Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Atvinnuleysi dregstsaman ATVINNULEYSI dróst saman að meðaltali um 12% á land- inu frá júní til júlí. Mest dróst það saman á Suðurnesjum, um 51% milli mánaða. Annars staðar á landsbyggðinni dróst atvinnuleysi saman um 20 til 40%. Minnst dróst atvinnuleysi saman á höfuðborgarsvæðinu, um 1,4%. I heild minnkaði atvinnuleysi á landsbyggðinni um 27,3% á milli mánaða og hefur minnkað um 8,3% frá júlí 1992. Miðað við júli í fyrra hefur atvinnuleysi á landinu í heild aukist um 18,2%. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins hefur atvinnuleysi yfirleitt minnkað lítillega frá júní til júlí undanfarin ár, þó jókst atvinnuleysi milli þessara mán- aða tvö undanfarin ár. Atvinnu- leysi minnkaði nú meira milli júní og júlí en -það hefur gert undan- farin 9 ár. Atvinnuleysi er áfram meira hjá konum en körlum. Hjá konum dróst það saman úr 5% í 4,6% en hjá körlum úr 5,8 í 2,1. Átaksverkefni stór þáttur Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að á batnandi atvinnuástandi væru ýmsar skýr- ingar. „Að hluta til er um að ræða árstíðasveiflu. Júlí er oft hagstæður varðandi atvinnu- 4,1% AUSTUR- ■ LAND VESTURLAND Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1993 Hlutfal! atvinnulausra af heildarvinnuafli. landsbyggðin ■ 2,9% 4.7% 4,7% 3,7% M J J VESTFIRÐIR . M J J N0RÐURLAND VESTRA M J J NORÐURLAND EYSTRA 5.3 i 3,8% '7* — 3.6% 4,1% M J J HÖFUÐBORGAR SVÆÐIÐ N 3,7% ■3,1% SUÐURLAND PÍH 21% SUÐURNES ástandið. Framlag sem ríkissjóð- ur hefur sett í atvinnuskapandi verkefni, 2,9 milljarðar á þessu og síðasta ári, er einnig að skila sér,“ segir Jóhanna. Hún segir að þó beri að hafa í huga að áhrif milljarðsins sem ríkið veitti í atvinnuskapandi verkefni fyrr í sumar séu ekki að fullu komin fram. „Þá eru átaksverkefni sveitarfélaga stór þáttur í batn- andi atvinnuástandi," segir hún. VEÐURHORFUR I DAG, 13. AGUST YFIRLIT: Skammt suövestur af Vestmannaeyjum er 998 mb lægð, sem þokast austur, en 1.020 mb hæð yfir Norður-Grænlandi. SPÁ: Norðaustan- og austanátt, stinningskaldi eða jafnvel ailhvass við suðausturströndina en hægari annars staðar. Suðaustan- og austan- lands má búast við rigningu, en að mestu þurrt annars staðar. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg átt, nokkuð stíf vestanlands en hægari austan tii. Norðvestanlands verða skúrir, skúrir eða rigning austanlands en skýjað meö köflum um landið vestanvert. Hiti verður á bilinu 6-14 stig, kaldast á annesjum norðaustanlands en hlýjast suðvestan til. HORFUR Á MANUDAG: Vestlæg átt. Skýjað og sums staöar súld vestan- lands en víða léttskýjað austan tll. Hiti verður á bilinu 8-16 stig, hlýjast norðaustanlands Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 980600. o & m Sunnan, 4 vlndstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjööur er 2 vindstig.. / / / * / * * * * • Á * 10° Hitastig / / / / / * / / * / * * * * * V V V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' V4 ■■ FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Þjóðvegir landsins eru allir í ógætu ásigkomulagi og ágætlega greiðfær- ir. Þá er einnig búið að opna flesta vegi um hólendið en þó eru vegir eins og um Stórasand, f Þjófadalí, í Hrafntinnusker og Gæsavatnaleið ennþá ófærir. Hálendisvegir eru yfirleitt ekki færir venjulegum fólksbílum nema vegur um Kaldadal og vegur í Landmannalaugar. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur að gefnu tilefni beðnír um að virða merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og á grænni linu, 99-6315. Vegageröin. VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 9 hálfekýjað Reykjavlk 10 háKskýjað Bergen 12 skýjað Helslnki 17 skýjað Kaupmannahöfn 20 skýjað Narssarssuaq 13 téttskýjað Nuuk 8 léttskýjað Ósló 12 rigning Stokkhólmur 16 rigning Þórshöfn vantar Algarve 27 heiðakírt Amsterdam 16 rlgning Barcelona 28 léttskýjað Berlfn 23 skýjað Chicago 23 þokumóða Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 14 skúr Hamborg 20 skýjað London 19 skýjað Los Angeles 18 léttskýjað Lúxemborg 19 8kýjað Madrfd 34 léttskýjað Malaga 28 heiðskfrt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 21 skúr NewYork 22 skýjað Orlando 24 léttakýjað Parf8 24 skýjað Madeira 24 léttakýjað Róm 29 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Washington 21 þokumöða Wlnnipeg 16 skýjað Tap á rekstri Eim- skips fyrri hluta árs EIMSKIP og dótturfyrirtæki þess töpuðu 12 milljónum króna, að teknu tilliti til skatta, á sex fyrstu mánuðum ársins, samkvæmt sex mánaða uppgjöri, sem kynnt var í gær. Hagnaður af reglu- legri starfsemi Eimskips var 178 milljónir króna á þessu tíma- bili, en við gengisfellingu krónunnar 28. júní varð félagið fyrir 204 milþ'óna króna tapi, sem að fullu var fært til gjalda á fyrri hluta ársins. Á þessu tímabili varð 9% aukning í flutningum félags- ins vegna aukins útflutnings og strandflutninga, en innflutningur- inn dróst í heild saman um 3%. Á blaðamannafundi, sem for- svarsmenn Eimskips efndu til í gær, sagði Hörður Sigurgestsson forstjóri, að margvíslegar breyt- ingar hefðu orðið á rekstri félags- ins vegna samdráttar í efnahags- lífi landsmanna. Þrátt fyrir óhag- stæðar aðstæður, væri afkoman hins vegar betri fyrstu 6 mánuði þessa árs heldur en á síðasta ári; tapið hefði nú verið 12 milljónir króna, en hefði verið 41 milljón á árinu 1992. Ástæðan fyrir tapinu nú væri gengisfellingin í lok júní, en ef hún hefði ekki komið til hefði hagnaður eftir skatta orðið 112 milljónir króna. í máli Harðar kom fram, að flutningsgjöld hefðu verið hækkuð í kjölfar breytinga á gengi krónunnar, en þó vantaði enn 80 milljónir upp á til að sú hækkun næði að vega upp tapið vegna gengisfellingarinnar í júní. Hörður sagði að þessi útkoma væri heldur verri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Niðurstaðan væri ekki viðunandi, enda sé mark- mið stjórnenda Eimskips að reka fyrirtækið með hagnaði. Hann sagði að í ljósi útkomunnar á fyrri helmingi ársins hefðu rekstrará- ætlanir verið endurskoðaðar. Þar væri gert ráð fyrir auknum flutn- ingum á síðari hluta ársins og að hagnaður verði af rekstrinum á árinu 1993 í heild. Auknir flutningar á fiski úr erlendum veiðiskipum Á blaðamannafundinum kom fram, að Eimskip hefði á síðasta ári flutt alls 584 þúsund tonn á fyrri helmingi ársins, sem er 9% meira en á sama tíma í fýrra. Hörður Sigurgestsson sagði að aukninguna mætti rekja til aukins útflutnings, bæði með áætlunar- og stórflutningaskipum félagsins og 34% aukningar í strandflutning- um. í innflutningi með áætlunar- skipum hefði hins vegar orðið 9% samdráttur, sem væri í samræmi við minni almennan innflutning til landsins. Innflutningur Eimskips hefði hins vegar í heild dregist saman um 3% í samanburði við fyrstu sex mánuði ársins 1992. Hörður nefndi, að veruleg aukn- ing hefði orðið á útflutningi á afla erlendra togara, sem landað hefði verið hér á landi. Félagið hefði á fyrri hluta ársins flutt út um 9.000 tonn af slíkum afla. Sagði Hörður, að löngu hefði verið orðið tíma- bært að heimila landanir erlendra skipa og á þessu sviði væri um að ræða jákvæða og áhugaverða þró- un. Mannabreytmgar í viðskiptaráðuneyti SIGHVATUR Björgvinsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, hefur veitt Birni Friðfinnssyni ráðuneytisstj óra leyfi frá störfum launa- laust I tvö ár en Björn var fyrir nokkru skipaður í sljórn Eftir- litsstofnunar EFTA og mun hann taka við því starfi 1. septem- ber. Að sögn Sighvats mun Þorkell Helgason, aðstoðarmaður ráðherra, væntanlega verða settur ráðuneytisstjóri í fjarveru Björns. Sighvatur sagði 4 samtali við en sagðist reikna með að Margrét Morgunblaðið að hann hefði enn Björnsdóttir, endurmenntunar- ekki gengið formlega frá hvern stjóri Háskóla íslands, verði ráðin hann myndi ráða sér sem aðstoðar- til starfans. mann í ráðuneytinu í stað Þorkels

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.