.“ Kartöfluskortur fyrirsjáanlegur Sigurbjartur sagði ástandið fyrir norðan og austan einnig mjög slæmt vegna tíðarfarsins, vætan og kuldinn hefði haft sitt að segja. Fyrirsjáanlegur sé skortur á ÍS- lenskum kartöflum í vetur og verið sé að ræða fyrirkomulag á innflutn- ingi erlendra kartaflna. Um tvær leiðir sé að ræða, að leyfa innflutn- ing á erlendum kartöflum og bjóða þær tii sölu með þeim íslensku eða að hefja innflutning eftir að þær íslensku em uppseldar. A.H. i ') I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.