Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 15 Möguleikar einræktunar; Laura Dern og Sam Neill skoða veiklu- lega nashyrningseðlu. Spielberg í undralandi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „Jurassic Park“. Sýnd í Há- skólabíói, Bíóborginni og Bíó- höllinni. Leikstjóri: Steven Spi- elberg. Handrit: Michael Cric- hton og David Koepp eftir met- sölubók Michaels Crichtons. Aðalhlutverk: Laura Dern, Sam Neill, Jeff Goldblum, Richard Attenborough, Bob Peck, Samuel L. Jackson. í dag er sögulegur dagur í kvik- myndasýningum á Islandi því frumsýningin á „Jurassic Park“ í Háskólabíói, Bíóborginni og Bíó- höllinni er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi frá upp- hafi. í fyrsta sinn í sögunni geta bíóin annað væntanlegri eftir- spum í fyrstá skoti og vel það. Rúmlega 2.000 manns geta séð myndina á hverri sýningu ef vill og ef sýningar eru fjórar á dag í hveiju bíói geta um 8.000 manns séð hana á einum degi og heila þjóðin á tæpum mánuði. Geri margir menntaskólar betur. Myndin stendur ágætlega undir þessum ofsasýningum og á sjálf- sagt eftir að verða mest sótta bíó- mynd ársins. Hún hefur hvarvetna slegið aðsóknarmet m.a. í Banda- ríkjunum og Bretlandi og yfírleitt höfum við Islendingar fylgt þró- uninni í þessum löndum. Auglýs- ingamennskan og markaðssetn- ingin í kringum hana er hrikaleg, satt er það, en hún er einfaldlega ein af þessum myndum sem þú verður að sjá. Og þær eru ekki margar slíkar. Steven Spielberg, sem á góðum degi hefur gert bestu ævintýra- myndir síðustu áratuga, hefur ein- ræktað stórbrotná ævintýramynd uppúr heillandi efnivið, hinum goðsögulegu risaeðlum sem eigr- uðu um jörðina fyrir meira en 65 milljónum ára. Sagan fjallar um einræktun og er vísindaskáld- skapur á mörkum hins mögulega sem gefur ímyndunaraflinu tilefni til að gægjast inn í framtíðina á sama hátt og aðrar eftirminnileg- ar vísindaskáldskaparmyndir kvikmyndasögunnar hafa fengið áhorfendur til að undrast bæði og óttast framtíð í höndum hug- myndaríkra vísindamanna. í fyrradag var það Frankenstein. í gær atóm- og tölvuöldin. í dag er það einræktun. Risaeðlumyndir eru ekki nýjar af nálinni en þessi virkar eins og loftsteinaregn á þær gömlu. Spiel- berg vekur risaeðlurnar til lífsins með svo einstæðum hætti að mað- ur næstum því fínnur þær anda niður hnakkann á sér og þegar við bætist að fáir eru betri sögu- menn á fílmu þegar afþreyingar- efni eins og þetta er annars veg- ar, er þér tryggð fyrsta flokks skemmtun. „Jurassic Park“, sem gerð er eftir samnefndri metsölu- bók Michaels Crichtons, en hann skrifar einnig handritið ásamt David Koepp, segir frá vísinda- manni, sem Richard Attenboro- ugh leikur, sem gert hefur nýstár- legan skemmtigarð með einrækt- uðum risaeðlum. Hann hefur not- að kjarnsýrur risaeðla fundnum í blóði forsögulegra skordýra er varðveist ’hafa í rafi og ræktað úr þeim heila eyju fulla af skolt- eðlum og grameðlum og nashym- ingseðlum og fleira og fleira sem á að virka sem nk. forsögulegt Disneyland. Til að pmfukeyra garðinn býður hann plöntufræð- ingi og steingervingáfræðingi, stærðfræðingi og lögfræðingi og tveimur barnabömum og þið meg- ið geta hvaða fulltrúi þessara starfsgreina lendir örugglega í skolti grameðlu staðarins, ban- vænustu kjötætu Júragarðsins. Þvi þegar til kemur bregst ör- yggiskerfið og fólkið verður að bjarga sér sem best það getur undan kjötætunum. Spielberg hefur lagt alla áherslu á tæknilegu hlið myndar- innar á kostnað mannlega þáttar- ins. Hér vantar tilfinningasam- bandið i t.d. „E.T.“, annarri mynd um kynjaveru á ókunnum slóðum. Hann hefur enda ekki úr neinni fjölskyldusamheldni að moða hér sem er eitt af einkennum ævin- týramynda hans eða persónulega dramatík heldur sundurleitan stórslysamyndahóp sem maður sér nokkurn veginn hvernig fer fyrir á endanum. Allt er það frek- ar tamið og kunnuglegt og tök Spielbergs á því lítt spennandi auk þess sem myndinni lýkur heldur snaggaralega. Einstaka lausir endar í handritinu eru látnir eiga sig enda virka lokin eins og stutt sé í framhaldsmyndina. En tæknihliðin er aftur ótrúleg. Með aðstoð nýjustu tækni í tölvu- vísindum kvikmyndanna hefur töframönnunum vestur í Holly- wood tekist að vekja hinar út- dauðu eðlur til lífsins á undraverð- an máta. Þær eru svo fullkomlega eðlilegar í útliti bæði og hreyfíng- .um öllum að maður sér aldrei blekkinguna sem býr að baki, hefur ekki grænan grun um alla tæknina sem myndað hafa þessi stórkostlegu dýr og langar í raun ekkert að vita um hana, aðeins að sjá meira af eðlunum. Það er þó ekki nóg að skapa risaeðlur með samruna tölvu- mynda og bíómynda. Það þarf að kveikja í þeim líf, skapa með þeim spennu, lífsháska, æsandi elting- arleiki, grimmd jafnt og fegurð og það tekst Spielberg á minnis- stæðan hátt. Enda hefur hann staðið í þessum sporum áður. Hann myndar fyrstu kynni ferða- langanna við hina ógnvænlegu grameðlu (Tyrannosaurus rex, T. rex á gauramáli) á meistaralegan hátt með samblandi af ótta og eftirvæntingu og loks vantrú áður en hann sleppir henni svo lausri með ógnvænlega skoltana á eftir mannfólkinu svo minnir á Ókind- ina. Hann getur sett á svið yfirvof- andi bílslys niður trjástofn (já. einmitt) svo minnir lauslega á rúllandi steininn í Ráninu á týndu örkinni. Tölvumyndirnar stela auðvitað senunni en mannlegu leikararnir standa sig ágætlega sem mögu- legt eðlufóður. Laura Dern og Sam Neill eru plöntu- og stein- gervingafræðingarnir með báðar fætur á jörðinni, Jeff Goldblum í undarlega bragðlitlu hlutverki er einnig efins og varar við hættunni sem hlotist getur af vísindamönn- um sem bera ekki ábyrgð á gerð- um sínum og Richard Attenboro- ugh er svona dulítið skrítinn afi sem sér fjarstæðukenndan draum snúast upp í martröð. Sjálf er myndin fyrst og fremst sumarmyndafóður og þú færð ekkert betra að til að gomsa í þig þetta sumarið. Tæknihliðin stórkostleg; grameðla undirbýr árás. Úr viðjum ríkisafskipta eftir GuðlaugÞór Þórðarson Nú um helgina ganga ungir sjálf- stæðismenn til sambandsþings á Selfossi og í Hveragerði. Þar verða afgreiddar málefnaályktanir Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og gengið til atkvæða um formann og stjórn sambandsins. Stærstu stjórnmálasamtök ungs fólks á Norðurlöndum Samband ungra sjálfstæðis- manna var stofnað árið 1930 með það að markmiði að sameina öll félög ungra sjálfstæðismanna í eina breiðfylkingu. SUS hefur ávallt ver- ið áberandi afl innan Sjálfstæðis- flokksins, sérstaklega nú á síðustu árum undir styrkri forystu þeirra Árna Sigfússonar og síðan Davíðs Stefánssonar, sem hafa unnið ötul- lega að því að efla starf samtakanna og fjölga aðildarfélögum. Nú er svo komið að yfir átta þúsund manns alls staðar að af landinu starfa inn- an vébanda hreyfíngarinnar, sem er hlutfallslega orðin sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Úr viðjum ríkisreksturs Undanfarin misseri hafa verið íslendingum erfið hvað efnahags- og atvinnuástand varðar. Ungt fólk hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum. Ýmsir hafa viljað fara hefðbundnar leiðir til að mæta ástandinu, taka erlend lán og nota til atvinnuskapandi verkefna á veg- um ríkisvaldsins. Til allrar hamingju hefur ríkisstjórnin ekki farið að „Samband ungra sjálf- stæðismanna var ekki stofnað embættanna vegna, heldur til að vera starfsvettvangur ungs fólks sem vill vinna hugsjónum sínum fylgi í anda sjálfstæðis- stefnunnar.“ þeirra ráðum, enda leysir slíkt eng- an vanda, en eykur aðeins á hann þegar horft er til framtíðar. Stjórnin hefur þess í stað einbeitt sér að því að draga úr útgjöldum ríkissjóðs, sem er besta leiðin til að losa lánsfé og auðvelda þar með atvinnufyrir- tækjum að ráðast í nýjar fram- kvæmdir. Slíkt er góður grunnur að byggja á í baráttunni gegn fjölda- atvinnuleysi launafólks. Einkavæð- ing og nýjar leiðir til hagræðingar í ríkisrekstri eru baráttumál Sam- bands ungra sjálfstæðismanna - sambandsþingið _nú um helgina ber yfírskriftina: “Úr viðjum ríkisaf- skipta“. Nýjar hugmyndir - nýjar aðferðir Nú á síðustu árum hafa nýir vind- ar blásið í stjómmálaumræðu um heim allan, einnig hér á landi. Svo virðist sem sú mikia áhersla sem lögð hefur verið á utanríkis- og efnahagsmál í þjóðmálaumræðunni fari minnkandi, en önnur málefni, s.s. menntamál, félags- og umhverf- ismál, vekji meiri áhuga margra. Þetta hefur sannast svo um rhunar í málefnastarfi SUS nú í sumar. Það er Sjálfstæðisflokknum nauðsyn að taka á þessum málum af aukinni festu og marka skýra stefnu til mótvægis við vinstriflokka. Það má ekki henda að sjálfstæðismenn verði að náttröllum í þjóðmálaumræð- unni, en láti vinstrimönnum eftir þau mál sem efst eru á baugi. Málefnastarf SUS er m.a. hugsað til að vekja athygli flokksforystunn- ar og flokksfólks á nýjum hugmynd- um og nýjum áherslum. Nú eftir helgina verða kynntar niðurstöður málefnanefnda SUS, en framsetn- ing þeirra verður nú með öðru sniði en verið hefur. Lögð hefur verið mikil áhersla á að sem breiðastur hópur taki þátt í starfinu. Slíkt er eðlilegt í stórum, lýðræðislegum samtökum eins og Sambandi ungra sj álfstæðismanna. Vörumst sundrungu Nokkurn skugga hefur borið á starf SUS vegna þeirra deilna um fulltrúaval á sambandsþingið, sem upp hafa komið á síðustu dögum. Það er leitt að slík deilumál þurfi að koma upp svo skömmu fyrir þing- ið. Sé unnið af heilindum á slíkt ekki að geta gerst. Eg vona að menn átti sig á því og láti ekki deilur af þessum toga skyggja á samstarfið að formanns- og stjórn- arkjöri loknu. Minnumst hlutverks okkar Við sjálfstæðismenn eigum nú aðild að ríkisstjórn sem þarf að tak- ast á við erfíð verkefni. Það kann að ráða úrslitum um framtíð okkar Guðlaugur Þór Þórðarson í þessu landi hvernig til tekst. Því skiptir afar miklu máli að sjálfstæð- ismenn standi saman að baki ríkis- stjórninni, um leið og henni er veitt málefnaleg gagnrýni og bent á það sem betur má fara. Ungir sjálfstæð- ismenn hafa hér mikilvægu hlut- verki að gegna. Ég treysti því að ungt sjálfstæðisfólk gleymi ekki því hlutverki. Samband ungra sjálf- stæðismanna var ekki stofnað emb- ættanna vegna, heldur til að vera starfsvettvangur ungs fólks sem vill vinna hugsjónum sínum fylgi í anda sjálfstæðisstefnunnar. Ég vona að menn minnist þess, þegar gengið verður til þings og kosninga. Höfundur erformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna ogásætí í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Árbæjarsafn * Astarsaga frá 19. öld rifjuð upp ÁRIÐ 1834 hittust maddama Sire Ottesen og ferðamaðurinn Arthur E.D. Dillon í Reykjavík. Hún var 35 ára og rak Klúbbinn þar í bæ en hann rúmlega tvítugur hafði mikinn hug á að rita bók um land- ið. Ástarsamband tókst með þeim og fara af því miklar sögur sem fjallað verður um á Árbæjarsafni sunnudaginn 15. ágúst. Brynja Birgisdóttir, starfsmaður safnsins, flytur erindi í risi veitinga- stofunnar í Dillonshúsi kl. 14.30 og kl. 16. Auk þess mun leikkonan Anna Einarsdóttir taka á sig gervi Sire og heilsa gestum og gangandi. Aðrir dagskrárliðir og ýmsar sér- sýningar verða svo á sínum stað en nú fer að styttast í að safninu verði lokað en síðasti almenni opnunardag- urinn í ár er 31. ágúst. (Fréttatilkynning) Frá veitingastofunni i Dillons- húsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.